Landsvirkjun hækkar verð fyrir ESB

Gaskostnadur ESBÞráhyggja Landsvirkjunar um rafmagn sem markaðsvöru heldur áfram, nú með verðhækkun til þess að friðþægja yfirstjórnina, regluverði ESB skv. Orkupakkanum. Stjórn stofnunarinnar telur að hún eigi að hámarka hagnað til þess að pólitíkusar fái auka milljarða króna á ári í að uppfylla ótæmandi kosningaloforð sín. 

Grísir gjalda

Hvers eiga heimilin og fjölmörg smáfyrirtæki í landinu að gjalda, þegar þessum gullkálfi þjóðarinnar er ítrekað misbeitt  síðustu ár? Milljörðum króna er eytt í skoðum á því hvort eða hvernig megi veita rafmagni héðan til Evrópu, á meðan tæpt er í sumum lónum á vetrarmánuðum. Ef hagnaður myndast, þá ætti að greiða frekar niður lán, treysta innviðina almennilega til þess að standast auknar þarfir, eldgos eða toppálag, eða hreinlega að lækka verðið, sem skilar sér síðan væntanlega til eigendanna, neytenda. 

Ríkið hækkar mest

Sjálfskipuð orkukrísa Evrópu vegna loftslagsánauðar ætti að koma þjóðinni til góða í samkeppninni, þar sem við njótum forskots til nýsköpunar eða betri lífshátta, með rafmagn sem á uppruna sinn hjá Landsvirkjun. Þarflausar hækkanir minnka það forskot og auka verðbólguna, sem heldur annars ótrauð áfram, leidd af stofnunum ríkisins, með öllum sínum launahækkunum.


mbl.is Verð hjá Landsvirkjun hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Það sem er að fara með allt til fjandans hér á landi

er ambættismanna kerfið. Þyrfti að fækka um helming,

lágmark, svo samfélagið gæti þrifist vel.

Fólk sem eyðir mestu af deginum í því að sanna

tilvist sína á ríkisjötunni.

Á meðan það þenst út eins og enginn sé morgudagurinn,

munu Jón og Gunna blæða fyrir það.

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.11.2021 kl. 11:48

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þökk sé þeim sem fylgjast með og tilkynna.Mér er ekki farið að lítast á blikuna og það gerir okkur öll örugglega tortryggna svo leiðinlegt sem það er og mun verða meðan alltaf er haldið áfram án nokkurs samtals við þjóðina.--Nema í kosningum. 

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2021 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband