Kosið í borginni

Skilti-akreinEndarKosið verður um Borgarlínu næsta vor. Hægt er að pakka því inn í fallegar umbúðir, frasa um frelsi og hvaðeina, en undan því verður ekki komist, að greiða atkvæði um það, hvort ofvaxið strætókerfi verði látið stöðva umferðarflæði í borginni eður ei.

Hvor sigrar?

Nú reynir enn einu sinni á það, hvor sigri, meginrödd heildarinnar í hverjum stjórnmálaflokki fyrir sig, eða vel smurð kosningamaskína tiltölulega fámenns félagsskapar, sem nær að hunsa að mestu stefnu landsfundar flokksins í mikilvægum málum og skýran vilja flokksmanna. Skoðanakannanir sýna einbeittan  vilja fólksins, en tunguliprir frambjóðendur sneiða hjá honum og gefa eftir, þar til saltfiskurinn er algjörlega útvatnaður. Bætast þá enn ein fjögur ár við ófremdarástand, sem ómæld undangjöfin hefur skapað.

Fjögur prósentin?

Ríkjandi stefna í borginni gætir hags um fjögur prósent heildarinnar, í stað þeirra áttatíu prósenta sem ráða ættu ferðinni. Þörf er á þögulli byltingu hugans, sem neitar að taka þátt í þessu ójafnræði, þar sem kosnir frambjóðendur eru ekki raunverulegir fulltrúar fólksins sem heild.

 

Virðum og verum

vaxin til vandans

Strætó á sterum

stefnir til fjandans


mbl.is Eyþór vill skýrt umboð í prófkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Verra að höfundur sé fastur í fortíðarþránni.

Það er hans.

Hitt er öllu augljósara að það er löngu búið að kjósa, velja og innmúra breytingar á almenningssamgöngum til næstu fortíðar sem sumir vilja kalla Borgarlínu. Um það má t.d lesa í glænýjum stjórnarsáttmála Sjalla, VG og Frammara.

Það að Sjallar nái viðunandi árangri hér í borg í næstu sveitarstjórnarkosninum breytir því ekki.

Því er löngu búið að kjósa um Borgarlínu.

Höfundur þarf að fara sættast við nútíðina, kveðja fortíðína, að mínu mati.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.12.2021 kl. 14:28

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ætli kvikni ekki á minningu Sturla sem hóaði saman vöru bálreiðum sem stoppaði alla umferð í den,en einhverju var hann að mótmæla þótt muni ekkert nema þesa sjaldséðu frétt í Rúv, og St#2. Dagur hrekkur ekki við út af þannig uppákomu. 

Helga Kristjánsdóttir, 18.12.2021 kl. 01:30

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Sturla Jónsson bílstjóri var á útvarpi Sögu og benti á að dreifikerfi raforku á höfuðborgarsvæðinu myndi alls ekki ráða við raforkudreifinguna ef ætti í alvöru að fara að skiptaút venjulegu bílum fyrir rafmagnsbíla, sem eru að fara hækka stórlega í verði fljótlega meðan æa að banna hina! Bullið er algert.

Halldór Jónsson, 18.12.2021 kl. 15:21

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nokkuð ljóst að Sigfús Ómar er fastur í einhverjum lygavef sem samherjar hans í núverandi "meirihluta" eru búnir að flækja hann í.  Það segir nokkuð mikið til um að það er ekki mikið um sjálfstæða hugsun hjá honum og því miður, eins og sjá má af færslunni hans, er frekar lítið af viti sem kemur frá honum.................

Jóhann Elíasson, 18.12.2021 kl. 16:04

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ef Framsókn og flugvallarvinir risu upp, eða annað sambærilegt afl, þá væri von um að stöðva eyðileggingu frjálsra samgangna í borginni.

Því miður er Sjálfstæðisflokkurinn klofinn, svo Eyþór er gagnslaus í þessu samhengi, svo ágætur og réttsýnn sem hann nú annars er.

Flugvallarbrúin sem búið er að hanna er gott dæmi um kommúníska demókratíska samgöngu - ofbeldið, því viljir þú yfir, þá er það einungis gangandi, hjólandi eða í borgarlínunni.

Jónatan Karlsson, 18.12.2021 kl. 16:16

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Óvenju málefnalegur í þetta skiptið Jòhann...

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.12.2021 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband