Hraðpróf og enga sóttkví

Grimur GettyCovid- smitin eru það dreifð, að fólk getur allt eins farið í hraðpróf frekar en PCR, sem yfirvöld ættu að hætta að krefjast. Hraðpróf sýna ástandið strax, enda þarf allur þessi fjöldi ekki á nákvæmari greiningu að halda. Síðan heldur fólk sér bara sem mest frá öðrum og sér til hvort það verður það veikt að það þurfi heimsókn á spítala.

Smitin æða áfram

Æ fleiri gera sér grein fyrir því að greiningar og fylgjandi sóttkví hafa lítil sem engin áhrif á smit Omicron- Covid veirunnar. Þessu fylgir ómældur kostnaður og ónæði. Yfirvöld ættu að aðstoða fólk með því að hafa sem minnst íþyngjandi reglur og sinna sjúkum vel.

Ekki PCR skyldu!

Þegar ég greindist með Covid fyrir áramótin með tveimur hraðprófum hvort úr sinni nösinni, þá var það á BSÍ, sem er nálægt og þar er aldrei röð. En þá var ég skyldaður í PCR prófs- röðina á Suðurlandsbraut með 38,7°C hita, bráðsmitandi í frostinu og 100 manns í röðinni í algerri þarfleysu! Sú PCR  niðurstaða kemur svo eftir hálfan til einn dag. Nýta ætti hraðprófsstaðina mun betur. Ef fólk vill síðan fá PCR próf líka og kvelja þar með sjálfa sig og aðra, þá ætti því samt að vera frjálst að gera það.

Hraðpróf fyrir langflesta

Íslensk yfirvöld ættu ekki að krefja neinn um PCR próf, því að nóg er að hafa sæmilega vissu úr hraðprófi, með allan þennan fjölda smitaðra. En auðvitað má bjóða upp á PCR próf fyrir þá sem verða að hafa þau til ferðalaga þangað sem enn er hangið á þeirri kröfu.

Þetta er nú orðið frekar skrautlegt: Ég er þríbólusettur, líka með sprautur gegn inflúensu og lungnabólgu, fæ samt Covid og núna á ég samt að vera með grímu allsstaðar!

Þarf endilega að gera eins og með Strætó, eyða milljörðum árum saman til þess að ná ákveðnum árangri, en svo þegar hann er nákvæmlega enginn, að bæta þá í sóunina?


mbl.is Löng röð gengur hægar vegna barnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband