Covid- epli og appelsínur

GapastokkurNú er flestum orðið ljóst, að neyðarúrræðin sem stjórnvöld gripu til þegar Covid-19 breiddist upprunalega út voru líklega réttætanleg þá í byrjun. Síðan kom Delta útgáfan og á menn runnu tvær grímur. Núna þegar Omicron er hjá 90% þeirra sem smitast, þá er sannarlega um allt annað að ræða, en ríkisstjórnin rígheldur í gamlar lausnir sem halda ekki vatni.

Aðgerðir og smit ótengd 

Smit berst um allt þjóðfélagið, óháð aðgerðum stjórnvalda. Sóttkví er út í hött. Þríbólusettir sem fengu Covid áður smitast eins og aðrir og bera smit. Það eina sem flestir eru sammála um núna er að sinna þeim sem eru verulega veikir. Við hin sem fáum veiruna höldum okkur til hlés um tíma, en verðum ekki byrði á samfélaginu. Nóg er að greinast í hraðprófi sem virkar strax, án vandræða. Ef það er falskt jákvætt og þú veikist ekki, þá skiptir það heldur engu máli. Lífið heldur áfram, flestir fá þetta hvort eð er.

Enga einangrun, sóttkví eða lokanir. Lifum lífinu.

 

 

 


mbl.is Staðan að breytast að mati Runólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ágætu læknar/stjórnendur okkar, þurfa að breyta um kerfi þegar óvinurinn æðir áfram gegn neyðarúrræði þeirra í upphafi,rétt eins og handboltalið getur ekki varist alltaf eins.

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2022 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband