Góði Gyllti áttavitinn

Kvikmyndin Gyllti áttavitinn kom skemmtilega á óvart, Gyllti attavitinn stulkanspennandi og full ævintýra. Við sáum hana í gær í ísköldum sal Háskólabíós. Myndin byggist vel upp á trúverðugan hátt, þannig að athyglinni er vel við haldið. Ekki spillti fyrir að heyra íslensku talaða: „Miðið á hálsinn“ og salurinn hló. Hann hló að vísu líka þegar karldýrið spyr stelpuna „viltu ríða á mér?“, en það var varla ætlun þýðandans. Annars þýddi systir mín, Anna Heiða Pálsdóttir þessa bók fyrir sjö árum og síðan þær tvær sem á eftir komu í þríleik Phillip Pullmans og gefnar hafa verið út á íslensku sbr. þessa vefsíðu.

Gyllti attavitinnDóttir mín varð svo spennt eftir myndina að hún vill strax klára að lesa Gyllta áttavitann (sem útskýrir framhaldið) og lesa síðan Lúmska hnífinn. Ef bækurnar eru jafngóðar og myndin, þá eru þær eflaust hin besta skemmtun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Bara það að þú skulir tala um ískaldan sal Háskólabíós fær mig til að ákveða að taka þessa mynd á leigu og horfa á hana heima undir teppi. Brrrr hvað mér var kalt í dag.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.12.2007 kl. 02:52

2 Smámynd: Viðar Eggertsson

Vona að dóttir þín lesi líka síðustu bókina í þríleiknum "Skuggasjónaukann" - til að fá heildarmyndina.

Voru einhver atriði tekin upp á Íslandi, er það ástæðan fyrir íslenskunni í myndinni? Annars hlakka ég til að sjá hana, því ég datt óvart í bókina í sumarfíinu og gat ekki lagt hana frá mér fyrr en ég var búinn með hana, svo spennandi var hún. Las síðan hinar tvær, sem voru fínar, en stóðu samt Gyllta áttavitanum að baki.

Jóna: Það má alltaf reyna við aðra bíósali, sem vonandi eru hlýrri, því myndin er fyrst um sinn sýnd í fleiri bíóhúsum. Svona mynd þarf að sjá á breiðtjaldi með dolby og öllu.

ATH: ég hef engra hagsmuna að gæta við að fá fólk til að sjá myndin, það er ekki þessvegna sem ég ræði um hana, svo það sé á hreinu!

Viðar Eggertsson, 29.12.2007 kl. 06:19

3 Smámynd: Anna Heiða Pálsdóttir

Íslenskan í myndinni kom víst frá Íslendingum sem unnu við grafíkina, en ég veit ekki nöfnin þeirra.

Ég fór í Laugarásbíó, hlýr og góður salur, djúp og þægileg sæti og rosalega gott pláss fyrir fæturna. Hallinn er svo mikill í stóra salnum að tveggja metra maður í sætinu fyrir framan skiptir engu máli. Hljóðið mjög gott og ísbjarnaslagurinn naut sín í Dolby.

Kærar þakkir, Ívar, fyrir að benda á síðuna mína um bækurnar. Nú neyðist ég til að uppfæra hana ...

Anna Heiða Pálsdóttir, 29.12.2007 kl. 12:08

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér la ég að treysta mati þínu og taka lítinn frænda minn með í bíó.  Ár og dagur, síðan ég hef nennt í bíó. Mér hefur hryllt við þessari andlegu flatneskju, sem þar er ýfirleitt í boði.

Ef ég man rétt þá heitir ein persónan Snorri Sturlason. Það er sennilega skýringin á Íslenskunni.  Vonandi er þetta samt ekki eins lummó og þegar að Anna Björn sagði: "Stilltu þig gæðingur!" í American Graffiti 2.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.12.2007 kl. 13:31

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Jóna, ég er sammála Viðari að myndina verður þú að sjá í bíói með alvöru græjum, Dolby og breiðtjald, nema þú sért með 50 tommu HD skjá heimabíó! Viðar, já dóttir mín ætlar að lesa þær allar, takk.

Íslenskan í myndinni virðist koma til eins og Gammelnorsk (íslenska) var í Noregi (Norroway) þaðan sem tökurnar virðast vera frá. Það gefur rétta tilfinningu. En skúrkarnir tala rússneskara mál, kannski Lappa/Sama mál.

Páll, það er alltaf öðruvísi að sjá kvikmynd eftir bók sem manni líkaði. Ekki skamma mig svo þótt myndin skapi ekki sömu mynd í höfði þínu og bókin, enda gerist slíkt nær aldrei.

Anna Heiða, gjörðu svo vel. En trúðu mér, mér líkaði myndin, ég var ekki að auglýsa!

Jón Steinar, það er með ólíkindum að þú svona grafískur gaur skulir ekki fara oftar á vel gerðar ævintýramyndir, því að tækninni hefur fleygt svo fram. En ég er sammála þér með flatneskjuna almennt og var sem betur fer dreginn á þessa mynd.  Einarssons bar verður örugglega í miðbænum hér bráðum.

Ívar Pálsson, 29.12.2007 kl. 17:22

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég mæli með þessari mynd. Hún fylgir sögunni ágætlega og er geysivel gerð :-)

Leikaravalið gengur vel upp og ég var sérstaklega ánægður með stelpuna sem lék Lýru. Fannst það vera lykilatriði að sú persóna gengi upp. Það var svo :-)

Ég hvet svo alla að lesa bækurnar þrjár, þær eru frábærar.

Kristján Kristjánsson, 29.12.2007 kl. 17:32

7 Smámynd: Viðar Eggertsson

Myndin er góð - bækurnar miklu betri!

Samt ekki yfir neinu að kvarta, nema hvað íslenskir bíómógúlar eru plebbalegir að gefa ekki myndinni íslenskt nafn. Hefði verið auðvelt í þessu tilviki og raunar afar eftirsóknarvert markaðslega, þar sem bókin er þegar vel kynnt hér á landi undir sýnu íslenska nafni: Gyllti áttavitinn.

Minnir mig á þegar jafnvel myndum frá öðrum málsvæðum en engilsaxneskum, eru auglýstar hérlendis undir enskum nöfnum! Myndir frá Þýskalandi og spáni man ég eftir t.d. Óskaplega plebbalegt verð ég að segja...

Viðar Eggertsson, 29.12.2007 kl. 21:00

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ok ok þá er það bara lopapeysan, ullarsokkarnir eða að öðrum kosti að kaupa sér stórkostlegar heimagræjur. Er þetta annars ein mynd sem spannar þá allar þrjár bækurnar? Eða er nú þegar búið að gera þrjár myndir. Ég er svo illa að mér að ég hef bara aldrei heyrt á þessar bækur minnst.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.12.2007 kl. 21:48

9 Smámynd: Viðar Eggertsson

Jóna mín, bara ullarsokkar og lopapeysa á leiðinni í bíó. Bíóhúsið sem ég fór í var hlýtt og gott.

Myndin er ger eftir fyrstu bókinni og ber nafn hennar. Ég geri fastlega ráð fyrir að seinna verði gerðar myndir eftir hinum tveimur bókunum og beri þá hvor nafn sinnar bókar!

Einfalt er það ekki?

Viðar Eggertsson, 29.12.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband