Nýtum okkur vindaspána

Það er eins gott að fólkið drífi sig niður af Hvannadalshnúki í þetta sinn, því að vindaspáin (sjá hér) sýnir rok þar á hádegi á sunnudaginn 10.maí. Fjallaskíði koma sér þá vel. rok_a_hnukinn.pngVeðurþáttaspáin virkar oft til þess að sýna áhrif á einstökum fjöllum. Kíkið alltaf á hana rétt áður en stefnt er á fjallið, t.d. þegar leið er valin á Eyjafjallajökul eftir veðri.

 


mbl.is Um 100 manns á Hnúkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Reynisson

Besta vindaspáin sem hægt er að fá er í flugveðrinu.  Hún er fyrir vind í 800 m hæð.  Annars fór ég á Hrútsfjalltinda í gær í góða veðrinu og ég spái því að þeir verði næsta "dellufjall" Íslendinga og taki við því hlutverki af hnjúknum.  Alveg mögnuð gönguleið.

Aron Reynisson, 10.5.2009 kl. 16:36

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

það voru góðar fréttir fyrir Litla Rasistann, sem þú sendir mér í kommenti mín megin Ívar. Takk fyrir það... fyrir hönd tengdó. Gladdi mig ekki sérstaklega þar sem það virðist vera regla að ef vætusamt er í Englandi þá er þurrt hér og öfugt. Ef þessi veðurspá mun standast þá verður metsala í regnhlífum og regnfatnaði á Íslandi þetta sumarið

Jóna Á. Gísladóttir, 11.5.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband