Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
9.3.2007 | 01:28
Hver borgar vextina?
Viðbrögðin við einni upphafsblogggrein minni hér, Fall Íslands, eru ótrúlega jákvæð og hafa nú gefið mér þá trú að öllum sé ekki sama um hættuna sem steðjar að íslensku efnahagslífi utan frá. Ég þakka ykkur, mörg hundruð manns á tveimur sólarhringum, fyrir að blása mér og hvert öðru í brjóst í þeirri löngun að kafa dýpra ofan í það hvað er raunverulega að gerast í efnahagslífinu.
Deep throat?
Næsta skref er það að fá svar við milljón dollara spurningunni: hver er svo vitlaus eða aðframkominn að borga þá heljarvexti sem halda hringekjunni á þeytingi? Við teljum okkur skilja það að Austurríska ríkið eða Deutsche Bank gefa út krónubréf fyrir milljarðatugi í einu, en enginn bankamaður hefur enn útskýrt allt ferlið og það hver borgar á endanum. Ég lýsi hér með eftir einhverjum Djúpt í hálsi (e: Deep Throat) bankamanni eða fjárfesti sem getur upplýst um þessi atriði. Sannleikurinn í Watergate hneykslinu varð lýðnum ljós í gegn um slíkan upplýsingagjafa, sem reyndist þar vera aðstoðaryfirmaður FBI. Ég efast þó um að við fáum aðstoðarbankastjóra til þess að útskýra þessi atriði, en hver veit?
Seðlabankinn verður að lækka vexti
Því betur sem málið er athugað, því ljósara virðist það vera að Seðlabankinn ræður meiru um þetta ástand en margan grunaði, þ.á.m. mig. Sú aldna skoðun hans að háir vextir haldi aftur af útlánum getur varla átt fullan rétt á sér hér í þessu ástandi, því að hærri vextir laða að sér alþjóðlega gjaldeyrisspekúlanta eins og mý að mykjuskán. Seðlabankinn ákveður stýrivexti sem eru svo háir að nóg rými er fyrir marga aðila í keðjunni að maka krókinn, þar sem feykinóg er til af peningum annars staðar á mun lægri vöxtum. Það styrkir mig í trúnni að íslenskur neytandi borgi brúsann. Ríkisstjórnin greiddi réttilega niður skuldir, en ríkisskuldabréfaútgáfa með háum vöxtum er verulega varasöm og lætur okkur blæða út.
Áhættumat markaðarins hækkaði í sl. viku
Nú er svo komið að húsmóður í Bretlandi og tannlækni í Hollandi finnst ekkert sjálfsagðara en að taka lán og kaupa ísbréf, jöklabréf eða hvað bankarnir vilja kalla þessa skuldabréfaútgáfu í krónum. Þetta virðist allt ríkistryggt fram og til baka fyrir þessu fólki, en þannig getur það varla verið. Loksins er heimsmarkaðurinn að gera sér grein fyrir því núna í síðustu viku að það er áhættusamt að gefa út skuldabréf til hávaxta jaðarmarkaða eins og Íslands, þar sem trygginarafleiður gegn greiðslufalli (e: Credit Default Swap, CDS) hafa rokið upp í verði vegna hækkaðs mats á þeirri áhættu sem þessum viðskiptum (e: Carry trade) fylgir. Þetta gerist þrátt fyrir mat Moodys og annara sem setur íslenska viðskiptabankann jafnan ríkinu í áhættu að hluta til, enda er fáránlegt að jafna þeirri áhættu saman, en matsreglurnar spyrða bankann og ríkið saman. Á meðan Róm brennur í raun, þá dönsum við áfram við flaututónlist úti í haga og höldum að allt sé í þessu fína.
Er boðið á enda?
Nú gæti einhver sagt, jafnvel réttilega, að þetta sé allt svartagallsraus og næg eftirspurn sé eftir þessum bréfum öllum. Það er rétt, en það er vegna þess að flestir telja sig verða að halda partíinu áfram. En við þurfum þess ekki. Ef Seðlabankinn lækkar vexti, þá kemur sannleikurinn í ljós. Því fyrr, því betra.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 14:43
Lífsorka fæðunnar
Öll fæða er hlaðin þeirri orku sem fór í hana frá upphafi og allt til munnsins. Því nær upprunanum, því hreinni er orkan sem úr fæðunni fæst. Þannig er t.d. ferskt sushi eða sashimi, að uppsöfnuð lífsorka syndandi fisksins sem safnar sólartillífun í próteinkeðjur sínar úr undirtegundum og miðlar þeim beint í okkur, í stað þess að frysta, hakka, krydda, meðhöndla og frysta aftur, þýða upp og djúpsteikja einhverja fiskibollu í feiti. Hleðslan verður löngu búin og orðin allt önnur en hún var í upphafi.
Lífsorku matvæla er erfitt að mæla og nær vonlaust að sanna með nútímatækni, en sem betur fer skilja þetta sumir og reyna að framleiða almennilegar, lítt unnar vörur. Þó eru langflestir ekki tilbúnir til þess að greiða raunverð fyrir hágæðavöru, en segja það samt við sig sjálf og í skoðanakönnunum. Matvælaframleiðendur neyðast til þess að drýgja fæðuna endalaust með vatni og afgöngum, þar sem endalaus verðsamkeppni hrekur framleiðendur að gjábrún gæðanna. Sá framleiðandi sem ekki vill taka þátt í vitleysunni fer fram af gjábrúninni og verður gjaldþrota á örskotsstundu. Fisksalinn úti á horni, stórbóndinn eða bakarinn eru einnig undir þessa fjöl felldir. Því miður er þetta óafturkallanlegt ferli og við getum ekkert gert til þess að breyta því, nema þá helst að kaupa einungis matvæli frá þeim sárafáu sem eru með almennilega vöru. Hún þarf ekkert endilega að vera lífræn að mínu mati, heldur einungis upprunaleg, gegnheil og holl. En kannski er það einmitt lífræna varan?
6.3.2007 | 14:41
Svifryki spúlað burt
Vafasamur sparnaður
Horfist í augu við staðreyndina: Borgin hefur ekki tímt almennilega að draga úr svifriki umferðar, af því að borgurunum þótti þetta málefni ekki nógu mikilvægt. Drjúgur hluti þegnanna baðar sig í svifryki daglega en hefur haft meiri áhyggjur af því hvernig súrefnishlutfall í heiminum geti viðhaldist fyrir barnabarnabörnin en ekki að sama skapi hvernig bein svifryksmengun er að láta heilsunni stórhraka í dag. Við tímum þessu ekki núna, af því að greiða þarf verktökum fyrir meginhluta starfsins, en þegar kostnaðurinn var fastur og tækjakosturinn og mannaflinn tilheyrði borginni, þá fannst okkur sjálfsagt að hreinsibílar væru alltaf á fullu við það að hirða malbiksrykið undan okkur. Kostnaðurinn er veginn og metinn miðað við allt annað sem þarf að gera og hingað til virðist svifryk hafa verið léttvægt fundið, sem það er að sjálfsögðu, en ekki varðandi heilsu, þar sem það hefur afgerandi neikvæð áhrif á heilsu manna. Það er til lítils að stunda líkamsrækt og heilbrigt mataræði ef það er svo eyðilagt strax í akstri á leiðinni úr vinnunni, eða sem verra er, læðist ofan í börnin okkar á meðan við brunum til verka okkar.
Aukin umferð, meiri þrif. Spörum ekki vatnið.
Götur eru ekki sjálfhreinsandi, einhver þarf stöðugt að vera að þrífa þær, fyrst þær eru jafnan í notkun. Fullkomnir hreinsibílar eru tilbúnir, en eru ekki notaðir að því marki sem til þarf að halda mengun okkar undir viðmiðunarmörkum. Það gefur auga leið, að svifryk á Stór- Reykjavíkursvæðinu væri mun minna ef gengi hreinsibíla væri á fullu, t.d. á næturna við það að hreinsa aðalæðar þar sem mikill hluti svifryks verður til. Aðstaðan er öll fyrir hendi, bara að gefa samþykkið fyrir kostnaðinum. Við fjölguðum bílum um tugi þúsunda á skömmum tíma og ætlumst svo til að það hafi ekki afleiðingar, hvorki í umferðarþunga, slysum eða í mengun. Það er tómt mál um að tala að við eigum að vera í einhverri bíllausri Útópíu: svona er þetta hér uppi á klaka. Allir aðrir en maður sjálfur eiga að nota strætó eða að hætta lífi sínu á reiðhjóli, en maður sjálfur vill upphitað sæti og 4,5 mínútna ferðalag í vinnuna, eins og í mínu tilviki. En þegar ég vann uppi á Höfða og ók Ártúnsbrekkuna nokkrum sinnum á dag, þá sást og fannst gjarnan svifrykshjúpurinn yfir Miklubrautinni. Verst var að lenda fyrir aftan 18 hjóla trukk að vori, sem slæddist út í yfirhlaðinn drullukant götunnar og jós uppsöfnuðu eitrinu yfir alla. Þessi aur á ekki að vera þarna, heldur ættu hreinsibílar næturinnar að vera búnir að taka þetta allt. Annað er svo sjálfsagt, að nota vatnið til þess að spúla göturnar oft, þá nær fína eiturrykið ekki að setjast að. Erlendis þarf að spara vatnið, en hér er sjálfsagt að nýta sér aðstöðuna. Vissulega er það ekki æskilegt í ræsin og út í sjó, en ef göturnar eru ryksugaðar með hreinsibílum og spúlað oft inn á milli þá er magnið í ræsin í lágmarki, en lungun okkar hrein og fín.
Höldun nagladekkjum
Ekki tók langan tíma að finna blóraböggul, blessuð nagladekkin. Vissulega spæna þau upp malbikið meir en önnur dekk, en það liggur í hlutarins eðli og á aðeins að valda því að notkun þeirra sé takmörkuð, ekki bönnuð. Dettur nokkrum heilvita manni í hug að banna stóra flutningabíla af því að þeir slíta malbikinu meir í einni ferð heldur en allt að 30.000 fólksbílar? Varla, heldur takmörkum við notkun þeirra bíla, t.d. við vegina sem þola þá. Árið sem ég ók nagladekkjalaus var ég með lífið í lúkunum og olli samborgurum mínum stórhættu, t.d. rennandi yfir stöðvunarskyldu við brekkufót í Þingholtunum og gjarnan í vandræðum á umferðarljósum. Nú er jafnvel hugsanlegt að nagladekkjaleysistískan undanfarið eigi sinn þátt í því að alvarlegum slysum hafi fjölgað.
Þurfum salt og nagla
Það er samspil notkunar salts og nagladekkja sem skapar stærsta hluta svifryksins. Við þörfnumst beggja þeirra þátta ef ísing heldur áfram að vera algeng, þannig að áherslan verður að vera á það að lágmarka afleiðingarnar, þar sem orsakavaldinum verður trauðla breytt, ekki frekar en öðrum orsökum svifryks, svo sem leirfoki af heiðunum eða blýmenguðum pústögnum. Hvetjum borgaryfirvöld áfram til þess að nota allar helstu aðferðir til þess að þrífa undan okkur götuskítinn, svo að við öndum honum minna að okkur. Ekkert mál, bara að borga!
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 14:37
Orka Íslands
Orkuframleiðsla er orðin grundvöllur íslenska hagkerfisins. Sjávarútvegur er mikilvægur, en sem ein hæð í byggingunni, ekki sem grunnur og meginstoð, enda er grunnur hans, uppsjávarfiskar eins og loðnan farin að sveiflast verulega til í magni til þess að teljast traustur grunnur lengur. En orkuframleiðslan heldur áfram, jafnvel þótt um verulegar náttúruhamfarir gæti orðið að ræða á Íslandi. Það sem má helst nýta þessa orku í dag til þess að geta greitt fyrir virkjanirnar er álframleiðsla, vegna eðlis þess iðnaðar. Það gæti breyst, en þörfin fyrir umbreytingu þessarar orkuauðlindar sem Ísland situr á heldur áfram. Líklegasta virðisaukandi notkun orkunnar í náinni framtíð er umbreyting vetnis í færanlegt eldsneyti, en sú tækni er of skammt á veg komin í dag til þess að borga sig, auk þess sem olían er enn of ódýr og vinsæl til orkunotkunar til þess að vetnisframleiðsla Íslands geti keppt við hana. Sérstaða Íslands felst í atorkusömum, vel menntuðum einstaklingum sem nýta auðlindir á skynsamlegann hátt til þess að geta þróað heilbrigt samfélag í sátt við náttúru sína og umheiminn. Það ber ekki að takmarka þessa sérstöðu við staðnaðar skoðanir háværra hópa erlendra stórborgarbarna, sem hafa löngu misst sjónar á þörfinni á því að lifa og þróast með náttúrunni. Öllu heldur ætti að leiða hópinn með góðu fordæmi og framkvæmdum sem nýta vel það áræði sem Íslendingum hefur gjarnan verið í blóð borið. Þegar þetta hefur verið gert, þá umbreytist þjóðfélagið í framfaraátt, en fjöldinn á yfirleitt erfitt með að þola of miklar breytingar í einu, sem kallar gjarnan á andsvörun. Þessi baksveifla massans er þegar hafin hér á landi og gæti magnast í komandi kosningum. Hverjum og einum finnst hann eiga stærri hlut af kökunni, sem hann vildi samt ekki taka þátt í að baka. Sú skoðun er orðin algeng að Kárahnjúkavirkjun hefði ekki átt að vera reist, heldur hefði eitthvað annað átt að fleyta okkur fram veginn. Það er eins og að búa á fjórðu hæð í blokk en mótmæla því að grunnurinn hafi verið reistur. Við þörfnumst þessa útflutnings sárlega sem verður til við álframleiðsluna og það heftir ekki annan útflutning, s.s. sjávarafurða eða hugbúnaðar, heldur verður traustur hluti hagkerfis okkar. Þorskurinn er takmörkuð auðlind, loðnan lét ekki látið sjá sig af viti í lengri tíma, ekki borgar sig lengur að veiða rækju og við erum almennt talin vera komin að endamörkum þess vaxtar sem hafið býður upp á. Frystihúsin urðu fá og vélvædd, þar sem handavinna borgar sig ekki hér í alþjóðlegri samkeppni, nema með því að flytja inn útlendinga á lægri launum sem er ekki vænleg eða lögleg lausn. Núna sjá nokkrir stórir frystitogarar og aðrir togarar um meginhluta veiða okkar, en annars bátafloti sem sendir fiskinn að mestu beint út á markað, enda er virðisaukinn mestur þegar minnst er átt við fiskinn, ólíkt því sem áður var.
Þegar grunnur hagkerfisins er orkuframleiðsla eins og hér á landi, hvað eigum við hin að gera sem ekki vinna beint við þessa grunnframleiðslu? Við menntumst til þess að þjóna hvert öðru og umheiminum, enda stendur hugur margra til þess. Látum ekki þessa menntun fylla okkur hroka, vanþakklæti og vandlætingu, þar sem skilningsskortur á grunnþáttum hagkerfisins getur leitt til múgæsingar eða múgsefjunar í komandi kosningum. Könnumst við það sem rétt var gert og af hverju það var rétt, því að það var nauðsynlegt til þess að fleyta Íslandi fram á við. Stjórnartíð Davíðs Oddsssonar er líklegast mesta framfararskeið síðustu áratuga og er nú í traustum höndum Geirs H. Haarde. Sú hugsun sem þar bjó að baki heldur áfram að vera grunnur sjálfstæðisstefnunnar.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 14:32
Ég er ekki í tísku
Ég er alls ekki í tísku. Ég hrífst af stórhug virkjanafólks, styð sjálfstæðisviðleitni hvalveiðimanna, ek um á fjórhjóladrifsbíl með nagladekkjum til öryggis, kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna athafna- sjálfstæðisstefnu, tel erfðabreytt matvæli jákvæð og flokka ekki ruslið ofan í sömu jörðina. Ég borgaði allar skuldir af húsinu og húsbréfin líka, af því að ekki er gaman að skulda með ofurvöxtum í hárri verðbólgu með gengistryggingu. Vinnan mín er ekki í hópefli á fundum með öðrum meðvituðum, heldur mest þar sem ég einbeiti mér einn, geri engar áætlanir fyrir árið, heldur mæti hverjum degi. Hlaupin mín eru ekki á nýjasta tölvubrettinu með skjá og þjálfunaráætlun ásamt 100 öðrum sveittum kroppum í endurunnu flensulofti, heldur einn í íslenskri fjörugolu. Tedrykkja mín fer ekki fram á kaffihúsi þar sem rætt er um það sem fólk ræðir um á kaffihúsum án þess að ég viti um það, heldur heima yfir mannkynssögubók þar sem í ljós kemur hæfileiki mannsskepnunnar til þess að endurtaka sjálfa sig stöðugt. Traust mitt er aðallega á það að til séu athafnasamir og framfarasinnaðir einstaklingar á Íslandi, sem noti hugvit sitt, þrautseigju og kænsku til þess að ná langt á sínu sviði með óbilandi kjark að vopni. Síst legg ég traust mitt á það að ríkið hlaupi undir bagga ef eitthvað gengur ekki upp hjá mér eða öðrum, heldur einungis ef þau eru ófær um það. Þessi athafnatrú mín á sér víst fáa fylgjendur í augnablikinu, sem veldur eflaust glundroða í kosningunum í vor, þegar hjarðmennskan nær hámarki sínu og úrtalsjarmið myndar einn alsherjaróm, sem enginn nær að forðast nema flytjast úr landi. Rollurnar vilja allar að gefið sé á garðinn, en hver á að gefa? Síðan er slátrun í haust.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 14:14
Fall Íslands
400 milljarðar brátt á móti krónunni
Það gefur auga leið, að 400 milljarða skuldabréfaútgáfa erlendra banka í íslensku krónunni er ekki sú traustsyfirlýsing sem hún lítur út fyrir að vera, heldur misneyting á litlu hagkerfi sem sér sig tilneytt til þess að hækka vexti endalaust þar til fáir þora að taka áhættu með þann gjaldmiðil lengur. Ástæða þess að erlendir aðilar misnota krónuna á þennan hátt er aðallega sú, að þannig er hægt fá ofurháa skammtímavexti. En það vita allir að þessu linnir öllu allt í einu einn daginn, enda eru framvirkir samningar á móti þessarri svokölluðu traustsyfirlýsingu, sem hægt er að snúa við í einni svipan.
Í raun er um að ræða ávísunarkerfi, sem bólgnað hefur út svo mikið, að enginn þátttakendanna treystir sér til eða vill benda á að það sé sprungið, því að hann springur þá með því. Þetta verður því áhlaup á bankana, a run for your money. Um leið og einhver stóraðilinn treystir sér ekki til þess að taka þátt í vitleysunni lengur, snýr hann samningunum við og þá gera flestir hinna það, því að ella tapa þeir miklu á því að hanga á samningunum. Flest bankafólk getur ekki annað en að dansa þennan darraðadans með sinni stofnun áfram og bent á ástæður þess að slíkt fall sé ólíklegt, þótt að það viti betur. Því miður er hægfara aðlögun afar ósennileg. Þetta er skyndilegt fall á nokkrum dögum. Dæmi um fall álíkra spilaborga eru mörg í sögunni og þurfa ekki að vera rakin hér. Í hringferli vörunnar þá er þessi vara, skuldabréfaútgáfa í krónum með framvirkum samningum á móti, löngu komin á síðasta stigið, "milking cow", eða mjólkurkýrin. Hana ber að blóðmjólka þar til hún drepst. Afleiðingarnar fyrir íslenskt samfélag verða hrikalegar, aðallega gengisfallið, síðan stöðnunin.
Fasteignahrun í kjölfarið?
Samfara gengisfallinu er annað mikilvægt fall líklegt, þ.e. fasteignahrunið sem virðist framundan. Fæstir geta greitt afborganir af fasteignalánum þegar vextir og verðbætur eru samanlagt um 20% á ári. Fjöldinn seldi í raun fasteignir sínar inn til bankanna á síðustu tveimur til þremur árum og fer nú að blöskra greiðsluseðlarnir. Hengingarólin er stöðugt lengd, því að bankarnir græða mest á því, heldur en að innkalla veðið og að geta síðan ekki selt eignina fyrir upphæð lánsins.
Gengisfall og fasteignahrun getur auðveldlega valdið falli á íslenskum hlutabréfamörkuðum, sem eru fullháðir gengi bankanna. Þó ættu útflutningsfyrirtæki og þeir sem framleiða handbært virði að spjara sig.
Ekki ríkisstjórninni að kenna
En eitt af því öfugsnúnasta við allt þetta umrót verður það, að flestir munu ekki kenna sjálfum sér eða bönkunum um ófarirnar, heldur ríkisstjórninni, sem er alrangt. Ef ég veðset húsið mitt, tek stærðar lán og held stóra veislu í húsinu fyrir andvirðið, er það þá ríkisstjórninni að kenna að gluggapóstinum rigni inn um dyrnar í þynnkunni þegar allir gestirnir eru löngu farnir? Nei, það eru aðilarnir sjálfir sem blekktu og létu blekkjast fyrir skammtímahagsmuni og súpa síðan seyðið af því. Að vísu er það svo að helstu fjármagnseigendur eru það ekki fyrir tilviljun, heldur sjá þau slíka þróun fyrir og eru þegar búin að grípa til ráðstafana gegn þessarri áhættu fyrir sig og sína með því að fjárfesta æ meir í erlendum eignum og gjaldeyri. Fjármagnsflóttinn er síðan loka- bensíngusan á krónubálið.
Vaxtamunarmyllan
Bankaklúbburinn vill ekki umræðu um vaxtalækkun, því að hún hefur keðjuáhrif, sem kemur niður á bönkunum. Nýleg gengishækkun krónunnar veldur söfnun gjaldeyris hjá bönkunum sem koma síðar af stað gengislækkun. Þetta ferli skilar þeim miklum hagnaði og er svikamylla í raun. Stöðugleiki er versti óvinur þess, þar sem lítill gengishagnaður safnast í jafnvægisástandi.
Helsti gjaldmiðillinn sem vaxtabraskarar nota til þess að fjármagna kaupin á rándýrri vaxtakrónunni er japanska jenið, JPY. Ógnar-upphæðir jena eru lánaðar til braskara, sem kaupa hávaxtagefandi krónur en borga litla vexti af JPY láninu. Þetta er alþekkt og þrautreynd aðferð, sem hefur gefist vel og lengi með krónuna, en brugðist á nokkrum öðrum stöðum með aðra gjaldmiðla í heiminum á sama tíma, aðallega í Asíu 1997 og Rússlandi árið 2001. Venjulega felur þetta í sér fyrir fjárfestinn að hann færist hátt upp á áhættukúrvuna við það að kaupa hávaxtagjaldmiðil, en íslenska ríkisstjórnin hefur verið svo fjárhagslega ábyrg í langan tíma, að flestir gefa ríkinu hæstu einkunn. Því er ekkert sem mælir gegn því fyrir hvern einstakan fjárfesti að taka þátt í þessum vaxtamunaleik. Öryggið virðist algert, þar sem ljóst er að íslenska ríkið borgar sínar skuldir og ver sinn gjaldmiðil ef út af bregður. En er það svo öruggt? Ekki hefur það reynst svo með aðra gjaldmiðla í gegnum tíðina, þótt stærri séu og seljanlegri. Um leið og allir fara að taka þátt í einhverjum "öruggum" leik, þá kemur galli hans í ljós með skelli.
Hver græðir?
Ef "allir" eru að græða, þá er einhver að blæða fyrir það. Íslenska krónan og íslenska þjóðin borgar brúsann í þessu dæmi. Vextir eru lánsgjald fyrir peninga. Þessir háu vextir eru því hátt gjald sem Íslendingar greiða til þess að fá lánaða peninga. En hvaða Íslendingar? Ekki bankar eða aðrir stórir lántakendur, því að þeir eru milliliðir sem fá greiddan mikinn mismun á lántöku og lánveitingu sinni. En eins og með virðisaukaskatt, þá er það endaneytandinn sem borgar brúsann. Sá aðili varðandi krónuna er aðallega íslenski fasteignaeigandinn. Það sama gerðist hér á landi og í Asíska gengisfallinu 1997, að fasteignaverð bólgnaði upp úr öllu samhengi við það sem eðlilegt getur talist. Afrakstur húseignar, s.s. með leigu, getur engan veginn staðið undir því háa verði og vaxtagreiðslum sem markaðurinn var búinn að spenna sig upp í með hjálp fjármálastofnana. Öllum var ljóst að þetta væri komið út fyrir allan þjófabálk, en hvatinn til þess að segja stopp var ekki fyrir hendi, þar sem myllan malar ekki kornið ef hún er stöðvuð. Sjónarspilið heldur enn áfram hér á Íslandi, enda lýkur því ekki fyrr en gengið fellur fram af klettum og fasteignaverð um tugi prósenta. Vegna eðlis markaðarins gerist það ekki með hægfara þróun, heldur með skelli.
Mjúk lending er ekki möguleg
Íslenskir bankar láta þjóðina gæla við þá tilhugsun að við fáum "mjúka lendingu" í efnahagslífinu, en það er ekkert mjúkt við það að ofhlaðin flugvélin hlussast niður á völlinn. Annað hvort snúa allir stöðum sínum við eða ekki, það er ekkert millistig. Ef Seðlabankinn reynir að verja stöðu krónunnar, þá getur það vopn snúist í höndum hans og notað gegn honum. Jafnvel Englandsbanki stóðst ekki árásir braskaranna árið 1992 þegar til stóð að Breska pundið yrði hluti sameiginlegu Evrópsku gjaldmiðlakörfunnar ECU. Soros, stærsti gjaldmiðlabraskari heims, seldi pundið framvirkt ásamt fleirum og græddi einn milljarð punda á falli þess. Breska þjóðin blæddi fyrir vikið, en ekkert var hægt að gera í því og niðurstaðan varð sú að pundið varð ekki hluti af ECU.
Ísland er jaðarmarkaður
Vaxtarmarkaðir úti í jaðrinum eins og sá íslenski gefa mikið af sér gjaldmiðlaspekúlanta á meðan vöxturinn í hagkerfinu getur haldið háu vaxtastigi við, en um leið og jafnvægi kemst á markaðinn, þá minnkar mismunurinn og þar með hvatinn til þess að taka á sig þá áhættu að sitja uppi með gjaldmiðil sem enginn vill kaupa frekar en frystikistu á Svalbarða. Unga fólkið sem er drifkrafturinn í íslenskum bankaviðskiptum hefur ekki enn fengið að kynnast alvöru mótlæti, þar sem ekkert gengur og tregðulögmál markaðarins taka við. Vissulega fann það keiminn af slíku árið 2000, þegar loftið úr mestu hlutabréfabólunni losnaði, en þau hafa ekki kynnst þeirri tilfinningu að vera eins og illa lyktandi fjósastrákur á glæsiballi þar sem enginn dansfélagi fæst. Þannig er sá, sem er að reyna að selja krónubréf eftir fall krónunnar.
Hundraða milljarða þögn
En af hverju ætti að koma til þess að tiltrú bankanna á íslenska ríkið og krónuna minnki svo verulega að krónan falli? Það þarf ekki mikið til, eins og málum er nú fyrir komið. Varnaðarorð Fitch, Den Danske Bank og fleiri greiningaraðila erlendis um íslenskt efnahagslíf eiga að fullu við áfram og raunar mun betur nú, því að það sem var aðfinnsluvert í hagkerfi okkar hefur farið mun lengra í vitlausa átt eftir greiningarnar. Það er athyglisvert, hve vel Parkinsonslögmálið virkar, að því stærri sem tölurnar eru, því óskiljanlegri verða þær fyrir flest fólk og færast þar með út úr veruleika hverrar manneskju. Þjóðin hafði áhyggjur af því fyrir nokkru, að verið væri að gefa út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir tugi miljarða. En síðan, þegar þessir tugir fóru yfir hundraðið og urðu mörg hundruð, þá ríkir nær þögn um málið, samanborið við lætin út af fyrstu milljarðatugunum. En auðvitað breyttist ekkert, nema það að vandamálið varð miklu stærra. Síðan, þegar kom loks að fyrsta gjalddaga stórs krónubréfs nú í haust og reyna átti á það hvernig hagkerfinu riði af, þá var því framlengt og bankakerfið andaði léttar, þegar það hefði átt að bregðast við vánni. Enn stærra vandamáli en áður hefur því verið sópað undir teppið og þeir milljarðatugir sem voru á gjalddaga bættust í hóp hinna, sem eru á gjalddaga á næsta ári. Næstkomandi september eru t.d. 80 milljarðar á gjalddaga á tveim dögum, en gjaldeyrisvarasjóður Seðlabankans var einmitt af þeirri stærð fyrir skemmstu. Þegar fulltrúi Seðlabankans var spurður á fundi um gjaldeyrismál nýlega, hvort sá gjalddagi valdi ekki áhyggjum, þá taldi hann svo ekki vera, þar sem honum yrði líklega framlengt! Framtíðaröryggi gjaldmiðils okkar Íslendinga veltur semsagt á því hvort óvægin erlendur gjaldeyrisbraskari framlengir hengingarólina á krónunni eða ekki. Á meðan er það eitt öruggt, að vaxtastig helst hátt, því að ef það er lækkað, þá hverfa þessir "gæðafjárfestar" með allt sitt hafurtask á einni nóttu og krónuakurinn verður sviðin jörð.
Aðgerðir
En hvað er til bragðs fyrir þau sem vilja bregðast við væntanlegu falli krónunnar? Þar kemur að erfiðustu spuningunni, því að hver einstaklingur endar yfirleitt á því að bjarga eigin skinni, þótt siðferðishliðin geti verið vafasöm. Hann réttlætir þá einungis gjörðir sínar. Reynslan hefur sýnt, að það er þjóðin sjálf, sem missir fyrst trúna á eigin gjaldmiðil í gengisfalli. Íslendingar sem stýra erlendum sjóðum eru með helstu stöðurnar gegn krónunni samkvæmt fréttum. Fólk fer að safna erlendum gjaldeyri þegar það verður í vafa um sinn eigin, enda er það skynsamlegt að hugsa svo. Fólki sem stýrir stærstu sjóðum Íslendinga, lífeyrissjóðunum, er uppálagt að gæta og auka við virði þeirra eigna á sem öruggastan hátt. Það kaupir því dágóðan hlut i erlendum verðbréfum og raunar æ stærri hlut núna, þegar flest eru sammála um það að tilhneiging verði til veikingar krónu. Allir vilja lífeyrissjóð sinn sterkan, hvort sem það þýði veika krónu eða sterka. Þannig leggjast flest þeirra á eitt um það að veikja krónuna, enda gleyma mörg þeirra því seint þegar lífeyrissjóðurinn rýrnaði um rúman fjórðung á einu ári, en stjórnin greiddi stjórunum milljóntugi í kaupauka og sendu okkur teppi til þess að halda á okkur hlýju.
Það er ekki hægt að mæla með neinu öðru en að hver og einn bjargi sér með því að eignast erlendan gjaldeyri þessa dagana. Bankarnir keppast hvort eð er við það að kaupa hann í sterkri krónu. Starfsfólk bankanna hringir í einstaklinga til þess að fá fólk til þess að "spara" á ýmsan hátt þ.e. að leggja krónur inn núna á langtímareikninga þar sem þær étast upp vegna veikingar krónu og vegna verðbólgu. Mesti sparnaður sem hugsast getur er að borga upp ógnarhá íslensk lán, sem éta sig ella hratt inn í hverja þá eign sem að baki þeim stendur. Látið ekki blekkjast tvisvar, fyrst með því að gefa fasteignirnar ykkar til bankann og þræla síðan fyrir vöxtunum allt lífið og síðan núna, að láta þá fá spariféð þar sem verðbólga og vaxtamunur étur það upp.
Framvirkir samningar með huliðshjálm
Framvirkir samningar er sá þáttur efnahagslífsins sem fæstir skilja og er jafnframt einn hættulegasti þátturinn. Það má útskýra hann sem ávísanakerfi, sem byggir á væntingum um væntingar um aðrar væntingar. Raunstaða einhvers sjóðs, banka eða jafnvel þjóðarbús er sjaldnast ljós, nema tekið sé fullt tillit til þeirra framvirku samninga sem hafa verið gerðir, enda ber að efna þá eins og alla aðra samninga. Sú fjárhagsstaða, sem virðist vera fyrir hendi á einhverjum tímapunkti, er sjaldnast raunstaða, því að framvirkir samningar eru hluti stöðunnar, en þeir eru ávísun upp á óvissa framtíð, sem enginn getur sagt nákvæmlega til um. Stærsti hluti peningamagns í umferð er víst bundinn í framvirkum samningum, þannig að það gengi sem birtist á skjánum í dag er margveðsett með ávísunum fram í tímann. Þannig breytast t.d. grunnþættir (fundamentals) gjaldmiðils kannski lítið á einhverju tímabili, en væntingar fjárfesta um aðgerðir annarra fjárfesta fram í tímann ráða mestu um stundargengi gjaldmiðilsins. Sveifla þessarra væntinga getur verið með ólíkindum, jafnvel á nokkrum mínútum. Hjarðmennska verður gjarnan ríkjandi, þar sem allir sjá ljós eina stundina en myrkur í aðra, þótt sama birtan hafi verið allan tímann. Þannig sagði morðinginn Axlar-Björn á Snæfellsnesi forðum : "nú eru sólardagar litlir, piltar " , er hann var leiddur til aftöku sinnar í heiðskíru veðri.
Samtrygging litla klúbbsins
Samtrygging og grafarþögn fjármálafólks um ákveðna þætti efnahagslífsins getur stundum verið ótrúleg. Þannig er nú með "krónubréfin" að það hentar ekki markaðnum að taka á þeim sem vandamáli. Seðlabankinn talar jafnvel um þau sem "traust erlendra fjárfesta " á krónunni, en því fer fjarri. Það væri rétt ef ekki væru framvirkir samningar sömu aðila á móti, sem sýna að þeir treysta ekki krónunni og eru til í það að hoppa af vagninum á hvaða augnarbliki sem er. Þessi skakka staða krónunnar er nær 500 milljarðar. Nær ómögulegt myndi reynast að greiða út þá upphæð í erlendum gjaldeyri ef eftir því væri gengið öllu í einu, jafnvel þótt allir bankarnir og Seðlabankinn leggðust á eitt til þess að bjarga krónunni, sem þeir myndu ekki gera fyrr en hún hefði fallið verulega, því að þá hafa þeir fengið drjúgan gengishagnað á gjaldeyriseign sína. Opinberlega lítur þá svo út að bankarnir hafi "bjargað" krónunni frá árásum vondu karlanna úti í heimi, en hvernig má það þá vera að bankarnir græði á öllu saman fyrst þeir fórna sér á þennan hátt?
Vaxtalækkun er eina leiðin
Það er einungis ein leið til þess að taka strax á þessum uppsafnaða vanda krónunnar: að Seðlabankinn lækki strax stýrivexti að einhverju viti, t.d. um 2%. Hver heldur að einkaneysla rjúki upp við það að Seðlabankinn lækki stýrivexti úr 14% í 12% ? Þeir hljóta að vera fáir. Með verðbólgunni eru þetta ótrúlega háar tölur og það tekur enginn slík lán ótilneyddur. Ákveðin keðjuverkun færi af stað, þar sem snarminnkaður vaxtamunur gerir það að verkum að það borgar sig ekki endilega fyrir erlenda aðilann að taka lengur áhættuna á því að eiga lengur krónubréf. Því innleysa þeir framvirku samningana sem eru á móti krónubréfunum og æ færri fjárfestar fást til þess að halda úti skuldabréfum í íslenskum krónum. Þeir íslensku bankar sem lengst hafa gengið í að útvega krónubréfin fá stærsta skellinn, jafnvel þótt þeir séu baktryggðir að hluta, því að einhver er alltaf ábyrgur fyrir aðgerðinni sjálfri.
Því miður, þá er þessi skellur óumflýjanlegur. Líklegt er að allt tal um að taka Evru upp sem gjaldmiðil aukist á Íslandi í kjölfarið. Krónan reyndist okkur vel, en varla verður feig forðað einu sinni enn. Við förum þó altént ekki í Evrópusambandið.
Ritað í nóvember og desember 2006 (fyrir gengissig).
Vísindi og fræði | Breytt 19.11.2007 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.3.2007 | 19:03
Óvænt og öðruvísi?
Nýjustu færslur
- Brynjar náði í hægrimenn en ekki í sig!
- ESB- flokkar æða upp!
- Erfiðið út í buskann
- Landsvirkjun fyrir pólitíkusa
- Eitt Ísland á ári
- Síðasti séns Svandísar búinn
- Evrópusósíalisminn tekur flugið
- Þarfleysuþrennan
- Lærið um aðhald hjá Þjóðverjum
- RÚV og hryðjuverkin
- Borgarstjóri Krísuvíkur á fullu
- Gervigreind með CO2 á hreinu
- Eini möguleikinn til breytinga
- XD= 80% gegn Borgarlínu
- Göturnar leiða til bílastæða
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Reykjavík
- Aðalskipulag Reykjavíkurborgar Aðalskipulag Rvk. Tenglar
- Skipulag í heild og Hlíðarnar Skipulag í heild og Hlíðarnar
- Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Umferðarflæði Reykjavík Umferðarflæði Reykjavík
- Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar
- Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013 Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013
- Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag
- Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar
- Veitum Degi aðhald Veitum Degi aðhald
- Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík
- Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt
- Myndir úr nýju skipulagstillögunum Myndir úr nýju skipulagstillögunum
- Stefnir í glórulaust eignarnám Stefnir í glórulaust eignarnám
- Vinstri græn gegn einkabílnum Vinstri græn gegn einkabílnum
- Þvingun Þvingun
- Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum? Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum?
- Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna
- Metnaðarfull stefna gegn borgurunum Metnaðarfull stefna gegn borgurunum
- Vísvitandi bílastæðaskortur Vísvitandi bílastæðaskortur
- Spjaldtölvur í grunnskólana Spjaldtölvur í grunnskólana
- Flugið verði fyrir almenning aftur Flugið verði fyrir almenning aftur
- Þögli meirihlutinn útskúfast Þögli meirihlutinn útskúfast
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Sævörur ehf Útflutningur á rækju
- Fjallaferðir ÍP Myndasyrpur
- Bloomberg viðskipti Viðskiptavefur Bloombergs
- Glitnir: gengi gjaldmiðla Glitnir banki: Gengi gjaldmiðla 15 mín töf
- Boston University Boston University USA
- MR Menntaskólinn í Reykjavík
- Vald.org Jóh. Björn Raunveruleikinn í USA og víðar
- Financial Times ft.com viðskiptafréttir
- BBC News BBC fréttavefur
- AFP fréttir AFP fréttaþjónustan
- Reuters fréttir Reuters fréttaþjónustan
- Sky News Sky fréttaþjónustan
- Ritlist Önnu Heiðu Anna Heiða Pálsdóttir systir ÍP
- Sissú myndlist Sissú systir, myndlistarmaður og arkítekt
Banka/krónu blogg
Blogg mín um krónu og bankamál
- Fall Íslands, upphafsgrein Varnaðarorð um hagkerfið
- Hver borgar vextina? Hvaða aðilar eru að borga háu vextina?
- 30.000 krónur á mínútu allt árið Valréttarsamningar bankastjóra
- 2006 gaf þeim 3 milljarða Valréttarsamningar bankastjóra Kaupþings
- Háa vexti og framkvæmdaleysi Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti
- Augljóst hvert Moodys stefnir Mat Moody's á íslenskum bönkum
- Enn of örlátt, segja Bretar Íslenskir bankar of áhættuglaðir
- 628 milljarðar. Bilun. Íslenska krónan og vaxtamunarviðskiptin
- Vextir lækka ekki Seðlabankinn heldur stýrivöxtum háum
- Stöðugt ástand? Íslenskir bankar vanmeta ástandið
- Nóg komið af Jenum? Kaupþing ofl taka stór Jenalán
- Allir bankar ánægðir Háir stýrivextir og vaxtamunaverslun kæta
- Bankadómínókubbar Keðjuverkun hafin, fall í kerfinu
- Áhættuflótti heimsmarkaðar hefst fyrir alvöru Vaxtamunarverslun fellur og Jenið rís
- 6% fall krónu er góð byrjun Fall krónunnar hefst
- 10% gengisfall veldur verðbólgu Gengisfellingin nær 10%
- Eru veð bankanna traust? Veð ýmissa bréfa til umhugsunar
- Staðfest hvað stýrir krónunni Gjaldeyrisspekúlantar ráða gengi krónu
- Efnahagsmál af viti Umræður um efnahagsmál á malefnin.com
- Upphaf afleiðinga Afleiðingar hávaxtastefnu hefjast
- Greinasafn um banka og krónu Samantekt greina um banka og krónu
- Meira af Matadorpeningum! Seðlabankar dæla inn lausafé
- Áhættuflóttinn heldur áfram, en þó! Áættuflótti fyrst, en snerist við
- Federal Reserve sneri öllu við BNA seðlabanki lækkar vexti
- Davíð bregst bogalistin Seðlabanki með háa vexti, á móti Evru
- Jenið sækir aðeins á USD fellur, Jen rís, hlutabréf lækka
- Jenið og Ísland eru nátengd Tengsl Jens og Íslands skýrð
- Kaupþings- Klemman Vítahringur Vaxtamunarferlisins
- Japan 0, Ísland 1 Japan heldur stýrivöxtum
- Krónur, skuldir og verðlaus bréf Stýrivextir hækka, USA fer niður
- Sígandi markaður? Markaðurinn niður (en hikstandi)
- Veð íslenskra banka? Hve traust er staða bankanna?
- Bankar í afneitun Bankar telja sig stikkfrí
- Allt að 40% af fyrra markaðsvirði Exista og Kaupþing falla mikið
- Ekki batnar það Verðfall bréfa heldur áfram
- Billjón á 3 mánuðum? Frá 15 10 2007 fall um 1 billjón
- 200 milljónir á mínútu Fyrstu 5 daga 2008 fall 200M á mín
- Jen styrkist, íslenskir bankar veikjast Vaxtamunarverslun minnkar
- Fallið er ekki kauptækifæri Fall markaðar Íslands og heimsins
- Kaupþing 55%, Exista 32,8%, SPRON 32,5% Verðfall hlutabréfa frá tindi 2007
- Skítt með alla skynsemi ÍP keypti hlutabréf í Straumi
- Svindl og hrun haldast í hendur Svindl í SocGen og fall markaða
- Kaup-Thing lagið Lagið Wild Thing stílfært við Kaupþing
- Þreyjum Þorrann og Góuna! Fall markaða framlengist um nokkurn tíma
- Stóriðjan kemur til bjargar Útflutningsiðnaður skiptir máli
- Hvílíkir markaðir! Fall markaða er aðeins byrjunin
- Laun þín 2008: mínus 15-17% Gengisfelling IKR er nær samsvarandi launalækkun
- Mínus 500 milljarðar á einni klst.? Gengisfellingin 17/03/2008 byrjaði með 9% falli Jensins
- Allt löngu fyrirséð Fyrirsjáanlegar afleiðingar stefnu Seðlabanka
- Krónubréfum skilað Krónubréfum skilað
- Milljarðatuga munur Milljarðatuga munur
- Hraðbraut til heljar Hraðbraut til heljar
- Framlengt vegna fjölda áskorana Framlengt hjá Seðlabanka
- Bankar úr landi? Ríkið má ekki ábyrgjast skuldir bankanna
- Ársreikningar: veldu aðferð og þeir segja það sem þú vilt Aðferðir í ársreikningum skipta tugmilljarða máli
- Um hvað ætti ég að blogga ef allt þetta gerðist?: Draumar um banka og umhverfismál
- Bankar í verulegum vandræðum? Grein Ragnars Önundarsonar um bankana
- Fallin spýtan Yfirlit yfir þróun efnahagslífsins
- Skuldir Íslendinga snarhækka Jen hækkar skuldir landans
- Þúsundir milljarða í nettóskuldir? Þúsundir milljarða í nettóskuldir?
- Íslenskir bankar? Íslenskir bankar?
- Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar
- Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar
- Stýrivextir stefna í lækkun Stýrivextir stefna í lækkun
- Örþrifaráð og Matadorkrónur Örþrifaráð og Matadorkrónur
- Vaxtamunarverslunin drapst Vaxtamunarverslunin drapst
- Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi? Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi?
- Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti! Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti!
- Ástæður Rússalánsins Ástæður Rússalánsins
- Við neitum að borga Við neitum að borga
- Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins
- Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til? Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til?
- Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær
- Vegurinn til Vítis Vegurinn til Vítis
- Ríkið fer beint í snöruna Ríkið fer beint í snöruna
- Noregur og Ísland, hvort fyrir annað Noregur og Ísland, hvort fyrir annað
- Skuldir Íslands snarhækka Skuldir Íslands snarhækka
- Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson
- 29,2% verðbólguhraði 29,2% verðbólguhraði
- Lánin borg hringavitleysuna Lánin borg hringavitleysuna
- Einn banki á dag gerður upp Einn banki á dag gerður upp
- Lánin yfir í fallandi krónur Lánin yfir í fallandi krónur
- Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu
- Reglur IMF: réttur hinna sterku Reglur IMF: réttur hinna sterku
- Heildarlántaka 1000 milljarðar króna? Heildarlántaka 1000 milljarðar króna?
- Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega
- Evran upp um 50% á 3 mánuðum Evran upp um 50% á 3 mánuðum
- Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi
- Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101 Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101
- Neyðarlögin framkalla ójafnræði Neyðarlögin framkalla ójafnræði
- Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu
- WSJ myndband um fall Íslands WSJ myndband um fall Íslands
- Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið
- ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir! ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir!
- Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB
- Falsað gengi til framtíðar? Falsað gengi til framtíðar?
- Björgvin skóp Bretavandræðin Björgvin skóp Bretavandræðin
- Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili
- Enginn þorir að neita Icesave og IMF Enginn þorir að neita Icesave og IMF
- Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000 Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000
- Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu
- Kreppan kosin burt? Kreppan kosin burt?
- Þjóð í dái Þjóð í dái
- Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið? Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið?
- Sverfur að skattaskjólum? Sverfur að skattaskjólum?
- EKKI skila 2006 styrkjum! EKKI skila 2006 styrkjum!
- Leiðin til þess að lifa þetta af Leiðin til þess að lifa þetta af
- Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum
- Sjálfstæðismanneskja Sjálfstæðismanneskja
- ESB- sigur? Tæpast ESB- sigur? Tæpast
- Stýrivextir aukast í 13- földun ECB Stýrivextir aukast í 13- földun ECB
- Vinstri stjórn er eins varanleg og ... Vinstri stjórn er eins varanleg og ...
- Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag
- Ríkið ákveði framboð og eftirspurn! Ríkið ákveði framboð og eftirspurn!
- Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana! Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana!
- Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag? Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag?
- Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn! Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn!
- 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum! 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum!
- Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð
- Bara ef þeir hefðu nú farið! Bara ef þeir hefðu nú farið!
- Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB? Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB?
- Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun
- Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli
- Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl. Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl.
- Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar? Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar?
- Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni? Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni?
- Hæstaréttardómari staðfestir afsal Hæstaréttardómari staðfestir afsal
- Staðreyndir um Icesave standa Staðreyndir um Icesave standa
- Frumvarp um Weimar- Ísland Frumvarp um Weimar- Ísland
- Allt sem þú þarft að lesa er komið fram Allt sem þú þarft að lesa er komið fram
- Davíð um ESB- Svía Davíð um ESB- Svía
- Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti
- Ágæti Vinstri- græn kjósandi! Ágæti Vinstri- græn kjósandi!
- Skræfurnar sitja hjá Skræfurnar sitja hjá
- Slepptu biti þínu, Steingrímur J. ! Slepptu biti þínu, Steingrímur J. !
- Ykkur tókst þetta, ESB- konunum! Ykkur tókst þetta, ESB- konunum!
- Lausn vandræðanna er fundin! Lausn vandræðanna er fundin!
- Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti
- Bretar örvæntu 6. okt. 2008 Bretar örvæntu 6. okt. 2008
- Áfram heldur idealisminn ótrauður Áfram heldur idealisminn ótrauður
- Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu? Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu?
- Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Svavar og Svandís
Heimurinn / umhverfið
Umhverfið, mannfjöldi, hernaður ofl.
- Orka Íslands Mikilvægi orkuauðlinda Íslands
- Svifryki spúlað burt Spúla þarf svifryki af götunum
- Hrikalegt á að horfa Darfúr í Súdan frá Google Earth
- Koltvísýringslosun er ekki kosningamál CO2 magn er ekki kosningamál núna
- Hernaður kostar sitt Kostnaður hernaðar, aðallega BNA
- Svona er heimurinn (like it or not) Mannfjöldaaukning ræður orkuframleiðslu
- Þversögn vaxtarins Mannfjölgun og vöxtur þróunarríkja
- CO2 kvótamarkaður er martröð í mótun Upphaf CO2 kvótamarkaðar heims
- Grænland er of heitt! ESB á að kæla Grænland!
- Kókaínfundir og Ingibjörg Sólrún Afríkuríkin heilla ISG
- Heilaþvotturinn mikli, al-gor Heill dagur af heilaþvætti Al Gores
- Heimsvelgjan nær ekki suður úr Kólnun suðurfrá, ekki hitnun
- Út úr afríku! Vandamál Afríku eru hennar eigin smíði
- Grikkland brennur Eldar flæða um Grikkland
- CO2 kvótinn er verri en hinn kvótinn Ásjóna kolefniskvótans kemur í ljós
- Hálf- fréttir eru slappar Listi yfir 10 menguðustu borgir jarðar
- Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár Norðurpóllin er að hverfa
- Varanlegt Mynd ÍP af pýramída, hugleiðingar
- Stærstu kvótaþegar jarðar Skipting CO2 kvóta á Íslandi og víðar
- Skömmtunarárin og haftapólitíkin endurvakin Íslensk CO2 úthlutun lítl. Ráðherraskömmtun.
- Minni kjarnorka þýðir meira af kolum og olíu Kjarnorkuveri í N- Nóreu lokað
- Vaclav Klaus: Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið? Vaclav Klaus, forseti Tékklands
- Sannfærð(ur)? Taktu prófið Tíu spurningar um loftslagsmál
- Löngu- Skerjafjörður Löngusker í Skerjafirði, mynd og hugleiðing
- Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar Þróunaraðstoð til Afríku verður ekki skilvirk
- Al Gore og Dalai Lama? Listi yfir ýmsa friðarverðlaunahafa Nóbels
- Besta auglýsing í heimi Al Gore tekst vel upp með kvótabraskið
- 100 til 150 ár, segir SÞ- nefndin IPCC segir CO2 jafnast eftir 100-150 ár
- Klórblöndum ekki tæra vatnið okkar Ekki Evrópureglur um neysluvatn
- Þórunn mun klúðra samningsstöðu Íslands Umhverfisráðherra vill lítinn CO2 kvóta
- Góði Geir Vísa til Geirs um loftslagsmálin
- Rangt hjá Ingibjörgu Sólrúnu ISG segir enga samninga í gangi
- Hagavatnssvæðið í myndum Hagavatn virkjað? Myndir.
- Þróunarlaus aðstoð Þróunaraðstoð til óþurftar
- Bláfjöllin vakna Snjórinn kemur í Bláfjöllin
- BNA Íslandi til bjargar BNA neitar að samþykkja á Balí
- Látum okkur ekki blæða út á Balí Semjum ekki af okkur á Balí- ráðstefnunni
- Annars hugar á Balí Anna og Hugi frá Íslandi á Balí
- Ánægjulegt árangursleysi á Balí Óræð niðurstaða á Balí
- Lokasetning á Balí Lofstlagsráðstefnu á Balí lokið
- Á nöglum í rokinu Naglar borga sig í roki á svelli
- Áramótabrennum frestað? Líklegt að fresta þurfi áramótabrennum
- Átök orðin að stríði Sri Lanka eftirlitssveitir burt
- Nótum þess Vatnið á Íslandi, heitt og kalt er frábært
- Hungraður heimur, óvart Framleiðsla lífefnaeldsneytis veldur hungri
- Fórnarkostnaður stjórnarinnar Þórunn umhverfisráðherra er Wildcard
- ESB viðurkennir mistök í umhverfisstefnu ESB breytir um stefnu vegna etanóls
- Grænland kólnar! Kaldur vetur á Grænlandi
- Bláfjöll: Ráðningar gleymdust! Rekstur Bláfjalla í molum
- Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir ISG og friðareftirlit
- Bláfjöll: Nú kastar tólfunum! Ástandið í Bláfjöllum versnar
- Bláfjallaklúðrið nær hámarki 10.000 manns í Bláfjöllum en lélegt
- Líf í frostinu Líf í frostinu
- Stóriðjan kemur til bjargar Stóriðjan kemur til bjargar
- Endurnýting hvala Endurnýting hvala
- Veturinn er bestur Veturinn er bestur
- Skattlagning í nafni kvenna Skattlagning í nafni kvenna
- Þórunn á bremsunni Þórunn á bremsunni. Umhverfisráðherra heftir för
- Gorhugsun um Hinn máttuga mann Gorhugsun um Hinn máttuga mann. Lýsingar Gores
- Veitum framúrskarandi forystu Íslendingar veita framúrskarandi forystu skv. Gore
- Gore er ræðusnillingur Gore er ræðusnillingur en fer með rangan málstað
- Lögregla gegn umhverfissinnum Lögreglan í Brussel tekur á umhverfissinnum
- Dýr er hver Bitru- túristinn Dýr er hver Bitru- túristinn fyrst að hætt er við Bitruvirkjun
- Hver tekur af skarið? Hver tekur af skarið í borginni? Erfitt í flokknum
- Virkjum og eflum alla dáð Virkjum og eflum alla dáð. Bitruvirkjun ofl til bjargar
- Skjálftakort og töflur Skjálftakort og töflur v Suðurlandsskjálftans maí 2008
- Vopnum safnað Vopnum safnað. ISG og Rice ræða málin
- Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland. Björk ófrægir landann
- Buddan talar Þórunn umhverfisráðherra semur af sér
- Hekla er flott Ferðalýsing á Heklu með myndum
- Afleitar afleiddar afleiðingar afglapa Afleiðingar aðgerða í loftslagsmálum
- 5000 kr. á mann, bara fyrir Laugaveg 4 og 6 Borgin greiddi ofurverð fyrir skúrarusl
- Vedurpár- vídeó Veðurþáttaspá vedur.is útskýrð
- Engir samningar um loftslagsmál Fylkingar G8 og G5 eiga sér misjöfn takmörk
- ISG í herráð heimsins Utanríkisráðherra vill komast í Öryggisráð SÞ
- Yfir Skeiðarárjökul Ferðalýsing frá Grænalóni yfir Skeiðarárjökul
- Hækkum orkuverð Selja orkuna dýrt og gæta skattanna
- Þróunaraðstoð á tilvistarkreppufundi Þróunaraðstoð heimsins er í krísu
- Sóunarsamvinnu að ljúka? Sóunarsamvinnu að ljúka?
- Loftslags- réttlæti strax! Loftslags- réttlæti strax!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
stefanbjarnason
-
hannesgi
-
businessreport
-
askja
-
martagudjonsdottir
-
agbjarn
-
geiragustsson
-
gustaf
-
vey
-
frjalshyggjufelagid
-
tilveran-i-esb
-
gammon
-
sigsig
-
omarragnarsson
-
raksig
-
halldorjonsson
-
vinaminni
-
samstada-thjodar
-
draumur
-
magnusjonasson
-
frisk
-
jonaa
-
apalsson
-
skodunmin
-
arnim
-
gullvagninn
-
altice
-
fannarh
-
gun
-
oliatlason
-
bjarnihardar
-
nilli
-
davido
-
svanurmd
-
steinisv
-
johanneliasson
-
hagbardur
-
arh
-
zumann
-
doggpals
-
jonvalurjensson
-
dofri
-
katrinsnaeholm
-
seinars
-
kari-hardarson
-
fredrik
-
valli57
-
tibsen
-
kisabella
-
tbs
-
astroblog
-
maeglika
-
himmalingur
-
skulablogg
-
arnih
-
ingagm
-
ahi
-
mullis
-
krissi46
-
vefritid
-
gauisig
-
bryndisisfold
-
brandarar
-
nerdumdigitalis
-
svartagall
-
siggith
-
klarak
-
jennystefania
-
lax
-
unnurgkr
-
vilhjalmurarnason
-
gattin
-
kruttina
-
rynir
-
heidistrand
-
thorhallurheimisson
-
duddi9
-
kristjan9
-
haddi9001
-
bofs
-
thjodarheidur
-
theodorn
-
lucas
-
benediktae
-
iceland
-
fun
-
diva73
-
zeriaph
-
tharfagreinir
-
bjarnimax
-
fullvalda
-
sigurjons
-
sissupals
-
davpal
-
friggi
-
ketilas08
-
valdimarjohannesson
-
gerdurpalma112
-
andres08
-
krist
-
fjarki
-
tik
-
palmig
-
rustikus
-
vestskafttenor
-
gummibraga
-
svansson
-
geirfz
-
fhg
-
stjornlagathing
-
loftslag
-
jonmagnusson