Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Hundarnir á Hæðum

Snati gamli var traustur hundur eins og Hundurinn Snatiþeir gerast bestir. Hann fylgdi jafnan Ragnari bónda, húsbónda sínum án þess að vera fyrir honum eða öðrum. Stundum sat Snati hjá mér og ég klappaði honum og ræddi við þennan lífsreynda vin minn. Hann var eldri en ég, tólf ára strákurinn, og því fjörgamall í hundaárum. Snati var blendingur samansettur úr völdum rólegheitagenum.

En nú var komið að næstu hundakynslóð að spjara sig og sú skyldi vera af alíslenskum stofni. Uppskrúfaður íslenski hundurinn stóð þarna hnarreistur með hringaða rófu, uppsperrt eyrun og taugarnar þandar. Hann rauk til við minnstu ögrun, hljóp, hoppaði og gelti þannig að rólega bæjarfólkið á Hæðum í Skaftafelli með þúsund ára yfirvegun ættanna fannst nóg um, en kraftmikill þótti hundurinn og fékk nafnið Gaukur. Skaftafell Hæðir og GaukurFyrir mér var það Gaukur graði. Það þýddi lítið að fá hjálp Gauks við fjárrekstur, því að hann rauk í rollurnar og rak þær út um allt tún. Kynþroskinn heltók hann, svo að hver hugsun snerist um leitina að útrás. Ferðafólk fékk að kenna á því, þar sem hann stökk aftan á kálfann og riðlaðist á honum. Önnur lausn Gauks graða var að hlaupa niður eftir blautum grasbrekkum með afturhlutann í eftirdragi, sem gaf réttan núningsárangur. Stóri feiti kötturinn fékk að finna fyrir stríðni hundsins, þar sem þeir slógust eins og þeim er í eðli borið og viðureignin endaði jafnan með sáru trýni Gauks. Kattarhlussan fékk því smám saman frið fyrir Gauki, nema þegar hann gat ekki setið á sér, hreinræktaði stríðnispúkinn atarna.

Snati var farinn að spangóla úti undir vegg á kvöldin og síðan á næturna líka. Fyrst virtist það vera vegna þess að neglur hans uxu í hring, en eitthvað annað og meira hrjáði hann innvortis. Laugardag einn sátum við nokkur að spilum inni í stofu þar sem spangólið hélt áfram fyrir utan. Ragnar stóð upp, fór fram og ræddi í lágum hljóðum við Laufeyju konu sína. Okkur spilafólkinu fannst eitthvað grunsamlegt við viðræðurnar. Þá heyrðist Ragnar færa Snata inn í skemmu. Enginn mælti orð frá munni. Þá gall við skot, svo að við hrukkum í kút. Grafarþögn tók við. Síðan var spilað áfram í þögninni.


Skömmtunarárin og haftapólitíkin endurvakin

Nú eru nokkrir pólítíkusar komnir í feitt með úthlutun á kolefniskvóta, sem er stjórntæki úr villtustu draumum þeirra sem laumuðust í lykilaðstöðu í ríkisstjórninni. Loftið er orðið að takmörkuðum gæðum og  afturhvarfið til skömmtunaráranna er algert. Ísland fékk lítinn kvóta sem umhverfisráðherra takmarkar síðan frekar úthlutun á, þar sem einungis ríkjandi stórfyrirtæki fá 70-80% af því sem þau sóttu um en nægir ekki til eðlilegs vaxtar þeirra, á meðan aðrir nýir fá alls ekki neitt. Kvótamismunun nr.2 er því hafin að fullu, þar sem duttlungar umhverfisráðherra Thumall nidurog iðnaðarráðherra ráða því hvaða íslensk iðnaðarfyrirtæki þrífast og hver munu aldrei fá að verða til hér á landi. Umhverfisráðherra sagði áðan: "Þegar búið er að setja takmörkun á losunarheimildir, þá fá þær verðmæti og markaðsvirði og við eigum að stefna að því í framtíðinni að það verði svo". Haldið er eftir einhverjum kolefnislosunarkvóta til þess að halda völdunum. Hver fær hvað, snýr þumallinn upp eða niður?

Óréttlát samkeppnisaðstaða og hindrað aðgengi að markaði

lock chainÞá gengur það eftir sem ég spáði, að nokkur fyrirtæki sem voru til á réttum tíma fá þessi ímynduðu gæði frítt, án þess samt að fá nóg til eðlilegs vaxtar, en önnur sem ættu líka að verða hluti af framtíðarvexti Íslands, verða að kaupa sig inn á markaðinn, þar sem hin eru fyrir í ríkjandi stöðu. Samkeppnisstaða nýrra fyrirtækja á markaði er þannig vonlaus, því að þau sem fyrir eru, jafna út verðið á þeim litla kvóta sem þau kaupa rándýrt, með gjafakvótanum sem kostar ekkert og halda þannig kvótaverði óeðlilega háu, sem hindrar vöxt annarra.

Eina leiðin er út úr Kyoto, enda ráða 16 ríkin aðgerðum

Af hverju líðum við þetta? Fyrst og fremst á þetta kvótafyrirbæri ekki að vera til, enda þjónar það ekki hagsmunum Íslendinga, sem framleiða raforku á alhreinan endurnýjanlegan hátt. Úrsögn úr Kyoto- kvölinni er eina rétta svarið, Bundnar hendurenda er sá hópur ekki valdur að neinni losun af viti. Ríkin 16, sem Bandaríkjaforseti hóaði saman á fund núna, eru sögð ábyrg fyrir yfir 90% losunar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Þau munu ákveða sína leið núna, sem verður eðlilega ofan á, eins og í hlutafélagi þar sem innlausnarskylda hvílir á okkur peðunum. Hví í ósköpunum ættum við að takmarka vöxt okkar svona sjálfviljug í eymdina, á meðan stóru losunaraðilarnir gera eitthvað annað hvort eð er? Á að „axla ábyrgð" á gjörðum þeirra líka, eins og misindismanna Afríku eða hvers þeirra í veröldinni sem gerir eitthvað rangt? Nei, hugsum um samkeppnishæfi eigin þjóðar og gerum okkur grein fyrir því að við siglum skútunni inn í skerjagarðinn á þennan hátt. Úrsögnin verður að eiga sér stað fyrir 3. desember næstkomandi, því að á Balí- ráðstefnunni verða öll höftin greypt í stein. Síðan er enginn miskunn hjá Magnúsi.


mbl.is Fimm fyrirtæki fá losunarheimildir vegna gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærstu kvótaþegar jarðar

Nýja kvótakvölin, kolefniskvótinn, sem umhverfissinnar skópu og héldu að myndi bjarga heiminum, veldur því núna að stærstu fyrirtæki jarðar vilja tryggja að þeir fái vel sinn skammt á Balí í Indónesíu snemma í desember 2007, þegar framtíð okkar verður ákveðin. Bandaríkin funda sérstaklega núna með ríkjum með mikla framleiðslu, en hvert fjölþjóðafyrirtæki fyrir sig vill tryggja sér góðan hluta af hverjum landskvóta þar sem starfsemi þeirra fer fram. Ferlið er löngu komið úr höndum draumórafólksins yfir í sali stórfyrirtækjanna, af því að þau verða að fylgja þessari firru sem kvótinn er.

Við getum enn forðað Íslandi frá þessum fjötrum á framtíðarvöxt okkar. Hvetjum stjórnvöld til þess að taka ekki þátt í kvótaskiptingunni og að segja okkur úr Kyoto samkomulaginu vegna sérstöðu Íslands sem er með raforkuframleiðslu yfir 99% með endurnýjanlegri orku, enda þurfum við ella fljótlega að kaupa loftkvóta af fyrrum mest mengandi ríkjum heims.

Aðrar fyrri greinar en í tenglunum að ofan:

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/203675/
Koltvísýringslosun er ekki kosningamál

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/312441/
Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/247433/
Grænland er of heitt!

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/259091/
Heimsvelgjan nær ekki suður úr

 


mbl.is Forstjóri Alcoa hvetur til aðgerða gegn loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú skil ég Þórberg!

Þessa mynd tók ég áðan við æfingar úti við Skerjafjörð, rétt hjá þeim stað sem við fylgdumst með Þórbergi Þórðarsyni nöktum við Mullersæfingar og hugleiðslu þegar ég var barn að aldri. Æfing við sólseturOrkan sem streymir inn í mann með fersku lofti við sólarlag hlýtur að vera æðri þeirri sem fæst í hringsólandi flensulofti heilsuræktarstöðvanna, auk útsýnisins sem kostar ekkert.

Athugið að þetta eru hnéin mín neðst á myndinni. Á meðan ferðuðust hlauparar og kajakræðarar framhjá mér.Kajakar og Bessastaðir að hausti Þórbergur hefur komið af stað bylgju!

PS: ýtið þrisvar á myndirnar til þess að ná fullri stærð. 


Davíð bregst bogalistin

Ég hélt forðum að maðurinn sem bjargaði Íslandi, stóð sig svo óendanlega vel og við treystum svo mörg á, Davíð Oddson, myndi halda áfram að brillera og yrði eins konar Greenspan dollarokkar Greenspan þarna í Seðlabankanum. Því miður hefur annað komið á daginn. Hvert tækifærið af öðru sýndi sig til þess að hann gæti tekið af skarið og lækkað stýrivexti, þannig að stöðugleiki kæmist á, en hann og aðrir í Seðlabankanum einblíndu á íslenska verðbólgu þegar allt aðrir áhrifaþættir hafa verið í gangi með gengi krónunnar. David OddsonLandsbankinn og Glitnir staðfestu það á ágætum spáfundum sínum í dag og í gær að gengi krónu fylgir öðrum hávaxtamyntum og ræðst því mest af spákaupmennsku sömu aðilanna, minnst af heimatilbúnum hagsveiflum á hverjum stað. Þessu hef ég haldið fram í hálft ár og treystist enn í þeirri skoðun. Nú styrkist krónan enn þar sem vaxtamunamyllan blússar af stað aftur.

Seðlabankinn er dragbítur á framfarir 

Af hverju lækkar Davíð ekki stýrivexti? Af því að það er eins og að biðja bankastjórann Sedlabanki Islandssinn (skammtíma- spákaumennina með 800 milljarðana á móti krónunni) um að gjaldfella nokkra af víxlunum manns. Þar með búum við okkur sjálviljug til lausafjárkreppu, gjaldeyrisskort, gengisfellingu og verðbólguskot. Ekki að undra að maðurinn á takkanum skuli forðast að ýta á hann. En þetta er eins og með ruslabílinn, ef ekki er ýtt á takkann, þá fer ruslið ekki burt og hrannast upp við heimili fólks. Skuldir heimilanna eru hrikalegar og þurfa að koma í ljós. Það er ekki heilbrigt eða sjálfbært að lifa í hávaxtasamfélagi, eins og bankafólkið á fundunum benti á. Lausnin er einföld en erfið og Davíð verður að ýta á takkann.

Evran kemur, hvort sem Seðlabankinn vill eður ei 

Sedlabanki svarta husidAnnað sem Davíð beit í sig við komuna í Seðlabankann er það að það sé þjóðarnauðsyn að halda krónu sem gjaldmiðil, á meðan fyrirtæki landsins, leiðtogar í viðskiptum og alþjóðlegir sérfræðingar mæla hver af öðrum fyrir upptöku Evru eða beintengingu við hana. Davíð finnst þetta hlægileg firra! Svo klykkir Seðlabankinn út með því á síðasta degi fyrir Evruupptöku Straums banka, að beita skrifræðisreglu og lagalegum vangaveltum til þess að reyna að tefja framgang þessa eðlilega máls, sem var löngu tilkynnt, skipulagt og ákveðið. Öllum öðrum hefði ég trúað til slíks en Davíð, fyrrum aðalmálsvara frelsis í viðskiptum og fjármagnsflutningum. Hér virðist vera um valdaspurningu að ræða, þar sem Seðlabanki Finnlands tekur að sér það sem Seðlabanka Íslands fannst hlægilegt, en missir spón úr aski sínum. Straumur er leiðandi fjárfestingabanki og önnur fyrirtæki munu því fylgja á eftir. Hver og einn á að nota þann gjaldmiðil í viðskiptum sem treyst er á. Fyrir langflesta á Íslandi er það Evran, en ef einhver fyrirtæki kjósa Dollar eða annað, þá gera þau það bara, það er einungis tæknimál. Slík vandamál er löngu búið að leysa í Evrópu, þar var margskonar gjaldeyrir og jafnvel er í gangi á hverjum stað.

Lægri stýrivextir og upptaka Evru er þjóðarnauðsyn Evrugull

Seðlabankinn getur ekki stöðvað breytingaflóðið með orðræðum og hengilshætti. Stýrivexti þarf að lækka og Evra þarf að verða gjaldmiðillinn. Um þetta fer jafnvel að verða þverpólitísk samstaða. Meir að segja Federal Reserve, einka- seðlabanki Bandaríkjanna yfirgaf verðbólgustefnu sína og sér að leiðin áfram er um lægri vexti. Við getum vel gert þetta, fengið lága vexti og Evru, annað er ófært til lengdar.


mbl.is Krónan styrkist í kjölfar vaxtalækkana vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Federal Reserve sneri öllu við

Vaxtalækkun Seðlabanka Bandaríkjanna um 0,5 prósentustig í 4,75% snarsneri allri fyrri þróun við. Nú rjúka verðbréf upp þar og í Japan, einnig eflaust í Evrópu og á Íslandi í dag. Jenið seig, en Áströlsku og Nýsjálensku dollararnir stukku upp. Vaxtamunarverslun er aftur komin á skrið. Skilaboðin eru skýr: áhætta er verðlaunuð, því að ella hægjast hjólin um of.  Samt sló olían met og gull rauk upp, þar sem leitað er eftir alvöru eignum. Varla má búast við öðru en endurnýjun jöklabréfa í þessu umhverfi.

Langtímaspár á stýrivexti dollars ganga nú út á 3,75- 4,5%. Nú getur Seðlabanki okkar óhræddur lækkað stýrivexti sína strax um amk. eitt prósentustig án mikillar áhættu.


mbl.is Stýrivextir lækkaðir um 0,5% í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhættuflóttinn heldur áfram, en þó!

Biðraðirnar við úttektir úr  Northern Rock bankanum hafa áhrif um allan heim, núna í Japan þar sem markaðir síga en Jenið styrkist þegar fjárfestar færa sig úr vaxtamunarverslun. Öryggi er hvergi að finna, nema kannski í gulli sem hefur rokið upp, en traustir bankar eins og Lloyds eru líklegir til þess að kaupa Northern Rock og aðrar fjármálastofnanir í lausafjárvandræðum. Nú munu matsfyrirtækin Moody's, Standard & Poor's og Fitch Ratings svara gagnrýni á sig með því að meta lausafjárstöðu skjólstæðinga sinna, en áður hafa þau helst metið líkur á greiðslufalli. Áhugavert verður að sjá hvernig íslensku bankarnir koma út úr lausafjármatinu. Skuldatryggingarálag þeirra hefur hækkað mjög mismikið, en þeir sem fá slæma útreið úr nýja lausafjármatinu munu eiga erfið jól.

En í dag lækkar krónan eflaust frekar, þar sem "carry trade" vaxtamunarviðskiptin með Jenin verða óvinsælli.  Verst er að nýjustu húsnæðislánin eru að mestu í erlendum gjaldeyri, þannig að þau snarhækka á slíkum dögum.     PS viðbót eftir hádegi:  Jenið veiktist aftur.  Velkominn  í  flöktið!CDS Islenskir Bankar


mbl.is Breskir bankar hækka verulega í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd: Varanlegt

Á þessum 4567 árum sem Giza- Píramídinn hefur verið til hefur veðurfarið margbreyst á jörðinni, ótal stríð hafa geisað, borgir risið og verið jafnaðar við jörðu, en mannfólkið margfaldast. Pýramídinn er næstum því varanlegur og mannfjöldaaukningin líka. Aðlögunarhæfni mannsins ræður því.

 Giza Pyramidinn hja Kairo


Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár

Norðurheimskautsísinn, sem minnkar að meðaltali um stærð eins Íslands á ári, minnkaði um tíu Íslönd (1 milljón ferkm.) síðastliðið ár skv. frétt BBC um málið. Því er norðvestur- siglingaleiðin fyllilega fær núna, þökk sé kærri hlýnun veraldar, sem vermir okkur klakabúum. Þá eru bara 3 milljónir ferkm. eftir, til þess að við séum laus við klakann á Pólnum á sumrin. Ísinn er líka orðinn miklu þynnri, þannig að þetta er nú allt að koma. Gott tækifæri fyrir Ísland, hér suður í höfum (miðað við Pólinn).

Ef þið náið til utanríkisráðherrans okkar, vinsamlegast minnið hana á að gera ítrustu kröfur varðandi þetta svæði, ef hún er ekki of upptekin við að axla ábyrgð á stríðum og spillingu í hitabeltinu.

Mynd Google Earth af Norðurheimskautssvæðinu fylgir. Ýtið þrisvar á myndina. 

Nordurleidin Pollinn Google


mbl.is Norðvesturleiðin hefur opnast vegna bráðnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálf- fréttir eru slappar

Ef Mogginn talar um tíu menguðustu borgir heims, þá á að birta listann, ekki bara að hann hafi verið gerður. En tengillinn í BBC er hér og þetta er listinn yfir borgirnar (ýtið 2-3 svar á mynd):

 Tiu mengudustu borgir heims


mbl.is Tíu menguðustu borgir og bæir á jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband