Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Grænland kólnar!

Grænlenskir umhverfissinnar hljóta að kætast núna þegar þeim verður að ósk sinni að land þeirra verði eins kalt og það var vant að vera. Nú berast fréttir þaðan af ísköldum vetri, sem er það sem landsmenn höfðu beðið Evrópusambandið um (hér) í júní sl. að útvega sér með koltvísýringslosunarkvótum og haftaaðgerðum. Þau hljóta þá að verða mörg og fjörug selspikspartíin þennan kalda Þorra hjá nágrönnum okkar vestra, þar sem kætin yfir auknu frosti ræður ríkjum. ESB er augljóslega nátengt himnaföðurnum.


mbl.is Kaldasti vetur á Grænlandi í tíu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jen styrkist, íslenskir bankar veikjast

Vandræði stærstu fyrirtækja Íslands, Kaupþings og annarra stórútflytjenda vaxtamunarins jukust í nótt þegar japanska Jenið náði sjö vikna hámarki en hlutafjármarkaðir Asíu og Evrópu sigu í morgun. Þá er ótalinn vandinn vegna skuldatryggingamarkaðarins, sem Financial Times lýsir í skuggalegri grein á ft.com. Niðurstaða FT er sú að sá markaður muni tapa um 400 milljörðum dollara og lausafjárstreymi dragist enn saman um 8-10%, sem þýðir kreppu heimshagkerfisins.

Hver kemur til bjargar ef illa fer?

Horfumst síðan í augu við raunhæfa möguleika: Bankar sem eiga ekki fyrir skuldum geta orðið gjaldþrota eins og önnur fyrirtæki. Hvaða ríki á að draga alþjóðlega banka að landi ef svo fer? Af hverju á ríkið að koma þeim til bjargar sem tóku mestu áhættuna?


mbl.is Nikkei ekki lægri í rúm 2 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB viðurkennir mistök í umhverfisstefnu

Nú svelta milljónir vegna framleiðslu lífræns eldsneytis, en ESB staðfesti rétt í þessu að það hafi verið mistök að hvetja til þessarar framleiðslu í stefnu sinni (hér) , Toba stulkaþar sem bæði fátækt fólk og umhverfið verða fyrir tjóni vegna hennar. Regnskógum er frekar eytt, fátækir hraktir af löndum sínum og heimsmarkaðsverð matvæla hækkar svo mikið að fátækir hafa ekki efni á þeim (sjá hér). Herinn vaktar jafnvel kornbirgðir (hér). Nú lofar Evrópusambandið nýrri stefnu, sem tekur tillit til þessarra þátta. „Við verðum að fara mjög varlega“, segir ESB núna. Á þessum tveimur árum fyrri „nýju“ stefnunnar sem liðin eru hafa því fjölmargir fátækir um heiminn látist eða liðið skort vegna vanhugsaðra aðgerða Evrópupólítíkusa. Reynt var að benda þeim á þessar augljósu afleiðingar stefnunnar í upphafi, en allt kom fyrir ekki, þar sem ídealisminn blómstraði.

Heildarávinningur enginn

Sykurreyr Brasiliu ReutersHátt olíuverð, aukin neysla kjöts í Asíu og þurrkar í Ástralíu hafa sitt að segja, en lífrænt eldsneyti virðist vera kornið sem fyllti mælinn. Efast er um að ávinningur umhverfisins sé fyrir hendi vegna lífræns eldsneytis, þar sem lækkun heildar- kolefnislosunar vegna sumra tegunda er engin og sérstaklega þegar önnur áhrif á heildarumhverfið eru tekin með í reikninginn, t.d. orkunotkun og skordýraeitur (hér). Einnig minnkar fjölbreytileiki náttúrunnar við framleiðslu lífræns eldsneytis.

Vesturlandabúum gengur oft gott til í heimsaðgerðum sínum, en sjá ekki afleiðingarnar fyrir. Betur er heima setið en af stað farið.

Auk tengla í texta, sjáið einnig annan tengil BBC.


Fórnarkostnaður stjórnarinnar

Hve miklu má fórna fyrir friðinn? Sjálfstæðis- og Samfylkingarmanneskja ætti hvor um sig að velta þessari spurningu fyrir sér núna, áður en völlurinn er allur sviðinn á árinu 2008 og leitað verðurRaudur raedur blóraböggla logandi ljósi. Ef svo fer sem horfir, þá verða efnahagslegar afleiðingar markaðshrunsins afar víðtækar. Sjálfstæðisarmur stjórnarinnar virðist hafa löngun til þess að styðja áframhaldandi vöxt, en Samfylkingararmurinn virðist vilja „slá á þensluna“, sem þýðir raunar kyrrstöðu í núverandi umhverfi. Stjórnin er kraftmikill sportbíll sem gefur í með handbremurnar ennþá á. Hitinn og brunalyktin fer fljótlega að finnast.

Refur í hænsnabúri 

Fox hen ImagineAðal handbremsan er Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, sem líkja má einnig við ref í hænsnabúri. Eggjaframleiðslan fellur niður um leið og hún lætur til sín taka. Orkuframleiðsla, stóriðnaður og almennur iðnaður mega vara sig, þar sem hún vill helst ekki að neitt af þessu þrennu fái að blómstra. Yfirlýsingar hennar ganga þvert á vilja Sjálfstæðisflokksins bera þess skýrt vitni að hún er ákveðin í róttækri haftastefnu, sem dugir til þess að draga okkur í svaðið með hraði. Flest mál sem tengjast hennar ráðuneyti verða í lás á meðan hún situr í stjórn, af því að stefnurnar eru algerlega andstæðar og ósamræmanlegar meirihluta stjórnarinnar. Fórnarkostnaðurinn við það að rétta umhverfisráðherra litla fingur er öll hendin, t.d. í loftslagsmálum, þar sem hún ákveður upp á sitt einsdæmi að Ísland sé í slæmri stöðu og takmarkar því vaxtargetu okkar og skerðir samkeppnishæfni verulega til framtíðar. Forsætisráðherra velur skiljanlega enn að halda friðinn svo að landinu geti verið stýrt þokkalega áfram, en það hlýtur að vera erfitt, þar sem umhverfisráðherra grípur alltaf í stýrið og breytir stefnunni um leið og litið er undan eitt andartak. Staksteinar Morgunblaðsins í dag benda vel á það hve Þórunn mælir oft gegn eigin stjórn.

Annar fórnarkostnaður felst t.d. í aukinni eyðslu utanríkisráðherra í málefni sem eru hrein sóun á tíma og peningum, eins og þróunaraðstoð og umsókn um sæti í Öryggisráði S.Þ.

Umhverfisráðherra vill eflaust láta friða refi, svo að hún fái að leika sér að vild.


200 milljónir á mínútu

Hlutabréfamarkaðurinn dregur aðeins andann en afleiðingar fallsins halda áfram, eins og ég skrifaði um í morgun í greininni „Billjón á 3 mánuðum?“. Hingað til hafði hann fallið um 200 milljónir á mínútu árið 2008.
mbl.is Hlutabréf hækka í byrjun dags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Billjón á 3 mánuðum?

360.000 milljóna króna fall á fimm dögum, eða 200 milljóna króna fall á hverri mínútu markaðarins árið 2008 er hrun. Það 13,4% fall er þó aðeins brot 36% hrunsins síðustu þrjá mánuði sbr. myndina hér til hliðar.

Fallið mun valda gjaldþrotum Hrun hlutabrefa

Afleiðingarnar fara smám saman að koma í ljós og málaferlin strax byrjuð, t.d. vegna falls SPRON bréfanna. Allir vildu fá sinn hlut í gróðanum, en nú tekur tími lögfræðinga og endurskoðenda við, þar sem fæstir vilja eiga tapið. Heldur einhver að þetta sögulega hrun valdi ekki stórum gjaldþrotum? Nú er ekki hægt að hækka bréf lengur með skuldayfirlýsingum á milli fjölda hlutafélaga í eigu sömu aðilanna, heldur er spurt, hvert er veðið og markaðsvirði þess.

Fasteignaverð og króna falla

Þá kemur að fasteignabólunni okkar, sem er rétt að bresta, þannig að þótt svo fari að hlutabréfin jafni sig tímabundið, þá á grunnur flestra íslensku hlutafélaganna enn eftir að veikjast. Mesta furðu vekur að krónan skuli ekki endurspegla fall markaðanna nema að mjög litlu leyti. Því er leiðrétting hennar, þ.e. gengisfallið, enn eftir að eiga sér stað. Sá sem kaupir hlutabréf í dag í von um hækkun þess í íslenskum flotkrónum hefur því ekki líkurnar með sér á því að hagnast verulega að raungildi í árslok.

Kaupið gjaldeyri, nóg af Evrum, enda verða þær gjaldmiðillinn okkar fyrr en varir.


Hungraður heimur, „óvart“

Hverjir valda því að hungur breiðist út eins og farsótt um heiminn núna? Loftslags- verndarfólk horfir nú upp á þær afleiðingar gjörða sinna, að aðgerðir þeirra valda hundruðum milljóna Pakistan hrisgrjon APmanna hungri um víða veröld. Ofur- umhverfissinnaður netmiðill eins og BBC lýsir verðsprengingu hveitis og hrísgrjóna í Pakistan, Afghanistan og Bangladesh þannig að eftirspurn þróunarríkja hafi aukist, en uppskerubrestir hafi aukið vandann. Flestir aðrir tala hreint út: Heildareftirspurn jókst aðallega vegna þess að við fórum að brenna matvælum í ökutækjum okkar á Vesturlöndum. Maískornframleiðsla margborgar sig vegna etanóls umfram annað og þekur akrana, en önnur matvælaframleiðsla líður fyrir það, þannig að soja-, hveiti- og hrísgrjónaverð amk. tvöfaldast og heldur áfram upp. Meðal verkamaður í Pakistan þénar 100 kr. á dag, en kíló af hveiti kostar 60 kr. þar syðra. Af 160 milljón manns í Pakistan eru því margir í vanda. Afríka á náttúrulega líka í stórvandræðum vegna þessa og raunar allur þriðji heimurinn.

Börn í þróunarlöndum líða fyrir etanólframleiðsluna

Þessi „óvart“ herkostnaður umhverfissinna heggur helst niður börn í þróunarlöndum, sem sama umhyggjufólk vill svo styðja með styrkjum til misspilltra valdhafa landanna. Stærsta og fljótvirkasta aðgerðin til þess að snúa þessari óheillaþróun við er að viðurkenna að etanólframleiðsla veldur óumdeilanlega hungri í veröldinni. Forgangsröðin er sú, að mannfólkið fái matvælin sín. Síðan kemur allt annað, ss. orka til athafna. Vangaveltur um súrefnishlutfall í loftinu eru dæmi um lúxusvangaveltur kaffihúsafólks með allt of mikinn tíma og of lítinn tilgang.

Hungur veldur fjöldadauða og stríðum núna, ekki hugsanlega eftir þrjátíu ár.


Ekki batnar það

Ekki batnar ástandið frá fyrri skrifum mínum (hér) fyrir opnun markaða í morgun. Exista nálgast þriðjung (35,2%) af hæsta virði sínu fyrir tæpum sjö mánuðum. SPRON er undir 40% af útboðsgengi.

Skoðun mín frá 24. nóv. sl. „Bankar í afneitun“ hefur ekkert breyst, nema þá styrkst.


mbl.is Mikil verðlækkun á hlutabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að 40% af fyrra markaðsvirði

Nú er Kaupþing um 60% og Exista um 40% af því virði á markaði sem þau voru í júlí sl. þegar ráðningarnar voru sem mestar. Exista var því 250% meira virði en það er í dag. SPRON er núna um 42% af útboðsgenginu. Hefur þetta engin áhrif á ráðningar? Hve mikið þarf virðið að falla til þess að einhver verði rekinn?

Vandinn er enn fyrir hendi

Staða Kaupþings/ Exista/ SPRON pakkans hlýtur að skipta fjárfestum í tvo hópa núna: Þau sem trúa að botninum hljóti að vera náð og nú sé fyrirtaks kauptækifæri í hverju fyrir sig og hinum, eins og mér, sem telja að ekki sé búið að taka á inngrónum vanda og lausnin verði því að úr þessari flækju verði einungis leyst með sameiningu og yfirtöku, þar sem raunveruleg staða kæmi almennilega fram. Fallandi virði veða sem uppgíraðir veðbréfapakkar byggjast á verður aðalmálið þetta árið. Í viðvarandi lausafjárerfiðleikum eins og nú og í nánustu framtíð er samkeppnishæfni þeirra sem hafa hátt skuldatryggingarálag afar slæm. Síðan, ef skynsemin grípur Seðlabankann og stýrivextir verða loks lækkaðir, þá versnar ástandið enn fyrir þær fjármálastofnanir sem eru með lágan vaxtamun, jafnvel í þessum ofurvöxtum.

Nú kemur tími hákarlanna, enda hafsjór af slösuðum á ferli.


mbl.is Fækkar um 650 í fjármálageiranum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprengiógn í skólum án réttar fórnarlambanna

Sprengingar ógna heilsu grunnskólabarna, án þess að brugðist sé við af hörku. Tvær stúlkur urðu fyrir sprengju sem sprakk úr ruslatunni inni í Hagaskóla í morgun og hafa nú höfuðverk og geta hafa orðið fyrir varanlegum heyrnarmissi, en það er í rannsókn. Sprengja IS BLOG IS

Börn verða fyrir sprengjum innan veggja skólans 

Fleiri sprengingar áttu sér stað og lögreglan fór á staðinn án rannsóknar, en ástandið heldur áfram, aðallega vegna þess að reglum til að sporna gegn ógninni er verulega áfátt. Nú er því svo komið að öfugsnúinn réttur ólögráða sökudólga gerir þeim kleyft að mæta með sprengiefni í skólann og að valda öðrum nemendum heilsutjóni innan veggja skólans, án teljandi mótaðgerða. Æðstu mannréttindi hverrar persónu til lífs (og heilsu) eru þar með lægra sett en persónuréttur til þess að láta ekki aðra leita í fórum manns að hættulegum sprengiefnum. Ekki er um að ræða púðurkerlingar, hvellhettur eða „kínverja“, heldur heimatilbúnar sprengjur, svokölluð „Víti“, þar sem margir hvellsprengihlutar stórra flugelda eða kaka eru raðtengdir til þess að mynda eina risasprengju. Það er langur vegur frá prakkarastrikum fyrri tíma að þessum líkamsárásum í dag sem beinast gegn fjölda barna og gera skólann að skilgreindu hættusvæði.

Réttur saklausra barna er lakari en sökudólganna

SprengingForeldrar stúlknanna munu líkast til leggja fram kæru til lögreglunnar vegna líkamsárásar með kröfu um skaðabætur og refsingu þeirra sem ábyrgð bera. Hugsanlega beinist kæran líka gegn skólanum og hann þar með ábyrgur, þar sem öryggi nemenda er ekki tryggt í viðvarandi ástandi, sem breytist ekki fyrr en varanlegt og alvarlegt líkamstjón hlýst af. Raunar er starfsöryggi kennara líka í hættu. En Persónuvernd hefur gegnið svo langt að senda frá sér úrskurði sem meta rétt grunaðra svo mikinn að illmögulegt er að beita nokkrum eðlilegum agaráðum, ss. að leita í fórum nemenda eða að beita tafarlausum brottrekstri úr skóla. Við þetta ófremdarstand verður ekki unað, þar sem líkur á alvarlegum líkamsmeiðingum eru verulegar. Við foreldrar verðum að gera þá skýlausu kröfu að hver skólastjórn taki þessi öryggismál fyrir sem forgangsverkefni og grípi strax til viðhlítandi aðgerða. T.d. mætti ráða starfsmann öryggisfyrirtækis til þess að leita tilviljanakennt að sprengiefnum (og kannski eggvopnum og fíkniefnum í leiðinni!) en sá starfsmaður þarf að hafa afdráttarlausa heimild til þess arna. Menntamálaráðherra (eða dómsmála-?) er líklega eini aðilinn sem getur komið þessari skipan mála á, þannig að ég beini þessu sérstaklega til hennar.

Foreldrar líði ekki ofbeldi gegn börnum sínum

Foreldrar geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar með því að biðja börn sín að taka eftir og segja frá þessu væntanlega afbrotafólki eða að fá þau ofan af fyrirætlun sinni, því að öllum er greiði gerður með því að þessu linni strax. Annars heldur ástandið áfram að vera eins og í amerískum „High-school“ í fátækrahverfi í lélegri bíómynd um afbrotagengi, í stað þess að vera í grunnskóla þjóðar með mestu lífsgæði jarðar og sem vill veg menntunar sem mestan.

Látið heyra í ykkur ef þið þekkið til viðlíka atburða.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband