Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi

Ráðdeildarsemi borgar sig varla á Íslandi. Safnarar hér tapa Peningapokinnmestu af fénu hvað eftir annað og enda jafnan með að borga fyrir skuldarana. Safnarar eiga í stöðugri baráttu við ríki, borg, banka, fyrirtæki og skuldara almennt til þess að reyna að nurla einhverju saman til framtíðaröryggis án þess að það étist upp í viðbótar- skattheimtu, verðbólgu, óráðsíu og óheftri lántöku. Fé safnaranna verður að vera á stöðugum flótta undan þessum árásaraðilum til þess að ná vexti. Það er engin furða að gyðingar í Þýskalandi Nasismans söfnuðu demöntum og földu þá, því að þeir þekktu þetta heilkenni, sem hrjáð hefur landann í amk. hálfa öld.

Eldri borgarar tapa mestu að jafnaði

Eldri borgarar á Íslandi hafa helst orðið fyrir barðinu á þessum ofsóknum gegn sparifé í gegn um tíðina. Í ungdæmi mínu á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar hélt aðallega eldra fólk áfram að leggja fé inn á sparisjóðsbækur í þeirri öldnu trú að slíkt skilaði arði, en það var öðru nær. Skuldararnir skrifuðu upp á víxla og skuldabréf á báðar hendur og nutu lífsins á meðan krónurnar á bókum aðhaldssömu safnaranna breyttust í aura. Sá sem keypti og skuldaði mest, græddi mest. Síðan kom verðtrygging og nokkrar leiðréttingar, en tímabil skuldaranna taka fljótt yfir, enda virðast jafnan fleiri  græða á þeim til skamms tíma, t.d. bankar. Á milli er reynt að koma upp nýrri kynslóð safnara eins og með skyldusparnaðinum forðum, en hann varð fljótt að engu og manni lærðist að skipta honum út við fyrsta tækifæri svo að eitthvað yrði eftir.

Síðustu árin hefur ofangreindur háttur orðið að reglu. Þar kom að hann endaði með einum allsherjar Stórahvelli nú í október 2008, þar sem traustustu heimar sundruðust, bankar, fyrirtæki og nærri því ríkið sjálft.  Reynsluríkir safnarar sáu þetta fyrir og höfðu forðast skuldir að vanda, en höfðu því ekki notið síðustu vaxtarára eins og gíruðu skuldararnir, sem græddu nú ótrúlega með því að skuldsetja fyrirtæki sín, bankana, ríkið og alla Íslendinga margfalt.

Falskt öryggi sparnaðarleiða

Nú eru góð ráð enn einu sinni dýr fyrir safnarana, sem munu aftur greiða reikning skuldaranna. Bankar, gjaldmiðillinn, fasteignir, hlutabréf og skuldabréf eru almennt fallin. Lífeyrissjóðir rýrna líka, sérstaklega viðbótarsparnaður. Einn aðalmátinn til varðveislu fjárins á þannig stundum hefur verið gjaldeyriskaup. En ríkið takmarkar notkun gjaldeyrisreikninga þannig að þeir eru ekki slíkir í raun, heldur krónureikningar með gjaldeyrisviðmiðum og heitum í stíl. Öryggið er líka takmarkað, þar sem óvissa um lögmæti gjörninga nýju bankanna er mikil og skjaldborg um gjaldeyrisreikninga með háum upphæðum yrði takmörkuð ef t.d. erlendir kröfuhafar þúsunda milljarða króna skulda verða gerðir að eigendum bankanna. Þeim gæti þess vegna dottið í hug að gera innistæður að hlutafé.

Ríkið seilist í það eina örugga: gjaldeyrinn

Helstu ráð safnaranna á þessum víðsjárverðu tímum eru þá að eiga gjaldeyri í seðlum í bankahólfi eða á bankareikningum erlendis. En hvernig bregðast þá vitorðsmenn skuldaranna við? Setja nýju gjaldeyrisólögin með skilaskyldu gjaldeyris og banni við kaupum á erlendum verðbréfum. Þá ber öllum að skipta sínum gjaldeyri í Matador- krónur eða að leggja inn alvöru gjaldeyri í gervigjaldeyri í platbönkum þar sem ríkið ákveður gengi „erlenda“ gjaldeyrisins sem er lítt háð óheyrilegri skuldasöfnun ríkisins eða öðrum þeim þáttum sem ákvarða verð gjaldeyris á markaði.

Lífeyrissjóðir píndir heim?

Stærsti glæpurinn er þó sá, ef lífeyrissjóðir eru látnir skila inn erlendri eign sinni, sem hefur haldið gengi sjóðanna uppi eftir að þeir léku sér margir í framvirku gjaldeyris fjárhættuspili hér heima en féllu á því með gengi krónunnar. Nýju haftalögin virðast því þvinga sjóðina til þess að dæla peningum inn í rammskuldugt og hálfgjaldþrota hagkerfið þar sem hluti þeirra brennur fljótt upp, sérstaklega fyrst stjórnmálamenn ráða ferðinni í hvað þeir fara.

Þvingað til trausts á krónunni

Traust á íslensku krónunni vinnst ekki með þvingunaraðgerðum, hversu tímabundnar sem þær eru. Hagsmunir hinna ráðdeildarsömu, aðallega eldra fólks, sem streitast hafa við að leggja eitthvað fyrir og að halda sig fjarri skuldum, eru vel aftarlega í forgangsröðinni. Nú verða þau annaðhvort sektuð sem lögbrjótar fyrir það að vilja eiga sinn lögmæta gjaldeyri áfram eða neydd til þess að setja hann í kvörnina stóru. Gull og demantar er líklega ráðið, ef svona heldur áfram.

Auk þess legg ég til að norsk króna verði tekin upp.


mbl.is Nauðsynleg aðgerð en ekki sársaukalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran upp um 50% á 3 mánuðum

Genginu verður trúlega haldið niðri Evra 50 prosent upp 3 manmeð handafli næstu daga á meðan nýjar aðgerðir eru kynntar. Línuritið hér sýnir hvernig Evran hefur hækkað um 50% gagnvart krónu sl. þrjá mánuði, um 0,5% á dag, upprunalega til þess að gegnisfallið verði ekki mikið við fleytingu krónu. Krónubréfunum er ekki hleypt út, amk. á meðan verkalýðsforustan og aðrir verða róaðir.

Tíma og peningum er sóað í handaflsaðgerðir í stað þess að tengjast öðrum gjaldmiðli og þróast áfram.

Smellið þrisvar á línuritið til þess að ná fullri stærð.


mbl.is Aðgerðir kynntar eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega

Hér eru nýju gjaldeyrishaftareglurnar dregnar saman af vef Seðlabanka. Hver ætli hafi samið þessi ósköp á hraðferð á Alþingi? Hverjum dettur þessi firra í hug? Varla sjálfstæðismanneskju, en ríkisstjórnin stimplar stórt „OK“ yfir þennan grýlugjörning, þannig að skaðinn er skeður. Það þarf ekki hagfræðing til þess að sjá að viðskipti við Ísland virka ekki með þessar síur. 
  • Útflæði gjaldeyris takmarkað um sinn.
  • Þeim sem eignast erlendan gjaldeyri er skylt að skila honum til innlendra fjármálafyrirtækja.
  • Heimilt er að leggja gjaldeyri inn á innlánsreikning í erlendri mynt.
  • Takmarkanir eru settar á fjármagnshreyfingar aðila sem hyggjast skipta íslenskum krónum í erlendan gjaldeyri.
  • Viðskipti á milli innlendra og erlendra aðila með verðbréf og aðra fjármálagerninga sem gefin eða gefnir hafa verið út í  íslenskum krónum eru óheimil.
  • Erlendum aðilum er óheimilt að kaupa fyrir milligöngu innlendra aðila verðbréf sem gefin hafa verið út í krónum. Þetta á þó ekki við um erlenda aðila sem þegar eiga krónur.
  • Erlendum aðilum er óheimilt að gefa út verðbréf hér á landi.
  • Innlendum aðilum er óheimilt að fjárfesta í erlendum verðbréfum.
  • Erlend lántaka, ábyrgðaveitingar til erlendra aðila og afleiðuviðskipti sem ekki tengjast vöru- eða þjónustuviðskiptum eru takmörkuð eða óheimil.
  • Erlendir fjárfestar sem eiga ríkisbréf á gjalddaga 12. desember n.k. geta m.a. endurfjárfest andvirði þeirra í nýjum ríkisbréfum.
  • Engar hömlur eru lengur á gjaldeyrisviðskiptum sem tengjast inn- og útflutningi vöru og þjónustu (ÍP: trúlegt).
  • Hömlunum sem beitt er nú á grundvelli nýsettra laga ná til gjaldeyrisviðskipta sem tengjast fjármagnsflutningum á milli Íslands og annarra landa.

mbl.is Nýjar gjaldeyrisreglur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverk á Indlandi

Taj Mahal hótel Mumbai

Illt er heyra, fjöldamorð í Mumbai. Samúð okkar er með fólkinu sem lendir í þessum hörmungum. Hryðjuverkamenn ráðast þarna gegn útlendingum og táknum vestrænnar heimsvaldastefnu.

Sögufrægt og glæsilegt Taj Mahal hótelið í Mumbai er nú sviðinn vígvöllur, en eins og sést meðfylgjandi á myndum mínum, þá stendur það við Gateway of India, hlið mikið sem (hálf)byggt var vegna heimsóknar Bretakonungs Georgs V og Queen Mary. 

Þegar við hjónin veittum okkur eina nótt þar, þá var dollarinn um 60 krónur og Ísland var heimsveldi! Nú virðist friðurinn úti.

 

 

Mumbai rocked  by deadly attacks

http://news.bbc.co.uk/2/hi/south_asia/7751160.stm

Witnesses tell of Mumbai violence

http://news.bbc.co.uk/2/hi/south_asia/7751423.stm


mbl.is 9 handteknir vegna hryðjuverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heildarlántaka 1000 milljarðar króna?

Heildarlántaka Íslands til lausnar bankahnútsins og til varnar krónunni við fleytingu krónu á víst að verða um 6 milljarðar dala. lantaka_usd6bn_gengi.pngÁ töflunni hér til hliðar sést hver sú upphæð verður í krónum miðað við hækkun dollars (fall krónu) í prósentum og krónum. Enginn fræðilegur viðmælandi finnst sem spáir krónu sama gengi og nú eftir fleytingu, þó að krónan hafi fallið um amk. 30% síðan í lok september. Líklegasta gengisfallið strax við fleytingu er 30-40%, sem gerir lánsupphæðina að rúmum eitt þúsund milljörðum króna.

Ef vextir eru 5% þá verða þeir 50 milljarðar króna á ári, eða tæpar 300 þúsund krónur á hvern skattgreiðanda.

PS:  Kannski borgar sig fyrir Seðlabankann að byrja með mjög lágt skráða krónu (gengisfellingu) þannig að fleiri krónur þurfi til þess að kaupa gjaldeyrinn fyrir þá sem eru að rjúka með sjóðina úr landi hvort eð er. Þá freistast kannski fleiri Íslendingar til þess að skipta innlendu gjaldeyriseigninni strax í krónur. Ég efast nú um að stjórnin leggi í t.d. 25% gengisfellingu. Þetta verður trúlega æðibunugangur og feikna- flökt strax, þar sem margir munu vilja kaupa og selja á sama tíma. Fyrsti klukkutíminn verður verulega „áhugaverður“!

PS.PS. Mánudagurinn 24/11/2008: fyrsti dagur í fleytingu krónu eftir hrun bankanna? Strax við opnun? Ertu tilbúin(n)? Ég efast stórlega um að bankakerfið sé tilbúið í mörg hundruð milljarða króna kaup og sölu á sama tíma.


mbl.is Skilaboðin voru skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglur IMF: réttur hinna sterku

Framkvæmdaháttur IMF er útskýrður á vef þeirra, með útdrætti og lauslegri þýðingu hér. Ljóst er að IMF fer inn í land til þess að fá það til þess að greiða skuldir sínar til meðlimanna. Sjóðurinn fer inn fyrir hönd allra meðlimanna, ekki endilega til aðstoðar landinu eina sem um ræðir. Það sem meðlimur á að gera:

  • ·         að láta eigin gjaldmiðil til skipta á öðrum gjaldmiðlum á frjálsan og óheftan hátt.
  • ·         að halda IMF upplýstu um fyrirhugaðar breytingar á fjármálalegri og peningalegri stefnu sem mun hafa áhrif á hagkerfi meðlima IMF
  • ·         að því marki sem mögulegt er, að aðlaga þessi stefnu samkvæmt ráðgjöf IMF til þess að samræmast þörfum alls IMF samfélagsins.

Þar sem íslenska ríkið hefur ákveðið að greiða ekki skuldir bankanna, þá ber því að senda IMF burt, enda eru mál þeirra í lás. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tefur því fyrir úrlausn málsins, sem er trúlegast beinn samningur við Noreg, Kína, Japan osfrv.

http://www.imf.org/external/pubs/ft/exrp/differ/differ.htm

The rules of the institution, contained in the IMF's Articles of Agreement signed by all members, constitute a code of conduct. The code is simple: it requires members

·         to allow their currency to be exchanged for foreign currencies freely and without restriction,

·         to keep the IMF informed of changes they contemplate in financial and monetary policies that will affect fellow members' economies, and,

·         to the extent possible, to modify these policies on the advice of the IMF to accommodate the needs of the entire membership.

To help nations abide by the code of conduct, the IMF administers a pool of money from which members can borrow when they are in trouble. The IMF is not, however, primarily a lending institution as is the Bank. It is first and foremost an overseer of its members' monetary and exchange rate policies and a guardian of the code of conduct. Philosophically committed to the orderly and stable growth of the world economy, the IMF is an enemy of surprise.


mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB með klærnar í Drekanum?

Nú ríður á að semja ekki af sér. Drekasvæðið gæti reynst jafngjöfult af olíu og norski hluti Norðursjávar,Olia Google sulur að mati Norðmanna. Þvílíkt glapræði væri þá að semja sig inn í Evrópusambandið núna, þegar Ísland er á hnjánum vegna síðasta ævintýris, með aukið gengisfall framundan? Nýfundnalendingar þekkja slíkt, misstu sjálfstæðið og börðust síðan lengi gegn því að Kanada tæki öll olíu- og námaréttindi af þessum örfáu eyjarskeggjum. Þar reyndist vera olía, gas, nikkelnámur og fleiri auðlindir.

Drekasvaedid GoogleVið Íslendingar getum haldið áfram að hámenntast og blogga út í óendanleikann ef við höldum auðlindarétti og sjálfstæði þjóðarinnar. Skiptum yfir í norska krónu strax, þá eygja krakkar okkar möguleikann á hámenningar- blómatímabili eftir hörkuaðhald í nokkur ár. Hættan er bara að þau verða orðin svo þreytt á sósíaldemókratísku aðhalds- og eftirlitstuði Steingríms J. eftir fimmtán ár þegar olían fer að vella að þau verði þá til í sölu auðlindanna!


mbl.is Bretar segjast styðja lán IMF til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu

Þýskur almenningur sparar manna mest, leggur í banka og sjóði. Íslendingar eyddu manna mest og urðu skuldugastir í heimi. Nú létum við Þjóðverja borga lánin, átum kræsingarnar og hlaupum frá reikningnum, enda er hann upp á líklega 4.000.000.000.000 króna sem fellur á Þjóðverja, margfalt hærra en á Breta.

Íslendingurinn segir að hann hafi ekki tekið þátt í því, en það er ekki rétt: hver sá sem notaði íslenskar krónur síðustu fjögur ár var að gera svo m.a. í  boði Þjóðverja, þar sem kannski helmingur krónunnar var á fölsku sterku gengi, lánspeningur sem leyfði okkur að njóta lánaðra gæða, flestir algerlega ómeðvitað. Bólan sem skópst varð svo stór og glæsileg vegna allra krónubréfanna og vaxtamunarsamninganna, vafninganna og lánanna til vaxtarfyrirtækjanna.

Þótt við Íslendingar teljum okkur standa í flórnum, þá erum við að reyna að sleppa með stóra skrekkinn, að borga af öllum risalánunum upp á fjölda þúsunda milljarða króna, sem hækkar um tugmilljarða króna við hvert prósent sem krónan fellur.

Á mótmælaspjöldunum okkar ætti að standa: Entschuldigung! (fyrirgefið).


mbl.is Vandi vegna Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánin yfir í fallandi krónur

Þann 7. nóvember árið 2007 var krónan sterk í síðasta sinn.  Jen IKR 160 prosent 1 arJenið hefur hækkað um 160 prósent á þessu eina ári síðan, en skuldir Íslendinga eru helst í Jenum. Búist er við frekari styrkingu Jensins. Breska Sterlingspundið hefur aftur á móti „aðeins“ hækkað nær helmingi minna, um 66 prósent, en drjúgur hluti tekna Íslands er í pundum. Nú er SPRON að breyta erlendum lánum í krónulán, sem ætti að koma sér vel í frekara gengisfalli krónunnar.

Gjaldeyrishöft og viðskiptatregða geta orðið örlög okkar í einhvern tíma. IMF gerir kröfur, ekki er von á öðrum gjaldmiðli og varla verður krónunni fleytt nema fram af fossi. Nær algjör höfnun ríkisábyrgða á bönkunum virðist framundan. Vonandi verður sú skýra afstaða ofan á, því að annars verður eilíft fúafen hlutskipti okkar.

GBP ISK 66 prosent 1arGert er ráð fyrir gengisfalli, t.d. í góðri greiningu Kaupþings um fleytingu krónunnar. Það er að vísu búist við bata krónu eftirá, en þar tel ég t.d. að ekki sé gert nægjanlega ráð fyrir því að útflytjendur takmarki krónukaup sín ef krónan styrkist of mikið fyrir þeirra smekk. Einnig verður fjármagnsflótti líkast til meira afgerandi en Kaupþing lýsir honum og hugsanlega varanlegur.

Besta ávöxtun hér fæst áfram með greiðslu skulda. Þó gætu aðgerðir stjórnvalda verið á þann máta að það borgi sig að doka við með það, ef neyðaraðgerðir til jöfnunar skulda þurrka út ábatann af því.

En allar leiðir liggja til Rómar: Krónan fellur áfram, líklega um 30%.


mbl.is Fara yfir lánasamninga viðskiptavinanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn banki gerður upp á dag

9000 milljarða virði af skuldatryggingarafleiðum (CDS) íslensku bankanna koma til uppgjörs núna (sjá töflu), einn banki á dag, fyrst Landsbanki Íslands í dag (2400 ma.kr.), síðan Glitnir á morgun 5. nóv. (2.200 ma.kr.) og loks Kaupþing þann 6. nóv. (4.400 ma.kr.).  Uppboð fer fram, þar sem líklegt er að 1,25 – 3% fáist að lokum greidd frá íslensku bönkunum. Ríkið tók bankana yfir og hefur því brugðist sem greiðandi að 97% hlutarins að mati skuldareigenda, sem eru yfir 160 bankar og fjárfestar í skuldatryggingarafleiðum á íslenska banka.

 

CDS bankauppgjorid

Ísland er þar komið í flokk stærstu greiðenda sem brugðist hafa, með um 70 milljarða dollara greiðslufall vegna skuldabréfa íslensku bankanna. Mat markaðarins virðist vera það að eignir bankanna hafi horfið inn til ríkisins. Við tókum því nokkurs konar „Hugo Chavez“ á bankana.

 

Fyrst skuldir bankanna voru svo ótrúlega háar og eignir voru ofmetnar er augljóst að hvorki við né bankarnir hefðum getað greitt skuldirnar. Því er öðruvísi farið en t.d. með Finnland, sem greiddi skuldir sínar eftir sína kreppu. Fjárfestar og bankar munu ekki fara í biðröð við það að komast að á Íslandi, fyrst svona fer. En þetta er eina lausnin, nema sú sem var hugsanlega betri, þ.e. að láta bankana verða gjaldþrota og borga þá frekar sparifjáreigendum heldur en að fá risa- bakreikninga frá skuldareigendum bankanna. Þá hefðu kannski ríki og borg haldið bankatrausti vegna aðildarskorts, en það traust er varla til í dag.

 

Lánin sem íslenska ríkið fær þó fara beint í að borga út væntanlegt gengisfall þegar krónan fer á flot (að kröfu IFM), svo að afgangurinn af íslenskum krónum verður skipt í gjaldeyri á nokkrum tímum eða dögum, hugsanlega 400 til 900 milljarða króna virði. Seljendur gjaldeyris eru einungis til fyrir brot af þeirri upphæð og því getur jafnvægi ekki komist á krónuna. Þetta tiltæki mun reynast okkur Íslendingum dýrt, því að það virðist dæmt til þess að mistakast og lánspeningar okkar fara þar með í súginn á nokkrum dögum.

 

Finninn Jaakko Kiander lýsti kreppu Finnlands á tíunda áratugnum á góðum fyrirlestri í Háskóla Íslands í dag. Hann taldi  hávaxtastefnuna ranga í mótaðgerðunum og að kostnaður samfélagsins hafi verið stórfelldur. Aðrar þjóðir voru í mun betri stöðu og komu Finnlandi til bjargar, en því er ekki eins til að dreifa nú þegar umheimurinn er nær allur í kreppu.

 

Raunar er allt í lás, þar sem ríkisstjórnin vill ekki leggja fram beiðni um gjaldeyrissamstarf við Noreg og hinn kosturinn er Evran með ESB umsókn. Nú sverfur trúlega til stáls. Svo gæti farið að Steingrímur J. fengi starfsstjórn samþykkta í nóvember- desember og kosningar jafnvel fyrr en hann hélt, í janúar komandi. Hlutirnir gerast svo hratt í afleiðuheimi.

 

Kaupthing Bond Auction May Take Iceland Swap Loss to $7 Billion

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=ahVOWWQCm9k0

 

Landsbanki Íslands hf CDS Auction Results, Tuesday 4th November 2008 http://www.creditfixings.com/information/affiliations/fixings.html

Glitnir Banki hf. CDS Auction Results, Wednesday 5th November 2008

http://www.creditfixings.com/information/affiliations/fixings/auctions/current/glitni-res.shtml

 


mbl.is Samson í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband