Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Sólsetur, söfnun og bruni

Hér er mynd af sólsetrinu sem ég tók áðan, Solarlag zoom 300808fyrir þau sem af því misstu.

Fuglar matast

 

Starar safna fyrir vetrarferð, komnir í vetrarbúning.

 

 

 

Þegar ég tók myndina af eldinum, þá hugsaði ég um það hve auðurinn brennur hratt upp, en fellibylurinn Gustav leikur um Cayman- eyjar þar sem afgangurinn af auðinum er falinn í skattleysinu.

Auðurinn brennurÝtið þrisvar á myndirnar til þess að ná réttri stærð.

 

 

 

 

 

Þessi er drungalegri:

Fire IP


Bankar í verulegum vandræðum?

Ragnar Önundarson birti hnitmiðuð skrif sín um bankana í Morgunblaðinu í dag (27/8/2008 bls. 23). Hrikaleg staða veldur því að þörf er á aðgerðum. Hluti þessarar merku greinar er hér, en tengillinn er hér fyrir neðan.

Ragnar skrifar m.a.:Ragnar bankar

 

Bankarnir hafa nú þanið sig svo mjög að efnahagsreikningur þeirra er nálægt 12-föld þjóðarframleiðslan. Nær 60% þessara umsvifa eru landinu óviðkomandi. Þeir þekkja ekki mun á vexti og þenslu. Þeir refsuðu löggjafarvaldinu fyrir að veita þeim samkeppni með Íbúðalánasjóði og dældu þá óhemju fé inn í hagkerfið. Þeir hækkuðu lánshlutfall sitt í allt að 100%, sáu hækkunina valda árlegum hækkunum á fasteignamarkaði og lánuðu jafnóðum aftur út á hana. Þeir tóku hundruð milljarða að láni hjá lífeyrissjóðum í þessu skyni til fimm ára og endurlánuðu til 40 ára. Svipað hafa þeir gert í erlendum lánum. Þeir gerðu ekki ráð fyrir neinu öðru en að lífeyrissjóðir og erlendir bankar mundu vilja framlengja lán sín og á óbreyttum vöxtum.“…

 

Einnig: …„Skuld þeirra við Seðlabankann hækkar nú um 70 milljarða á mánuði. Þeir hafa hætt að veita ný lán til framkvæmda og þannig hlaupið frá skyldum sínum við viðskiptavini sína.“

 

Mér er orða vant. Lesið alla greinina ef hægt er að nálgast hana.með þessum tengli.

 

Morgunblaðið  27/8/2008 í PDF formi:

http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/pdf//2008-08-27/A2008-08-27.pdf

 Nú sé ég að blogg Kristins birtir líka greinina í heild sinni:

 http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/626122/

 


mbl.is Hremmingar ekki yfirstaðnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstaklingur eða hópmanneskja?

Æðið í kring um handboltann skerpir Psychedelic Geometry idyf333enn muninn á milli hópsálna og sjálfstæðra einstaklinga. Hefur maður þörf fyrir þessa útrás samkenndarinnar um eitthvað sem kemur manni ekkert við eins og handboltinn, eða getur maður notið þess án allrar þessarar utanaðkomandi aðstoðar, eins og maður gerir í einstaklingsíþróttum?  Þar svífur einstaklingurinn t.d. um á skíðum, hleypur sínar vegalengdir, slær sína golfbolta og vinnur í hvert einasta sinn, því að hann er að prófa sjálfan sig og mæta sjálfum sér. Hann þarf ekki að eyða einni mínútu í hróp og köll um ekkert eða í útjaskaða frasa í lágkúrulegum umræðum um að mala einhvern. Ofmærð samkenndin er gjarnan magasýrubomba um að standa sig í hópnum en vera samt „drepinn“ af „andstæðingnum“ , en ekki gamla ungmennafélagsstemmingin sem fyrri kynslóðir héldu í heiðri.

Íslenskar hópsálir? idyf333

 
Allt í einu birtist þó ljós í myrkrinu, þar sem Ólafur Stefánsson landsliðsmaður í handbolta er hugsuður sem kafar öllu dýpra en langflestir hópíþróttamenn (eða  flestir yfirleitt).  Hann heldur eflaust einstaklingshugsun sinni, sem er raunar einn helsti kostur íslenskra leikmanna, þar sem frumkvæði og innsæi blómstrar ef svo er. Íslenskir hópíþróttamenn sem fá að halda þessum helstu kostum sínum hafa margir gert garðinn frægan í útlöndum. Reynum ekki að búa til hópsálir úr einhverju leirhnoði sem kallast „strákarnir okkar“.  Þetta er hópur framsækinna einstaklinga sem fá núna vonandi enn betra tækifæri til þess að þroskast áfram sem einstaklingar, hver á sinn hátt.


mbl.is Árangur Íslands skiptir miklu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir frá maraþondegi

Gærdagurinn var skemmtilegur hlaupadagur.  Að vísu kom ég ælandi (bókstaflega) í mark á 51:08 íBaldur Tryggvason 10 km hlaupinu, en það tók af fljótt og léttleikinn yfir fólkinu var upplífgandi. Þáttaka í þessu hlaupi veitir aðhald mörgum miðaldra Mullersæfingamönnum eins og mér . En langskemmtilegast er að sjá nýja kynslóð færa sig úr kóki, snakki og tölvuleikjum yfir í Boot Camp aga og maraþonhlaup. Bræðurnir Baldur og Bjarni Tryggvasynir eru gott dæmi um þannig kappa. Þeir og fleiri nutu stuðnings náinna sem hvöttu maraþonhlaupara áfram. Þar voru gjarnan útlendingar sem höfðu bókað snemma (með lág númer) og ferðast hingað, klára maraþonhlaup á einhverjum tíma en kynnast landi og þjóð á sérstakan hátt.

Ég færi þeim þakkir sem að þessum hlaupadegi standa, þetta var vel gert.

BjarniT hvattur og hvetur

Myndaalbúmið er hér til hliðar. Sem fyrr þarf að þrístyðja á hverja mynd til þess að hún sé af fullri stærð.

 

The Reykjavik „Glitnir“ Marathon 2008 was enjoyable for many, also as a half- marathon event, 10 km or other runs. Here are photos of some of the runners passing my neighbourhood, mainly foreign nationals such as from Canada and Switzerland, encouraged by cheerful locals. A small photo album shows a few of them here on the right in the blog. Sorry I missed so many, as I was trying to regain strength after my 10k run! These runners had 12 km left to run of the full marathon. You  need to click three times on the photos to get the full size.


mbl.is Reykjavíkurmaraþonið hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hönnu Birnu er treyst fyrir flugvellinum

Hanna Birna Kristjánsdóttir kemur vel fyrir sem traust stjórnmálamanneskja til þess að byggja á.Hanna Birna Kristjansdottir Ábyrgðin og festan er augljós. Því kemur það á óvart að hún skuli setja flutning  Reykjavíkurflugvallar í eins konar framkvæmdaferli, því að það er ein helsta leiðin til þess að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður fyrir næstu kosningar. Bitruvirkjun styrkir okkur, en amk. 20-30 milljarða óráðssía í ónauðsynlega tilfærslu á nýbættum flugvelli til eyðileggingar umhverfis og áþjánar Íslendinga ætti ekki að vera forgangsverkefni nýrrar borgarstjórnar, heldur að halda reglu og aðhaldi á fjármálum borgarinnar í lausafjárkreppunni.

Lóðaskortur er ekki og verður ekki vandamál á Stór-Reykjavíkursvæðinu í náinni framtíð í fallandi fasteignamarkaði. Skortur á almennu aðhaldi og ráðdeild er aftur á móti viðvarandi. Hanna Birna nær kannski að bæta úr því fyrir okkur. En henni er treyst fyrir flugvellinum og því þarf fyrst þarf að færa flugvallarmálið í neðstu skúffu borgarstjóraskrifborðsins.


mbl.is Vill auka samstarf við minnihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað ætti ég að blogga ef allt þetta gerðist?:

  • Seðlabankinn lækkaði stýrivexti  í 10%.
  • Bankarnir færu að meta allt sitt á markaðsvirði, t.d. viðskiptavild og fasteignir.
  • Bankarnir sýndu hvernig  útrásin mjólkaði krónuna með vaxtamunarviðskiptum.
  • Umhverfisráðherra segði af sér, sátt við virkjanir og hugsanlega hlýnun jarðar.
  • SÞ – vísindanefnd staðfesti að mennirnir geti ekki breytt loftslagi að vild sinni.
  • Utanríkisráðherra hætti við umsókn Íslands í öryggisráð SÞ og hætti afskiptum af Afríku og Mið- Austurlöndum, en einbeitti sér að réttindum okkar á norðurheimskautssvæðinu.
  • Borgarstarfsmenn fengju vinnufrið frá stjórnmálamönnum í smá tíma.
  • Sjálfstæðisflokkurinn ynni í anda frjálshyggjunnar.

 

Ætli maður fyndi eitthvað til þess að skrifa um?



Hækkum orkuverð

Obama vill lækka olíuverð, en varla dugir það til langs tíma. Bloomberg- vefurinn er með ágætis úttekt á stöðu álframleiðslunnar í gær, þar sem sést að orkuseljendur eru áfram í góðri stöðu á meðan álnotendur, t.d. framleiðendur dósa og bílhluta þjást áfram vegna hás hráefnisverðs. Álverð féll þó um 12% sl. 3 vikur, en virðist ætla upp aftur.

Gasið og álið hækkarAlid urbanwoodswalker

Verð á jarðgasi hefur snarhækkað, svo að það borgar sig fyrir gasframleiðsluríki að selja gasið beint í stað þess að framleiða úr því orku fyrir álframleiðslu. Álframleiðsla minnkar vegna orkukostnaðar í Abu Dhabi, Bahrain, Kína, Texas BNA, Wales í Bretlandi og í Suður- Afríku, enda er orkukostnaður um helmingur kostnaðar við álframleiðslu. En meðalverð áls gæti hækkað um 70% út árið 2009 og heimseftirspurn eftir áli vex um 9% á ári að meðaltali.

Orkukaup í áhættulöndum

Það sem á móti kemur er að birgðir í kerfinu aukast og orkukostnaður hefur lækkað nokkuð nýlega. Enn hefur ekki borið á álskorti. Þó beinir orkuskorturinn álframleiðendum nú að afar áhættusömum stöðum eins og Nígeríu, Lýðveldinu Kongó, Líberíu og Alsír, þar sem ódýrari orku er að fá. Uppbygging álframleiðslu tekur fjölda ára, þannig að áhættan í þessum rammspilltu, stríðshrjáðu ríkjum hlýtur að teljast veruleg.

Hækkum heildsöluverð á orku

Á Íslandi hljótum við að krefjast endurskoðunar á orkusölusamningum til álframleiðslu með ofangreinda þætti í huga. Alþjóð veit að selt var á lágu verði til langs tíma. Á meðan önnur ríki þjóðnýta framleiðsluna eða hætta alfarið við hana, þá ættum við að fara að hætti siðaðra þjóða, fara fram á hækkun orkuverða ásamt styttingu á samningstímum, enda býðst í staðinn verulegt orkuöryggi á samningstímanum miðað við aðra, í ljósi nýlegra atburða.

Gleymum ekki sköttunum

Annað sem skoða má vel eru skattamál, en t.d. Century Aluminum á Grundartanga virðist hafa komið sér að mestu undan sköttum á Íslandi í ár á einum bestu álframleiðslutímum sögunnar, t.d. safnað sér áður upp tapi með stórum gjaldfærslum nýrra skála. Það verður að ríkja harka í skatttöku Íslands, því að við sem heild höfum ábyrgst verulega lán vegna orku fyrir fyrirtækin og treystum á skattekjur og orkusölu til endurgreiðslu þeirra.


mbl.is Obama vill selja olíubirgðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

K2 drápsfjallið

Hér er myndband af „flöskuhálsinum“ af K2 ásamt frétta- og myndatenglum. K2 sudurhlidVeðrið var þokkalegt þegar brotnaði úr ísveggnum hættulega. Þetta næsthæsta fjall heims tekur að meðaltali einn af hverjum sjö sem reyna við tindinn. Þyrla kæmist uppeftir með hjálpargögn, en lyftigeta er afar takmörkuð í þessari hæð, þannig að björgun er tæpast þá leiðina.

Hér er Hollenskur vefur með nýjustu fréttum um ferðina á K2. Svo er BBC með góðan tengil hér með litlu myndbandi.

K2 klifrari

K2 floskuhals


mbl.is Óttast að 11 fjallgöngumenn hafi farist á K2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ársreikningar: veldu aðferð og þeir segja það sem þú vilt

Ársreikningar banka og fyrirtækja almennt hafa þróast í það að segja það sem gerandinn kýs aðArsreikningar mat þeir segi. Val um aðferðir er slíkt að munur niðurstöðunnar getur verið vel yfir hundrað milljarðar hjá íslenskum fyrirtækjum. Ef verð hlutabréfa hefur lækkað, þá eru þau metin á háa kaupverðinu. Ef þau hafa hækkað, þá á markaðsvirðinu. Ef huglægt virði fyrirtækisins og merki þess hefur hrapað, þá kýs stjórnandinn að halda gamla góða „goodwill“- inu í bókunum, nú þegar það er leyfilegt. Ef sala fasteigna hefur nær stöðvast og markaðsverð þeirra verður því mun lægra en auglýst verð, þá velur stjórnandinn að færa gömul virði inn, ekki ný matsvirði.  Staða skuldabréfavafninga og ýmissa framvirkra samninga getur verið á alla vegu, eftir því t.d. hvernig fasteignavirðið er metið eða miðað við hvaða tíma staðan á þeim er tekin.

Tvenn eða fleiri illa stödd fyrirtæki sameinast eða kaupa stóran hlut hvert í öðru og eru þá vel stödd í bókunum með mun betri hlutföll.  Ofangreindar örvæntingarfullar tilraunir til þess að láta sem allt sé í lagi eru hjákátlegar, því að markaðsvirði hluta eða upplausnarvirði fyrirtækja og eigna þeirra sýnir mun betur  stöðuna eins og hún er.

DagasveiflaVirtur endurskoðandi og fyrirtækjagúru sagði við mig nýlega að það væri nær ógerlegt að sjá raunstöðu úr ársreikningum íslenskra fyrirtækja núorðið. Ég trúi honum betur en eigin mati á því, enda féll ég nokkrum sinnum í bókfærslu hjá honum Valdimari í viðskiptafræðinni í HÍ forðum! Það var góð lexía, því að eftir það einbeitti ég mér að einfaldari aðalþáttum í anda gömlu frumkvöðlanna:  Græðir fyrirtækið í dag og er líklegt til þess áfram eða tapar það stöðugt meiri peningum? Á fyrirtækið fyrir skuldum í dag ef það væri gert upp með sölu allra eigna eða er það hlaðið nettóskuldum?

Förum út úr þokunni í þessum málum og verum óhrædd við það að segja stöðuna, þrátt fyrir óendanleg hagsmunatengsl hverrar manneskju í íslenskum fjármálageira og hræðslu við það að lækka hlutabréfaverð viðkomandi fyrirtækis. VIVA VERITAS!


mbl.is Fjármagnað að fullu út árið 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband