Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

XÆ+XD= 72,3% virkra atkvæða

kosningar2010_rvk_nidurstada.pngXÆ og XD skipta 72,3% virkra atkvæða nær jafnt sín á milli og ber að mynda stjórn sem endurspeglar vilja kjósenda. Jón Gnarr yrði borgarstjóri og flokkarnir tveir kæmu flestum sínum málum fram, enda varla málefnalegur ágreiningur enn, þar sem raunveruleg málefni Besta flokksins liggja ekki skýrt fyrir.

 

kosningar_2010_rvk_pie.png


mbl.is Mætti á margar möppumessur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er Þrándur í Götu?

the_usual_suspects.pngHverjir skyldu það vera sem helst standa í vegi fyrir því að ESB- umsóknin verði dregin til baka, nú þegar ljóst er að hún er tilgangslaus? Jú, aðilar innan Sjálfstæðisflokksins. Enn þverskallast nokkrir áhrifamiklir ESB- sinnar við það að ljúka málinu, fella ríkisstjórnina og koma okkur fljótt á rétta braut. Hvað þarf til þess að þeir sjái ljósið og leyfi flokknum að komast úr sporunum? Á meðan forysta flokksins fæst ekki til þess að krefjast þess að ESB- umsóknarferlinu ljúki strax, þá heldur þessi ómögulega ríkisstjórn áfram óhæfuverkum sínum í óþökk þjóðarinnar.

Krefjumst þess að þingmenn taki af skarið, komi með tillögu um að ESB- umsóknin sé dregin til baka og að nafnakall verði við atkvæðagreiðsluna á þingi. Þá tekst að draga sannleikann fram í dagsljósið.


mbl.is ESB efast um umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran í neðra

skip_a_botni.pngSpurningar um sanngirni koma ofarlega upp í hugann vegna Evrunnar, Þýskalands og Suður- Evrópu, sérstaklega Grikklands. Það á ekki af Þjóðverjum að ganga þessa dagana. Þýskur almenningur hefur verið hvað duglegastur í heimi sl. 10 ár við söfnun sparifjár í bankana sína, sem þeir treystu.  Aðhaldsaðgerðir hafa líka átt sér stað í helstu stjórnkerfum þeirra.  Á meðan riðu t.d. Grikkir og Íslendingar húsum í fjármálum eins og frægt er orðið.

Þýskur almenningur safnar og greiðir

Nokkrir  þýskir bankar taka á sig skell vegna falls Grikklands og Íslands. Það kemur niður á hinni þýsku þjóð. En Grikkland gekk öllu lengra sem ESB- þjóð og togar niður Evruna með falli sínu. Þó er ekki öll sagan sögð fyrir Þjóðverja, því að þeir eru helstu greiðendur í ofur- neyðarsjóð Evrulanda, sem byrjar á því að lána þeim sem fóru verst með sitt, Grikkjum. Nú horfa því Þjóðverjar upp á það að sjá sparifé sitt rýrna vegna Evru- ástandsins og að þurfa að greiða óöguðu ESB- þjóðunum himinháar fúlgur til þess að halda t.d. Grikkjum á floti svo að þeir geti borgað eitthvað af skuldum til þýskra banka og annarra.

Gerólík hagkerfi innan ESB

Þýsk ríkisskuldabréf haldast enn sterk, á meðan Suður- Evrópsku ríkisskuldabréfin falla. Mismunurinn eykst stöðugt og sýnir muninn á hagkerfunum sjálfum innan álfunnar. Vaxtaprósentur  og skuldatryggingarálag á þjóðirnar er gerólíkt og fátt sem heldur þessu saman, enda var enn eitt fallmet Evrunnar slegið í dag gagnvart dollar.

ESB umsókn haldið til streitu

Í þessu ástandi heldur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna umsókn sinni um inngöngu Íslands Samfylking ESBí ESB til streitu, þótt útilokað sé að umsóknin fengi jákvæða afgreiðslu meirihluta Vinstri grænna, íslensks almennings og hvers og eins hinna 27 aðildarríkja ESB. Þetta gerir langflest hugsandi fólks sér dagljóst.  Þjóðverjar yrðu t.d æfir ef við ættum að komast nýir inn í Evrusjóðinn stóra og fá lán úr honum. Hollendingar spyrðu „hvað varð um Icesave?“ á meðan Lettar, Ungverjar, Írar og fleiri segðu: „Bjargið okkur fyrst“. Á meðan ESB-Titanic sekkur og Evrópujaðarinn forðar sér í bátana, þá sækir Steingrímur J. um fyrir Ísland að fá herbergi á þriðja farrými, svo að við getum skrælt kartöflur og rétt  ESB- aðlinum þær í gegn um rimlana á milli farrýmanna.

mapofworld_europe_1939_1945.pngFrægðarhöll ISG/Samfylkingar

Stöðvum ESB- umsóknina með öllum ráðum. Hún er þegar komin í „Hall of Fame“  ISG/Samfylkingarinnar  með umsókninni í Öryggisráð SÞ, Icesave- gjörningnum, þróunarhjálp afrískra herforingja og kvótasetningu andrúmsloftsins til kælingar veraldarinnar. Það er dýrasta safn þjóðarinnar.


mbl.is Evran ekki lægri í fjögur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóðum upp á brottflutning

eyjafjallajokull_2010_ivarpals.jpgÞað er löngu orðið tímabært að bjóða íbúum Víkur í Mýrdal og sveitunum í kring upp á brottflutning og gistingu annars staðar á vegum ríkisins í gegn um Viðlagasjóð. Nokkur milljón tonn af ösku mokast upp úr Eyjafjallajökli hvern dag en ríkið og íbúarnir virðast bara vona eftir hagstæðari vindátt, í stað þess að horfast í augu við það óumflýjanlega: heilsu hverrar einustu manneskju sem dvelur í þessu öskufargani er verulega ógnað. Fínt svifryk sem fer djúpt í lungu og veldur augnskaða, veldur varanlegu heilsutjóni nú þegar. Læknar sem hafa farið í heimsókn á hvern bæ hafa séð hvert stefnir og íbúarnir eru margir komnir á astmapúst. Þetta er ekki hægt.

Þegar Helgafellið gaus í Vestmannaeyjum 1974 þá forðaði fólk sér á nokkrum klukkutímum. En nú hafa hundruð milljóna tonna af gosösku og gasi úr Eyjafjallajökli losnað út í umheiminn á mánuði án þess að nálæg svæði séu rýmd. Öðru nær, kallað er á fleira fólk á svæðið til þess að baða það í ösku túnanna. Það eru sjálfboðaliðar í öskumokstri.

eldgos_andlit_getty.pngAlvara málsins virðist fáum nægilega ljós. Fólk virðist halda að það losni við þennan fína glersalla úr lungum og augum eins og kvef á skömmum tíma án eftirkasta.  En þetta er einmitt vandamál sem hleður utan á sig, fyrir utan efnamengun og annað sem af þessu hlýst.

Forða ber skepnum á yfir svæði sem fjær eru eða að lóga þeim.  Svona hálfkák fer illa með skepnur, sýkir þær og spillir gæðum. Vandamálin fara að tínast til, flúormengun osfrv.

Á meðan gosið heldur áfram er ekki ástæða til þess að flytja aftur á svæðið. Bjóða á fólki aðrar úrlausnir til langs tíma. Einhver tími þarf að líða áður en uppbyggingarstarf hefst. Ef Katla gýs verður að vera tafarlaus brottflutningur, í stað þess að Jóhanna Sigurðardóttir fari bara að furða sig á því að gos sé hafið í Kötlu!


mbl.is Kolniðamyrkur við jökulinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband