Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Sjálfstæðisflokkurinn: stöðva ESB- „viðræður“

eu_burning.pngLandsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk með þeim jákvæðu fréttum að hartnær allir voru á því að stoppa ESB- „viðræðurnar“  strax. Umræðan var alls ekki lengur um inngöngu í ESB: augljóst fylgi gegn inngöngu í ESB er afgerandi í flokknum. Fyrrum ESB- aðdáendur virðast hafa lesið aðra fjölmiðla líka í viðbót við Fréttablaðið sitt, því að þau sjá hvað er að gerast hjá aðlögunarstjóranum ESB og vilja stöðva „viðræðurnar“ án tafar.

Að gera hlé er að stöðva

Nú opnast skýr leið fyrir meginþorra þjóðarinnar, fólkið sem vill ekki aðild Íslands að ESB og vill að þessar „viðræður“ stöðvist nú þegar, til þess að kjósa flokk sem fylgir sannfæringu þeirra um sjálfstæða þjóð.  Hinir kjósa Samfylkinguna, yfirlýsta ESB- flokkinn, eða Steingrím J., fylgifisk hennar líkt og í borgarmálunum, þar sem Gnarr er drepfyndni fylgifiskurinn. Baldur og Konni blikna í samanburðinum.

Forysta með allt á hreinu

Bæði formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður hafa á þessari helgi margítrekað að þessar viðræður beri að stöðva strax og að ESB- aðild komi ekki til greina eins og orðið er.  Formaðurinn fer heldur ekki í grafgötur með það hver vilji flokksins er eftir þennan landsfund. Hanna Birna stóð sig vel og sýndi hve frambærileg hún er, að ná 45% gegn sitjandi formanni. Hún myndi sóma sér vel í næstu ríkisstjórn, kærði hún sig um það.

 

 

Hitt er svo annað mál að ég vildi ganga lengra vegna ESB (eins og venjulega!): Aðlöguninni að ESB á að slíta til langframa og reyna að afgera það reglugerðaveldi sem eina sanna vinstri stjórn Íslands hefur innleitt á örskömmum tíma til tjónkunar við ESB- báknið.

Ræðan sem aldrei var flutt

Hér er ræða mín sem aldrei var flutt vegna tímaskorts í ræðustóli:

„Ég mæli með tillögu Elliða um að hætta aðlögun að ESB. Það er reginmunur á því hvort hlé sé gert á þessu eða að því verði slitið.

Ég hef stundað útflutning sjávarafurða, aðallega á rækju, síðastliðin 27 ár. Fríverslunarsamningar koma mér verulega við í starfinu. Við Íslendingar höfum ærlega notið þeirrar gæfu að samningamaður Íslands vegna EFTA samningsins árið 1972 laumaði inn 0% tolli á íslenska rækju. Heilu byggðir landsins og raunar þjóðin öll hafa notið þeirrar gjaldeyrissköpunar síða, eftir að sú grein komst verulega á legg hér á landi.

Við samþykkjum hér að sækjast eftir fríverslunarsamningum við nokkur stór ríki, þ.á.m. Kína. Fríverslunarsamningar Íslendinga við Kína gengu mjög vel og voru nær í hendi þegar daðrið við ESB hófst, en þá setti Kína samningsdrögin í neðstu skúffu og læstu henni, þar sem ESB kemur fram sem einn samningsaðili gagnvart Kína og væri þá íslenski samningurinn marklaus, þar sem Ísland er í aðildarferli við ESB. Það sama má segja vegna Indlands og annarra stórra landa.

Ef svokölluðum viðræðum við ESB er slitið, þá er þeim dyrum lokað og því tímabili í lífi okkar lokið. En þá opnast aðrar dyr: fríverslunarsamningar við Kína og önnur lönd koma aftur sterklega til greina. En ef einungis hlé er er gert á viðræðunum, þá er dyrunum bara hallað aftur og ekkert gerist.

Helen Keller orðaði þetta vel:

„Þegar einar dyr lokast opnast aðrar, en við horfum oft svo lengi og með svo mikilli eftirsjá á dyrnar sem lokuðust að við tökum ekki eftir öllum þeim dyrum sem standa opnar.“


mbl.is Harðlínuöfl ofan á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennan eykst: Slíta ESB, velja formann

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins  er bara nokkuð góður núna. Það grillir í að talað verði hreint út um það hvort slíta beri ESB- aðildarferlinu strax eða hvort enn megi ekki minnast á beinagrindina í skápnum eins og á Landsfundinum árið 2006, þegar miðjumoðslausnir urðu til sigurs Samfylkingar og ESB- armsins sem leiddi þessa vegferð til sjálfskaparvítis , aðildarviðræður við Evrópska Skuldabandalagið.

Hvernig virkar lýðræðið?

En manni verður oft hugsað til þess hvernig lýðræði virkar yfirleitt. Með nýjum fundarsköpum flokksins, sem ákveðin voru af Miðstjórn, þá verða tillögur að berast skriflega fyrir lok fundar viðeigandi nefndar á föstudeginum.  Um 70 af 1600 (4,4%) fulltrúum voru á fundi Utanríkisnefndar, þar sem vel var mætt af ESB- klappliðinu. Varla þarf því nema 40 manns (2,5%) til þess að fella eða samþykkja breytingartillögur við drögin sem sköpuð voru áður í tiltölulega fámennum nefndum. Fundurinn í aðalsalnum í lokin tekur síðan á þessu, en þar getur virst að almennt fylgi sé fyrir viðhorfi sem einungis fáir studdu, en náðu að fylgja eftir í viðeigandi nefnd. Hafi einhver áhuga á tvennum eða fleirum óskyldum málum, þá nær hann ekki að fylgja þeim eftir, þar sem tillaga hans öðrum megin hlýtur óblíðari meðferð ef flutningsmanns nýtur ekki við. En tugþúsundir sjálfstæðisfólks, hinn risastóri þögli meirihluti, nær sjaldnast að láta heyrast í sér nema í kosningum.

hanna_birna_1122179.pngAfgerandi afstaða

Bæði formannsefnin, Bjarni Ben og Hanna Birna hafa staðfest að þau munu fylgja samþykktum flokksins. Ástæða þótti til þess að ítreka þennan þátt til þess að forðast aðstæður eins og „ískalda matið“ vegna Icesave- málsins. Hanna Birna, sem stóð gegn Icesave, gegnur skrefið til fulls og segir að slíta beri ESB- viðræðum án tafar. Meir að segja ESB- sinnar sem ég þekki eru það raunsæir að þeir vilja setja umsóknina á ís um sinn á meðan Róm og restin af Evrulandi brennur.

Hanna Birna líkleg

Afstaða Hönnu Birnu ein sér ætti að nægja henni til forystu, þar sem fylgi flokksins hefur jafnan styrkst þegar talað er afdráttarlaust gegn ESB. En einnig virðist hún líkleg til þess að sameina ólík öfl til þess að taka á erfiðum málum eins og hún gerði sem borgarstjóri og tók á skuldamálunum, virkjaði allt kerfið sem fyrir var og lét það ganga upp (þótt Samfylkingin og Gnarr-fylkingin hafi verið fljót að rústa því aftur).

Með þjóðinni

En formannskosningin er á sunnudaginn. Í dag, laugardag verður spennandi að sjá hvort fá megi skýrar afstöður til helstu þátta sem máli skipta, þannig að vinna fjöldans að betra þjóðfélagi skili sem mestum árangri í næstu kosningum.Þá ná sem flestir að fella þessa óheillastjórn sem nú ræður ríkjum með höftum sínum, hindrunum og sköttum.

Ég hvet alla áhugasama til að fylgjast með á netinu: T.d. fyrirspurn Yours Truly til forystunnar, nú á videóinu, (25. mínúta):

http://www.xd.is/landsfundur-2011/upptokur#vimeo.com/32318531

Svör Bjarna Ben og Ólafar Nordal á 33. og 40. mínútu.

 

 


mbl.is Tillögur tóku breytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já eða nei?

Nú þarf að fara í sömu þrautagöngu og áður með Bjarna Benediktsson, að fá afgerandi svar frá Hönnu Birnu hvort hún vilji slíta ESB- aðlögunarferlinu án tafar.

Annars fer hún klassísku leiðina, að láta kjósa sig út á loðnar setningar og fer síðan eftir ísköldu hagsmunamati eða sannfæringu sinni, sem getur hentað Samfylkingunni vel í að viðhalda stöðnuðu þjóðfélagi í Evrópu- sósíal- demókratískum anda.

Hanna Birna og Bjarni, já eða nei við slitum ESB- aðlögunarferlis?


mbl.is Snýst um líklegan sigurvegara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið fáið ekki eitt Evru- sent!

evropagrikkland.pngSarkozy Frakklandsforseti segir Grikki ekki fá eitt cent af „björgunar“- pakka nema að þeir fari eftir hrunsamningi Þýskalands og Frakklands um Grikkland, sem fól í sér að sú þjóð nái aldrei vexti til þess að greiða skuldirnar upp.

 

Nú finna Grikkir verulega til öryggisins í faðmi Evrunnar, í skjóli Evrópusambandsins og með Evrópska seðlabankann (ECB) að bakhjarli!  Enginn virðist enn spyrja hvort góður hluti björgunargreiðslanna fari ekki bara í afborganir og vexti af lánum.

 

Af hverju á grískur almenningur að staðfesta samning sem tryggir ævarandi áþján, svo að franskir og þýskir bankar lifi?

 

Ef ég væri Grikki, þá segði ég „Nei“.


mbl.is Ræða vanda Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband