Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Reiðhjólaliðið þegir þunnu hljóði

Bicycle in snow

Desember 2011 hefur sýnt okkur hve vitlaus reiðhjóladellan er, sem stjórnmálafólk treður upp á landann þessi dægrin. Hér á heimskautinu ráðast stjórnvöld gegn þeim fjölskyldum sem setja öryggið framar öllu, ferðast um með börnin í bílstólum í leikskólann og í skólann á jepplingi sem þau nota síðan hvort á sinn staðinn í Reykjavík í vinnuna. En það uppfyllir ekki staðalímynd borgar- og landsyfirvalda, sem er bíllaust par á reiðhjóli reiðandi krakkann, býr í fjögurra hæða Skandinavíublokk í Vatnsmýrinni og allt sem þau gera, skólar, vinna, námskeið, skemmtanir, vinaheimsóknir osfrv. er innan lítils hrings. Ekki skal farið eftir því hvernig Íslendingar eru eða hvernig lífið er á Íslandi, heldur hvernig það ætti að vera, samkvæmt stöðluðu skandinavísku sósíaldemókratísku lífsmynsturmódeli .

Raunveruleikinn er síðan allt annar: Sama hversu vel snjórinn væri skafinn, ef hann væri skafinn, þá gengur þetta reiðhjólaskrölt ekki upp í landi þar sem skiptast á skin og skúrir, frost og fannfergi.  Varla kemur á óvart að alvarlegum slysum á reiðhjólum fjölgaði á árinu 2011. Ef þessu stjórmálafólki er alvara með það að við eigum að borga loftlagsskatta til þess að ekki hitni, þá verður það að fórna reiðhjóladraumnum sínum þegar því verður að ósk sinni og hafísárin koma aftur, í anda ársins 1968.

Um áramótin á víst að ganga almennilega frá því glæpafólki sem dirfist að sækjast eftir öryggi og betra lífi á jeppa, með því að skattleggja jeppa út úr korti. Stjórnvöld ríkis og borgar sækja að einstaklingnum og fjölskyldunni úr öllum áttum, en þegar öryggi borgaranna er ógnað, þá er komið að því að láta þetta yfirvald lönd og leið.


mbl.is „Það er illa rutt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússneskar biðraðir Bláfjalla

I Blafjollum

Einmitt þegar Bláfjöll voru komin í góðan gír með vel troðinn snjóinn, þá klikkuðu þau á miðasölunni. Fáránleg röð myndaðist. Ekki var gripið til neinna ráða, að hleypa fólki í gegn um þessa einu lyftu eða neitt slíkt, heldur var aðalatriðið að mjólka hvern og einn, láta hann bíða í ár og daga eftir dagskorti og síðan í röð í einu alvöru lyftuna sem var í gangi. Margir spenntir skíðamenn voru gerðir súrir í fjöllunum í dag og er það til skammar. Fjöldi þeirra kemur ekki aftur í þetta skipulagsleysi.

Ekki eru ráðnir skólakrakkar í nokkra daga yfir jólin til þess að láta hlutina ganga betur á þessum fáu álagstímum. Ekki virðist til plan B ef tölvurnar klikka. Þetta var í raun rán um hábjartan dag, að láta hverja fjölskyldu bíða og borga svo fjölda þúsunda til þess að bíða enn lengur eftir engu, þar sem heilu svæðin voru ekki standsett þó að bílaplönin þar væru orðin hrein.

Síðan er það hætt að koma á óvart varðandi íþróttafélögin, hve fáir virðast finna til fyrri félagsanda, þegar svæðið virðist orðið að stofnun. Engin virtist vera hjá Ármannsskálanum eða á svæðinu í Suðurgili yfirleitt framan af. Þetta gerist þegar allt verður miðlægt og færist til Kremlar, miðasala, veitingasala eða félagsskapur yfirleitt. Endar riflildið um Bláfjöll á milli sveitarfélaganna og íþróttafélaganna og borgardeildanna í þessu? Einn allsherjar Bestaflokks- brandari á fjöllum? Brosið fraus í dag.


mbl.is Slösuðust í Bláfjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bylur á Ipad2

jolabylur_2011.jpgIpad2 er draumur í dós: Að taka vídeó og hlaða því upp á YouTube tekur enga stund. Sjáið jólabylinn sem ég kvikmyndaði á Ipad2, og smellti svo á það að hlaða á YouTube í gegn um þráðlausu netenginguna. Einhver önnur vídeó fylgja þar líka.

 

Annars er Ipad2 ótrúlegt fjölnotatæki. Netið er þar alltaf við hendina. Tölvupósturninn opnast á sekúndu við það að lyfta kápulokinu sem er  um tækið. Innbyggði Ipodinn spilar endalaus lög í bakgrunninum. Auðvelt er að  tala frítt í Skype í Skype (eða númer) um heiminn með vídeóið á, ganga um með tækið og sýna allt sem fyrir ber.  Svo er ljúft að lesa bækur í þessu með flettihljóðum og hvaðeina. GPS er mjög skýrt á skjánum.  Batteríið endist mjög vel.

Samt á ég eftir að prófa 200.000 smáforritin (apps)!  En maður þarf víst að vinna líka…

 

http://www.youtube.com/user/ivarpals/videos 

 http://www.youtube.com/watch?v=TTkNhYpXyMI&feature=plcp&context=C3843036UDOEgsToPDskJ05rEDtzNIkjd6-LWuceHM


mbl.is Skafrenningur og nokkuð blint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dúnmjúkt færi dögum saman

Gerdur og Ivar a skidum

Bláfjöllin koma vel út þessa dagana. Fínt færi, gott veður og frábært útsýni, en fólk lætur sig samt vanta þangað. Árskortið sem ég keypti á tilboði í Hinu Húsinu í Pósthússtræti borgar sig fljótt.

Drífið ykkur nú, kaupið árskort fyrir jólin, hafið græjurnar fyrir alla tilbúnar heima daginn áður, skipuleggið þá og leggið af stað í myrkrinu 40 mínútum fyrir opnun. Þá náið þið að njóta þess til fulls á fullu í stað þess að vera bara full eftirsjár í því hvað hefði getað orðið.

Hrikalega er þetta nú hressandi. 


mbl.is Skíðafólk fagnar snjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðir skiljast fyrir alvöru innan ESB

Cameron neitar ESB

Nú skiljast leiðir: Leiðtogar Bretlands, Svíþjóðar, Tékklands og Ungverjalands standa allir á móti sameiginlegri yfirstjórn fjármála ESB, sem stýrt er af Þýskalandi.  Aðskilnaður Evrusvæðis við hin tíu ESB löndin er orðin að veruleika. Þýskaland fékk allt sitt fram; Evrulöndin fara að breyttum sáttmála ESB með afgerandi refsingum ef bókstafnum er ekki fylgt, allt til bjargar Evrunni.

Moody‘s  lækkaði þrjá af helstu bönkum Frakklands. Þar af þarf Societe Generale hreinnar björgunar við. Regluverkið þarf gagngera endurskoðun og breytingu. Evrópskir bankar reyna að selja eignir til endurfjármögnunar.

 

Bankar á Evrusvæðinu eru í afar alvarlegum vandræðum. Þá vantar mun hærri upphæðir til endurfjármögnunar, sem koma ekki frá markaði. Aðallega franskir og spænskir  bankar, en núna þýskir líka. 

 

Fjárfestar utan ESB forðast almennt Evrópskan skuldamarkað og halda sig sérstaklega utan Evrunnar og Evrulanda, en Evrópulönd með eigin gjaldmiðil njóta þó enn velvildar.

 

Hvaðan koma peningarnir til þess að endurfjármagna bankana? Þeir koma ekki, þannig að bankarnir munu halda áfram að sitja á seðlunum, svo að vöxtur í Evrulöndum er afar ólíklegur.

 

Þar sem ESB er óheimilt að nota Evrópska seðlabankann (ECB) til þess að bjarga fjárhag hverrar þjóðar, þá er hér farin Krísuvíkurleið, að sjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum (IMF) fyrir fé sem nýta má samkvæmt reglum hans til þeirrar aðstoðar við ríkin og bankana sem ekki er leyfð í Lissabon- sáttmála ESB. „En við virðum anda sáttmála Evrópusambandsins“, segir Draghi, forseti ECB!

 

Hér opinberast aðferðafræði Evrópusambandsins og það hver stýrir í raun: Angela Merkel, kanslari Vestur- Þýskalands. Þó vill meirihluti þýsku þjóðarinnar þýska Markið aftur. En ekkert ríki í ESB fær álíka ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréf sín og þýska ríkið með sín 2%. Grikkland verður líkast til skorið af með sín 33% og Portúgal verður í skammarkróknum til eilífðar með sín 13%, en Ítalía og Spánn reyna að halda sér á 5-7% mottunni. Á þessum degi þegar allt er á hvolfi í Evrulöndum, þá hoppar Króatía út í sjóðandi pottinn!

 

Nú er komið að því:  Drögum umsóknina að ESB strax til baka.

 


mbl.is „Erfið en góð ákvörðun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasta tækifæri ESB skv. Sarkozy

Frakklandsforseti skefur ekki af því, til þess að ESB- stýring Þýskalands og Frakklands komist strax á: Evrópubúar hafa nú „nokkrar vikur“ til að bregðast við til bjargar evrusvæðinu.  Evrukrísan er á slíku stigi að viðskiptafréttirnar eru fullar af þessum "Saving Europe" skilaboðum, að nú ákveðist hvort Evran og ESB haldist saman. 

En Jóhanna, Steingrímur J., Árni Páll og Össur halda sínu Evrustriki, beint í kolaofninn í Þýskalandi. Árni Páll kom beint að efninu í Silfri Egils (eða þannig) 5/12/2011:

Arni Pall Arnason

Höfuðástæðan fyrir því að við teljum okkur akk í ESB er sú að við verðum hluti af stærra myntsvæði. Evra án meiri aga í ríkisfjármálum er stórhættulegt fyrirbæri. Aginn þarf að vera meiri í ríkisfjármálum í öllum ríkjunum og við höfum kannski sum hér freistast til þess að halda að Evran sjálf myndi koma með agann í ríkisfjármálum. Þannig er það ekki.

Þjóð sem getur ekki lifað við verðtryggingu, hún getur ekki lifað við Evru, hún getur ekki lifað við Kanadadollar, hún mun lenda í vandræðum með sama hvaða viðmið hún tekur sér upp. Þessvegna held ég að aðildarspurningin breytist fyrir okkur.

Ég er ekki viss um að við færumst fjær aðildinni að ESB eða upptöku Evru. Þvert á móti verður þá valið skýrara: „Verður það þá þannig að okkur býðst að fá vaxtakjör Þýskalands, greiðan aðgang að erlendri fjárfestingu, miklu stöðugra verðlag, miklu betri forsendur til hagvaxtar og til þess að byggja upp þekkingariðnað í landinu...

...í skiptum fyrir valdið til að fella gengið og búa til óstöðugleika og verðbólgugos?“ Ef svarið er já við því, þá held ég að íslensk þjóð sé mögulega alveg tilbúin að skipta. Ég held að við séum búin að fá nóg af kollsteypum, óvissu og óstöðugleika. Hugmyndir Merkel fela í sér þannig agaða umgjörð utan um Evruna, að Ísland myndi njóta mikils af því að taka þátt í slíkri umgjörð.“

Egill spyr: En að setja ESB-aðlögun á ís? „Nei,  af því að það er okkur mikilvægt að halda áfram að vinna okkur í átt að stærra gjaldmiðilssvæði og það er mjög margt sem bendir til þess að óháð öllu öðru, þá sé það lykilþáttur fyrir Ísland að verða hluti af stærra gjaldmiðilssvæði til þess að takast á við ýmsa grundvallarveikleika í íslenskri efnahagsstjórnun sem hafa verið okkur vandamál og verða áfram og það er einhæfni í atvinnulífinu, skortur á samkeppni, ofboðslega hár fjármagnskostnaður og það er mjög erfitt sambýli íslenskrar þjóðar við opinn fjármagnsmarkað og við getum ekkert horft framhjá því, að í kjölfar EES opnuðum við fjármagnsmarkaði og sú tilraun hefur ekki tekist. Okkur gengur ekki að vera hluti af alþjóðlegu viðskiptaumhverfi með íslenska krónu. Við búum núna á bakvið höft og það verður okkur snúið að vinda ofan af þeirri stöðu.“

 

Hér fylgir síðan tengill að gamni með aðvörunum Evrópubankans:

http://www.eba.europa.eu/cebs/media/aboutus/Speeches/Belgian-Financial-Forum-Banking-Supervision---Towards-an-EU-Single-Rulebook---Brussels-5-Dec-2011.pdf 


mbl.is „Síðasta tækifæri“ Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolröng þýðing: ESB ræður ríkjum

MerkelSarkosy

Jafnvel mbl.is getur klikkað: Fréttinni um drottnunar- ESB áætlun Sarkosys er snúið á haus og sagt á mbl.is- vefnum: „Ræða forsetans er sögð leggja grunninn að umdeildri áætlun sem miðar að því að veita Evrópuríkjum meira svigrúm til að stýra eigin fjármálum.“ Öðru nær!!!

Reuters segir þarna: "A plan that would give the European Union more control over national budgets" eða "áætlun sem færir Evrópusambandinu aukna stjórn yfir fjármálum hvers ríkis". Enda ætla Sarkosy og Merkel að leggja fram plön sín um ESB- yfirráð Evrulanda þann 9. desember næstkomandi. Þar með geta Jóhanna og Össur ekki lengur haldið því fram að við myndum ráða sem nokkru næmi yfir ríkisfjármálunum eftir að Ísland væri komið inn í ESB og með Evruna frægu.

EU just say no

Franskir bankar skulda óheyrilegar upphæðir og lenda hvað verst út úr falli Grikklands, en nú þegar er hlutafé í helstu grískum bönkum afskrifað um 80%. Sarkosy rær lífróður í því að draga Seðlabanka Evrópu inn í fall Frakklands. Áætlunin framundan mánudagsins miðar að því að öll Evrulöndin og raunar ESB beri ábyrgð á Suður- Evrópska harmleiknum. Íslendingar verða að forða sér úr ESB- aðlöguninni á meðan kostur er.


mbl.is Sarkozy: Óttinn lamar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband