Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Reykjavíkurmaraþon 2011: myndir

Hér er tengill reykjavik_marathon_2011.pngá myndir úr Reykjavíkurmaraþoni 2011 í blíðunni í Skerjafirði, um miðbik og síðari hluta keppninnar, ekki allir keppendur, bara til gamans. Keppendur eiga þarna um 10 kílómetra eftir í hitanum og logninu. Álíka og hlaupið mitt þá um morguninn!

Myndaskráin fór óvart inn á myndaskrá mína frá Vormaraþoni 2011. Byrjið bara á þessari mynd nr. 167 og á góða veðrinu! Athugið að ein síða er eftir í viðbót neðst til hægri. Látið mig vita ef þið viljið einhverja mynd burt.

Smellið þrisvar á neðstu myndina hér til þess að stækka hana. Mér finnst hún nokkuð flott, hraðbátar og allt!

http://ivarpals.com/koparmyndir/displayimage.php?album=14&pos=166

reykjavik_marathon_2011_ip.pngA link to some of my photos from Reykjavik Marathon in Iceland in August 2011. This is from the full Marathon only. reykjavik_marathon_2011_sea.png


mbl.is Metþátttaka í maraþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maraþonröð

bida_i_rodinni.pngHið ágæta Reykjavíkurmaraþon átti erfiða byrjun í Laugardagshöllinni í eftirmiðdag föstudagsins. Skipulagið var svo undarlegt í þetta skipti að metfjöldi fólks sem höfðu skráð sig á netinu þurftu að hanga í röðum tímunum saman til þess eins að fá afhent gögnin sem voru tilbúin. Óþarfa klúður sem verður vonandi aldrei endurtekið. Sem betur fer var ég í nýskráningu en þar var bara hálftíma röð.

Í ofanálág voru fá bílastæði laus vegna þessa fyrir utan en bílastæðavörður á fullu að rukka!

marathonrod3.png


mbl.is Metþátttaka í maraþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrusvæðið: efnahagslegur samruni framundan

merkel_sarkozyfunda.pngEvrópska skuldabandalagið (ESB) stefnir núna hraðbyri í Sameinaða Evrópu, samkvæmt tvíeykinu Merkel og Sarkozy, sem ráða örlögum ESB þessa dagana. Mörkuðum líst ekki á fyrirheitna landið þeirra, þar sem lausnin er að ráðskast til um fjármál hinna ESB –ríkjanna, auk þess sem skattlagning á fjármálagerninga er nýja lausnin.Sarkozy sagði að framundan væri meiri efnahagslegur samruni Evrusvæðisins.

Heldur einhver ennþá að heppilegra sé að Þýskaland og Frakkland ákveði framtíðarmöguleika Íslendinga heldur en að við gerum það sjálf? Eða að betra sé að synda í skuldakeri Evrópu heldur en að eiga aðeins við okkar eigin skuldir?

Vinsamlegast færið Jóhönnu Sig. þýðingar af heimsfréttunum í einangrunarklefann sem hún hlýtur að vera stödd í, fyrst hún heldur umsókn Íslands að ESB til streitu.


mbl.is Viðbrögðin voru vísitölufall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband