Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Skipulagið skiptir máli

Skerjafjordur Rvk plan

Skipulagsmál Reykjavíkurborgar reyndust efstu kvenframbjóðendum erfið. Morgunblaðið (18/11) ræddi við frambjóðendur í prófkjörinu eftir úrslitin, m.a.  Áslaugu Friðriksdóttur (5. sæti):  „Bendir hún á að efstu þrjár konurnar hafi verið með aðeins aðrar áherslur í skipulagsmálum en karlarnir og viljað skoða hvort hægt væri að finna aðra lausn fyrir flugvöllinn en að hafa hann í Vatnsmýri.“  Áslaug staðfestir þarna álit mitt, að  kjósendum fannst nóg um fylgispekt þeirra þriggja við skipulagstillögur Besta Flokksins og Samfylkingar og völdu karlana þrjá sem fylgja þorra Sjálfstæðismanna í þessu efni, þar með ýttust þær þrjár neðar. En Marta Guðjónsdóttir, sem stendur sig vel gegn þessum skipulagstillögum, ýttist því miður niður fyrir þrennuna.

Skerjafjordur plan blokkir

Hver gætir hagsmuna okkar? 

En einu er erfiðast að kyngja, að hvergi finnst núna stjórnmálamaður ofarlega á lista sem fylgir varaflugbrautinni  (SA/NV) á afgerandi hátt til frambúðar. En ef brautin fer, þá verður önnur slík að vera komin upp á Keflavíkurflugvelli.  Þar með endar 2.500 manna hverfi með að vera reist í Skerjafirði við hlið þess gamla, nema skynsemiseldingum skjótist niður víða. Ekkert er búið að hugsa um hvernig slíkt á að gerast, skólar, leikskólar, vegtengingar, verslunarkjarni eða hvaðeina. En almennilegt samráð við íbúana verður að eiga sér stað, ekki allt-í-plati samráðið sem hefur verið viðhaft hingað til.


mbl.is Hyggst taka annað sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gull, Silfur og Brons

Gull Silfur og Brons

Þau sem vilja Reykjavíkurflugvöll kyrran og eru í andstöðu við samgöngu- og skipulagsáætlanir Samfylkingar og Besta flokksins voru kosin í gær til forystu borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, í þrjú efstu sætin. Því ber að fagna, þar sem bíl- og samgöngufjendur allra flokka verða þá undir í viðleitni sinni við það að breyta Reykjavík í stíflaða og staðnaða borg.

Núna er valkosturinn skýr í borginni næsta vor:  Sjálfstæðisflokkurinn!


mbl.is Halldór oddviti sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrari línur, takk!

Haegri eda vinstri

Línur hafa skýrst í komandi prófkjöri.  Reynslan hefur sýnt, að fylgispekt við stefnu SamBesta flokksins er ekki vænleg til árangurs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Því þurfti Gísli Marteinn að taka pokann sinn, en Hildur Sverrisdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir halda áfram á miðlínunni þar sem bílspeglarnir rekast í þær frá báðum áttum.  Frambjóðendafundurinn í Valhöll í gær var beinskeytt áminning um það að samgöngu- og skipulagsmál SamBestu flokkanna eru í ólestri og verður Sjálfstæðishópurinn að standa þéttur saman í andstöðunni við þessi plön til þess að borgararnir fái  farsæla úrlausn sinna mála. Kjósa þarf þá frambjóðendur sem taka afgerandi afstöðu gegn ríkjandi stefnu Samfylkingar og Besta flokksins.

Nóg af umræðustjórnmálum 

Umræðustjórnmálin skiluðu okkur Besta flokknum og t.d. núna arfaslökum samningi um að leggja hluta af Reykjarvíkurflugvelli niður fljótlega. Þar á að rísa byggð Skerjarfjarðarmegin sem er amk. fjórum sinni stærri en er þar nú, en öll í sovéskum blokkum með mannfjölda á við Stykkishólm, án þjónustu og stoðkerfis.  Ferðalag fólks um borgina til vinnu sinnar eða annarra þarfa á bílum sínum um borgina er líka heft æ frekar. Loks eru bílnotendur píndir til eins og annars í nafni ídealismans.

Ég hef þá trú að prófkjörið skili okkur sterkum, þéttum hópi samstíga fólks. En til þess að svo verði og kosningarnar vinnist í vor, kjósandi góður, þá þarft þú að taka afstöðu núna á laugardaginn.


mbl.is Sjálfstæðismenn með prófkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valhöll í kvöld

XD

Fyrir liggur að langflest Sjálfstæðisfólk vill flugvöllinn í friði og að öll umferð í Reykjavík flæði sem best. Því skiptir máli að það sama fólk (og nýtt!) mæti í Valhöll í kvöld kl. 20:00 og heyri í frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Þau sem verða fyrir valinu ættu að endurspegla vilja fjöldans. Skýr svör þurfa að berast frá frambjóðendum um þessi mál og önnur, sem geta skipt sköpum fyrir hvern borgarbúa.

1. sætið sl. mánudag 

Þau fjögur sem bjóða sig fram til 1. sætis hafa svarað. Þorbjörg Helga Vigfússdóttir og Hildur Sverrisdóttir vilja Reykjavíkurflugvöll burt og taka undir skipulagstillögur ríkjandi meirihluta. Júlíus  Vífill Ingvarsson og Halldór Halldórsson vilja völlinn í friði og að skipulagstillögurnar verði ekki staðfestar, enda meingallaðar á fleiri svæðum borgarinnar.

 2.- 6. sæti miðvikudag 

Nú í kvöld kl. 20:00 er röðin komin í Valhöll að öðrum frambjóðendum, í  2.-6. sæti. Þar er þörf á því að fá staðfestan vilja þeirra, þannig að unnið sé af samheldni í þessum málum gegn ríkjandi skipulagi Besta flokksins og Samfylkingar. Þar hafa Marta Guðjónsdóttir (www.marta.is) og Kjartan Magnússon (www.kjartan.is) staðið vel vaktina og þekkja þessi mál náið, auk annarra mála borgarinnar, enda þrautreynd. Af nýliðum vekja athygli Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Örn Þórðarson og Viðar Guðjohnsen. Þetta verður spennandi.

Sýnið nú lit, ekki liggja bara á Facebook alla daga!


Meira af arfleifð Gnarrs

Ekki leggja her

„Nemendum hefur fjölgað og eftir því sem byggingum fjölgar, þá fækkar bílastæðum,“. Þetta leikhús fáránleikans heldur áfram og nemendur HÍ eru spurðir hvort þeir vilji borga um 140 þúsund krónur á ári fyrir bílastæði sem voru áður frí, en voru eyðilögð fyrir hjólastíg við hlið fáförnu götunnar. Nemendur mega þá ekki eiga bíla, nema þeir fái pláss á togara eða eigi ríka foreldra. Hvað er að því að ryðja lóð, setja möl á hana og leyfa nemendum að leggja að vild? Eða bara að láta bílastæðin þeirra vera í friði fyrir hjólglöðum Trotskýistum?

101 menningarelítunni til upplýsingar, þá kostar sitt að vera nemandi, þótt það hafi verið vel frítt fyrir þau, á danska sósíalnum á áttunda áratugnum í heimspekivímu með óverðtryggð námslán sem eyddust upp á verðbólgubáli. Gefið nemendum smá slaka, bílastæði eru algert lágmark. Það kostar nefnilega 5000 krónur að leggja á öllu fína heilaga grasinu sem er alls staðar.


mbl.is Vilja nemendur greiða 700 krónur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking: verst með þróunaraðstoð

AfrikaBarnMedVelbyssu

Loksins er aðhald á réttum stöðum. En Árna Páli Árnasyni fannst verst að þróunaraðstoð yrði skorin niður! Verst væri þá ekki t.d. í heilbrigðiskerfi okkar, í menntakerfinu eða í löggæslu. Nei, það væri víst  verst að takmarka peningaflæðið til spilltra herforingjastjórna í mið- Afríku, þar sem við tökum að okkur þau verk samfélags þeirra sem þau spilltustu ríki veraldar sinna ekki, eins og að færa þegnum landsins vatn. Samkvæmt Árna Páli og Samfylkingunni átti þá að halda áfram að taka lán hér fyrir gjaldeyri sem færi til þessarra þarfa.

Undarleg er forgansröðun þín, Árni Páll Árnason. 

 


mbl.is Tuga milljarða hagræðing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiðhjólin til bjargar

Reidhjol til bjargar

Stormurinn gnauðar.  En í 101 Reykjavík hlýtur allt að vera í blóma, fólk ferðast á reiðhjólum innan þess svæðis (enda fór það seinast út af svæðinu í hitteðfyrra), athugar hvort fuglarnir á Hofsvallagötunni njóti nýja húsnæðisins, kíkir til hvers annars í ljóðalestur, en hefur samt eðlilegar áhyggjur af koltvísýringslosun í þessu veðri, enda er hún mest vatnsgufa. Þau fagna núna, því að staðfesta á skipulagsáætlun um að fækka bílum Reykvíkinga um tugi þúsunda og hægja á umferð þar sem hún er skilvirk. En einungis þannig tekst að kæla heiminn.

Nýja reiðhjólabjörgunarsveitin (sjá mynd) sannar gildi sitt svo um munar núna.


mbl.is Vindhviður í 52 metra á sekúndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er krimminn?

Kinaraudur kjoll

Ein kona frá Lettlandi flaug hingað annan hvern mánuð í fimm ár. Hún fékk til lags við sig 80-90 karlmenn á tímabilinu og lét þá greiða fyrir. Spurningin er, hver er krimminn? Samkvæmt nýlegum lögum eru það mennirnir, sem lögsóttir verða núna fyrir glæpi sína núna gegn konunni.

 Hve marga slíka dóma þarf til þess að sýna fram á það hve öfugsnúið þetta er? Hve margir ríkisstarfsemnn fara í það að lögsækja glæpamennina áttatíu? Hvað ef fleiri konum dettur þetta í hug?


mbl.is 70 yfirheyrðir í vændismáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðugur Sjálfstæðisflokkur

Ný könnun sýnir Sjálfstæðisflokkinn með sama fylgi og í Alþingiskosningum, langstærstan flokka. Langflest  Sjálfstæðisfólk (92%) vill Reykjavíkurflugvöll í friði sbr. óháðar kannanir og Landsfund flokksins. Stöðugleiki er nauðsynlegur, sérstaklega þegar um er að ræða skipulag höfuðborgar. Nú velst fólk til forystu í prófkjöri í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Tvær konur og tveir karlar sækjast eftir fyrsta sæti. Konurnar, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, segja í ræðu og riti að þær vilji flugvöllinn burt, þvert á vilja flokksmanna, á meðan karlarnir tveir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Halldór Halldórsson fylgja traustri stefnu flokksins.  

Ef tryggja á lýðræðinu í Sjálfstæðisflokknum áframhaldandi sess, þá er vissara að kjósa annað hvort Júlíus Vífil eða Halldór Halldórsson í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna þann 16. nóvember 2013. 

 


mbl.is Ríkisstjórnin með 43% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband