Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Sushi er fyrirtaksmatur

Sushi lax

Hætt er við því að hræðsluáróður eyðileggi þá ánægjulegu þróun sem hefur átt sér stað með sushi á Íslandi. Langmest af þeim fiski sem notaður er hefur verið fryst áður en sushi- ið er framleitt og söluaðilar ættu að kynna sína meðferð fisks fyrir neytendum. Sushi- verksmiðjan sem ég tengdist forðum naut velgengni m.a. vegna ofurfrystingar á fiskinum, t.d. í Þýskalandi í upphlaupi fjölmiðla þar vegna álíka umfjöllunar og hér á sér stað.

Áður fryst 

Meðhöndlunin á laxi er hvort eð er auðveldari eftir frystingu en ella. Túnfiskur, heitsjávarrækja, krabbalíki ofl. hefur allt verið fryst áður en það fer í sushi hér á landi. Spyrjið uppáhalds- sushi- framleiðandann ykkar hvort allur fiskur hafi verið frystur, áður en þið farið að færa ykkur yfir í „örugga“ vöru eins og kjúkling eða eitthvað annað. Sushi er kraftmesta fæði sem til er. Styðjum íslenska sushi- gerð!


mbl.is Hringormur veldur bráðaofnæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgaryfirvöld pína fólk viljandi

Straeto1 Visir

Því fólki í 17.000 bílum á dag sem þarf eða vill fara um Borgartúnið er meinað að gera svo á skilvirkan hátt, heldur verður það að eyða vinnu- eða frítíma sínum til einskis hangs og ráps um hverfið, allt vegna viljandi stefnu borgarstjórnar- flokkanna um að neyða fólk út úr bílum sínum í algeru tilgangsleysi. Stefnan er bókstaflega að fækka bílum, þvert á vilja hvers og eins, í nafni kolefnislosunar sem skiptir engu eða vegna mengunar sem sáralítil er orðin.

Stefna gegn persónunni 

Þessi and- persónulega stefna í anda Orwells stendur beint gegn fjölskyldunni, friði og heilsu fólks með stressi. Svo verðum við að borga fyrir vitleysuna að auki. Vinsamlegast fylgið ekki þessar stefnu sem kjósendur í komandi kosningum.


mbl.is Dropa úr hafinu breytt í hjólastíga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB- framboði árnað heilla

Red Blue

Mikið væri gott fyrir landann ef nýja ESB- framboðið yrði að veruleika. Loksins talar sá hópur þá tæpitungulaust og fær kosningu út á sína stefnu og sitt fólk, ekki út á aðra níu tíundu Sjálfstæðisflokksins eins og hingað til, en níðir samt af honum skóna.

Nýi krataflokkurinn 

En erfitt er að sjá hví nýi flokkurinn yrði kallaður hægri flokkur, því að stórflokkurinn sem þau vilja láta okkur kjósa er ESB: sósíal- demókratar með Vinstri- grænan trefil, en átókratískur í háttum. Frelsi einstaklingsins er víðs fjarri ESB- hugsjóninni, þar sem fjarlægðin á milli valdhafa og kjósenda er lík og til tunglsins.

Mikið með sér 

Nýi krataflokkurinn hefur margt með sér: ríkisfjölmiðlana, Stöð 2 / Fréttablaðið og útvarpsstöðvar, svo að eitthvað sé nefnt. Nú vaknar Össur upp af værum blundi og Árni Páll verður að koma út úr lampanum, því að sótt verður á Samfylkinguna af nýja miðjuflokknum. Varla er rúm fyrir tvo ESB-flokka, því að nógu fáir velja vísvitandi inngöngu í ESB þegar ljóst er hvað þeir kjósa um. Svo hefur flokkurinn stjórnir helstu samtaka með sér, SA, SI, Viðskiptaráðs, ASÍ, en að vísu ekki endilega meðlimi samtakanna. Samtök elska ESB, sem fóstrar þau. Einstaklingurinn má víst eiga sig.

Vinsamlegast drífið í þessu, Þorsteinn, Benedikt, Þorgerður Katrín & Co! Hreinsum loftið. 

 


mbl.is Framboð nyti mögulega 38% stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband