ESB- framboði árnað heilla

Red Blue

Mikið væri gott fyrir landann ef nýja ESB- framboðið yrði að veruleika. Loksins talar sá hópur þá tæpitungulaust og fær kosningu út á sína stefnu og sitt fólk, ekki út á aðra níu tíundu Sjálfstæðisflokksins eins og hingað til, en níðir samt af honum skóna.

Nýi krataflokkurinn 

En erfitt er að sjá hví nýi flokkurinn yrði kallaður hægri flokkur, því að stórflokkurinn sem þau vilja láta okkur kjósa er ESB: sósíal- demókratar með Vinstri- grænan trefil, en átókratískur í háttum. Frelsi einstaklingsins er víðs fjarri ESB- hugsjóninni, þar sem fjarlægðin á milli valdhafa og kjósenda er lík og til tunglsins.

Mikið með sér 

Nýi krataflokkurinn hefur margt með sér: ríkisfjölmiðlana, Stöð 2 / Fréttablaðið og útvarpsstöðvar, svo að eitthvað sé nefnt. Nú vaknar Össur upp af værum blundi og Árni Páll verður að koma út úr lampanum, því að sótt verður á Samfylkinguna af nýja miðjuflokknum. Varla er rúm fyrir tvo ESB-flokka, því að nógu fáir velja vísvitandi inngöngu í ESB þegar ljóst er hvað þeir kjósa um. Svo hefur flokkurinn stjórnir helstu samtaka með sér, SA, SI, Viðskiptaráðs, ASÍ, en að vísu ekki endilega meðlimi samtakanna. Samtök elska ESB, sem fóstrar þau. Einstaklingurinn má víst eiga sig.

Vinsamlegast drífið í þessu, Þorsteinn, Benedikt, Þorgerður Katrín & Co! Hreinsum loftið. 

 


mbl.is Framboð nyti mögulega 38% stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vonandi gefst þessari stjórn ráðrúm til að draga til baka ,umsóknina, sem svo er kölluð. Mikið verður gaman að sjá þorstein fara fyrir flokki,svo menn sjái hve liðónýt pempía hann er.

Helga Kristjánsdóttir, 1.4.2014 kl. 17:57

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Stjórnin þarf nú ekkert ráðrúm til þess að slíta aðlöguninni, sem átti náttúrulega að gerast strax eftir sl. kosningar. Svona hægfara plásturstog gengur ekki, bara að drífa í þessu sársaukalaust.

Ívar Pálsson, 1.4.2014 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband