Það nýjasta er það kaldasta

Kina kuldiVeðurfar hér á þessari öld hefur ekki farið hlýnandi, þrátt fyrir "heita" árið í fyrra, 6,6°C. En 2015 er það kaldasta, um 5,0°C og það næsta stefnir í kuldann frekar en hitt. Nýjustu upplýsingar eru yfirleitt marktækastar. Ísland sendir tugi manna til Parísar á loftslagsráðstefnuna til þess að koma í veg fyrir upphitun heimsins að meðaltali, með mælanlegum árangri eftir 85 ár. Mikill er máttur mannsins.

Metnaðarfull áætlun

En ef metnaðarfull áætlun góða fólksins nær árangri, þá munar um 2-3°C á því hvort tekið sé til aðgerða eða ekki. Það er einmitt nær sama hitastig niður og var á Íslands kaldasta ári mældu, árið 1892. Um það leyti gerðust Íslendingar upp til hópa flóttamenn vegna óáran og veðurfars eins og afi minn og amma í móðurætt.

Meðaltal heims

Sumarið á Íslandi er víst að meðaltali ekki nema 3 vikur (ef sumar er 10°C +). Nú þegar sumt fólk vonast eftir kornrækt og aðstæðum á við landnámstímann, en bið verður á því, þá grípur heimurinn til aðgerða af því að eyðimerkurhitinn hækkar kannski í Afríku. 

Út til Parísar

Nú verður æ erfiðara fyrir 101 miðbæjarfólkið að komast á milli menningarviðburða vegna snjóa. En það er þó rutt til Keflavíkur svo að þau geti flogið til Parísar og sammælst um að kæla heiminn.


mbl.is Árið til þessa það kaldasta á öldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svona á að komast að einföldum niðurstöðum: Flatarmál jarðarinnar er 511 milljón kílómetrar, en hitinn á 0,1 milljón ferkílómetra, eða 0,002% jarðarinnar, skal verða það eina marktæka.

Ómar Ragnarsson, 4.12.2015 kl. 22:55

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Ómar ég á við Ísland, ekki Kyrrahafið, Suðurskautlandið, eyðimerkur eða annað sem fólk heldur að það geti stjórnað að vild. Það vill svo til að mikilvægustu ferkílómetrar í lífi hverrar manneskju eru í kring um hana. Svo eru álögurnar lagðar á hverja þjóð. Nú vill svo til að kolefnisskattar eiga að fara frá hinum ¨ríku¨ þjóðum til þeirra fátæku svo að þær nái að aðlagast breyttum aðstæðum (sem við skópum ekki). 

Ívar Pálsson, 5.12.2015 kl. 00:49

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gott og vel. Það er hægt að rökstyðja ítrusta eigingirnissjónarmið, enda hef ég í mínum áróðri fyrir orkuskiptum lagt höfuðáhersluna á það, að þau verða óhjákvæmileg á þessari öld og að við erum í langbestri aðstöðu allra þjóða til að framkvæma þau.

Það er hins vegar rangt hjá þér að ætlunin sé að kæla loftslag niður í 1892, heldur er ætlunin að minnka hækkunina úr 4-5 stigum niður í 2-3.

Allt frá 1996 hafa tölvumódelin spáð því að við suðvestanvert Ísland yrðu sjórinn og loftslagið svalara en áður vegna aukins ferskvatns í Norður-Atlantshafi frá báðnandi jöklum, og að það yrði hluti af afleiðingum loftslagsbreytinganna.

Sumir vöruðu meira að segja við því að lítil ísöld gæti skollið á okkar slóðum, ef ekki yrði reynt að sporna við jafn miklum vexti gróðurhúsalofttegunda og hefur verið í gangi síðustu áratugi.

Ég vann íslenska útgáfu úr dönskum þætti um þetta og hann var sýndur í sjónvarpinu undir heitinu "Hið kalda hjarta hafanna." 

Málið snýst um það að maðurinn sé ekki á stórfelldan hátt í útblæstri að rugga bátnum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Síðan skautar þú og þínir skoðanabræður alveg fram hjá hraðri súrnun sjávar og afleiðingum hennar.  

Ómar Ragnarsson, 5.12.2015 kl. 01:38

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir kommentin, Ómar. Mér finnst það raunsæi en ekki eigingirni að miða aðgerðir Íslendinga helst við þarfir okkar þjóðar, heldur en að þykjast bjarga heiminum. Aðgerðir til kælingar (eða ¨ekki hitunar¨) eru ekki skynsamlegar eða raunhæfar fyrir Íslendinga, fyrir utan þær staðreyndir að þær skipta engu máli og virka ekki á áratugum.

Ef litla Ísöld er vel hugsanleg vegna ferskvatnsins sem jókst vegna aðgerða manna aðallega frá Iðnbyltingartímanum, af hverju ættum við að leggja okkur fram í aðgerðir sem eru í kælingarátt eftir það? Hvaða hrokagikkur þykist geta reiknað út hitastig á Íslandi eftir 50 ár með allri þessari mögnuðu óvissu, þegar næsta ár er aldrei þekkt? Þetta módel gengur ekki upp.

Súrnun úthafanna er erfið, 100- 500 ára hringferli sem enginn ræður við eða reiknar út. Álíka og hækkun sjávarmáls.

Ívar Pálsson, 5.12.2015 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband