Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2019

Um hrokann

Hér tengist bloggið mitt við rétta frétt, um Donald Tusk:

https://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/2230082/

 


mbl.is „Sérstakur staður í helvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB- hrokinn nálgast hámark sitt

Donald Tusk ESBForseti Evrópuþingsins, Donald Tusk, opinberaði hroka- afstöðu ESB gagnvart Bretlandi í dag, þegar til stendur að reyna frekari samninga við Theresu May forsætisráðherra um útgöngu Breta úr ESB. Tusk sagði þá þetta: 

"I’ve been wondering what the special place in hell looks like for those who promoted Brexit without even a sketch of a plan on how to carry it out safely,"

sem útleggst lauslega: „Ég hef velt því fyrir mér, hvernig sá sérstaki staður í helvíti lítur út fyrir þá, sem komu Brexit á framfæri án þess að hafa jafnvel uppdrátt af áætlun um það hvernig það verði framkvæmt á öruggan hátt.“

Afstaða andskotans

Afstaða ESB kemur þarna skýrt í ljós, að við breska aðskilnaðarsinna sé að sakast, ekki meirihluta bresku þjóðarinnar, hvað þá Evrópusambandið sjálft, sem gerði það ómögulegt fyrir Breta að vera í sambandinu vegna valdahroka ESB, sósíalískrar stefnu og óstjórnar fjármála og gjaldmiðils.

Ekki verður samið við ESB, sem er þá 27 ríki, sem stjórnað er af Þýskalandi og Frakklandi.


mbl.is „Vopnuð nýju umboði og hugmyndum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær rafmagnsbíllinn að klósettinu?

Frosinn billFerðalög í frostinu geta reynst erfið, nær maður að Jökulsárlóni? Rafhlöður rafdrifinna bíla þola illa mikið frost, eins og komið hefur skýrt í ljós í kuldakastinu í BNA undanfarið. Bloomberg rekur raunir eigenda Tesla og annarra bifreiða, þar sem ending rafhlaðanna skerðist verulega yfir nótt og á leið til vinnu. Þetta sýnir okkur að erfitt getur reynst að treysta á hleðsluna í frostaköflum. Kannski eru tvinnbílar (hybrid) þá lausnin fyrir okkar breiddargráðu, nú eða vetni eins og Toyota veðjar á, enda höfum við rafmagnið til þess að umbreyta vetninu í notanlegt form?

Höldum áfram veginn

En núorðið mengar sprengihreyfillinn svo lítið miðað við fyrri tíma og það, hve skilvirk orkan er, svo að við skulum ekki úthýsa honum og útiloka hann frá því að hjálpa okkur að lifa ljúfu lífi hér uppi á klakanum. Samfelldir sumardagar hér er jú að meðaltali aðeins 10 talsins, samkvæmt almennri vísindalegri skilgreiningu veðurfræðings. Nýtum þær álögur og þá skatta sem lagðir eru á kaup og notkun þessara bíla að fullu til þess að bæta samgöngur með þeim, þannig að sem flestir njóti sem best, í öryggi og hita.


mbl.is Salernin frosin á Jökulsárlóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband