Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2020

Bretar ná stjórn eigin fiskveiða

Nyja ESN fiskveidikortidÍslendingar hljóta að skilja mikilvægi þess fyrir eyland að ráða yfir fiskveiðum í lögsögu sinni. Bretar endurheimta nú það arðrænda hafsvæði umhverfis lönd þeirra sem fiskveiðistefna ESB hefur skilið eftir í rúst. Evrópusambandið vill ekki sleppa takinu fyrir nokkurn mun og nú telst „gífurleg fjarlægð“ enn á milli sjónarmiða þeirra og Breta í þessu máli, þegar rúmur mánuður er í það að nýja fiskveiðilöggjöf Breta taki gildi. Ekki breyta Bretar glænýju lögunum úr þessu. 

Eigin stjórn mála

Þá er aðallega tvennt annað smáræði útistandandi við brottför Breta úr ESB, samkeppnis- "jöfnun" sem ESB vill stunda áfram, og það hver haldi um refsivöndinn ef útgöngusamningur á milli Breta og ESB telst rofinn. En Bretar vilja geta ákveðið sjálfir hvaða reglur gilda hjá sínum 66,6 milljón þegnum, einnig um útflutning á vörum og þjónustu eins og fullvalda ríki gera, skattprósentu og hvaðeina. Verði dómsmál úr því, þá ráði þeirra dómstólar. 

Enn finnast einhverjir

Íslendingar skilja þessa afstöðu vel. Hví er það þá enn, að einhverjir hér telja það betra að ESB semji lögin okkar, ákveði landamæri okkar og dæmi í málum okkar en að við fáum að vera almennilega fullvalda ríki? Ég næ því ekki.

 


mbl.is Bretar endurheimta vald yfir veiðum í lögsögu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðvum sóun í ofurhruninu

IMG_4086 - CopyEfnahagslífið er á hnjánum, en stjórnarandstaðan og meirihluti borgarstjórnar lætur eins og auka- milljarða króna sé jafnauðvelt að snara fram og 14 ma. fyrir listafólk um daginn, þegar fingri var smellt og málið var leyst.

Borgin á ekkert á ríkið

Borgin á ekkert að krefja ríkið um neitt, þegar hún sjálf verður rammskuldbundin vegna óþarfa Borgarlínu, sem kemur á versta tíma til þess að mylja undir 4% ferðalanga í Reykjavík. Fyrst og fremst eiga ríki og borg að draga þá línu inn, þó ekki væri nema stærsta hruns Íslands eða bara vegna almennrar skynsemi og þess að fara vel með fé sem yrði tekið að láni fyrir komandi kynslóð.  

Sparnaðarleiðir

Ríkið á að fara að dæmi Breta og takmarka þróunarsóun sína verulega, þ.e. þróunaraðstoð úti í spilltum heimi, amk. 4 milljarðar króna en líkast til verulega meira. Síðan myndi almennilegar takmarkanir á umsóknum hælisleitenda spara fjölda milljarða króna fyrir ríkið, en ekki síst borgina og sveitarfélögin. Flottræfilshátturinn og stoltið er alveg að fara með okkur: viðurkennum að þetta fé er ekki til og ætti ekki að vera tekið að láni.

Heilagar kýr

Nú verður að taka á heilögu kúnum: Borgarlínu, Góða Samverjanum (gjafa- ídealistanum), RÚV, Góða hælisveitandanum, Shengen- sinnanum, EES- reglukónginum (ESB- sinnanum), ríkis- atvinnuveitandanum og öllum öðrum ónauðsynlegum þáttum, sem gera ekki annað en að tæma kistuna til langframa og halda okkur í spennitreyju gjafasósíalismans úr sparibauk barnanna.  


mbl.is Annarri umræðu fjárlaga seinkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borg gegn byltingu

MBL Nyorkubilar nyskraningar2020Helsti andstæðingur jákvæðrar byltingar í notkun nýorkubíla á Íslandi er borgarstjórnar- meirihlutinn í Reykjavík, Dagur & Co. Nú þegar þannig bílar seljast æ betur, setja andstæðingarnir fulla orku í það að taka vegina undir annað næstu áratugina og láta okkur öll þar að auki borga ótrúlega blóðpeninga fyrir þau 4-5% fólksins sem nýta munu strætókerfið mikla, svokallaða Borgarlínu.

Nýorkubíla takk

Nú, árið 2020 fóru nýskráningar nýorkubíla yfir 50% allra fólksbíla í fyrsta sinn í Íslandssögunni og stefna hærra. En sá vöxtur fær snöggan endi um leið og framkvæmdir við Borgarlínu hefjast, enda standa nýju nýorkubílarnir jafnkyrrir og gamlir dísiljálkar í hundraða bíla röð á einu akreininni sem eftir verður við hliðina á tómu strætólínunni. Það væri við hæfi að Dagur borgarstjóri og ídealista- elítan hans fengi að aka á Borgarlínu- rásinni með sérmerki eins og ráðamenn í Sovét forðum, svo að við almenningur í biðröðunum gæti séð hver ræður þessari dæmalausu vitleysu.

Stöðvum þetta

Hvað þarf til, svo að fólk neiti að verða meðvirkt í Borgarlínu- ruglinu? Segið því stjórnmálafólki sem þið ætlið að kjósa að þetta gangi ekki upp. Fáið skýr svör frá hverjum og einum, sem skýla sér bak við óskýrar nefndir og flokka. Hreint út, styður þú Borgarlínuna eða ekki? Þar dugir ekkert Þorgerðar- Katrínar Reykás- svar, já-nei-jú-en-þó-ekki-já-alveg. 

ReykjavikFaekkunBilaFyrir mitt leyti segi ég afgerandi NEI við Borgarlínunni en JÁ við nýorkubíla- byltingunni!


mbl.is Nýorkubílar í meirihluta 2020
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband