Bloggfærslur mánaðarins, september 2021

Móðusumarið 2021

Eldgosasky2021-aUndrun vekur hjá mér að allt það hálfa ár sem Geldingadalir hafa gosið, hafa vísindamenn nær aldrei talað ítarlega um áhrif þess á skýjafar á Suðvesturlandi, hvað þá um losun koltvísýrings (CO2) og brennisteinstvíildis (SO2) í magni talið. Þó er deginum ljósara að skýjamyndun og úrkoma var mun meiri en venjulega, sem sést núna hve fáar sólarstundir voru þetta móðusumar. 

SV- skýjafar 2021 

Ég hef tekið yfirlitsljósmyndir allan gostímann og raunar vel áður, þar sem gas- og hitalosun á miðjum Reykjanesskaganum fór að verða óvenju áberandi strax við jarðskjálftahrinurnar fyrir eldgos, en ég hef haft þetta útsýni í yfir hálfa öld. Myndirnar sýna glöggt upprunann, Geldingadali. Hér er sólin dýrkuð úti á palli þegar færi gefst, en eldgosið dældi slíku magni gasskýja upp í loftið að Suðvesturland var mjög oft alsett þessum ófögnuði sem mengunarskýin eru. Þetta sást vel þegar ekið var að austan í heiðskíru veðri, en gegnheilt og grásvart skýjaþykknið mætti manni yfir Hellisheiðinni og versnaði þegar nær dró borginni.

Í garðinum heima

Þessa umhverfisvá í nærumhverfinu þarf að rannsaka. Þetta er loftslagsmál sem skiptir máli, ekki einhver hugsanleg heimshlýnun frá Timbuktú. Geldingadalir losa líklega 10.000 tonn á dag af CO2 og er því nokkra daga að losa eins og allir fólksbílar á Íslandi á heilu ári, eins og komið hefur fram. Ætli SO2 losunin hafi ekki jafnast á mánuði á við árslosun flutningabíla á Íslandi? Slíkt þarf að mæla.

Skattur

Umhverfisáhrif íslenskrar náttúru eru ærin. Fyrst við eru skattlögð fram og til baka vegna loftslagsáhrifa, látum féð fara í náttúrurannsóknir á Íslandi, eða sleppum skattinum ella.


mbl.is Sólskinsstundir í Reykjavík ekki færri í 100 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósið nýorkuna inn

100 milljardarBorgarlína verður 75% greidd af ríkinu, amk. fyrsta fallið. Því skiptir mestu hver verða kosin á þing. Þessi yfir 100 milljarða króna ímyndarbardagi hefur ekkert með skilvirkni í samgöngum að gera. Strætisvagnabílstjóri sagði í viðtali í fyrradag að helstu kúnnarnir væru krakkar og útlendingar, en fullorðnir Íslendingar væru „latir“ að taka strætisvagn. Varla heldur það Strætó gangandi, enda hefur tekjumódel fyrirtækisins hrunið, þrátt fyrir tíu ára mokstur af milljarði króna á ári í 10 ár, þar sem nýorkubílar og Brynjarsfákar ýta Strætó ennþá nær hyldýpinu núna.

Sóun fyrir fáa

Verst er að nær allir stjórnmálaflokkar staðfesta fylgi við Borgarlínu, þrátt fyrir að 4% ferða séu með Strætó og helmingur íbúanna ætli nær aldrei að nota það kerfi.  Styðjum vetnisframleiðslu og uppbyggingu innviða í rafmagnsdreifingu. Endurskilgreina þarf almenningssamgöngur, sem hljóta að vera sá ferðamáti sem langflestir kjósa.

Krefjist vitrænna aðgerða af frambjóðendum ykkar.


mbl.is Ný könnun: Þrír flokkar taka fram úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfskipuð vandræði Sjálfstæðisflokksins

BlarRaudurSkaliErfitt er að horfa upp á þessa vinstristjórn sem flest stefnir í, þegar haft er í huga af hverju áður líklegir kjósendur Sjálfstæðisflokksins (XD) eru hikandi við að kjósa hann. 

Sjálfstætt fólk er alveg upp að vegg í þessu máli. Eltingaleikur yngri kvenna í flokknum við miðjuna núna endurspeglar sömu vandræðin og þær komu Reykjavíkurborg í: að samþykkja Borgarlínu og að hampa loftslagsmálum, með öllum þeim sköttum og óþarfa hömlum sem þeim fylgja. Fyrir vikið er afar erfitt að kjósa flokkinn, þar sem í því felst samþykki á áætlun forystukvennanna. Þar að auki er mörgum helstu forsvarsmönnum hægri stefnu ýtt til hliðar, en maður getur samþykkt nær allt sem frá þeim kemur.

Fundurinn stóð gegn Borgarlínu

Ágætur aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins í Nes- og Melahverfi með metmætingu í Valhöll fyrir stuttu sýndi hve raunveruleg andstaða við Borgarlínu er innan flokksins, jafnvel innan hálfsósíalíska Vesturbæjarins, þar sem fólk er komið á rafmagnsbíla eða reiðhjól að hætti Gísla Marteins. Þar var vel afgerandi (um 80%) stuðningur við ályktun um að hafna áætlunum um Borgarlínu á þessari stundu. Þeirri ályktun er ekki beinlínis hampað í baráttunni. 

Ríkið ræður þessu

Borgarlína kemst ekki á koppinn nema ríkið komi þar verulega að. Aðgerðirnar hafa afgerandi neikvæð áhrif á daglegt líf langflestra kjósenda eftir þessar kosningar, á meðan ábatinn á endanum er fyrir 4% fólksins, sem allt miðast við. Komið frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í skilning um það að þau verða að setja þetta Borgarlínuskrímsli á bið, ella verði ekki um XD að ræða núna. Auk þess er loftslagsfárið algert.


mbl.is Framsóknarflokkur í lykilstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband