Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Þúsundir milljarða í nettóskuldir?

Eignir Íslendinga fyrir helgina áttu að heita 10 þúsund milljarðar og skuldir 12 þús. ma. Nú jukust skuldirnar um amk. 1 þús. ma. og eignir féllu um 1-2 þús. ma. Niðurstaðan úr slíku dæmi yrði þá 13-8= 5. þús. ma. , þ.e. 250% aukning nettóskulda...

Skuldir Íslendinga snarhækka

Hér eru nokkrir punktar og tenglar í öllum látum markaðanna: Fall fjárfestingalánabankanna í BNA snarstyrkti jenið gegn dollar og eykur þannig skuldir Íslendinga um hundruð milljarða króna á örskotsstundu. Skuldatryggingaálag bankanna snarhækkar (allt að...

Turnar tveir í tunglskini

Hér er smá minningarmynd um turnana tvo, sem ég tók áðan í tunglskininu í Skerjafirði. Það er skrýtið að hafa staðið ofan á turninum í New York forðum, þar sem voru þúsundir manna og hundruð þúsunda tonna af steinsteypu og stáli. Ekkert átti að vera...

Fréttablaðið: ekki hluti frjáls markaðar

Fréttablaðinu er enn troðið inn í lúguna heima hjá mér, þrátt fyrir ítrekaða höfnun mína á því. Það er ekki nema von að blað sé „mest lesið“ ef það þarf einbeittan vilja og endurteknar beiðnir til þess að fá blaðinu ekki þröngvað upp á sig,...

Fallin spýtan

Fall krónunnar og bankanna mun eflaust koma út á mismunandi hátt í sögubókunum. Umræður í Silfri Egils í dag ollu því að ég tók saman þessa útgáfu af sannleikanum, eins og hann birtist mér í fyrra og í ár: Viðskiptahalli Bandaríkjanna skóp umframfjármagn...

Sólsetur, söfnun og bruni

Hér er mynd af sólsetrinu sem ég tók áðan, fyrir þau sem af því misstu. Starar safna fyrir vetrarferð, komnir í vetrarbúning. Þegar ég tók myndina af eldinum, þá hugsaði ég um það hve auðurinn brennur hratt upp, en fellibylurinn Gustav leikur um Cayman-...

Bankar í verulegum vandræðum?

Ragnar Önundarson birti hnitmiðuð skrif sín um bankana í Morgunblaðinu í dag (27/8/2008 bls. 23). Hrikaleg staða veldur því að þörf er á aðgerðum. Hluti þessarar merku greinar er hér, en tengillinn er hér fyrir neðan. Ragnar skrifar m.a.: „...

Hönnu Birnu er treyst fyrir flugvellinum

Hanna Birna Kristjánsdóttir kemur vel fyrir sem traust stjórnmálamanneskja til þess að byggja á. Ábyrgðin og festan er augljós. Því kemur það á óvart að hún skuli setja flutning Reykjavíkurflugvallar í eins konar framkvæmdaferli, því að það er ein helsta...

Hækkum orkuverð

Obama vill lækka olíuverð, en varla dugir það til langs tíma. Bloomberg- vefurinn er með ágætis úttekt á stöðu álframleiðslunnar í gær, þar sem sést að orkuseljendur eru áfram í góðri stöðu á meðan álnotendur, t.d. framleiðendur dósa og bílhluta þjást...

Ársreikningar: veldu aðferð og þeir segja það sem þú vilt

Ársreikningar banka og fyrirtækja almennt hafa þróast í það að segja það sem gerandinn kýs að þeir segi. Val um aðferðir er slíkt að munur niðurstöðunnar getur verið vel yfir hundrað milljarðar hjá íslenskum fyrirtækjum. Ef verð hlutabréfa hefur lækkað,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband