Vandræði breytast í krísu

Perlan-YoutubeNú reynir á Plan B hjá Veitum vegna heita vatnsins, sem þegar var í lágri stöðu vegna vandræðagangs, áður en óhappið átti sér stað. Afleiðingarnar eru því líkega verri en ella hefði orðið.

Þetta minnir á þá staðreynd, að flest flugslys verða vegna þess að viðvarandi slakt ástand er látið halda áfram, en síðan kemur óhapp sem verður að slysi fyrir vikið.

Hvert fer arðurinn?

Veitum er ekki vorkunn að standa í þessu núna. Viss heppni er að frostið skuli vera vægt. Hugurinn leitar til þess, hvert hagnaður af rekstri hitaveitu í Reykjavík hefur farið og þess til hvaða ráðstafana hefur verið gripið í varúðarskyni. Skiptir máli að tönkunum í Öskjuhlíð var breytt í ýmiss söfn? Var fjárfest í nægum dælustöðvum til þess að mæta aukinni notkun, uppbyggingu og þrýstingsfalli? Mig grunar ekki og að Dagur & Co hafi notað hagnaðinn í að fegra óendanlega skuldasöfnun þeirra í Reykjavíkurborg. 

En sjáum til hver sannleikurinn er um hvíta sykurinn.


mbl.is Heitavatnslaust í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2019

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband