Makríll Íslands= 2,7 sinnum ESB

hafro_makrill_island_kort.pngÞað munar um heimsókn 1,1 milljón tonna af makríl inn í íslensku lögsöguna, sem er eins og engisprettuplága á akri: sannarlega ber að grisja í gestahópnum um nokkur hundruð þúsund tonn áður en þeir fara spikfeitir héðan inn í ESB. Íslendingar fóðra nú 22,9% heildar-lífmassa makrílsins en ESB 8,4% og höfum við því 2,7 falt meira en ESB. 

Engin furða að Skotar vilji miða við gamlar tölur, þegar heimshlýnunin færir okkur þennan fisk sem var kannski þar á hafísárunum. Þessi 130.000 tonna kvóti okkar er nú ekki nema 2,7% heildar- lífmassans og mætti léttilega tvöfalda. Það verður þá gert þegar ESB- umsóknin verður dregin til baka.makrill_island_tafla2010.png


mbl.is „Íslendingar eru ekki þorparar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er engin hætta á að Össur og hans krata klúbbfélagar láti þetta mál tefja aðlögunarferlið. Eina vonin meðan þessi stjórn er við völd er hjá Jóni bónda. Hann mun þó ekki verma ráðherrastól nema til áramóta, þá verður honum hennt úr ríkisstjórn.

Því er nauðsynlegt að þessi stjórn fari frá fyrir þann tíma!

Gunnar Heiðarsson, 3.10.2010 kl. 10:35

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Mér finnst þessi engisprettu samlíking heldur vandræðaleg. Því er nefnilega stöðugt haldið fram, af ákveðnum öflum, að allir fiskstofnar innan ríkja ESB séu að hruni komnir. Svo kemur í ljós, öllum að óvörum, að annar stærsti fiskstofn í Norður- Atlantshafi heldur sig nær allan sinn aldur innan lögsagna ESB ríkja.. Og þegar lítill hluti hans tekur upp á því að líta hér við rétt yfir sumartímann áður en hann hverfur aftur til heimkynna sinna og vetrarstöðva, þá bregður svo við að vistkerfið hér er ekki talið aflögufært. Allavega er talið sanngjarnast að senda and-Skotunum reikning fyrir útlögðu fæði sem jafngildir a.m.k. 20% af heildarkvótanum.  

Þetta er einnig sérlega áhugavert til umhugsunar vegna þess að við höfum til þessa ekki verið að velta því mikið fyrir okkur hvar norsk-íslenska síldin heldur sig og nærist áður en hún er veidd af okkar uppsjávarflota. Eða hvar loðnan fitar sig áður en hún skríður hér upp á grunnið um mánaðarmótin jan-feb. Hvað þá varðandi þorskinn sem hélt sig að mestu innan lögsögu Noregs; en þegar honum varð það á að reka trýnið yfir línuna að Smugunni, beið floti togara sér útbúinn flottrollum, sem annars eru bönnuð við botnfiskveiðar, og skófluðu hvað mest þeir gátu... Nei, við erum ekki neinir þorparar...bara smá tvískinnungur og örlítill skortur á sómatilfinningu..

Atli Hermannsson., 3.10.2010 kl. 23:42

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Sammála, Gunnar.

Atli, þú virðist ekki kynna þér tölurnar. Lítill hluti makríls fitnar í ESB, 8,4% lífmassans. Hér elst hann upp að nær fjórðungi tonnafjöldans. Kvóti okkar er aðeins brot af heildinni.

Þetta er enginn tvískinnungur, bara blákalt raunsæi: hvað má taka mikið af makríl- heildinni í sjónum(Ísland tekur 2,7%) og hver tekur það. ESB þvælist um sig sjálft í þessu meðallt niður um sig vegna fornar rányrkju og ætlar okkur að bæta fyrir það.

Ívar Pálsson, 4.10.2010 kl. 16:16

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég skal viðurkenna Ívar að tölur frá Hafró og ICES tek ég að öllu jöfnu ekki alvarlega. En þú virðist gera ráð fyrir því að útbreiðsla makrílsins sé allt árið um kring eins og fram kemur á meðfylgjandi grafi. Því fer að sjálfsögðu víðs fjarri. Þetta er útbreiðslan rétt yfir hásumarið er hann fer á flakk á eftir svifkrabbadýrunum. En að því tímabili loknu heldur hann sig að mestu innan lögsagna ESB ríkja. Því tel ég nærri lagi að reikna með því að 5-7 ára makríll sem hér er að finna hafi kannski eitt 3-4 mánuðum af æfi sinni innan okkar landhelgi.

En að sjálfsögð eigum við að krefjast eins mikils kvóta og mögulegt er. Einnig tel ég að það hafi verið mun meira af makríl hér í sumar en Hafró vill meina. Á maður annars að trúa því að það hafi ekki verið nema u.þ.b. 25% meira af makríl hér en Hafró telur að stofnmat þorsks sé.  

Atli Hermannsson., 4.10.2010 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband