Aðgerðaleysi? Aldeilis ekki

geirhhaarde2009.pngÁ að dæma Geir H. Haarde fyrir skuldasöfnun fyrirtækja og banka upp á 25.000 milljarða króna? Helst virðist ákært fyrir aðgerðarleysi frekar en rangar aðgerðir. Þá er mér spurn, var þessi einstaka aðgerð, neyðarlögin, ekki einmitt það sem gerði okkur fært að létta nokkur þúsund milljarða króna skuldum af okkur yfir á erlenda banka? Þá telur eflaust  einhver Besserwisserinn að Geir hefði átt að úthúða íslenska bankakerfinu áður en að þessum tímapunkti kom. En hefði hann gert það, þá hefði hann verið talinn sá sem felldi einmitt kerfið, orsakamaður Hrunsins.

Orsökin

Mörgum var orðið ljóst árið 2007 að útþenslubólan í bankakerfi heimsins var orðin nær óstöðvandi. Núna er smám saman að koma í ljós hve nokkur amerísk fjárfestingafélög höfðu endalausan aðgang að peningum Federal Reserve, ameríska einkaseðlabankans. Þessar flóðgáttir opnuðust bönkum út um allan heim og enginn mannlegur máttur gat stöðvað þetta offramboð peninga þótt hann vildi. Þetta minnir mig á sandvirkin í fjörunni í Skerjafirði  sem maður reisti forðum: flóðið tók þau alltaf, sama hve mikill sandur var borinn í virkin.  

Kutinn í bakið

En að draga fyrir dóm í sakamáli vegna meints aðgerðarleysis virtasta stjórnmálamann síðari tíma, sem 70% þjóðarinnar treysti best til þess að halda á stjórnartaumunum, er fáheyrð mannvonska.  Hver stóð svo helst að þessari aðgerð og greiddi því atkvæði að aðrir ráðamenn í réttum flokki slyppu við þennan áralanga ófögnuð? Nú auðvitað Jóhanna Sigurðardóttir, slakasti forsætisráðherra í minni elstu manna. Hún hafði margföld tækifæri til þess að koma í veg fyrir þessa ósanngjörnu aðgerð gagnvart samstarfsaðila sínum, en brást trausti alls sómakærs fólks með því að beita þessum kuta í bakið þegar leitin að þessum blóraböggli var eina leið hennar til þess að forðast ábyrgð í hundraðasta sinn.

Fáum friðofficepaperwork.png

Mér er stórlega til efs að Jóhanna Sig. hefði staðið keikari en Geir H. Haarde í þessum stormi þegar hann gekk yfir í september og október árið 2008. Hún hefði heldur kosið að halda áfram að reikna út bætur í Tryggingastofnun Ríkisins, herbergi 13c, sem opið er á fimmtudögum á milli kl. 14:00 og 16:00, til þess að taka við kvörtunum, rituðum á form B135 í fjórriti.

En okkur hin á hún að láta í friði svo að við getum átt við afleiðingar alþjóðlegs efnahagshruns.


mbl.is Óljós málatilbúnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Þessi fáheyrða illmennska,sýnir við hvaða ómenni er við að etja.

Helga Kristjánsdóttir, 7.9.2011 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband