Áfangasigur, en þó...

ESB buid

Ánægjulegt er að heyra að vegferðin til ESB verði stöðvuð strax. Ráðuneytin frelsast þá til alvöru athafna til aðstoðar þjóðinni. En það er tvennt við þetta sem veldur samt trega: Að ferlið verður „stöðvað“ (annað orð yfir hlé, en því ekki slitið strax) og að „hins vegar“ verði útfærslan kynnt, sem bendir til þess að tilslakanir til ESB-sinna eigi sér stað. Annars væri hún ekki „hins vegar“.

Stefnt að... 

Útfærslan er þá líkast til á þá leið að „stefnt verði að“ þjóðaratkvæðagreiðslu innan tveggja ára um framhald viðræðna, í stað þess að slíta þessari illa studdu aðlögun strax og hefja hana ekki aftur nema að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu sem styddi viðræður með afgerandi hætti, þannig að íslenskir viðsemjendur hefðu nægilegt bakland. 

En, mjór er mikils vísir!


mbl.is Aðildarferlið verður stöðvað strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Ánægjulegt að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla, get varla skilið þetta öðruvísi

Gunnar Sigfússon, 22.5.2013 kl. 09:44

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Þjóðaratkvæðagreiðslan verður eftir trúlega tvö ár. Mikið íslenskt vatn rennur til ESB- sjávar á meðan. En ef ferlinu er slitið, þá hætta samninganefndir störfum, reikningar eru gerðir upp og engin dæmigerð eftirá- diplómatía á sér stað, þar sem Krýsuvíkurleiðir eru notaðar til ESB- vegferðar.

Ívar Pálsson, 22.5.2013 kl. 09:53

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Valur Jensson, 22.5.2013 kl. 12:40

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Einmitt það sem ég var hræddur um, Jón Valur, Össurar- hlé!

Ívar Pálsson, 22.5.2013 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband