Loforð Dags: ekkert pukur!

Dagur Fjölbreytt uppbyggingDagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti aðgerðir þar sem byggð verða fjölbýlishús víða án samráðs við borgarana. Flugvöllurinn fer burt, enda vinna Dagur & Co eftir Aðalskipulagi og segja það löngu staðfest að þriðja flugbrautin fari núna. Unnið er að stækkun Skerjafjarðar og ekkert pukur með það, segir Dagur nú.

Flugvöllur burt

Nú er því talað skýrt, ekki eins og fyrir nokkrum dögum síðan þegar reynt var að slá ryki í augu fólks varðandi framkvæmdirnar á Hlíðarenda, en forsenda þeirra er að neyðarbraut Reykjavíkur- flugvallar fari. Stefnan er skýr, hún er Aðalskipulagið og þar fer allur Reykjavíkurflugvöllur, en þróunarás í staðinn með brú yfir í Kópavog.

Umferð ekkert mál

Umferðarmál bar lítið á góma, nema hvað útlistað var hve ódýrt væri að eiga og reka reiðhjól. Þúsundum íbúða er bætt við svæðin án tillits til þeirrar umferðar sem fyrir er og búast má við. Það virðist gleymast að sl. september var næst- umferðarmesti mánuður sögunnar á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Það er áður en uppbyggingin hefst og bílastæðin hverfa.

Spennandi

 

En aðalatriðið er náttúrulega að núverandi borgarstjórnar- meirihluti nær þarna fram stefnu sinni „að tryggja félagslegan jöfnuð“. Engin atkvæðagreiðsla fer fram á meðal borgaranna og engar spurningar voru leyfðar. Heilu hverfin verða bara að þola það að fá spennandi uppbyggingu samkvæmt Aðalskipulagi og uppljómun Dags Bergþórusonar Eggertssonar. Kynnið ykkur smáatriðin þar.

 

 


mbl.is 500 nýjar íbúðir við Hverfisgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég missti af flettingu númer 666666 áðan!

Ívar Pálsson, 12.11.2014 kl. 23:16

2 Smámynd: Ívar Pálsson

 Afsakið, í texta átti að standa: tryggja félagslega BLÖNDUN

Ívar Pálsson, 13.11.2014 kl. 00:07

3 Smámynd: Sturla Snorrason

Hvar er umræðan um samgöngumannvirkin?

Hvar er kostnaðaráætlunin um Öskjuhlíðargöng?
Hvar eru umferðarútreikningarnir?
Hvenær eru áætluð verklok á Öskjuhlíðargöngum?
Hver á að fjármagna mannvirkin?
Á Hlíðarfótur sem er þegar stíflaður frá HR að anna umferðinni frá Landspítala og nýja Hlíðarenda hverfinu?
Hvar er umhverfismatið?
Er jarðgangaskipulag Reykjavíkurborgar kannski tóm þvæla?

Myndir 1-9 sýna hvaða þróun gæti orðið með nýjum Landspítala og samgöngumiðstöð á Höfðanum, skoðið myndirnar fram og til baka.

Sturla Snorrason, 13.11.2014 kl. 09:11

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sturla, þetta eru góðar myndir sem vekja mann til umhugsunar.

Vilhjálmur Ari Arason læknir skrifar góðan pistil sem hann nefnir:

Forsendubrestur og meinloka 21. aldarinnar - nýr Landspítali í gamla miðbænum.

http://blog.pressan.is/vilhjalmurari/2014/11/11/forsendubrestur-og-meinloka-21-aldarinnar-nyr-landspitali-i-gamla-midbaenum/

Þetta er mjög góð grein sem lýsir því vel á hvaða villigötum menn eru í skipulagsmálum.




Ágúst H Bjarnason, 13.11.2014 kl. 11:04

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Höfðinn dugir ekki fyrir nýjan spítala - of nálægt sjó og árfarvegi.
Keldnaholt er framtíðarstaður.  Þar á nýr Landsspítali að rísa.
Sturla mætti gjarnan yfirfæra þangað annars góða uppdrætti.

Kolbrún Hilmars, 13.11.2014 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband