Nær rafmagnsbíllinn að klósettinu?

Frosinn billFerðalög í frostinu geta reynst erfið, nær maður að Jökulsárlóni? Rafhlöður rafdrifinna bíla þola illa mikið frost, eins og komið hefur skýrt í ljós í kuldakastinu í BNA undanfarið. Bloomberg rekur raunir eigenda Tesla og annarra bifreiða, þar sem ending rafhlaðanna skerðist verulega yfir nótt og á leið til vinnu. Þetta sýnir okkur að erfitt getur reynst að treysta á hleðsluna í frostaköflum. Kannski eru tvinnbílar (hybrid) þá lausnin fyrir okkar breiddargráðu, nú eða vetni eins og Toyota veðjar á, enda höfum við rafmagnið til þess að umbreyta vetninu í notanlegt form?

Höldum áfram veginn

En núorðið mengar sprengihreyfillinn svo lítið miðað við fyrri tíma og það, hve skilvirk orkan er, svo að við skulum ekki úthýsa honum og útiloka hann frá því að hjálpa okkur að lifa ljúfu lífi hér uppi á klakanum. Samfelldir sumardagar hér er jú að meðaltali aðeins 10 talsins, samkvæmt almennri vísindalegri skilgreiningu veðurfræðings. Nýtum þær álögur og þá skatta sem lagðir eru á kaup og notkun þessara bíla að fullu til þess að bæta samgöngur með þeim, þannig að sem flestir njóti sem best, í öryggi og hita.


mbl.is Salernin frosin á Jökulsárlóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi frábæra grein þín ætti að segja þessum kommatittum í ríkisstjórn Íslands, Forsætisráðherra og Umhverfisráðherra, að það sé tímabært að endurskoða orkuskiptaáætlunina þeirra..... cool

Jóhann Elíasson, 3.2.2019 kl. 17:21

2 Smámynd: Hörður Þormar

Ég verð að viðurkenna að ég er mjög spenntur fyrir rafmagnsbílum. Ástæðan er þó ekki sú að ég sé einhver "kommatittur", þetta kemur pólitík lítið við.

Hingað til þykir gott ef rafmagnsbílar komast 300 - 400 km á hleðslunni við góð skilyrði. Þetta mun væntanlega breytast á næstu árum. Út um allan heim er lagt mikið í rannsóknir á rafhlöðum af ýmsu tagi, má reyndar segja að þrátt fyrir háan aldur blýgeymisins þá sé  þróun rafgeymisins enn skammt á veg komin. Með nanótækninni hefur orðið bylting á þessu sviði, t.d. eru til rafgeymar á tilraunastigi sem gætu gefið rafmagnsbílum allt að tífalda drægni á við það sem þeir hafa í dag, auk þess sem miklu skemmri tíma tekur að hlaða þá.

Því hefur verið haldið fram að framleiðsla á rafgeymum sé mjög óumhverfisvæn. Það er rétt að kóbalt er unnið í námum í Kongó þar sem aðstæður eru ömurlegar, það er þó að mestu leyti unnið sem aukapródúkt með kopar. Ónýtir rafgeymar verða endurnýttir, þeim verður ekki hent á haugana.

Kostur rafmótorsins er einkum sá að hann er miklu einfaldari heldur en bensín- eða díselmótorinn og þar með ódýrari í viðhaldi. Þá er víða hægt að  að  hlaða geymana í heimahúsum, sem gerir orkukostnaðinn að broti af því sem nú er, einkum hér á landi. Að vísu er ég hræddur um að yfirvöld sjái til þess að minnka þann mun.

Rafmagnsbílar gera okkur sjálfbærari með orku, en ýmsir munu missa spón úr aski sínum og er skiljanlegt að þeir séu á móti þessum orkuskiptum.

Ég er hins vegar alveg á móti einhverju "Parísarsamkomulagi" og því að leggja á okkur "kolefnisskatt" og aðrar aukaálögur sem framlag okkar til loftslagsmála, sem skiptir engu máli.

Ég ætla að spá því að eftir tíu ár verði bílar með bensívél horfnir af markaðinum. Ef sá spádómur bregst, þá gerir það ekkert til, ég verð þá væntanlega kominn undir græna torfu.

Hörður Þormar, 3.2.2019 kl. 20:33

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Ívar,

Það bætir lítið úr skák að komast að Jökulsárlóni!  Klósettin þar eru nefnilega botnfrosin sem stendur!  Það er fleira en batterí, sem þola illa kulda - vatn er engu betra.  En einhvern veginn virðist sérfræðingunum í Íslensku ferðaþjónustunni hafa alveg sést yfir að vatn á það til að frjósa við frostmark!!!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 3.2.2019 kl. 21:12

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir athugasemdirnar. Gott þegar hver tegund orkunýtingar er rædd af viti og ekkert útilokað.

Hrikalegt þegar eitt er skattlagt og peningarnir notaðir í annað.

Ívar Pálsson, 4.2.2019 kl. 00:02

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í handbók litla rafbílsins míns segir að orkuforði rafhlaðnanna og drægni miðist við 20 stiga hita. Fyrir hvert hitastig fyrir neðan það skuli draga 1 prósent frá. 

Mín reynsla síðan í nóvember 2017 rímar fullkomlega við þetta. 

Við frostmark er drægnin 80 prósent af hámarksdrægni og í því kringum 5 stiga frosti, sem verið hefur að undanförnu, er hún 75 prósent. 

Ég hef farið á bílnum upp í Borgarfjörð og austur í Ölfus og þetta hefur stemmt og ég hef alveg unað við það, miðað við það að bíllinn dregur allt að 90 kílómetra í 10 stiga hitanum, sem hér er á sumrin og 80 kílómetra við frostmark, sem er meðalhiti yfir háveturinn. 

Ómar Ragnarsson, 5.2.2019 kl. 02:01

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir tölurnar, Ómar. Hitt sem veldur umhugsun er endingartími rafhlaðanna. Vitað er að margfreðin tveggja ára gömul rafhlaða er ekki eins góð og ný, en hversu slök er hún? Hve mörg ár tekur að komast í 50% getu? Þarf ekki örugglega að skipta um rafgeyminn eftir ca. 8 ár? Einn Wagoneer eigandi í USA sagði mér að nýja rafhlaða hans hafei kostað 20.000 dali, eftir þriggja ára notkun!

Ívar Pálsson, 5.2.2019 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband