Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

100 til 150 ár, segir SÞ- nefndin

Barnabarnabarnabörnin okkar gætu séð árangur aðgerðanna í loftslagsmálum, sem munu virka eftir amk. 100 ár segir nefndin góða. Förum beint í smáa letrið eins og í tryggingasamningi: IPCC umhverfissinnanefnd Sameinuðu þjóðanna segir í síðustu skýrslu sinni (nr. 4) að það taki jörðina 100 til 150 ár með mismunandi mótaðgerðum manna gegn koltvísýringslosun að ná jafnvægi, þ.e. fyrri stöðu. Ef við trúum nefndinni eins og nýju neti, tökum þá tímaáætlun hennar alvarlega. Með hörðum aðgerðum gæti það því gerst að að niðjar okkar langt aftur upplifi afrakstur og takmark aðgerðanna, þ.e. upphafið að kólnun jarðar, sem færa meðalhitann aftur í átt að miðbaug. Nú hlýnar nær norðurskauti, en við viljum greiða milljarðatugi á næstu áratugum til þess að það gerist ekki. 

Bls. 16 af 36: (nr. 18)  og bls 22 af 36: (nr. 34) " Studies vary in terms of the point in time stabilization is achieved; generally this is in 2100 or later." 

Bls 23 af 36: (nr. 39)  " Note that global mean temperature at equilibrium is different from expected global mean temperature at the time of stabilization of GHG concentrations due to the inertia of the climate system. For the majority of scenarios assessed, stabilisation of GHG concentrations occurs between 2100 and 2150."

Kostulegasta atriðið af þeim öllum í þessu umstangi er það að þessi setning í IPCC skýrslunni skuli hvergi ná til fjölmiðla:

  • "Both past and future anthropogenic carbon dioxide emissions will continue to contribute to warming and sea level rise for more than a millennium, due to the timescales required for removal of this gas from the atmosphere."

Lauslega þýtt: „Jafnt fyrri og framtíðar- koltvísýringslosun manna mun halda áfram að leggja sitt af mörkum til hitnandi heims og rísandi sjávarmáls í meira en árþúsund, vegna þess langa tímaramma sem þörf er á til þess að fjarlægja þessar lofttegundir úr andrúmsloftinu"

Samkvæmt Þórunni umhverfisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu utanríkisráðherra þá eigum við að breyta lífsháttum okkar og takmarka vöxt þjóðarinnar til þess að heimurinn geti kólnað eftir 100 til 1000 ár!


Besta auglýsing í heimi

Nú þýðir ekkert að koma með rök gegn fullyrðingum Gorsins og umhverfissinnanefndarinnar. Landburður af vísindalegum rökum gegn fullyrðingum Gores virðist heldur engu breyta. Áætlun friðarverlaunahafans um það að kaupa loftkvóta fyrir sig og sína upp á 60 milljarða og selja hugmyndina svo vel um heiminn að gengið rýkur upp er að takast umfram villtustu drauma hans. Kauphallirnar, stórfyrirtækin, pólítíkusarnir og núna allur barnslega einfaldi massinn jarma þennan loftslagssöng, sem telja verður best hönnuðu auglýsingarherferð heims. Svo tryggilega er frá öllu gengið að enginn stjórnmálamaður, nema sá sem er í sjálfsmorðhugleiðingum, fer út á þá flughálu braut að efast um Sannindin Miklu Beint Úr Höfði Gores.

Íslendingar semja af sér á Balí í desember 2007

Það er nær ekkert sem getur stöðvað kvótastaðfestinguna á Balí í desember. Frá "okkur" fara tveir fulltrúar, augljóslega ákveðnir í að staðfesta lágan loftkvóta Íslands til ársins 2016 og öllum er sama. Það verður orðið allt of seint að gera sér aðeins grein fyrir þessu þá. Ég hvet þess vegna alla hugsandi, gagnrýna borgara sem vilja ekki sjálfskipuð höft á getu landsins til framfara, til þess að hafa samband við þessa sendiboða okkar og krefjast þess að þeir framsali ekki sjálfstæði Íslands til kvótabraskara á Balí eins og Gore. Förum út úr Kyoto- samningnum, enda standa langstærstu aðilarnir utan hans. Annars er tjónið okkar varanlegt.


mbl.is Nóbelsverðlaunin mikil hvatning fyrir Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Al Gore og Dalai Lama?

Finnst ykkur Al Gore virkilega eiga heima í þessum hópi?:

1989 Dalai Lama

1979 Móðir Theresa

1964 Martin Luther King jr.

 Eða þessum?:

2005 Alþjóða kjarnorkumálastofnunin 

1999 Læknar án landamæra

1988 Friðarsveitir S.Þ.

1985 Læknar gegn kjarnorkustríði

1977 Amnesty International

1965 UNICEF

1963 Læknar án landamæra

1954 Flóttamannahjálp SÞ

1944 og 1963 Rauði krossinn

Frekar þessum?:

1994 Yasser Arafat skæruliðaforingi og hryðjuverkamaður, (ásamt Rabin og Peres)

1973 Henry Kissinger, USA, leiðandi í lok Víetnamstríðsins.

Al Gore er einn helsti hvatamaður (og hluthafi) kvótakerfisins um koltvísýringslosun, sem er líklegt til þess að valda ófriði á milli þjóða þegar ósanngirni kerfisins kemur í ljós. Þessi verðlaunaveiting er augljóslega út í hött. Nóbel fann upp dýnamitið og gerir það aftur hér.

 

 

 

 


mbl.is Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar

Þróunaraðstoð til Afríku greiðir í raun stríðsekstur hverrar þjóðar þar. Mynstrið endurtekur sig stöðugt, þar sem herforingjar gera ráð fyrir þróunaraðstoð til þess að greiða fyrir ýmsa eðlilega kostnaðarþætti samfélagsins en eyða sömu upphæðum til stríðsrekstrar hver á annan. Þá skiptir ekki máli þó að við greiðum beint til verkefna eins og skóla, því að stríðsherrarnir ættu að greiða það. Leiðtogar langflestra Afríkuríkja axla ekki ábyrgð á rekstri samfélags síns, heldur koma henni yfir á norræna samvisku- sósíaldemókrata, sem halda að þau séu að bjarga heiminum þegar þau eru að létta undir vopnakaupum hvers ríkis fyrir sig. Þetta er orðin viðurkennd staðreynd.
  


mbl.is Átök í Afríku sögð kosta jafnmikið og ríkin hafa fengið í þróunaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu- Skerjafjörður

Fæstir þekkja Löngusker í Skerjafirði. Hér er mynd sem er tekin frá byggðinni í Skerjafirði. Ýtið þrisvar á myndina vegna textans.

 Löngusker í Skerjafirði

  


Margræð ís- mynd

Hvað táknar þessi mynd? Ég tók hana við Kleifarvatn fyrir nokkrum árum og hún kveikir alls konar hugmyndir. Ýtið þrisvar fyrir fulla stærð.

Kleifarvatn ís


Haustið blómstrar

Fallegur haustdagur er að kvöldi kominn. Ég tók nokkrar myndir áðan sem sýna þroskaða fegurð haustsins. Ýta þarf þrisvar á hverja mynd til þess að ná fullri stærð.

 

 

 

 

 

 

 

Laufin fuku, en berin nýtast litlu farfuglunum, sem koma um hundrað saman og ná sér í birgðir til suðurferðar, allir í einu. Þeir hafa enn ekki heimsótt þetta tré núna.

Haustblom IP

Það haustar hjá hjónunum:

Hausthjon IP

 

 

 

 

 

 

  

 


Sannfærð(ur)? Taktu prófið

Hversu sannfærð(ur) ertu í loftslagsmálunum? Þú færð 1 stig að vera sammála hverri þessarra tíu spurninga (þ.e. 10 ef sammála þeim öllum): 

Aðgerðir mínar og annarra geta kælt loftslag heims um 2°C á næstu 43 árum.
Ég vil að reynt verði að kæla loftslag jarðar um 2°C á næstu 43 árum.
Ég tel loftslag Íslands batna ef heimurinn kólnar um 2°C á næstu 43 árum.
Ég tel mögulegt að stöðva minnkun Norðurskautsíssins á næstu 43 árum.
Fólk getur komið í veg fyrir hækkun sjávarmáls á næstu 43 árum.
Ég vil að mannfólkið reyni að stækka Grænlandsjökul til 1990 stöðunnar.
Aðgerðir mínar og annarra geta mildað fellibylji í Mexíkóflóa svo að um muni.
Aðgerðir mínar og annarra geta látið rigningu aukast í Norður- Afríku.
Meir munar um aðgerðir manna í loftslagsmálum en um styrk sólstorma.
Meir munar um aðgerðir Íslendinga í loftslagsmálum en um Kötlugos.

Lát heyra, einkunnina fyrst og síðan athugasemd. 


Vaclav Klaus: Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið?

Vaclav Klaus er snillingur orðsins. Forseti Tékklands, Vaclav Klaus photomeð nær 50 heiðursdoktorsnafnbætur, segir allt sem segja þarf um áróðursmaskínur gegn hitnandi heimi. Ég hef lesið fjölda einsleitra áróðusrgreina um málið og séð hvernig tugþúsundir manna hafa fulla atvinnu af því að mata fólk og halda við þessum einstefnufullyrðingum, en Vaclav Klaus þekkir þetta út og inn og lýsir því á beinskeyttan hátt hvernig „ismar“ ná tökum á okkur flestum. Að vísu er allt á ensku hér, en vert væri að þýða fyrirlesturinn sem hann hélt í Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum: „Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið?“. Tveimur dögum áður talaði hann yfir Sameinuðu þjóðunum. Gefið ykkur tíma í þetta.

Einnig er áhugavert:

Reykjavíkurfyrirlesturinn 22/5/2005: "The Intellectuals and Socialism..."


Áfengisneysla bætir minni, skv. rannsókn

Rottur muna betur ef þær drekka áfengi. Ný- Sjálensk rannsókn sýnir þetta, skv. Tímariti Taugavísinda. Lítil eða meðal- áfengisneysla eykur minni þeirra, bæði hlutatengt og tilfinningatengt. Áður hefur verið sýnt fram á bætta æðaheilsu af hófdrykkju, þannig að ef maki þinn hvetur þig ekki til þess að drekkaHeilinn Vidjar Vanans tvö vínglös á dag, þá er eitthvað grunsamlegt á seyði. Að vísu reyndust alvöru drykkjurotturnar síðri en meðaldrykkjurottur í hlutatengdu minni, en tilfinningatengda minni þeirra var best af hópunum þremur: þurrrottum, meðalrottum og alvöru drykkjurottum. Því er ekki hægt að drekka til þess að gleyma erfiðum tilfinningaatriðum. En meðaldrykkjurottan man flest betur en sú þurra, sem kemur verst út.

„Ég held ég gangi heim, held ég gangi heim“, ef ég veit í hvaða hús? Já, þar sem yndislegi maðurinn, sam gaf mér rósir í dag, bíður heima. 

(Birt í "The Journal of Neuroscience", 27 (39), pp10456-1046, 2007, doi: 10.1523/JNEUROSCI.2789-07.2007.  Fréttatilkynning Scientific American).

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband