Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Kaup-Thing lagið

Syngjum nú saman öll sem eitt, við lagið „Wild Thing“, sem margir þekkja úr Lions sælgætisauglýsingunni:

Kaup-Thing

Lag: Wild thing

(af „Born to be bad“ með The Runaways)

Kaup-thing
You make my heart sting
You make everything
Come on, Kaup-thing

Kaup-thing, I think you move me
But I gotta know for sure
Come on and hold me tight
Oh you move me

Kaup-thing
You make my heart sting
You make everything
Come on, Kaup-thing

Kaup-thing, I think I need you
But I gotta know for sure
Come on and squeeze me tight
Oh I need it

Kaup-thing
You make my heart sting
You make everything
Come on, Kaup-thing

(breytt: ÍP)

Og Jimi Hendrix, Kaup-Thing útgáfan:

Kaup-Thing, you make my heart sting
Oh
You make a everything, groovy
Kaup-Thing

Kaup-Thing I think you move me
But I want a know for sure
Come on and ssssssock it to me one more time
(click)you move me

Kaup-Thing, you make my heart sting
Oh
You make a everything, groovy
A sing again
Kaup-Thing
Yeah

Kaup-Thing I think you move me
But I want a know for sure
Come on and ssssssock it to me one more time again
Oh shucks I love ya

Kaup-Thing, you make my heart sting
You make a everything, groovy
Yeah Kaup-Thing
Yeah Kaup-Thing
Yeah yeah Kaup-Thing
Yeah yeah yeah Kaup-Thing
Oh sock it to me
Kaup-Thing

 


mbl.is Fitch staðfestir lánshæfismat Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svindl og hrun haldast í hendur

Svindl hefur jafnan fylgt falli verðbréfa. Opinberunin á blekkingum Frakkans Kerviel kemur einmitt á þeim tíma þegar markaðir falla. Á þannig tímum koma í ljós fölsk fyrirtæki og yfirbreiðsluaðgerðir til þess að halda uppi veðum eða verðmæti fyrirtækja. Bókin „Manias, Panics, and Crashes“ eftir Kindleberger, sem ætti að vera skyldulesning hverjum fjárfesti eða verðbréfamiðlara, lýsir þessu ágætlega á bls. 66 og áfram. Þar segir m.a. (í lauslegri þýðingu og samantekt minni):

 “Tilhneigingin til svindls og þess að verða fórnarlamb svindls er samsíða spákaupmennsku í uppgangi verðbréfa. Hrun og örvænting skapa síðan enn meiri hvata til svika til þess að bjarga eigin skinni. Merkið um óðagot (á markaði) er oft uppgötvun einhvers svindls, þjófnaðar, fjárdráttar eða fjársvika“ Stjórnendur svindla þá frekar á hluthöfum, veðtryggingasalar á fjárfestum og starfsmenn á stjórnendum. Gjarnan er svindlað með fölskum víxlum eða móttakendum: „In the case of ficticious names on bills of exchange, of some future, as yet anonymous, recipient of the bill by the drawer“. Samkvæmt flestu sem Kindleberger segir ætti heimsmarkaður að vera kominn á stig óðagots, þar sem bólan er sprungin. Uppljóstruðum svindlum ætti að fjölga.

Jerome Kerviel beitti blekkingum

Jerome Kerviel verðbréfamiðlari hjá franska bankanum Societe Generale, t.d. einum virtasta afleiðubanka í heimi beitti ótrúlega miklum blekkingum innan bankans í krafti tölvukunnáttu sinnar og annarrar færni, sem stóðust jafnvel fyrirspurnir Eurex afleiðukauphallarinnar í nóvember sl. (að vísu þá með fölsuðu skjali). Hann setti um 4.800 milljarða króna virði að veði, en það er álíka og fjárlagahalli Frakklands. Þegar undið var ofan af svindlinu í skyndi varð tap bankans um 470 milljarða króna virði. Staðan á áramótum hafði verið gerólík: þá var staða þessarra framvirku samninga um 135 milljarða í hagnaði. 

Hvernig er tekið á blekkingarmálum hér?

Hverjar eru líkurnar á því að bankaeftirlit eða innra eftirlit banka hér á landi viti öllum stundum að allt sé í stakasta lagi að þessu leyti, sérstaklega fyrst hrunið hefur þegar orðið svona mikið? Helsta hættan gæti reynst vera ofmat veða, eða sú að fyrirsjáanlegum vandræðasamningum sé framlengt út í óendanleikann. Afleiðuheimurinn er afleitur að því leyti.

 

Hér eru tenglar á ensku um frönsku vandræðin. Reuters fréttin er hvað best. En athugið að FT tenglar er þannig, að fara verður inn á ft.com og ná í fréttina, ef tengillinn birtist á vef eins og hér:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7211796.stm

BBC  Charges over French bank losses

http://www.ft.com/cms/s/0/bb8d266c-cb75-11dc-97ff-000077b07658,dwp_uuid=7feb1620-ca88-11dc-a960-000077b07658.html

FT  Questions over hidden losses at SocGen

http://www.ft.com/cms/s/0/ddb70fa4-cb76-11dc-97ff-000077b07658,dwp_uuid=7feb1620-ca88-11dc-a960-000077b07658.html

FT  SocGen’s rivals rush to scrutinise unsettled contracts

http://www.ft.com/cms/s/0/3deb9886-cb77-11dc-97ff-000077b07658,dwp_uuid=7feb1620-ca88-11dc-a960-000077b07658.html

FT  Anger mounts at timing of SocGen’s revelation

http://www.ft.com/cms/s/0/3ac68dd2-cb7c-11dc-97ff-000077b07658.html

FT Pressure grows for SocGen answers

http://www.ft.com/cms/s/0/d1ef0122-cb76-11dc-97ff-000077b07658,dwp_uuid=7feb1620-ca88-11dc-a960-000077b07658.html

FT  Previous SocGen suitors face a changed landscape

http://www.ft.com/cms/s/0/00d5a556-cb61-11dc-97ff-000077b07658,dwp_uuid=7feb1620-ca88-11dc-a960-000077b07658.html

FT  Man in the News: Daniel Bouton

http://www.ft.com/cms/s/0/e9ce4dd4-cb76-11dc-97ff-000077b07658,dwp_uuid=7feb1620-ca88-11dc-a960-000077b07658.html

Bloomberg  

Kerviel’s neighbours air their shock and dismay

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aY1GmyC9KlL4&refer=home

Kerviel, Societe Generale Rogue Trader, Held in Paris (Update3)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601109&sid=aP1A8YkLbqIE&refer=home

Rogue Flight: Societe Generale's Kerviel Tags Leeson (Update1)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601109&sid=awdX2SvGEIgE&refer=home

Trader Turns Societe Generale Report Into a Nightmare (Update1)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601170&refer=home&sid=aIkg.RTzZKp8

Lagarde to Probe Why SocGen Controls Failed, If More Needed

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601109&refer=home&sid=aF..beZi3BGA

Sarkozy Pledges to Use French Bank for Protectionism (Update1)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aTNMJaurCbB8&refer=home

Societe Generale Reports EU4.9 Billion Trading Loss (Update5)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=afe4F56diNk0&refer=home

Northern Rock Crisis Blamed on FSA `Failure,' U.K. Panel Says

http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7211796.stm

BBC French trader 'staked 50bn euros'

http://www.reuters.com/article/topNews/idUSL2422020620080128

Reuters  SocGen under pressure as rogue trader released

 


mbl.is Kerviel þráði að verða einn sá besti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örsaga í óveðrinu

Þessi litla saga um Suðurnesin og Skerjaförð varð til hjá mér í morgun:

Allt er þegar þrennt er 

„Bölvuð læti eru í veðrinu!“ tuðaði Breki þegar hann reyndi að leggja sig aftur þennan sunnudagsmorgun í húsinu við ströndina í Skerjafirði, með gnauðandi vindinn fyrir utan. „Eilífðar- ágjöf alla daga. Það er ekki nóg með að markaðirnir og borgin séu á hvolfi, heldur náttúran líka!“ Guðrún kona hans svaf áfram á sínu græna eyra. KRASS heyrðist þegar dyr garðskálans í næsta húsi sviptust upp og brutu rúðu. Breki sá að nágrannann náði að loka dyrunum, veifaði og fór inn. Guðrún svaf enn.

Drunginn yfir Alftanesi

Breki settist við gluggann og horfði út á brimið lemja skerið og hann sá fuglana berjast í vindinum. En af hverju hegða þeir sér svona undarlega? Þeir hópuðust allir saman, mávar og æðarfuglar, þrestir og þúfutittlingar. Hópurinn hóf sig ofar og hvarf síðan síðan sjónum undan vindi til norðausturs. Þetta hafði hann ekki séð áður. En áfram dundi hvítfryssandi sjórinn á húsinu í rokinu og birta tók af degi. Einhver svartur blettur, sem stækkaði óðum, birtist yfir Bessastöðum. Hafði Dorrit nú skilið eftir pott á hellunni? Breki ætlaði að hringja á slökkviliðið, en sá þá að stækkandi svarta skýið átti uppruna sinn öllu lengra til hægri handan Bessastaða. Stærð þess var nú orðin allsvakaleg. Alls kyns hugmyndir flugu um höfuð Breka, um svartar holur og brennandi olíuskip, en nú varð honum ljóst að einungis eitt gæti komið til greina: eldgos. Jarðskjálftarnir á Reykjanestá voru orðnir það stórir, þéttir og grunnir að þetta hlaut að koma þaðan, enda úr suðvestri frá borginni eins og vindurinn. Aumingja Grindavík.

Sortinn stækkaði svo ört að Breki stirðnaði upp eins og þegar hann horfði í návígi á Heklu gjósa forðum. Loks bráði af honum og hann kallaði á Guðrúnu. Þau hristu unglingana sína í rúmunum. „Eldgos, eldgos, vaknið þið!“ Þau trúðu vart sínum eigin augum þegar þau sáu kolsvartan vegg þekja helming himinsins, þeysandi í áttina til þeirra. „Hvað eigum við að gera, pabbi?“ spurði  stelpan. „Klæðið ykkur, takið helstu hlutina, ljósmyndaalbúmin, eitthvað, bara verið tilbúin að koma ykkur út!“ Þó var Breki ekki viss um að það væri ráðlegt að reyna flótta undan vikrinum. En hann fékk ekki að hugsa sig lengi um. Sortinn var nær alger, fyrst heyrðust nokkur korn á gluggunum eins og í upphafi hagléls, en síðan BÚMM. Hvellurinn skall á húsinu með ofurþunga. Svört aska, blönduð beittum vikurmolum og regni lamdi rúðurnar og húsið. Rúðurnar voru við það að bresta, en héldu og myrkvuðust fljótt af leðjunni sem myndaði hellu á húsinu áveðurs. Smám saman hljóðnaði vegna þessa. Fjölskyldan hljóp upp á efri hæð, öll frekar ráðvillt, jafnvel Breki sem hafði verið í Flugbjörgunarsveitinni í smá tíma sem ungmenni. Það sem kom honum mest á óvart var það að gosið skyldi fara af stað í óveðri, því að í flestum gosum sem hann vissi af eða hafði séð, þá lyngdi rétt um gostímann. Furðulegt! En nú var ekki tími pælinganna.

Askan umlukti húsið eins og heljargreip. Hún smeygði sér inn um allar glufur, jafnvel varmegin hússins, þar sem bílarnir tveir stóðu. Breki sá þá hve vonlaus flóttinn yrði. Ekkert útsýni, öskuleðja yfir öllu og síðan þurfti eflaust að bæta öndunarerfiðleikunum við, en hann og börnin voru öll með astma. Björgunarsveitarhugsunin hafði þó gefið honum þá forsjálni að kaupa andlitsgrímur vegna ryks, sótta eða öskufalls. Þær kæmu sér vel ef ástandið ágerðist. Hitaveitan héldist líklega inni, þar sem gosið var ekki í Henglinum. Rafmagnið færi líklega þegar drulluhellan legðist yfir spennuvirkin. Breki sá eftir því að hafa ekki keypt litlu ferðarafstöðina sem var á tilboði á Europris. Hann átti þó 10 rafmagnsofna sem hann hafði fengið á tilboði í Húsasmiðjunni, til notkunar ef hitaveitan færi, en þeir nýttust ekki núna. Strákarnir athuguðu hvort Internetið væri virkt, en það var frosið af álaginu, síminn og gemsarnir líka. Hann huggaði þau öll: „Jæja, við höfum gervihnattasímann til þrautavara. En aðrir eru sjálfsagt í meiri neyð, þannig að við hringjum ekki í bili“ Hann vildi ekkert velta því upp að öskufallið truflar örugglega samskiptin. Þeim varð öllum hugsað til afa og ömmu austur í bæ, síðan til vina og ættmenna.

Fjölskyldan sat þögul inni í stofu um kvöldið að spila á spil við kertaljós. Af og til var kveikt á batteríisútvarpinu eftir fréttum, en það sem heyrðist helst þarna inni var brakið í loftsperrum þaksins, þegar vigt vikureðjunnar jókst stöðugt. En hvernig fór í Grindavík?


mbl.is Flest útköll á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítt með alla skynsemi

Til sönnunar þess að ég er ekki alltaf bölsýnismaður í bankamálum, þá keypti ég Bjorgolfur Thor reddar thessuhlutabréf í dag í Straumi Burðarási, engin ósköp en nóg til þess að það myndi bíta aðeins ef illa færi. Þau biðu bara þarna, freistandi á genginu rúmum þrettán, þannig að ég hugsaði (eða ekki): „Skítt með alla skynsemi, en gáfur eru gull!“ eins og faðir minn átti til að segja, þegar hann lét slag standa. Ég keypti þetta til framtíðar. Réttlætingin var m.a. sú, að Björgólfsfeðgar og fleiri hljóti að gæta þess að gengið fari ekki allt of lágt (þar sem það er raunar) og líti jafnvel sjálfir á þetta sem kauptækifæri um þetta leyti.

High DiverVanda skal valið

Nú held ég að hlutabréfamarkaðurinn hér heima fari að vera meira „selektífur“, þ.e. að þau fáu sem kaupa, muni vanda val sitt betur en áður, krefjast betri upplýsinga og kaupa ekki nema að þau telji sig geta sett traust sitt á stjórnendur og sýn þeirra. Kynningar fyrirtækja á markaði verða þá væntanlega ekki eins yfirborðskenndar og þær hafa gjarnan verið og ættu að beinast að raunstöðu og framtíðarsýn heldur en ávöxtun í fortíðinni. Það verður gaman að sjá hvort að úr því rætist.

Gjaldeyrir er góður áfram, en hlutabréf eru á útsölu!

Það eina sem velkist fyrir mér er þetta: gjaldeyrir mun líkast til skila sér betur en þessi kaup næstu mánuði, en óvíst er hve lengi hægt er að eignast gæðahlutabréf á 50% útsölu. Þess vegna sló ég til.


mbl.is Hlutabréf hækkuðu vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing 55%, Exista 32,8%, SPRON 32,5%

Þetta er markaðsvirði fyritækjanna núna miðað við fyrra hámarksvirði hvers og eins. Einhverjar tilraunir virtust vera í gangi núna áðan til þess að setja gólf undir lækkanir þeirra. Trúlegt er að til tíðinda fari að draga þegar bankar og fjármálafyrirtæki eru farin niður fyrir 1/3 hluta af fyrra verði sínu, eða þegar stærsti banki og fyrirtæki landsins, Kaupþing, kemst æ nær því að hafa helmingast á hálfu ári.

Furðu rólegir viðskiptavinir Northern Rock biðröð

„Northern Rock“ biðraðir væru fyrir utan viðeigandi banka eða fjármálastofnanir ef þetta væri í Bretlandi, en við erum öll furðu róleg miðað við alvöru málsins (ég þar með talinn). Helst kemur mér þó á óvart að þegnar annarra landa, sem skapa víst um 70% af veltu Kaupþings miðað við fyrri yfirlýsingar eigenda, skuli halda ró sinni. Kannski það sé helst áhættusækið fólk sem stundar viðskipti við bankann? Ofurhátt skuldatryggingarálag á Kaupþing segir þó sína sögu um áhættumat lánadrottnanna (eða kannski spákaupmanna).

Fer þá ekki að draga til tíðinda?

Hefðbundinn rekstur SPRON var í járnum, en sparisjóðurinn lifði á uppgangi Exista og Kaupþings í krafti hlutafjáreignar sinnar. Ofangreindar tölur sýna að það módel er úrelt, þannig að þörf er á uppstokkun hjá þrennunni vegna þróunarinnar og þverbundins eignarhalds. Þá er spurningin, hver kaupir hvern og rennur saman við hvern. Venjulega gerist slíkt ekki með ofurhraða, en virðið hefur fallið það hratt og mikið að aðgerða verður líklega þörf fljótlega. Ef Straumur-Burðarás og eigendur Landsbankans tækju t.d. upp á því að kaupa Glitni, þá þyrfti KES hér að ofan að taka sig saman í andlitinu og gera eins og stórskuldugu sjávarútvegsfyrirtækin gerðu hér um árið, sameinast og græða á því, þar sem jafnvel þrír mínúsar verða að stórum plús. Tekið skal fram að ekkert bendir til að neitt í þessari málsgrein sé að eiga sér stað. Þetta var einungis mín einkapæling.

Enn mæli ég með gjaldeyriskaupum (upp um 8% frá því að ég sagði það síðast), en ég er ekki ráðgjafi. Þau kunna sko að segja ykkur til!


mbl.is Lækkun gekk til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallið er ekki kauptækifæri

Gengi krónunnar hefur fallið um 6,5% á síðustu tveimur vikum, úrvalsvísitalan um 16% árið 2008 og Kaupþing um 19% á árinu. Greiningardeildirnar hljóta að sjá kauptækifæriKaupthing 2008 fall í því að Kaupþing / Exista / SPRON eru öll metlág, en spá deildanna var upp á árinu eins og alltaf. Hvenær hafa deildirnar spáð falli Úrvalsvísitölunnar? Ég man ekki eftir að hafa séð þannig spá. Nú er skuldatryggingarálag bankanna (sem eru drýgsti hluti OMX15) allt of hátt til þess að þeir virki sem skyldi, en þó er Landsbankinn aðeins um 57% af Kaupþingi í því efni og ætti líklega að geta fjármagnað sig. Erlendu félögin sem sjá um skuldatryggingar eru í heljar erfiðleikum og mat þeirra lækkar, sem veldur því að trygging þeirra er minna virði og þarf að hækka. Erfitt er að sjá kauptækifærið í vísitölum fjármálamarkaðar enn, þar sem það sama er að gerast á heimsvísu.

Lækkun fasteignaverðs hlýtur að valda bönkunum vandræðum

Fasteignir eru ekki farnar að hrynja opinberlega inn til bankanna enn, en mörg veðköllin enda með því og bankarnir geta ekki setið á óvirku fé, þannig að þeir verða að lækka fasteignirnar til þess að geta selt þær. Þó er bragð þeirra með eigin fasteignafélög nokkuð sniðugt, þar sem þau kaupa þessar eignir undan bönkunum. Þetta getur tafið lækkunarferlið verulega, en ekki verður feigum forðað og allar líkur eru á því að veðin verði öllu minna virði en þau voru í síðustu uppgjörum bankanna. Þetta eykur lausafjárvanda þeirra.

Sjáið eftirfarandi tengla vegna ofangreindra atriða:

Corporate Default Risk Soars to Record on Ambac Ratings Cut

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aQXqrzKQsO98&refer=home

``The major risk for credit markets remains forced selling on the back of downgrades of the insurers,''

Stocks Plummet in Germany, Hong Kong, India, Brazil in Rout

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=a8g9S4628Mkw&refer=home

The financial system is in terrible shape, and no one knows where this will end.''

 
ACA Customers Allow More Time to Unwind Default Swaps (Update3)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=a6ssiI6UQT0I&refer=home

Global markets slide led by financial sell-off

http://www.ft.com/cms/s/0/6028edc6-c803-11dc-94a6-0000779fd2ac.html?nclick_check=1

(en ath. að FT læsir svona. Farið því inn á FT.com og tengið á fréttina)


mbl.is Mikil lækkun hlutabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláfjallaklúðrið nær hámarki

Um 10.000 manns fengu loks að kenna á stjórnleysi borgarinnar í Bláfjöllum þegar fólki var stefnt þangað í blíðunni til þess eins að verða vitni að skólabókardæmi um afleiðingar nefndaklúðurs og umræðustjórnmála, sem ég benti á í gær (hér) og áður (hér). Það stefndi í þessa óstjórn síðustu vikurnar, en náði núna ákveðnum toppi, þar sem öruggt má telja að drjúgur hluti þessa fólks finni ekki hjá sér löngun til þess að heyra minnst á Bláfjöll í bráð og blóðþrýstingurinn eykst þegar minnst er á (ó)stjórn skíðasvæða borgarinnar. Það er engin furða að Reykjanesbær skyldi slíta sig úr samstarfinu um rekstur svæðanna. Á meðan er Skálafellssvæðið látið grotna niður, en Kolviðarhólssvæðið fór undir hitaveituframkvæmdir. Manni eru því allar bjargir bannaðar.

Hringnum lokað?

Nú er þetta komið í heilhring frá drífandi sjálfboðaliðum sjöunda og áttunda áratugarins, sem virkjuðu kraft ungmenna í íþróttafélögum til þess að skapa skemmtilegt umhverfi í fjöllunum til skíðaferða og annarrar útiveru. Það endar þá líklega með því að skíða- og brettaáhugafólk hói sig saman um kaup á gömlum traktor og hampiðjukaðli, dragi fram klemmurnar góðu (ég á eina ennþá) til þess að hanga á kaðlinum og geti þá athafnað sig að vild, án þess að bíða í klukkutíma röð í bílnum, eða að kaupa miða, fara í skíðalyftu eða að komast burt.

Skemmtið nú skrattanum og segið okkur sögur af því hvernig þetta gekk í gær!


mbl.is Bílaröð í Bláfjöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláfjöll: Nú kastar tólfunum!

Blafjoll vindur 0 til 2mDagurinn byrjar vel, bjart til Bláfjalla, vindur 0-2 m/sek. en símsvari og vefur skíðasvæðanna segir,Blafjoll 20 01 2008 logn lokaðar stólalyftur vegna vinds og veðurspár! „Við getum ekki boðið upp á stólalyftur“, segir þar. Veðurspáin fyrir daginn á www.vedur.is er eins góð og hugsast getur. Stormur á Austurlandi er ekki í Bláfjöllum. Nú verður einhver dreginn til ábyrgðar vegna þess að það gleymdist að ráða starfsmenn.

Hægt er að blekkja hluta fólksins alltaf, en ekki alla alltaf.Blafjoll Skidasvaedin vefur


Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir

 
„Utanríkis- her- og varnarmálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur verulegar áhyggjur afISG Adgerdalisti ástandinu í landi X og hefur því ákveðið að fara yfir það hvort það verði skoðað að axla ábyrgð á ástandinu í landinu, eða hvort yfirferð á starfi nefndar sem stofnuð var til þess að gefa álit um ástandið gefi til kynna að aðgerða sé þörf, eða hvort skoða verði gerð skýrra aðgerðaáætlana, þar sem skýlaus ábyrgð helstu aðila verður dregin fram. Umfram allt mun Ísland standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og lofar að tvöfalda framlag sitt til aðstoðar þeim sem minna mega sín á hrjáðustu landssvæðum heims og gangast við ábyrgð sinni á stríðum, fátækt og kúgun kvenna, hvar sem slíkt finnst.“

Raunstaða friðargæslu og þróunaraðstoðar

AFP Sri Lanka soldierGæti ofangreind málsgrein ekki birst einhvern daginn? Á meðan duna stríðin og áfram heldur árangurslítil leit okkar logandi ljósi að landi þar sem raunveruleg þróunarsamvinna og friðargæsla getur farið fram, þannig að æ fleiri milljarðar króna okkar finni sér skilvirkan farveg. Sú leit er erfið, því að almenningur í stríðandi löndum hrjáist mest en nær ómögulegt er að koma þeim til hjálpar, þar sem stjórnvöld á staðnum leiða gjarnan ástandið. Friðargæsla er ófriðareftirlit, þar sem horft er á óskapnaðinn gerast án þess að mega hleypa af skoti nema til varnar sjálfum sér sem áhorfanda. Í þróunarsamvinnu er okkur leyft að sjá um uppbyggingu sem stjórnvöld viðkomandi lands ættu að sjá um, en eyða drýgsta hlutanum í hernað eða í sig sjálfa. Þessi hlaup hamstursins í hjólinu ber að stöðva, enda tilgangslaus.

Helvíti í Paradís og fleiri staðir

ÍEins demantur Lesbók Morgunblaðsins í dag á bls. 8 er að finna stórgóða grein rithöfundarins Bergljótar Arnalds (sem færði okkur, þmt. börnunum mínum, t.d. hina skemmtilegu og þörfu bók Stafakarlana). Greinin fjallar um veru hennar í Austur- Kongó, sögu svæðisins og það „Helvíti í Paradís“ sem þar er að finna, með öllum sínum náttúruperlum, stríðum, demöntum og spilltu herforingjum. Fyrir mér er landið dæmigert fyrir Mið- Afríku, þar sem hringavitleysan er óendanleg og líklega órjúfanleg.  Flestir Íslendingar sem hafa kynnst þessu staðfesta jafnan þessa skoðun mína, en eru oft það bundnir trúnaði við stofnun sína eða líta samt á starfsemina sem nauðsynlega vegna starfs síns að fjárausturinn heldur áfram.

Aðrar ráðstöfunarleiðir

Finnast einhverjar leiðir til þess að eyða þessum 8-10 þúsund milljónum á annan hátt á Íslandi? Eða bara að eyða þeim ekki? Láttu þér detta eitthvað í hug.


mbl.is Einn Íslendingur verður á Srí Lanka fram í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláfjöll: Ráðningar gleymdust

Í Bláfjöllum í kvöld var frábær, vel troðinn snjór, Blafjoll 24feb2007 IPfallegt veður og hundruð áhugasamra ungmenna, en hvað vantaði? Starfsfólk! Því máttum við húka í óralangri röð í einu opnu fullorðinslyftunni í Kóngsgili þar til að ég gafst upp eftir tvær ferðir og brenndi í bæinn með nýja árskortið mitt á skíði nær ónotað eins og öll síðustu ár, hundsvekktur yfir því að fá ekki að nýta þessar einstöku aðstæður án þess að drepast úr leiðindum. Hvernig Bláfjallanefnd getur ekki dottið í hug að hafa tiltækt starfsfólk um miðjan janúar þegar snjórinn kemur helst og milljarðs fjárfestingar bíða notkunar er mér hulið.

Afsakanir í stað starfsfólks 

Fyrr í dag kom enn eitt gullkornið úr Frægðarhöll afsakananna (e. Excuses Hall of Fame) frá umsjónaraðila Bláfjallasvæðisins: „Snjómuggan er of mikil, þannig að við opnum klukkan fimm, þegar kveikt verður á kösturunum“. Raunástæðan var augljóslega sú, að nægilegur fjöldi starfsfólks var alls ekki fyrir hendi. Stæðin voru vel rudd (af einkaaðila á samningi?) þannig að mannfjöldinn náði að leggja bílunum að mestu, en enginn stýrði því, sem endaði með þreföldun á einni rein, sem gladdi án efa miðjubíleigendurna!. Engin veitingasala var í gangi eða umsjón sjáanleg, þar sem t.d. vantaði salernispappír á klósettunum. Hálftíma röð var í það að fá að kaupa kvöldkortið, en þá tók óskipuleg og löng röð í lyftuna við. Í þessum hyldjúpa snjó var tækifærið ekki notað til þess að leggja  gönguskíðabrautina, skildist mér á símsvaranum.

Vill borgarstjórn fólk í fjöllin lengur?Blafjoll vid solsetur IP

Tilfinningin er sú, að rekstur skíðasvæðisins sé fjárhagslegur og félagslegur baggi, sem borgaryfirvöld kannist við að þau þurfi að bera, en vonast til að losna við með hlýnandi veðráttu. Niðurstaðan er sú, eins og í kvöld, að fjöldi ungra áhugasamra hjarta sem hlakkar til að reyna nýja snjóbrettið sitt í vinahópi og mynda áframhaldandi fjallaáhuga, ná ekki að slá réttan takt, finnst þetta raðahangs fúlt og mætir tæpast aftur bráðlega. Á meðan bíða fullfærar skíðalyftur ónotaðar allt í kringum þau af því að ráðandi aðilar tíma ekki að nota tilætlað fé til þess að ráða starfsfólk og láta standa hendur fram úr ermum, heldur stökkva aðilar eins og Björn Ingi fram og tala fjálglega um kaup snjógerðarvéla. Til hvers? Svo að fleiri fari í fjöllin og verði svekktir eins og ég.

IP allir i fjollinNotum aðstæðurnar til fulls 

Það verður líklega mjög langt í nokkra drauma, t.d. þá að veitingaaðili fái aðalskálann leigðan, að nýja stólalyftan verði notuð allt árið til léttra fjallaferða eða fyrir hópferðir. En núna biðjum við einungis um að allar lyftur séu opnar þegar snjónum kyngir niður.


Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband