Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Lánin borga hringavitleysuna

Megintilgangur 18% stýrivaxtanna er víst sá að halda vaxtamunarviðskiptum gangandi, en þau voru rót vandans. Þessir himinháu vextir eru aðeins plástur á holsárið og lækna ekki meinið. Það gefur auga leið að langflestir fjárfestar munu flýja krónuna um leið og tækifæri gefst, enda eru líkurnar sáralitlar á því að fjárfestar treysti bankakerfi sem hrundi, ríki sem er í greiðsluþroti eða gjaldmiðli sem er varla til lengur. Hvað ætlar ríkið að gera þegar útstreymið á fyrstu stundum frjálsrar krónu er augljóst?  Henda tugum milljarða á eftir krónunni til þess að „styrkja“ hana, en endar með að laga aðeins tap flóttamannanna? Seðlabankinn vonar þetta og hitt, en það eru tálvonir. Útflytjendur munu ekki verða píndir til þess að henda gjaldeyristekjum inn í þennan ofn, sem drífur lestina úr landi. Þeir verða að gæta fjár síns eins og lífeyrissjóðir eða aðrir ábyrgir aðilar.

Endalaust gjaldeyrisútstreymi

Tryggingasjóðurinn er 19 milljarðar króna, en ábyrgðarhluti Icesave (Bretland og Holland) er um 600 ma. Einnig gætu slíkir Kaupþings- reikningar í Þýskalandi verið 45 ma. kr. (ísl. hlutinn). Það þýðir um 645 ma. í heildina, þar sem tryggingarsjóðurinn er tæp 3% af því. Þá er bara eftir að fjármagna 97%! Athugið að skuldaupphæðirnar eru miðaðar við gengið núna, en þegar gjaldeyrisverslun kemst á, þá rýkur skuldin upp um tugi milljarða króna, enda er von á geigvænlegu gjaldeyrisútstreymi, allt að 900 milljörðum króna skv. sérfræðingum sem Mbl. ræddi við.

Kröfur upp á þúsundir milljarða

Hingað til hefur varla verið rætt um þá skuldareigendur sem hafa tekið á sig mesta skellinn, en það eru helst bankar, aðallega í Þýskalandi með allt að þúsundir milljarða kröfur í heildina. Þessir aðilar munu eðlilega gera kröfur á íslenska ríkið upp á tjón sitt, þar sem ríkið tók eignirnar en reyndi að skilja þessa stærstu kröfuhafa alveg eftir með nýrri lagasetningu á Alþingi. Ef kröfuhöfunum tekst að vinna mál sín fyrir Evrópudómstólum, þá fáum við ótrúlega bakreikninga eftir nokkur ár. Ríkinu bar ekki gæfa til þess að láta bankana verða gjaldþrota og valdi því þessa þrautaleið, að hætta á það að ríkið komist í þrot.

Krónan heyrir sögunni til

Hver og einn sem skoðar þær gjaldeyrisupphæðir sem um ræðir í öllu þessu samhengi sér að okkur eru allar bjargir bannaðar til þess að bjarga krónunni. Við eigum ekki að gæta hags vaxtamunarspekúlanta lengur, heldur að koma okkur beint í það að geta lifað eðlilegu lífi, án afleiða og skuldabréfavafninga sem vefjast um háls barnanna okkar. Best væri ef okkur tækist að komast í skandinavískan gjaldmiðil, en örlögin draga okkur, sýnist mér, illu heilli inn í móður allrar vandamálaframleiðslu, Evrópusambandið.


mbl.is Ríkið þarf að taka lán fyrir hundruð milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

29,2% verðbólguhraði

Verðbólguhraðinn er núna 29,2% skv. Hagstofu Íslands. Það eru um 29% sem verðtryggð lán hafa hækkað um á ársgrundvelli síðasta mánuðinn. Sjáið verðhækkanir í október (frá síðasta mánuði) í töflunni hér til hliðar. Hver ætli hækkun varanna verði á ári með þessum hraða?

Verdbolga okt 2008

 


mbl.is Verðbólgan nú 15,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldulesning: Björgólfur Guðmundsson

Viðtal Agnesar Bragadóttur blaðamanns við Björgólf Guðmundsson athafnamann í Morgunblaðinu í dag er alger skyldulesning hverjum þeim sem reynir að skilja atburði síðustu vikna til hlítar. Björgólfur hefur gegnt lykilhlutverki í atburðarás viðskipta- og menningarlífs á Íslandi síðustu ára og því er fengur að því að lesa um það þegar hann leggur öll föllnu spilin á borðið fyrir einni skörpustu blaðakonu landsins.

Bjorgolfur Mbl KristinnViðfangsefnið er sérstaklega viðkvæmt, þar sem flestir eiga nú um sárt að binda eða hreinlega liggja í valnum eftir hamfarirnar. Því er ólíklegt að hlutlægt mat finnist nú um stundir, en það er æskilegt þar sem ella er hætt við einstreymisvaðli helstu fjölmiðla, allt í einum farvegi.

Nú er innanbúðarmaðurinn því fundinn sem ég leitaði eftir í gagnrýni minni á bankana og Seðlabankann í blogggreinum á Mbl. sl. eitt og hálft ár (sbr. tenglarnir hér til hliðar). Björgólfur segir stóra vandamálið vera það að Ísland hafi aldrei átt nógan gjaldeyri. Við eyðum um efni fram, meira en við öflum. Hann staðfestir hér helstu tvenna áhrifaþættina sem ég taldi til vansa í efnahagsmálunum, þ.e. háa stýrivexti og eina verstu birtingarmynd þeirra, jöklabréfin. Hvorttveggja bólgnaði upp úr öllu valdi þar til ekki varð við atburðarásina ráðið, með þekktum afleiðingum.

Björgólfur segir í viðtalinu:  „Það hefur verið margbent á hversu hættuleg jöklabréfin eru. Við erum að greiða af jöklabréfunum hæstu mögulega vexti, þannig að Íslendingar hafa verið að greiða útlendingum meira en 10% vaxtamun, sem nemur 60 til 70 milljörðum króna á ári. Ef ég man rétt, þá fer sú upphæð langleiðina í að vera hin sama og þjóðarbúið fær fyrir útlutning sjávarafurða á ári.“

Einnig segir Björgólfur: „Það er auðvitað spurning hvort það var ekki m.a. vegna jöklabréfanna sem við gátum ekki lækkað vaxtastigið hér á landi, sem hefur um langt skeið verið að drepa atvinnulíf og einstaklinga“.

Björgólfur var fyllilega meðvitaður um það hvað var að í kerfinu, en gat ekki eða náði ekki að breyta því. Stjórn Seðlabankans var einnig meðvituð, en taldi stöðugt að lækkun stýrivaxta kæmi ekki til greina, því að þá ryki verðbólga upp. Fyrir vikið var litla krónublaðran blásin svo upp að öllum varð að lokum ljóst að hún springi, bara ekki með svo stórum hvelli sem varð.

Við upplifun síðustu vikna telja margir að Björgólfur hafi gert mistök. Eflaust einhvers staðar, en ef stöðugt er einblínt á þau, þá nýtur maðurinn alls ekki sannmælis sem einn okkar allra helstu athafnamanna, sem hefur látið okkur njóta jákvæðni og starfsorku sinnar drýgsta hluta ævinnar. Hvort sem hann kemur ríkur eða fátækur út úr þessari raun, þá þurfum við hans með í okkar hópi á ferð okkar um eyðimörkina framundan.


mbl.is Krónan stærsta vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir Íslands snarhækka

Óhamingju Íslands verður allt að vopni. Hvíta Rússland, Úkranía, Ungverjaland og Ísland fóru fram á amk. USD 20 Ma. lán frá IMF. Hávaxtaflótti fjárfesta er mikill og mun mikið af Jenum verða greitt inn til Japan. Jenið styrktist verulega, t.d. í 13 ára hámark gegn Bandaríkjadal og tveggja ára hámark gegn Evru. Skuldir Íslendinga hafa helst verið í Jenum, þannig að þær snarhækkuðu t.d. í nótt um kannski 200 milljarða króna.

 

Helstu markaðir Íslands hafa verið á Bretlandi, en breska pundið átti nú sitt mesta fall í 37 ár gagnvart Bandaríkjadal. Hlutabréfamarkaðir féllu um 5% til 9,6% um heiminn sl. sólarhring. Bandarískir vogunarsjóðir falla hverjir af öðrum, enda vilja fjárfestar koma sér burt meðan enn er von. Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn fellur því hratt, þar sem selja þarf eignir til þess að minnka hraða skriðunnar. Eignir íslenskra lífeyrissjóða geta því hafa raskast enn frekar, en þó er von ef þeir hafa átt í bandarískum ríkisskuldabréfum, því að þau styrktust enn frekar.

 

Heildar- erlendar skuldir banka og fyrirtækja voru um 9000 milljarðar þann 30. júní sl. Síðan höfðu þær aukist og gengi gjaldmiðla hækkað um rúman fjórðung fram að síðasta degi frjálsra krónuviðskipta. Eftir það hefur Jenið síðan snarstyrkst, þannig að raunstaða krónu er afar slæm, óháð öllum bankavandræðunum. Þessir 9000 milljarðar eru amk. 12.000 milljarðar króna í dag. Ef bjartsýnisáætlun ríkisins gengur eftir munu kannski 80-90% skuldanna verða afskrifaðar þannig að 1-2000 milljarðar kr. verða eftir. Við bætum síðan 700 milljörðum króna skuldum við núna með lántökum. En hver 1% gengisfelling eykur þá skuldir um kannski 20 milljarða! Eignastaðan gæti þó jafnvel orðið sterk að lokum á þennan hátt. Það hefur verið mest á kostnað Þjóðverja (um 1/3 skuldanna) sem veðjuðu á okkur í krónubréfum og alls kyns skuldabréfum. Heilu byggðarlögin í Þýskalandi fara verulega illa út úr þessum Íslandsviðskiptum ásamt stærstu bönkum.

 

Ríkisstjórnin ætlar að láta okkur að bíða í kyrrstöðu í 10-12 daga í viðbót við vikurnar tvær af gjaldeyrisskorti og viðskiptahöftum á meðan bankamenn IMF reikna út gjaldhæfi okkar. Stjórnin hvetur útflytjendur til þess að hætta á það að peningar þeirra læsist í hryðjuverkalögum og keðjuverkunum, einungis til þess að skipta gjaldeyrinum í Seðlabankanum á tilbúnu gengi krónu sem er í engum tengslum við raunveruleikann á sl. tveim vikum, þar sem krónan hefur fallið á þeim tíma. Útflytjendur munu skipta gjaldeyrinum þegar verðið endurspeglar framboð og eftirspurn, en það er ekki fyrr en stjórnin setur krónuna á flot. Því boðaði stjórnin áframhaldandi stopp í 10 daga í viðbót.

 

Hér eru tenglar um ýmislegt af því sem gerðist í dag og í gær:

 

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aUp5S7WpH1MI&refer=home

IMF Considers Emergency Loan Program; Iceland Gets $2 Billion

 

http://online.wsj.com/article/SB122478654801263311.html?mod=MKTW

German Banks Now Face Big Losses From Their Misadventures in Iceland

 

http://bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=ajAnLKnHlpm4&refer=home

U.K. Pound Weakens Most Since at Least 1971 as Economy Shrinks

 

http://bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aLD.lHY14Fm8&refer=home

Global Stocks, U.S. Futures Fall, Led by Carmakers; Yen Rallies

 

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20602081&sid=aX4hc6aaFwqc&refer=benchmark_currency_rates

Yen Rises to 13-Year High as Investors Exit High-Yield Assets


mbl.is Spá 15,7% verðbólgu í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nytsamlegar ábendingar

Íslendingar hljóta að hafa lært sitthvað af Modern Mechanics tímaritinu. hringekjan_a_isnum.pngHér er t.d. uppskrift af hringekju á ísnum, sem á vel við í dag (smellið 3svar á mynd).

radiorats_mechanix.pngSíðan eru fjarstýring fyrir heilann, sem kemur getur komið sér vel.

 

 

 

 

 

 

 

En þetta verður erfitt, segja þeir:

el_shock_therapy.png


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saklausir bankamenn

Hagaskoli 7374 3 bekkur1Finnur Sveinbjörnsson er rétti maðurinn til þess að stýra Nýja Kaupþingi.  Til gamans þá minni ég á bekkjarmyndirnar úr Hagaskóla hér til hliðar, þar sem Finnur og annað bankafólk fóstraðist forðum.  Efst frá vinstri í bekk hans er fulltrúi Marels (Kristinn A.), síðan Glitnis (Páll K.Í.) og loks Finnur f.h. Nýja Kaupþings. Annars staðar í bekknum er Þór Landsbankamaður. Þarna eru fleiri sem höndla með peninga, ekki satt? En Sverrir Björnsson (efst t.h.) skrifaði ágæta grein í Morgunblaðið um daginn um bankamálin.

Ýtið þrisvar á mynd til þess að ná fullri stærð.

 


Þýðing IOI

IOU er skuldaviðurkenning til einstaklings: I owe you. i_owe_iceland_snekkja.pngEn IOI er til íslensku þjóðarinnar:

I owe Iceland!

101

 


mbl.is Landsbankinn af hryðjuverkalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Noregur og Ísland, hvort fyrir annað

Norðmenn frændur vorir eru vinir í raun. Við ættum að fara undir þeirra verndarvæng, taka upp eða tengjast norsku krónunni, gera varnarsamning við Noreg og vera ekki með þessa feimni gagnvart þeim. Þá kemst t.d. meiri kraftur í olíuleit og olíuvinnslu og styrkur okkar og öryggi eykst.

Fanar heimsinsVið fjármálakreppu heimsins er hætt við stríðsástandi, en norski herinn er orðinn mjög öflugur og gæti nýst vel til verndar auðlinum okkar og framleiðslu. Við erum EFTA þjóðir með nær sömu lög og réttindi. Þjóðfélögin eru lík að mörgu leyti, á álíka þróunarstigi og með keimlíkar ögranir. Börnin hér læra flest Dönsku, en þeim er frjálst að læra Norsku í staðinn og gera það sum.

Norska hagkerfið færðist úr því að treysta helst á sjávarútveg, meira yfir í aðra auðlindanýtingu. Við fylgjum jafnan fast á eftir í því. Menntun, heilbrigðiskerfi ofl. ofl. eru gagnkvæm nú þegar.

Líklega er það helsta sem kemur í veg fyrir þetta einhver gamall þjóðrembingur á milli frændanna. Svo finnst mörgum okkar Noregur vera fullmikið haftaþjóðfélag. En nýjasta bylgjan hér er hvort eð er í þá veru, þegar pendúllinn sveiflast í þá átt frá frjálsræðinu.

PS: Það var eins gott fyrir mörg okkar að Magnús berfætti Noregskonungur skyldi eignast barn með hjákonu sem fór til Íslands. Síðan urðu til 33 kynslóðir og einn þeirra niðja tók sig til og skrifaði þetta blogg.


mbl.is Íslensk stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið fer beint í snöruna

Bretar lána £3 milljarða svo að við tökum ábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans og göngum beint í snöruna. Þá eru einungis nokkur þúsund milljarðar króna eftir af skuldum bankanna. Þessi hörmung er líkast til hluti af IMF pakkanum til „lausnar vanda okkar“. Athugið að vextir á ári eru kannski 25 milljarðar króna og að 10% gengisfelling hækkar skuldina um 58 milljarða.

Þá er allt hitt eftir. Alþingi getur ekki samþykkt öll þessi ólán.


mbl.is 580 milljarða lán frá Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegurinn til Vítis

 Chris Rea: „Mamma, ég kem í dal hinna ríku til þess að selja mig“ Hún segir: „þessi er vegurinn til vítis“. Hér er lagið á YouTube en þessi viðeigandi texti fylgir:

Chris Rea:    Road to Hell   

http://www.youtube.com/watch?v=Vemi01A7eH8

Stood still on a highway
I saw a woman
By the side of the road
With a face that I knew like my own
Reflected in my window
Well she walked up to my quarterlight
And she bent down real slow
A fearful pressure paralysed me in my shadow
She said 'son what are you doing here
My fear for you has turned me in my grave'
I said 'mama I come to the valley of the rich
Myself to sell'
She said 'son this is the road to hell'


On your journey cross the wilderness
From the desert to the well
You have strayed upon the motorway to hell

Well I'm standing by the river
But the water doesn't flow
It boils with every poison you can think of
And I'm underneath the streetlight
But the light of joy I know
Scared beyond belief way down in the shadows
And the perverted fear of violence
Chokes the smile on every face
And common sense is ringing out the bell
This ain't no technological breakdown
Oh no, this is the road to hell

And all the roads jam up with credit
And there's nothing you can do
It's all just pieces of paper flying away from you
Oh look out world, take a good look
What comes down here
You must learn this lesson fast and learn it well
This ain't no upwardly mobile freeway
Oh no, this is the road
Said this is the road
This is the road to hell


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband