Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
30.11.2010 | 16:33
Frábær blanda fólks
Niðurstaða stjórnlagaþingskosninganna er eins og til þeirra var stofnað: Frábær blanda fólks til þess að setja ESB ofar stjórnarskrá landsins, að mestu án aðstoðar lögfræðinga. Her án liðsforingja.
Ég óskaði fyrrverandi forseta Hæstaréttar til hamingju rétt í þessu, að ná ekki kosningu í þessum rándýra sandkassaleik, enda tel ég að fæstir lögmenn vilji láta tengja nafn sitt við þetta kaffihúsaspjall eins og það er orðið.
25 kjörin á stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.11.2010 | 15:49
Þorsteinn gegn lýðræðinu
Þorsteinn Pálsson, fv. forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins kveðst fylgja lýðræðislegu ferli í ESB- aðlöguninni, en raunin er allt önnur. Fólkið sem kaus þann flokk og Vinstri Græn vænti þess að þingmenn færu eftir ályktunum landsfunda sinna, sem lögðust gegn aðild að ESB. Auk þess krafðist þingflokkur Sjálfstæðisflokksins þjóðaratkvæðagreiðslu áður en lagt yrði upp í þessa vegferð, en það var fellt á þingi af þeim sömu sem sviku kjósendur sína.
Hverjir erum við?
Þorsteinn heldur ræður um að við vonumst til að ná hinum og þessum ESB- samningi í blóra við vilja kjósendanna, að hætti Icesave. Hverjir eru svo þessir við sem hann nefnir? Sannarlega alger minnihlutahópur, sem notar erlent og okkar fé til þess að upplýsa okkur stóran meirihluta þjóðarinnar um það hve ákveðnar skoðanir okkar séu rangar.
Í hverrar þjóðar nafni?
Höfum þetta bara á hreinu: þótt fundurinn hafi verið haldinn í Valhöll og þótt Þorsteinn Pálsson hafi eitt sinn eflaust stutt fullveldi Íslands, þá á hvorugt við lengur um hann. Hann segist vera á eigin vegum, skrifar oft greinar í Fréttablaðið um dásemdir ESB og kveðst vonsvikinn að hafa ekki það bakland og umboð í samningaferlinu sem nauðsynlegt sé fyrir hann í samninganefndinni til þess að ganga heill til aðildarferlisins.
Einmitt, hann er umboðslaus og baklandslaus frá íslensku þjóðinni í þessari nefnd.
Frestun veikir okkar samningsstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2010 | 15:35
Magnús Thoroddsen 5405 til stjórnlagaþings
Ef einhver á erindi á Stjórnlagaþing, þá er það Magnús Thoroddsen (5405) fv. forseti Hæstaréttar og hæstaréttarlögmaður. Hann er ópólitískur sérfræðingur á þessu sviði og brennandi áhugamaður um bætta stjórnarskrá. Sjónarhóll Magnúsar um málið er víður, enda hefur hann m.a. einnig verið borgardómari, unnið hjá Mannréttindanefndinni í Strassborg, hjá EFTA í Genf og að fjölmörgum sjálfstæðum álitum. Magnús leggur ekki krónu í kosningabaráttu en vonast eftir atkvæði þínu.
Hér er stutt greinargerð Magnúsar, en ítarlegri hér fyrir neðan:
Ég býð mig fram til Stjórnlagaþings á eigin vegum og forsendum, óháður stjórnmálaöflum og hagsmunahópum. Ég ætla ekki að eyða krónu í þetta framboð mitt. Þar sem ég tel mig hafa þekkingu, reynzlu, þrek og nægan tíma til að leysa starfið sómasamlega af hendi, væri mér þökk í því og heiður að hljóta til þess brautargengi kjósenda.
Stjórnarskrá á að vera stuttorð og gagnorð, knöpp í stílnum, en segja þó allt, sem segja þarf til verndar mannréttindum þegnanna. Setja á mannréttindakaflann fremstan, því að hann er sjálfur grundvöllurinn að hverri stjórnarskrá. Varast ber að setja fram langan óskalista, eins og börn fyrir jólin.
Stjórnarskrárákvæði verða að vera þannig úr garði gerð, að þegnarnir geti byggt rétt sinn á þeim fyrir dómstólunum. Í Stjórnarskránni eru grundvallarlög landsins,æðri öllum öðrum lögum og reglugerðum stjórnvalda og brjóti þau í bága við Stjórnarskrána, eru þau ógild.
Staðfesta ber það í Stjórnarskránni, að náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeign, séu þjóðareign, sem aldrei megi selja né láta af hendi á annan hátt.Hins vegar megi leigja út afnotarétt að þeim til ákveðins tíma gegn gjaldi, hvort tveggja ákveðið í lögum.
Semja þarf nýjan kafla í Stjórnarskrána um verndun umhverfis, náttúru og menningararfs.
Tryggja verður algera jöfnun atkvæða (einn maður-eitt atkvæði) og persónulegt val kjósenda á þingmönnum.
Endurskoða þarf Forsetaembættið, verksvið og kosningafyrirkomulag.
Ég tel nauðsynlegt að setja ákvæði í Stjórnarskrána um rétt tiltekins fjölda kjósenda og alþingismanna til að krefjast þjóðaratkvæðis um tiltekin mál. Hér er um hið svonefnda beina lýðræði að tefla.
Efla þarf vægi og virðingu Alþingis frá því sem nú er. Hér á landi ríkir þingræði. Það merkir, að engin ríkisstjórn megi sitja í landinu, nema meirihluti alþingismanna styðji hana eða þoli hana í sessi. Lýsi Alþingi vantraust á ríkisstjórn verður hún að fara frá.
Afnema ber þingræðið. Þá kjósum við forsætisráðherra beinni kosningu og hann velur síðan samráðherra sína án afskipta Alþingis. Ráðherrar hefðu ekki atkvæðisrétt á Alþingi heldur alþingismenn einir.
Ef mörg sérálit verða lögð fram varðandi endurskoðun á Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, nr.33, 17.júní 1944, er það vísasta leiðin til að öllu verði kastað í ruslakörfu Alþingis og Stjórnlagaþing uppskeri fyrirlitningu alþjóðar. Látum slíkt ekki henda. Munið 5405.
-------------------------------------------------------------------------------------------------
FRAMBOÐ MAGNÚSAR THORODDSEN TIL STJÓRNLAGAÞINGS.
Hinn 27. nóvember 2010 fer fram kosning til Stjórnlagaþings, sbr. lög nr. 90 , 25. júní 2010.
Ég undirritaður hefi boðið mig fram til þingsins. Því þykir mér hlýða að gera grein fyrir mér, starfsögu minni og viðhorfum til þess verkefnis, er stjórnarskrárþingmönnum er ætlað að fjalla um:
PERSÓNU- og STARFSSAGA:
Ég er fæddur í Reykjavík árið 1934, ólst upp á Norðfirði árin 1937 -45 og hefi síðan búið í Reykjavík, ef undan eru skilin þau ár, sem ég starfaði erlendis. Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1959. Árin 1959 60 stundaði ég framhaldsnám í réttarfari við Hafnarháskóla. Var fulltrúi hjá Borgardómaraembættinu í Reykjavík 1960 1967, er ég var skipaður borgardómari. Því embætti gegndi ég til 1979. Árin 1979 - 1982 starfaði ég sem lögfræðingur hjá Mannréttindanefnd Evrópu í Strassborg. Var skipaður dómari í Hæstarétti Íslands árið 1982 og starfaði þar til 1989. Árin 1990 1991 vann ég sem Senior Legal Officer hjá EFTA í Genf. Eftir það rak ég lögmannsstofu sem hæstaréttarlögmaður í Reykjavík til 1. janúar 2010, er ég lét af störfum. Ég hefi því nægan tima til þess nú að einbeita mér að þingmannsstarfinu, hljóti ég kosningu til Stjórnlagaþingsins.
Frekari upplýsingar um starfsögu mína og ritstörf á sviði lögfræði: http://haestirettur.iscontrol/index?pid=360&nr-32
VIÐHORF MITT TIL VERKEFNISINS:
Í 3. gr. laganna um Stjórnlagaþing er getið viðfangsefna þingsins. Þá koma einnig til skoðunar á Stjórnlagaþingi hugmyndir frá Þjóðfundi þeim um stjórnarskrármálefni, er velja skal til með slembiúrtaki úr Þjóðskrá, og varða meginsjónarmið og áherzlur almennings varðandi stjórnskipan landsins og Stjórnarskrá, enda getur Stjórnlagaþing ákveðið að taka til umfjöllunar fleiri þætti en getið er í 3. gr. laganna um þingið. Í 19. gr. laganna um Stjórnlagaþing er kveðið á um það, að stjórnlagaþingsfulltrúar séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína og ekki við nein fyrirmæli frá kjósendum sínum eða öðrum. Er það vel.
Kem ég þá að því, hvert mitt viðhorf er varðandi nokkur atriði, þá semja skal nýja Stjórnarskrá.:
GERÐ STJÓRNARSKRÁR:
- Í fyrsta lagi á Stjórnarskrá að vera stuttorð og gagnorð, knöpp í stílnum, en segja þó allt, sem segja þarf til verndar mannréttindum þegnanna. Varast ber eins og heitan eldinn að setja fram langan óskalista, eins og saklaus börnin gera til jólasveinsins í byrjun aðventu. Þannig sömdu kommunístaríkin í Austur-Evrópu sínar Stjórnarskrár, ekki vantaði glassúrinn þar. En þegar á reyndi voru skrárnar ekki pappírsins virði, sem þær voru ritaðar á. Stjórnarskrárákvæði verða að vera þannig úr garði gerð, að þegnarnir geti byggt rétt sinn á þeim fyrir dómstólunum. Ekki langir fyrirheitalistar um að hverju sé stefnt einhverntíma í óljósri framtíð, þegar/og ef ríkið hafi efni á.
STJÓRNARSKRÁ GRUNDVALLARLÖG:
- Í öðru lagi er nauðsynlegt að útskýra ákveðin grunnhugtök í stjórnskipunarréttinum, eins og t.d. lýðræði, þingræði, lýðveldi, og hvar ríkisvaldið eigi upptök sín, en það er vitanlega hjá fólkinu. Þá teldi ég rétt að geta þess sérstaklega, að Stjórnarskráin sé grundvallarlög landsins, æðri öllum öðrum lögum og reglugerðum stjórnvalda og brjóti þau í bága við Stjórnarskrána, séu þau ógild. Þetta er að vísu óumdeilt í hinni lögfræðilegu teóríu, en allt að einu neglt niður í ýmsum stjórnarskrám. Því sakar ekki að við gerum það einnig. Einnig álít ég rétt að breyta röð kaflana í Stjórnarskránni. Setja mannréttindakaflann fremstan, því að hann er sjálfur grundvöllurinn að hverri stjórnarskrá. En þar á undan ætti e.t.v. að vera upphafinn, hátíðlegur inngangur um þau grundvallargildi, sem stjórnarskráin byggist á. Þar mætti hafa til hliðsjónar hina stórkostlegu Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjamanna ( The Declaration of Independence ) og hina nýju framsæknu stjórnarskrá Suður- Afríku.
KJÖRDÆMASKIPAN-JÖFNUN ATKVÆÐA:
- Í Þriðja lagi verður að tryggja algera jöfnun atkvæða ( einn maður eitt atkvæði) og persónulegt val kjósenda á þingmönnum. Ég tel núverandi kjördæmaskipun fráleita og það hljóti að koma til skoðunar að breyta henni t.d. með því að gera Ísland allt að einu kjördæmi, eða taka aftur upp einmenningskjördæmi, ellegar einhverja enn aðra kjördæmaskipan t.d. með því að skipta landinu upp í fimm kjördæmi, gera Reykjavík að einu kjördæmi og landsfjórðungana að hinum fjórum. Fyrir hverjar almennar kosningar yrði að kanna breytingar á fólksfjölda milli kjördæma og reikna síðan út fjölda þingmanna í samræmi við það til jöfnunar atkvæða. Þessa gerðist hins vegar ekki þörf, ef landið væri allt eitt kjördæmi. Í þessu sambandi vil ég geta þess, að ég tel rétt að fækka tölu alþingismanna frá því sem nú er.
ÞJÓÐARATKVÆÐI:
- Í fjórða lagi tel ég nauðsynlegt að setja ákvæði í Stjórnarskrána um rétt tiltekins fjölda kjósenda og alþingismanna til að krefjast þjóðaratkvæðis um tiltekin mál. Hér er um hið svonefnda beina lýðræði að tefla. Þetta er mikið tíðkað í Sviss og er sennilega engu landi betur stjórnað en því. Þjóðaratkvæðagreiðslur eiga sér langa hefð í sögu Sviss og eru lykillinn að hinum einstæða pólitíska stöðugleika þar í landi. Þjóðaratkvæðagreiðslur halda lýðræðinu vakandi. Lýðræðið má aldrei sofa.
VIRÐING ALÞINGIS:
- Í fimmta lagi þarf að efla vægi og virðingu Alþingis frá því sem nú er. En hvernig eigum við að fara að því? Sú skoðun er að verða æ sterkari með mér, að það gerum við bezt með því að afnema þingræðið. Þetta kann, í hugum sumra, að hljóða eins og þversögn. Þar sem ég er ekki viss um að allir skilji hugtakið þingræði, tel ég rétt að útskýra það. Þingræði merkir það, að engin ríkisstjórn megi sitja í landinu, nema meirihluti alþingismanna styðji hana eða þoli hana í sessi. Lýsi Alþingi vantrausti á ríkisstjórn verður hún að fara frá. Ef við afnemum þingræðið, tel ég rétt að kjósa forsætisráðherra beint, hann velji síðan sína samráðherra og ef hann velur alþingismann, verði sá að segja af sér þingmennsku meðan hann gegnir ráðherradómi. Ráðherrar hefðu því ekki atkvæðisrétt á Alþingi, heldur aðeins málfrelsi og tillögurétt. Alþingismenn einir hefðu því atkvæðisrétt á þingi. Með þessu móti hættu alþingismenn að skiptast í stjórnarþingmenn og stjórnarandstöðuþingmenn, en líta í heild á sig sem þingmenn þjóðarinnar allrar, leggja niður skotgrafahernaðinn og greiða atkvæði í hverju máli eftir málefninu og í samræmi við sína sannfæringu, sem er sorglega sjaldgæft, eins og nú háttar til.
NÁTTÚRUAUÐLINDIR-ÞJÓÐAREIGN:
- Í sjötta lagi ber að staðfesta það í Stjórnarskránni, að náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeign, séu þjóðareign, sem aldrei megi selja né láta af hendi á annan hátt. Hins vegar megi leigja út afnotarétt að þeim til ákveðins tíma, gegn gjaldi, hvort tveggja ákveðið með lögum.
VERNDUN UMHVERFIS:
- Í sjöunda lagi þarf að semja nýjan kafla í Stjórnarskrána um verndun umhverfis, náttúru og menningararfs. Frakkar hafa nýlega samið metnaðarfullan kafla um þessi mál og bætt í stjórnarskrá sína, svo og Svíar, Norðmenn og Suður-Afríkubúar. Þessi stjórnarskrárákvæði má hafa til hliðsjónar við samningu hinna íslenzku ákvæða.
FORSETAEMBÆTTIÐ:
- Í áttunda lagi þarf að taka stjórnarskrárákvæðin um Forsetaembættið til gagngerrar endurskoðunar. Skrifa þau upp á nýtt þannig, að þau endurspegli hið raunverulega vald forseta og verksvið og gera það á þannig máli, að allir skilji. Þá tel ég að setja eigi inn ákvæði um það, að enginn megi gegna embætti Forseta Íslands lengur en tvö kjörtímabil í senn og hljóti enginn frambjóðenda hreinan meirihluta, skuli kjósa á ný milli tveggja efstu. Samkvæmt 26. gr. núgildandi Stjórnarskrár getur Forseti synjað lagafrumvarpi staðfestingar og skal það þá borið undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Það segir sig sjálft, að þegar Forseti neitar að staðfesta lagafrumvarp, er hann um leið kominn inn á vettvang stjórnmálanna. Þar er afar óæskilegt, því að Forseti Íslands á að vera sameiningartákn þjóðarinnar, en ekki pólitískur fleygur hennar. Því er bezt að taka þennan kaleik frá honum. Þetta stjórnarskrárákvæði er því rétt að fella niður, ef tiltekinn fjöldi kjósenda og þingmanna fær rétt til að krefjast þjóðaratkvæðis um ákveðin mál, eins og lagt er til hér að framan, sbr. tl. 4.
BRÁÐABIRGÐALÖG:
- Í níunda lagi teldi ég rétt að ræða það á Stjórnlagaþinginu, hvort enn sé þörf á 28. gr. núgildandi Stjórnarskrár, er heimilar Forseta ( þ.e. í reynd ríkisstjórnin) að gefa út bráðabirgðalög ef brýna nauðsyn ber til og Alþingi er ekki að störfum. Þetta er gamalt ákvæði, (sbr. 11. gr. Stjórnarskrárinnar frá 5. jan. 1874, þá konungurinn), sem sett var, er samgöngur voru miklum mun örðugri hér á landi. Nú eru þær hins vegar orðnar það greiðar, bæði á landi og í lofti, að ég tel að fella megi þessa heimild niður.
RÍKISSTJÓRN:
- Í tíunda og síðasta lagi vil ég vekja athygli á því, að samkvæmt núgildandi reglum er Ríkisstjórn Íslands ekki fjölskipað stjórnvald, heldur ber hver ráðherra aðeins ábyrgð á þeim málaflokkum, er undir hann heyra. Þetta kom berlega í ljós nýverið, er Alþingi kærði fyrrv. forsætisráðherra til Landsdóms vegna embættisvanrækslu. Þessu er öðruvísi farið t.d. í Finnlandi, þar telst ríkisstjórnin fjölskipað stjórnvald og bera allir ráðherrar ábyrgð á ákvörðunum stjórnarinnar, nema þeir láti bóka mótmæli. Mér findist rétt að þetta yrði tekið til umræðu og athugunar á Stjórnlagaþinginu.
BREYTINGAR Á STJÓRNARSKRÁNNI:
- Að endingu vil ég vekja athygli á 79. gr. Stjórnarskrárinnar. Samkvæmt henni ber að rjúfa Alþingi og efna til kosninga, ef Alþingi samþykkir breytingar á Stjórnarskránni. En í þeim kosningum er ekki verið að kjósa sérstaklega um stjórnarskrárbreytinguna, heldur er verið að kjósa nýtt þing. Reynzlan sýnir, að þá kjósa menn fyrst og fremst eftir flokkslínum. Því ætti það að koma til skoðunar á Stjórnlagaþinginu, hvort ekki væri rétt, í stað þess að rjúfa þing og efna til kosninga að nýju, þá verði eingöngu stjórnarskrárbreytingin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar, en þingið sitji áfram, þar til kjörtímabil þess rennur út.
LOKAORÐ:
Ég hefi nú aðeins stiklað á stóru í ofangreindum hugleiðingum mínum. Vitaskuld kemur miklu fleira til umræðu og afgreiðslu á Stjórnlagaþinginu, þegar þar að kemur. En hvað sem það verður er óskandi, að allir þingfulltrúar beri gæfu til að vinna saman af heilum hug og með einbeittum vilja til þess að ná sátt og samstöðu um afgreiðslu þessa mikilvæga máls.
Ef hver höndin verður upp á móti annarri á þinginu og mörg sérálit lögð fram varðandi endurskoðun á Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, nr. 33, 17. júní 1944, er það vísasta leiðin til að öllu gillinu verður kastað í ruslakörfu Alþingis og Stjórnlagaþing mun uppskera fyrirlitningu alþjóðar. Látum slíkt ekki henda.
Eins og ég gat um í upphafi þessa pistils, hefi ég boðið mig fram til Stjórnlagaþings. Ég geri það á eigin vegum og forsendum, óháður stjórnmálaöflum og hagsmunahópum. Ég ætla ekki að eyða krónu í þetta framboð mitt, enda hefi ég mestu skömm á því, þegar menn eru að reyna að kaupa sig inn í embætti og opinber störf með því að sólunda stórfé í auglýsingaskrum til þess að bæta upp í eyður verðleikanna. Slíkt er ranghverfa lýðræðisins og til vanza á landi hér.
Þar sem ég tel mig hafa þekkingu, reynzlu, þrek og nægan tíma til að leysa starfið sómasamlega af hendi, væri mér þökk í því og heiður að hljóta til þess brautargengi kjósenda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
10.11.2010 | 07:12
Hver gætir sjónarmiða íslensks almennings?
Sá sem tryggja vill sér sigur í nútíma kosningum þarf að leggja fram verulegt fé. ESB og íslenska vinstri stjórnin gæta ekki jafnræðis gagnvart íslenskum almenningi sem leggst gegn aðild að ESB en mun aldrei fá nema garðslöngu til þess að slökkva þennan ESB- aðildareld, sem fíraður er upp með heilu bensíntönkunum frá ESB og íslenskum stjórnvöldum.
Hvar er allt jafnræðið?
Átti rödd vinstri manna ekki að vera rödd hins undirokaða almúga sem hafði ekki fjárhagslega burði eða völd til þess að verja rétt sinn í hvívetna? Eða eru alræðistilburðir þess fólks sem náði að mynda meirihluta á þingi svo yfirgnæfandi að andstæður vilji þorra kjósenda, sem er deginum ljósari, verður drekkt í áróðurspeningaflæði erlends ríkjasambands?
ESB gefst aldrei upp. En stjórnvöld?
ESB hættir ekki viðleitni sinni fyrr en það nær árangri. Kosningar um Lissabon- samningana sýndu það vel, eða stjórnarskrá ESB. Hvernig væri að sækja um styrk hjá ESB til þess að kynna andstæð sjónarmið við það? Það er hið ríkjandi íslenska sjónarmið, en stjórnvöld leggjast á sveif með ESB og nota fé þegnanna og erlent kynningar-fé til þess að koma erlendum yfirráðum yfir Ísland.
Ætla vinstri menn að vera svo grænir að láta þetta gerast?
ESB kortleggur Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.11.2010 | 13:22
Allt er bannað sem ekki er sérstaklega leyft
Á Samfylkingar- og VG árunum hefur almenn skynsemi brenglast á þann hátt að sjálfsagðri athafnagleði landans er haldið niðri með reglunni Allt er bannað sem ekki er sérstaklega leyft í stað heilbrigðu reglunnar Allt er leyft sem ekki er sérstaklega bannað, sem er öllu íslenskari í eðli sínu.
Bönn á þjóð í losti
Boð og bönn alviturrar ríkisforystunnar eiga víst að vera heildinni til heilla, en hvað ef þau eru vanhugsuð vitleysa sem heldur vexti heilla byggðarlaga niðri og veldur fátækt og vansæld í misskilinni forræðishyggju sinni? Hví á forysta sem valin er út á stór slagorð hennar yfir þjóð í losti að mega dæma almenning til ævarandi þrælkunar þótt þau sitji öll á auðlindum og aðstöðu sem nýta má öllum til hagsbóta án mikillar fyrirhafnar, einungis ef forystan þvælist ekki fyrir?
Forgengin tækifæri
Nú hrannast upp mýmörg dæmi um það hvernig þessi nýhaftastefna drepur frumkvæði á skilvirkan hátt. Varla þarf að skrifa listann, skoðum einungis fréttir hvers dags. Þó fréttist ekki af fjölmörgum forgengnum tækifærum, sem visnuðu eins og fræ sem fá ekki vökva og næringu. Bannárátta vinstra valdsins leyfir ekki vaxtarbroddana nema þeir séu frá ríkinu komnir og í gegn um það, hannaðir af nefndum og ráðum sósíalsins. Lítill vandi er síðan fyrir þetta alríki að sýna fram á það að annað virki ekki heldur en módel ríkisins, því að það er það eina sem leyfist að virka.
Útópían
Haftaaðallinn hefur aðaláhuga á álögum, ekki tekjum. Í stað þess að leyfa tekjuhlið ríkisins að hækka fordómalaust með öllum skynsamlegum ráðum, þá hafna þessir valdhafar flestu sem fellur ekki að útópíu þeirra um aljafnt þjóðfélag, sléttu með engum fjöllum og dölum, þar sem allir geta hjólað á bændamarkaðinn á ríkishjólinu sínu og keypt sér sjálfbæra agúrku í kvöldmatinn. Á meðan ekur millistéttin til vinnu sinnar í raunveruleikanum þar sem æ minna verður eftir til þess að lifa af með þennan algræðisgamm svífandi yfir sér.
Gamminum líst vel á hræið, en þetta er ekki sjálfbært ástand.
Telja niðurstöður gagnast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.11.2010 | 23:06
Hérinn í snjónum
Hrikalega er snjórinn frískandi. Ég laumaðist í fyrradag í hressa TKS hlaupahópinn á Seltjarnarnesi með hundslappadrífuna bráðnandi á sveittum vöngum. Svo lá þessi snjór svo freistandi í blíðunni í gær eftir að bærinn hafði sem betur fer skafið hann hæfilega saman í kant sjávarstígsins að ég dró fjallaskíðin góðu út, setti á mig jöklaklossana og bakpoka og renndi mér af stað að Nauthólsvíkinni, sem var baðstaður fyrir örskotsstundu.
Ég mæli eindregið með þessari þerapíu. Ekki var þurr þráður eftir á mér að rembast þetta áfram á lúsarhraða í logninu. Þó gaf ég mér tíma til að virða fyrir mér ægifagran Skerjafjörðinn og anda að mér tærasta lofti, jónum hlöðnu.
Annmarkar mínir komu þó fljótt í ljós: Ég er raunar eins og kanína, eða í besta lagi héri. Vöðvar handleggjanna hafa gleymst í gegn um árin á meðan neðri hlutinn hleypur upp um fjöll og firnindi. Samt gat ég ekki hoppað upp á svalirnar á annarri hæð eins og hérinn í hlutföllum sínum. Raunar var erfitt að ganga upp stigann!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Brynjar náði í hægrimenn en ekki í sig!
- ESB- flokkar æða upp!
- Erfiðið út í buskann
- Landsvirkjun fyrir pólitíkusa
- Eitt Ísland á ári
- Síðasti séns Svandísar búinn
- Evrópusósíalisminn tekur flugið
- Þarfleysuþrennan
- Lærið um aðhald hjá Þjóðverjum
- RÚV og hryðjuverkin
- Borgarstjóri Krísuvíkur á fullu
- Gervigreind með CO2 á hreinu
- Eini möguleikinn til breytinga
- XD= 80% gegn Borgarlínu
- Göturnar leiða til bílastæða
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Reykjavík
- Aðalskipulag Reykjavíkurborgar Aðalskipulag Rvk. Tenglar
- Skipulag í heild og Hlíðarnar Skipulag í heild og Hlíðarnar
- Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Umferðarflæði Reykjavík Umferðarflæði Reykjavík
- Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar
- Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013 Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013
- Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag
- Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar
- Veitum Degi aðhald Veitum Degi aðhald
- Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík
- Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt
- Myndir úr nýju skipulagstillögunum Myndir úr nýju skipulagstillögunum
- Stefnir í glórulaust eignarnám Stefnir í glórulaust eignarnám
- Vinstri græn gegn einkabílnum Vinstri græn gegn einkabílnum
- Þvingun Þvingun
- Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum? Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum?
- Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna
- Metnaðarfull stefna gegn borgurunum Metnaðarfull stefna gegn borgurunum
- Vísvitandi bílastæðaskortur Vísvitandi bílastæðaskortur
- Spjaldtölvur í grunnskólana Spjaldtölvur í grunnskólana
- Flugið verði fyrir almenning aftur Flugið verði fyrir almenning aftur
- Þögli meirihlutinn útskúfast Þögli meirihlutinn útskúfast
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Sævörur ehf Útflutningur á rækju
- Fjallaferðir ÍP Myndasyrpur
- Bloomberg viðskipti Viðskiptavefur Bloombergs
- Glitnir: gengi gjaldmiðla Glitnir banki: Gengi gjaldmiðla 15 mín töf
- Boston University Boston University USA
- MR Menntaskólinn í Reykjavík
- Vald.org Jóh. Björn Raunveruleikinn í USA og víðar
- Financial Times ft.com viðskiptafréttir
- BBC News BBC fréttavefur
- AFP fréttir AFP fréttaþjónustan
- Reuters fréttir Reuters fréttaþjónustan
- Sky News Sky fréttaþjónustan
- Ritlist Önnu Heiðu Anna Heiða Pálsdóttir systir ÍP
- Sissú myndlist Sissú systir, myndlistarmaður og arkítekt
Banka/krónu blogg
Blogg mín um krónu og bankamál
- Fall Íslands, upphafsgrein Varnaðarorð um hagkerfið
- Hver borgar vextina? Hvaða aðilar eru að borga háu vextina?
- 30.000 krónur á mínútu allt árið Valréttarsamningar bankastjóra
- 2006 gaf þeim 3 milljarða Valréttarsamningar bankastjóra Kaupþings
- Háa vexti og framkvæmdaleysi Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti
- Augljóst hvert Moodys stefnir Mat Moody's á íslenskum bönkum
- Enn of örlátt, segja Bretar Íslenskir bankar of áhættuglaðir
- 628 milljarðar. Bilun. Íslenska krónan og vaxtamunarviðskiptin
- Vextir lækka ekki Seðlabankinn heldur stýrivöxtum háum
- Stöðugt ástand? Íslenskir bankar vanmeta ástandið
- Nóg komið af Jenum? Kaupþing ofl taka stór Jenalán
- Allir bankar ánægðir Háir stýrivextir og vaxtamunaverslun kæta
- Bankadómínókubbar Keðjuverkun hafin, fall í kerfinu
- Áhættuflótti heimsmarkaðar hefst fyrir alvöru Vaxtamunarverslun fellur og Jenið rís
- 6% fall krónu er góð byrjun Fall krónunnar hefst
- 10% gengisfall veldur verðbólgu Gengisfellingin nær 10%
- Eru veð bankanna traust? Veð ýmissa bréfa til umhugsunar
- Staðfest hvað stýrir krónunni Gjaldeyrisspekúlantar ráða gengi krónu
- Efnahagsmál af viti Umræður um efnahagsmál á malefnin.com
- Upphaf afleiðinga Afleiðingar hávaxtastefnu hefjast
- Greinasafn um banka og krónu Samantekt greina um banka og krónu
- Meira af Matadorpeningum! Seðlabankar dæla inn lausafé
- Áhættuflóttinn heldur áfram, en þó! Áættuflótti fyrst, en snerist við
- Federal Reserve sneri öllu við BNA seðlabanki lækkar vexti
- Davíð bregst bogalistin Seðlabanki með háa vexti, á móti Evru
- Jenið sækir aðeins á USD fellur, Jen rís, hlutabréf lækka
- Jenið og Ísland eru nátengd Tengsl Jens og Íslands skýrð
- Kaupþings- Klemman Vítahringur Vaxtamunarferlisins
- Japan 0, Ísland 1 Japan heldur stýrivöxtum
- Krónur, skuldir og verðlaus bréf Stýrivextir hækka, USA fer niður
- Sígandi markaður? Markaðurinn niður (en hikstandi)
- Veð íslenskra banka? Hve traust er staða bankanna?
- Bankar í afneitun Bankar telja sig stikkfrí
- Allt að 40% af fyrra markaðsvirði Exista og Kaupþing falla mikið
- Ekki batnar það Verðfall bréfa heldur áfram
- Billjón á 3 mánuðum? Frá 15 10 2007 fall um 1 billjón
- 200 milljónir á mínútu Fyrstu 5 daga 2008 fall 200M á mín
- Jen styrkist, íslenskir bankar veikjast Vaxtamunarverslun minnkar
- Fallið er ekki kauptækifæri Fall markaðar Íslands og heimsins
- Kaupþing 55%, Exista 32,8%, SPRON 32,5% Verðfall hlutabréfa frá tindi 2007
- Skítt með alla skynsemi ÍP keypti hlutabréf í Straumi
- Svindl og hrun haldast í hendur Svindl í SocGen og fall markaða
- Kaup-Thing lagið Lagið Wild Thing stílfært við Kaupþing
- Þreyjum Þorrann og Góuna! Fall markaða framlengist um nokkurn tíma
- Stóriðjan kemur til bjargar Útflutningsiðnaður skiptir máli
- Hvílíkir markaðir! Fall markaða er aðeins byrjunin
- Laun þín 2008: mínus 15-17% Gengisfelling IKR er nær samsvarandi launalækkun
- Mínus 500 milljarðar á einni klst.? Gengisfellingin 17/03/2008 byrjaði með 9% falli Jensins
- Allt löngu fyrirséð Fyrirsjáanlegar afleiðingar stefnu Seðlabanka
- Krónubréfum skilað Krónubréfum skilað
- Milljarðatuga munur Milljarðatuga munur
- Hraðbraut til heljar Hraðbraut til heljar
- Framlengt vegna fjölda áskorana Framlengt hjá Seðlabanka
- Bankar úr landi? Ríkið má ekki ábyrgjast skuldir bankanna
- Ársreikningar: veldu aðferð og þeir segja það sem þú vilt Aðferðir í ársreikningum skipta tugmilljarða máli
- Um hvað ætti ég að blogga ef allt þetta gerðist?: Draumar um banka og umhverfismál
- Bankar í verulegum vandræðum? Grein Ragnars Önundarsonar um bankana
- Fallin spýtan Yfirlit yfir þróun efnahagslífsins
- Skuldir Íslendinga snarhækka Jen hækkar skuldir landans
- Þúsundir milljarða í nettóskuldir? Þúsundir milljarða í nettóskuldir?
- Íslenskir bankar? Íslenskir bankar?
- Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar
- Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar
- Stýrivextir stefna í lækkun Stýrivextir stefna í lækkun
- Örþrifaráð og Matadorkrónur Örþrifaráð og Matadorkrónur
- Vaxtamunarverslunin drapst Vaxtamunarverslunin drapst
- Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi? Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi?
- Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti! Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti!
- Ástæður Rússalánsins Ástæður Rússalánsins
- Við neitum að borga Við neitum að borga
- Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins
- Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til? Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til?
- Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær
- Vegurinn til Vítis Vegurinn til Vítis
- Ríkið fer beint í snöruna Ríkið fer beint í snöruna
- Noregur og Ísland, hvort fyrir annað Noregur og Ísland, hvort fyrir annað
- Skuldir Íslands snarhækka Skuldir Íslands snarhækka
- Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson
- 29,2% verðbólguhraði 29,2% verðbólguhraði
- Lánin borg hringavitleysuna Lánin borg hringavitleysuna
- Einn banki á dag gerður upp Einn banki á dag gerður upp
- Lánin yfir í fallandi krónur Lánin yfir í fallandi krónur
- Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu
- Reglur IMF: réttur hinna sterku Reglur IMF: réttur hinna sterku
- Heildarlántaka 1000 milljarðar króna? Heildarlántaka 1000 milljarðar króna?
- Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega
- Evran upp um 50% á 3 mánuðum Evran upp um 50% á 3 mánuðum
- Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi
- Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101 Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101
- Neyðarlögin framkalla ójafnræði Neyðarlögin framkalla ójafnræði
- Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu
- WSJ myndband um fall Íslands WSJ myndband um fall Íslands
- Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið
- ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir! ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir!
- Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB
- Falsað gengi til framtíðar? Falsað gengi til framtíðar?
- Björgvin skóp Bretavandræðin Björgvin skóp Bretavandræðin
- Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili
- Enginn þorir að neita Icesave og IMF Enginn þorir að neita Icesave og IMF
- Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000 Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000
- Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu
- Kreppan kosin burt? Kreppan kosin burt?
- Þjóð í dái Þjóð í dái
- Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið? Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið?
- Sverfur að skattaskjólum? Sverfur að skattaskjólum?
- EKKI skila 2006 styrkjum! EKKI skila 2006 styrkjum!
- Leiðin til þess að lifa þetta af Leiðin til þess að lifa þetta af
- Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum
- Sjálfstæðismanneskja Sjálfstæðismanneskja
- ESB- sigur? Tæpast ESB- sigur? Tæpast
- Stýrivextir aukast í 13- földun ECB Stýrivextir aukast í 13- földun ECB
- Vinstri stjórn er eins varanleg og ... Vinstri stjórn er eins varanleg og ...
- Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag
- Ríkið ákveði framboð og eftirspurn! Ríkið ákveði framboð og eftirspurn!
- Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana! Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana!
- Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag? Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag?
- Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn! Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn!
- 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum! 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum!
- Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð
- Bara ef þeir hefðu nú farið! Bara ef þeir hefðu nú farið!
- Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB? Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB?
- Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun
- Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli
- Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl. Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl.
- Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar? Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar?
- Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni? Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni?
- Hæstaréttardómari staðfestir afsal Hæstaréttardómari staðfestir afsal
- Staðreyndir um Icesave standa Staðreyndir um Icesave standa
- Frumvarp um Weimar- Ísland Frumvarp um Weimar- Ísland
- Allt sem þú þarft að lesa er komið fram Allt sem þú þarft að lesa er komið fram
- Davíð um ESB- Svía Davíð um ESB- Svía
- Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti
- Ágæti Vinstri- græn kjósandi! Ágæti Vinstri- græn kjósandi!
- Skræfurnar sitja hjá Skræfurnar sitja hjá
- Slepptu biti þínu, Steingrímur J. ! Slepptu biti þínu, Steingrímur J. !
- Ykkur tókst þetta, ESB- konunum! Ykkur tókst þetta, ESB- konunum!
- Lausn vandræðanna er fundin! Lausn vandræðanna er fundin!
- Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti
- Bretar örvæntu 6. okt. 2008 Bretar örvæntu 6. okt. 2008
- Áfram heldur idealisminn ótrauður Áfram heldur idealisminn ótrauður
- Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu? Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu?
- Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Svavar og Svandís
Heimurinn / umhverfið
Umhverfið, mannfjöldi, hernaður ofl.
- Orka Íslands Mikilvægi orkuauðlinda Íslands
- Svifryki spúlað burt Spúla þarf svifryki af götunum
- Hrikalegt á að horfa Darfúr í Súdan frá Google Earth
- Koltvísýringslosun er ekki kosningamál CO2 magn er ekki kosningamál núna
- Hernaður kostar sitt Kostnaður hernaðar, aðallega BNA
- Svona er heimurinn (like it or not) Mannfjöldaaukning ræður orkuframleiðslu
- Þversögn vaxtarins Mannfjölgun og vöxtur þróunarríkja
- CO2 kvótamarkaður er martröð í mótun Upphaf CO2 kvótamarkaðar heims
- Grænland er of heitt! ESB á að kæla Grænland!
- Kókaínfundir og Ingibjörg Sólrún Afríkuríkin heilla ISG
- Heilaþvotturinn mikli, al-gor Heill dagur af heilaþvætti Al Gores
- Heimsvelgjan nær ekki suður úr Kólnun suðurfrá, ekki hitnun
- Út úr afríku! Vandamál Afríku eru hennar eigin smíði
- Grikkland brennur Eldar flæða um Grikkland
- CO2 kvótinn er verri en hinn kvótinn Ásjóna kolefniskvótans kemur í ljós
- Hálf- fréttir eru slappar Listi yfir 10 menguðustu borgir jarðar
- Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár Norðurpóllin er að hverfa
- Varanlegt Mynd ÍP af pýramída, hugleiðingar
- Stærstu kvótaþegar jarðar Skipting CO2 kvóta á Íslandi og víðar
- Skömmtunarárin og haftapólitíkin endurvakin Íslensk CO2 úthlutun lítl. Ráðherraskömmtun.
- Minni kjarnorka þýðir meira af kolum og olíu Kjarnorkuveri í N- Nóreu lokað
- Vaclav Klaus: Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið? Vaclav Klaus, forseti Tékklands
- Sannfærð(ur)? Taktu prófið Tíu spurningar um loftslagsmál
- Löngu- Skerjafjörður Löngusker í Skerjafirði, mynd og hugleiðing
- Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar Þróunaraðstoð til Afríku verður ekki skilvirk
- Al Gore og Dalai Lama? Listi yfir ýmsa friðarverðlaunahafa Nóbels
- Besta auglýsing í heimi Al Gore tekst vel upp með kvótabraskið
- 100 til 150 ár, segir SÞ- nefndin IPCC segir CO2 jafnast eftir 100-150 ár
- Klórblöndum ekki tæra vatnið okkar Ekki Evrópureglur um neysluvatn
- Þórunn mun klúðra samningsstöðu Íslands Umhverfisráðherra vill lítinn CO2 kvóta
- Góði Geir Vísa til Geirs um loftslagsmálin
- Rangt hjá Ingibjörgu Sólrúnu ISG segir enga samninga í gangi
- Hagavatnssvæðið í myndum Hagavatn virkjað? Myndir.
- Þróunarlaus aðstoð Þróunaraðstoð til óþurftar
- Bláfjöllin vakna Snjórinn kemur í Bláfjöllin
- BNA Íslandi til bjargar BNA neitar að samþykkja á Balí
- Látum okkur ekki blæða út á Balí Semjum ekki af okkur á Balí- ráðstefnunni
- Annars hugar á Balí Anna og Hugi frá Íslandi á Balí
- Ánægjulegt árangursleysi á Balí Óræð niðurstaða á Balí
- Lokasetning á Balí Lofstlagsráðstefnu á Balí lokið
- Á nöglum í rokinu Naglar borga sig í roki á svelli
- Áramótabrennum frestað? Líklegt að fresta þurfi áramótabrennum
- Átök orðin að stríði Sri Lanka eftirlitssveitir burt
- Nótum þess Vatnið á Íslandi, heitt og kalt er frábært
- Hungraður heimur, óvart Framleiðsla lífefnaeldsneytis veldur hungri
- Fórnarkostnaður stjórnarinnar Þórunn umhverfisráðherra er Wildcard
- ESB viðurkennir mistök í umhverfisstefnu ESB breytir um stefnu vegna etanóls
- Grænland kólnar! Kaldur vetur á Grænlandi
- Bláfjöll: Ráðningar gleymdust! Rekstur Bláfjalla í molum
- Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir ISG og friðareftirlit
- Bláfjöll: Nú kastar tólfunum! Ástandið í Bláfjöllum versnar
- Bláfjallaklúðrið nær hámarki 10.000 manns í Bláfjöllum en lélegt
- Líf í frostinu Líf í frostinu
- Stóriðjan kemur til bjargar Stóriðjan kemur til bjargar
- Endurnýting hvala Endurnýting hvala
- Veturinn er bestur Veturinn er bestur
- Skattlagning í nafni kvenna Skattlagning í nafni kvenna
- Þórunn á bremsunni Þórunn á bremsunni. Umhverfisráðherra heftir för
- Gorhugsun um Hinn máttuga mann Gorhugsun um Hinn máttuga mann. Lýsingar Gores
- Veitum framúrskarandi forystu Íslendingar veita framúrskarandi forystu skv. Gore
- Gore er ræðusnillingur Gore er ræðusnillingur en fer með rangan málstað
- Lögregla gegn umhverfissinnum Lögreglan í Brussel tekur á umhverfissinnum
- Dýr er hver Bitru- túristinn Dýr er hver Bitru- túristinn fyrst að hætt er við Bitruvirkjun
- Hver tekur af skarið? Hver tekur af skarið í borginni? Erfitt í flokknum
- Virkjum og eflum alla dáð Virkjum og eflum alla dáð. Bitruvirkjun ofl til bjargar
- Skjálftakort og töflur Skjálftakort og töflur v Suðurlandsskjálftans maí 2008
- Vopnum safnað Vopnum safnað. ISG og Rice ræða málin
- Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland. Björk ófrægir landann
- Buddan talar Þórunn umhverfisráðherra semur af sér
- Hekla er flott Ferðalýsing á Heklu með myndum
- Afleitar afleiddar afleiðingar afglapa Afleiðingar aðgerða í loftslagsmálum
- 5000 kr. á mann, bara fyrir Laugaveg 4 og 6 Borgin greiddi ofurverð fyrir skúrarusl
- Vedurpár- vídeó Veðurþáttaspá vedur.is útskýrð
- Engir samningar um loftslagsmál Fylkingar G8 og G5 eiga sér misjöfn takmörk
- ISG í herráð heimsins Utanríkisráðherra vill komast í Öryggisráð SÞ
- Yfir Skeiðarárjökul Ferðalýsing frá Grænalóni yfir Skeiðarárjökul
- Hækkum orkuverð Selja orkuna dýrt og gæta skattanna
- Þróunaraðstoð á tilvistarkreppufundi Þróunaraðstoð heimsins er í krísu
- Sóunarsamvinnu að ljúka? Sóunarsamvinnu að ljúka?
- Loftslags- réttlæti strax! Loftslags- réttlæti strax!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- prakkarinn
- stefanbjarnason
- hannesgi
- businessreport
- askja
- martagudjonsdottir
- agbjarn
- geiragustsson
- gustaf
- vey
- frjalshyggjufelagid
- tilveran-i-esb
- gammon
- sigsig
- omarragnarsson
- raksig
- halldorjonsson
- vinaminni
- samstada-thjodar
- draumur
- magnusjonasson
- frisk
- jonaa
- apalsson
- skodunmin
- arnim
- gullvagninn
- altice
- fannarh
- gun
- oliatlason
- bjarnihardar
- nilli
- davido
- svanurmd
- steinisv
- johanneliasson
- hagbardur
- arh
- zumann
- doggpals
- jonvalurjensson
- dofri
- katrinsnaeholm
- seinars
- kari-hardarson
- fredrik
- valli57
- tibsen
- kisabella
- tbs
- astroblog
- maeglika
- himmalingur
- skulablogg
- arnih
- ingagm
- ahi
- mullis
- krissi46
- vefritid
- gauisig
- bryndisisfold
- brandarar
- nerdumdigitalis
- svartagall
- siggith
- klarak
- jennystefania
- lax
- unnurgkr
- vilhjalmurarnason
- gattin
- kruttina
- rynir
- heidistrand
- thorhallurheimisson
- duddi9
- kristjan9
- haddi9001
- bofs
- thjodarheidur
- theodorn
- lucas
- benediktae
- iceland
- fun
- diva73
- zeriaph
- tharfagreinir
- bjarnimax
- fullvalda
- sigurjons
- sissupals
- davpal
- friggi
- ketilas08
- valdimarjohannesson
- gerdurpalma112
- andres08
- krist
- fjarki
- tik
- palmig
- rustikus
- vestskafttenor
- gummibraga
- svansson
- geirfz
- fhg
- stjornlagathing
- loftslag
- jonmagnusson