Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

N1 Icesave

n1icesave_1059513.pngN1 Icesave -samningur. Sá þriðji og sá langbesti!

Nú er ekki eftir neinu að bíða! En þú þarft ekkert að gera: þingmaðurinn þinn hefur séð um allt nú þegar!

 

Smáa letrið: Lesið samningin allan. Um er að ræða mikla skuldbindingu til langs tíma. Gengi, höfuðstóll og vaxtaupphæð  geta sveiflast verulega á tímabilinu.


mbl.is Allt að 2 milljónir á heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forðast þjóðaratkvæðagreiðslu og staðgreiðslu

evra_og_pund_1059207.pngAf hverju þáðu Bretar og Hollendingar ekki eingreiðslutilboð Lee Buchheits vegna Icesave upp á 48 milljarða króna? Á því er bara ein skýring: þeir telja sig fá mun meira með opna tékkanum, Icesave 3. Því er tómt mál um að tala um 50 milljarða sem líklega tölu. Eða nokkra milljarða yfir 50, því að vesenið væri ekki þess virði að halda þessu áfram, nema að von sé á öllu hærri upphæð.  

Fugl í hendi?

Ef fugl í hendi er betri en tveir í skógi, þá hljóta andstæðingar okkar í þessu máli að gera ráð fyrir meir en hundrað milljörðum króna alls, fyrst þeir hafna 48 milljarða fuglinum eina umsvifalaust. Að ekki sé talað um málflutning Bjarna Benediktssonar á Icesave- réttlætingarfundinum hans, að ríkið gæti jafnvel komið út í hagnaði!

Gaddfreðin gjaldeyrisviðskipti

Ein af forsendum Bjarna Ben fyrir samþykkinu á Icesave er sú að krónan falli ekki á næstunni. Hann telur lítlar líkur á falli krónunnar. Augljóst er að undirskrift Icesave neglir krónuna inn og gerir frjáls gjaldeyrisviðskipti óhugsandi á næstu árum, en þau opna fyrir fjárfestinguna og atvinnuuppbygginguna sem við þörfnumst svo mjög. 

Platgengið kostar sitt

Eftir undirritun Icesave þá eru hagsmunir ríkisins allir á einn veg, að krónunni verði að halda sterkri, sama hvað það kostar. En það kostar handlegg og fótlegg, eins og Bretinn segir. Hlandauðvelt er að veðja gegn krónunni ef víst er að hún verði varin. Eðlileg verðmyndun á sér ekki stað og lánsfé er notað til þess að niðurgreiða innflutninginn.

Hrikaleg skuldbinding

Bretar og Hollendingar hafa líklega reiknað gengismálin betur út en Bjarni Benediktsson: þeirra upphæðir eru í þeirra gjaldeyri sem gerir ekki annað en að styrkjast gagnvart þjóð sem samþykkir að greiða ofurupphæðir til margra ára vegna mistaka einkabanka.


mbl.is Forystufólk í stjórnarflokkunum vill ekki þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með góða samvisku en ekkert umboð

samtaka_nu.pngRéttlætingarfundur Bjarna Benediktssonar á Icesave í dag sýndi fundarmönnum að grunnforsendur Icesave hafa ekkert breyst, að til standi að ganga að ólögmætum kröfum Breta og Hollendinga með því að greiða höfuðstól lágmarksupphæðarinnar. Sú niðurstaða er skýrt í blóra við vilja Landsfundar Sjálfstæðisflokksins og þorra kjósenda flokksins.  Líkt og Steingrímur J. þá hafði Bjarni einungis samviskuna sína til þess að réttlæta þessar óréttlátu aðgerðir, ekki umboð flokks síns til aðgerðanna. Okkur á því að líða betur með að greiða þetta af því að þeir sofa nú með góða samvisku. Við greiðum samvisku þeirra nýju félaga dýru verði.

Þekkt Icesave- varnarræða

Varnarræða Bjarna Ben var þannig  samhljóða því Icesave- hjali sem Jóhanna Sig og síðar Steingrímur J. hafa hjakkað á síðustu árin, sérstaklega að við getum ekki verið þekkt fyrir ósveigjanleika á alþjóðagrundvelli. Eini munurinn var sá að Bjarni nefndi ekki „samfélag þjóðanna“ eins og JS/SJS- tvíeykið tönnlast á. Staðfestan hafi komið okkur á þennan stað, en nú sé komið nóg.

Líkir samningar í þjóðaratkvæði

Nú er víst komið að því að ekki er hægt að semja frekar um Icesave. Gott og vel, segi ég og fjöldinn allur, þá er tími til lokaafgreiðslu málsins hjá þjóðinni, af eða á í þjóðaratkvæðagreiðslu. Síðustu úrslit voru 98% á móti (þá átti að greiða höfuðstól plús kostnað eins og nú)  en hver yrði niðurstaðan núna?

Andstaða við þjóðaratkvæðagreiðslu

Raunveruleg andstaða forystu Sjálfstæðisflokksins við þjóðaratkvæðagreiðslu helgast líklegast af því að Icesave- samkomulagi yrði hafnað og yrði þá ekki hægt að taka það upp aftur samkvæmt Bjarna Ben. ESB- aðlögunin færi þá almennilega í strand. Það er undirliggjandi ástæða ótta Bjarna Ben og forystunnar við það að hafna þessum ófögnuði eins og þjóðin vill.

Góð pólitík?

Augsýnilega á ég margt ólært í pólitík, en nei- takk, ég vil ekki læra það svona. Að fylgismenn (ESB- sinnar) smali og mæti snemma og setjist í fremstu sætaraðirnar klappandi fyrir kamerunum á meðan almenningur aftur í sal maldar í móinn. En ég hlýt að trúa því að amk. flokksmenn sjái að grunndvallaratriði þessa Icesave-máls hafi ekkert breyst, sama hvað huggulegir mjúkmæltir sölumenn þess sýna fram á, með tandurhreina samvisku en ekkert umboð.


mbl.is „Sætti mig við þessi málalok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstöðugríman tekin niður

Bjarni Benediktsson var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins sem „sátt“ á milli ESB- sinna og ESB- aðildarandstæðinga innan flokksins. Margoft reyndu flokksmenn, þ.á.m. ég, að spyrja Bjarna á fundum um tvennt: Ætlarðu að semja um Icesave og halda ESB- aðlögun áfram, ef þú kemst til valda? Hann var jafnan háll sem áll og fékkst ekki til þess að segja: „nei og nei“. Einfaldlega vegna þess að hann vildi jánka hvorutveggja  en mátti það ekki, því að þá hefði hann ekki verið kosinn áfram.

ESB/Icesave eða ekki?

  er komið að þeim stað í Veislunni að sannleikurinn birtist. Aldrei mátti nefna ESB- snöruna í hengds manns húsi, en ekki verður feigum forðað: Annað hvort aðhyllist maður ESB- aðild eða ekki. ESB- aðildarsinni er gjarnan tilbúinn til þess að samþykkja Icesave- álögur og flest það er færir okkur Gull-Evru  og önnur ómæld gæði við enda regnbogans.  Síðan dregur hann aðra félaga með sér í ESB-pyttinn í nafni samstöðu, líkt og Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon gerðu í sínum flokkum.

Óttinn við valdaleysi

En þetta átti ekki að vera hægt í Sjálfstæðisflokknum, sem hefur sýnt skýra andstöðu í skoðanakönnunum og á Landsfundi. Hugsanlega veldur þar hræðsla forystunnar við það að komast ekki til valda á endanum nema með samkomulagi við Samfylkingu, enda er ekki farandi í stjórn með þjóðnýtingarsinnum í Vinstri grænum. Við Sjálfstæðisfólk vitum hve dýru verði slíkir afarsamningar með Samfylkingu hafa verið keyptir. En að láta þjóðina gjalda sem heild vegna Icesave má ekki gerast, hvar í flokki sem menn standa. Þingflokkurinn verður að endurspegla flokkinn allan í andstöðu sinni.

Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave og ESB- aðlögunarferlið

Einungis þjóðaratkvæðagreiðsla getur gert út um svona risastórt mál eins og Icesave, sem slær öllum skattahækkunum og öðru stjórnarklúðri við. Og ef farið verður  af stað með slíkt, þá liggur beint við að spyrja þjóðina líka hvort draga skuli ESB- aðildarumsókn til baka strax eður ei. Þá verður loks hægt að taka á málum sem skipta sköpum, eins og atvinnu- og samkeppnismálum.

Styðjum við bakið á þeim þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem sýna andstöðu við Icesave þrátt fyrir mótbyrinn. Hlustum á ungliðana sem erfa landið og skuldirnar.


mbl.is Ólga vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkur í herkví

Bjarna Benediktssyni virðist munu takast ætlunarverk sín, að keyra Icesave- ánauðina í gegn og að láta ESB- aðlögunina ganga alla leið. Þar með tókst litlum hluta Sjálfstæðisflokksins að taka flokkinn herfangi þrátt fyrir skýra andstöðu drjúgs meirihluta hans og gegn afdráttarlausum síðustu samþykktum flokksins.  Bjarni „tók Steingrím J. á þetta“, þ.e. að fara þvert gegn flokkssamþykktum og hunsa lýðræðið, enda hælir Steingrímur Bjarna nú á hvert reipi fyrir dugnaðinn.

Hvaða sjálfskvalarlosti er það í Sjálfstæðisflokknum að láta þesskonar valdbeitingu ítrekað yfir sig ganga án þess að grípa til aðgerða? Forystan beygir af í hvert sinn er gullin tækifæri gefast til þess að ganga milli bols og höfuðs á alverstu vinstristjórn allra tíma, t.d. eftir Icesave- þjóðaratkvæðagreiðsluna frægu, þegar Glataða Tvíeykið (JS/SJS) lagði allt undir að Icesave yrði samþykkt, en koltapaði.  Og ekki vill Bjarni staðfesta að ESB- umsóknin yrði dregin til baka ef flokkurinn kæmist til valda, öðru nær, hann vill láta hörmungina ganga sér til húðar.

Alltaf talaði Bjarni um samninga, betri samninga, jafnvel nú þegar vestræn ríki fylkjast undir þeim fána að stjórnmálamenn megi ekki skuldbinda þjóðirnar vegna gjalþrota banka og annarra einkafyrirtækja. Það þarf ekki annað en að skoða viðskiptarásir erlendra sjónvarpa og blaða til þess að sjá þetta.

Nú er hvorttveggja fullreynt með Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Ekki virðist hafa dugað til að Þorgerður Katrín ESB- sinni viki sem varaformaður og Ólöf Nordal tæki við. Nema að Ólöf reki hnefann í borðið sem fulltrúi meirihluta Sjálfstæðisfólks, sem stendur gegn ESB- aðlögun og Isesave- gjörningum. Forystan hefur því farið gegn vilja fjöldans og ber annaðhvort að víkja strax eða að bjarga því sem bjargað verður og standa gegn Icesave og ESB- aðlögun og kunna að skammast sín.


mbl.is Fagnar afstöðu sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband