Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Með hverjum standa íslensk stjórnvöld nú?

euro_eldur.pngÁ meðan lífsbardagi grísks almennings við stjórnmálamenn sína, ESB, AGS og þýska og franskra banka geisar, hvar stendur þá íslenska vinstri- ríkisstjórnin, málsvari lítilmagnans? Alþýðubandalagið endurborið. Tekur hún undir rödd fjöldans, að fólkinu beri að bjarga, en leggja ekki á það slíkar byrðar að það geti ekki dregið vagninn? Aldeilis ekki, hún þegir þunnu hljóði, þar sem ofangreindir aðilar undir forystu ESB eru ákveðnir í því að mjólka grískan almenning til þess að bjarga Evrunni og ESB, þótt markaðurinn meti 96% líkur á greiðslufalli Grikklands innan fimm ára og ávöxtunarkrafa tveggja ára grískra skuldabréfa sé um 60%!

 

Ekki minnst á vandann

Evru- pólítíkusar lifa í slíkum ídealistiskum draumaheimi núorðið, að raunverulegu hætturnar eru ekki einu sinni ræddar. Fjármálaráðherrar Evrulanda hittust um sl. helgi. Eftir það staðfesti fjármálaráðherra Írlands við Bloomberg fréttaveituna að hugsanlegt greiðslufall Grikkja hafi ekki komið til umræðu! Össur Skarpéðinsson utanríkisráðherra sómir sér vel í slíkum hópi, þar sem erfiðar ESB- staðreyndir eru ekki ræddar eða þeim snúið á haus.

 

“This debt is unpayable”

Þessi skuld Grikkja verður ekki greidd. Greiðslufall er óumflýjanlegt, skv. Mario Blejer, sem stýrði seðlabanka Argentínu eftir hrun þeirrar þjóðar. Það verður að gerast af alvöru (t.d. helmings- afskrift skulda) og alls ekki að litlum hluta, það er verst af öllu.  Hrynji Evran, ESB eða franskir bankar verður svo að vera, því að fölsku hagkerfi verður ekki viðhaldið til eilífðar. Þetta risa- Icesave Grikkja má ekki staðfesta, eigi þjóðin að eiga sér viðreisnarvon.

 

En stuðningur Jóhönnu Sig., Össurar og Steingríms J. verður við ESB og IMF  í þessu máli. Það heimtar sölu ríkiseigna Grikklands og að ógreiðanlegar skuldir verði greiddar af buguðum grískum almenningi.

 

Frá Bloomberg:

Mario Blejer, who managed Argentina’s central bank in the aftermath of the world’s biggest sovereign default, said Greece should halt payments on its debt to stop a deterioration of the economy that threatens the EU.  “This debt is unpayable,” Blejer, who was also an adviser to Bank of England Governor Mervyn King from 2003 to 2008, said in an interview last week in Buenos Aires. “Greece should default, and default big. A small default is worse than a big default and also worse than no default.” Greece’s debt is about 140 percent of its economy, according to data compiled by Bloomberg.


mbl.is Íhuga þjóðaratkvæði um evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krísa Evrulanda er pólítísk

Krísa Evrulanda er pólítísk krísa, ekki aðeins fjármálaleg. Skuldir Grikkja eru ekki sjálfbærar, það er óumdeilt, enda 98% líkur á greiðslufalli ríkisins. Öll leggjast þau á eitt að þröngva haftaaðgerðum upp á grísku þjóðina, ESB, AGS, EFSF, þjóðhöfðingjar Evrópusambandsríkja og nú Bandaríkjastjórn. En grískur almenningur veit að hann getur aldrei greitt þessar skuldir og t.d. þýskur og finnskur almenningur telur sig ekki eiga að greiða þær. Samtvinnað valdakerfi ESB og bankanna ætlar að þröngva þessum aðgerðum í gegn þrátt fyrir allt.

Botnlangann af?

Grikkir hafa enga leið út úr Evrunni og verða að fá að skera niður skuldir eins og Íslendingar gerðu. Markaðirnir tækju því líklega vel að skera þennan botnlanga af og losa um óvissuna, en stjórnmálafólk í Evrópu tekur það ekki í mál og ætlar að bjarga öllum sínum bönkum, ekki bara þeim kannski 2/3 hluta sem er viðbjargandi.  Grísk bylting sem endar í Ný- Drökmu er því eina lausnin fyrir Grikkina sjálfa.

bloombergdollareurope.pngLausnin: Meira FIAT

Nýjustu samhæfðar aðgerðir seðlabankanna eru endurtekning frá 2008 bankakrísunni, þar sem ýmsir Evrópskir bankar eiga í vandræðum með útvegun lausafjár. Bandaríkin koma til bjargar með aukna fiat- platpeninga ef í harðbakkann slær, en þá næst aldrei að taka á raunverulegu vandamálunum, uppsöfnuðum ofurskuldum og ofgíruðum fjármálagerningum sem færðust frá einkageiranum yfir á ríkin. Federal Reserve seðlabankinn er því núna seðlabanki heimsins og viðheldur Bandaríkjadollar sem heimsgjaldmiðli í viðskiptum.

Lausnin: Evrópuskuldabréf?

Evrópuskuldabréf (Eurobonds) má slá út af borðinu.  Samkvæmt mbl.is (eftir euobserver.com) sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sem öllu ræður: Evruskuldabréf væru alger mistök. Til þess að hafa sameiginlega vexti þá þarftu að búa við hliðstæða samkeppnishæfni og hliðstætt fjárlagafyrirkomulag,“ . Nær algert valdaframsal í yfirstjórn fjármála til ESB er forsenda Evruskuldabréfa. Bandaríki Evrópuríkja er ekki í uppsiglingu.

Ofurskuldug Evrulönd

Skoða þarf þær upphæðir sem Evrulönd skulda og vilja nú bæta vel við þær skuldir, þótt álag fari hækkandi. Ítalía ein skuldar 1,9 trilljón Evra, um þrjú hundruð þúsund milljarða íslenskra haftakróna. Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi Evrópu og er því í raun greiðandi að Grikkjaskuldunum, en ítalskir bankar eru þar stórir skuldareigendur. Stærstir þeirra eru þó franskir bankar í öðru stærsta hagkerfi Evrópu. Þeir eiga mest af skuldum Grikkja, sem verða nær örugglega skornar niður, nema franskur almenningur og öll hin 17 Evrulöndin samþykki að styrkja Grikki með öðrum risastórum gjafapakka sem fer mest í að greiða frönskum og þýskum bönkum!

Hagvöxtur að hætti Jóhönnu

Nýjar hagtölur sýna að hagkerfi ESB hefur staðnað (vex ekki). Evrópusambandið leyfir ekki að þjóðir taki upp Evru nema með ESB- aðild og aðhaldi skv. Maastricht reglum, ef einhver þjóð fyrirfinnst sem ganga vill í Evrópska Skulda- Bandalagið núna.

Evrusinnar: Allir í laugina!

Jóhanna Sig., Steingrímur J., Þorgerður Katrín ofl. Evrusinnar vilja að við hendum okkur út í djúpa enda ofangreindrar Evrópuskulda- sundlaugar með skuldbindingum sem verða ekki aftur teknar til baka. Við buslum frekar í grunnu Íslandslauginni áfram, heldur en að fara í djúpu laugina með alvöru skuldurunum.

Við þurfum aðeins að fá stjórn sem hugsar um annað en aðild að stærsta vandamálapakka heimsins.


mbl.is Tækifæri fyrir ESB í norðri með aðild Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir í vanda

danmork2011_kosningar.pngNú er Dönum vorkunn: helmingaskipt þjóðin fær núna yfir sig vinstri stjórn að hætti Jóhönnu Sig. með höftum og hærri sköttum, en slakar á einu, þ.e. innflytjendastefnunni.

Helle Thorning- Schmidt þarf þó að smala enn fleiri köttum en Jóhanna og eiga við enn fleiri „Þráinn Bertelsson- týpur“, skv. niðurstöðu kosninganna. Vandræði Íslendinga virðast hjóm eitt!


mbl.is „Sigri fylgja skyldur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út úr Evrópska Skulda- Bandalaginu?

esbstjornur.pngNú þegar Grikkland rambar á barmi gjaldþrots, þá ákveða þeir samt að halda sig í Evrulandi. En Þjóðverjar ráða þessu og tala skýrt:  Samningur var gerður. Ef hann er rofinn, þá verður ekki um aðra greiðslu að ræða. Þar með geti Grikkir ekki haldið sig innan Evrunnar. Ný- Drakma verður æ líklegri með stórri gegnisfellingu frá Evrunni.

Þrot

Tölurnar eru ekki gæfulegar:  Ávöxtunarkrafa 10 ára grískra ríkisskuldabréfa er yfir 20% en á tveggja ára  bréf er hún yfir 60%! Síðan eru líkurnar á gjaldfalli yfir 90%, enda skuldatryggingin á yfir 30% (þ.e. það kostar yfir 3 milljónir dollara að tryggja grískt 10 ára, 10 milljóna USD bréf í eitt ár).

Suðrið allt

Franskir bankar falla hratt vegna þess hve grísk lán eru stór hluti af körfu þeirra stærstu. Einn þeirra stærstu hefur helmingast í virði á árinu. Portúgal og Ítalía halda vandræðum sínum áfram.

Norðrið sterkara

Á meðan suðrið riðar til falls styrkist norðrið: Ríkisskuldabréf í Þýskalandi, Hollandi og Finnlandi eru met- sterk í dag með mjög lága ávöxtunarkröfu. Aðskilnaður suðurs og norðurs er því að verða að veruleika, þar sem Þjóðverjar verða allsráðandi í Evrunni eða Norður- Evru og raunar í fjármálum þeirra ESB-  aðildarríkja. 

En Ísland sækir samt um!

Ríkisstjórn Íslands vill sækja um aðild að sósíalistaklúbbnum í Evrulandi eins og hann átti að verða í upphafi, ekki eins og hann er. Aðild að Evrópska Skulda- Bandalaginu (ESB) og Evrulandi er hrein firra eins og málin hafa þróast.


mbl.is Allt gert til að hindra greiðslufall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

11. sept. á Íslandi

11sept2011thyrlan.pngHér eru myndir sem ég tók 11. sept. 2011 og minna á atburðina forðum. Þyrla kom einmitt inn á eina myndina og ljósið stefnir að turnunum. Hafnarfjörður er í baksýn. Tunglið er fullt. Smellið oft á myndirnar til stækkunar.

11sept2011a.png


mbl.is Nokkrir grunaðir um hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðaleysi? Aldeilis ekki

geirhhaarde2009.pngÁ að dæma Geir H. Haarde fyrir skuldasöfnun fyrirtækja og banka upp á 25.000 milljarða króna? Helst virðist ákært fyrir aðgerðarleysi frekar en rangar aðgerðir. Þá er mér spurn, var þessi einstaka aðgerð, neyðarlögin, ekki einmitt það sem gerði okkur fært að létta nokkur þúsund milljarða króna skuldum af okkur yfir á erlenda banka? Þá telur eflaust  einhver Besserwisserinn að Geir hefði átt að úthúða íslenska bankakerfinu áður en að þessum tímapunkti kom. En hefði hann gert það, þá hefði hann verið talinn sá sem felldi einmitt kerfið, orsakamaður Hrunsins.

Orsökin

Mörgum var orðið ljóst árið 2007 að útþenslubólan í bankakerfi heimsins var orðin nær óstöðvandi. Núna er smám saman að koma í ljós hve nokkur amerísk fjárfestingafélög höfðu endalausan aðgang að peningum Federal Reserve, ameríska einkaseðlabankans. Þessar flóðgáttir opnuðust bönkum út um allan heim og enginn mannlegur máttur gat stöðvað þetta offramboð peninga þótt hann vildi. Þetta minnir mig á sandvirkin í fjörunni í Skerjafirði  sem maður reisti forðum: flóðið tók þau alltaf, sama hve mikill sandur var borinn í virkin.  

Kutinn í bakið

En að draga fyrir dóm í sakamáli vegna meints aðgerðarleysis virtasta stjórnmálamann síðari tíma, sem 70% þjóðarinnar treysti best til þess að halda á stjórnartaumunum, er fáheyrð mannvonska.  Hver stóð svo helst að þessari aðgerð og greiddi því atkvæði að aðrir ráðamenn í réttum flokki slyppu við þennan áralanga ófögnuð? Nú auðvitað Jóhanna Sigurðardóttir, slakasti forsætisráðherra í minni elstu manna. Hún hafði margföld tækifæri til þess að koma í veg fyrir þessa ósanngjörnu aðgerð gagnvart samstarfsaðila sínum, en brást trausti alls sómakærs fólks með því að beita þessum kuta í bakið þegar leitin að þessum blóraböggli var eina leið hennar til þess að forðast ábyrgð í hundraðasta sinn.

Fáum friðofficepaperwork.png

Mér er stórlega til efs að Jóhanna Sig. hefði staðið keikari en Geir H. Haarde í þessum stormi þegar hann gekk yfir í september og október árið 2008. Hún hefði heldur kosið að halda áfram að reikna út bætur í Tryggingastofnun Ríkisins, herbergi 13c, sem opið er á fimmtudögum á milli kl. 14:00 og 16:00, til þess að taka við kvörtunum, rituðum á form B135 í fjórriti.

En okkur hin á hún að láta í friði svo að við getum átt við afleiðingar alþjóðlegs efnahagshruns.


mbl.is Óljós málatilbúnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband