Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Minkurinn á fullu

Minkur BBLUmhverfisráðherranum er leyft að valsa um eins og minkur í fjöreggjaframleiðslu þjóðarinnar þar til ekkert er eftir, eins og frægt er orðið. En nú tekur Svandís Svavarsdóttir úrganginn fyrir. Samfylkingin leyfir þessari niðurrifsstarfsemi að ganga áfram í nafni misskillinnar umhverfisverndar, sem er ekkert annað en fasísk umhverfisfanatík, sem engum þjónar. 

Undanþágurnar sem Svandís vill ekki að við höfum, frá hverju skyldi það vera? Frá stöðlum útspúandi stórþjóða. Allir vita að magn efnanna út í loftið sem um ræðir hér á landi er alger öreind á heimsvísu. Þar með skiptir einungis máli hvað verður eftir í nánasta nágrenni og það þurfa Íslendingar að eiga við og ráða sjálfir hvar mörkin eru sett eða hvað sé gert í því, t.d. í Vestmannaeyjum, þar sem ætla má að elífðarvindurinn þynni efnin fljótt beint út í loftið. Við ráðum alveg sjálf við úrlausn þessarra mála.

Varla er hægt að gera ráð fyrir því að duglausasti forsætisráðherra allra tíma, Jóhanna „nefnd“ Sigurðardóttir, sýni einhverja ákveðni gagnvart ofangreindri umhverfisfrekju. Því megum við búast við því að umhverfisverndar- fasisminn haldi áfram á fullu, svo að umhverfisráðherrann hljóti fleiri virðingarstig á Evrópskum sósíalistaráðstefnum, á meðan landinn skilur ekkert af hverju þjóðfélagið er stopp.

Hvar grípur Svandís næst niður? Hræðslan við það viðheldur kannski þögninni um málin? 


mbl.is Undanþága fyrir Ísland ástæðulaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláfjöllin flott

DSC02939 Chamonix 2006 IP

Skíðafærið í Bláfjöllum var unaðslegt í gær. Fólk sveif um í púðrinu og loftið sindraði af kristöllum í sólskininu. Svona dagar lyfta sálinni á hærra plan, í Alpatilfinningu. Ég dáðist að landinu af tindinum og óskaði sem flestum að upplifa svona stundir.

Nú er tækifærið, grípið það ef heilsan leyfir. Farið sem fyrst af stað. Já, núna!

PS: Klæðist frekar of vel  heldur en of lítið. Hreyfingin er svo stutt miðað við kyrrstöðuna. Skíðagleraugu og auka lambhúshetta er nauðsynlegur búnaður á fjöllum á íslenskum vetri.

PS.PS.: Skálafell var líka mjög skemmtilegt um daginn. Verulega lofsvert framtak drífandi fólks.


mbl.is Frábært færi í fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í biðflokk

Bedid i atvinnuleysinu

Svandís Svavarsdóttir tafamálaráðherra hefur sett Ísland í varanlegan biðflokk á meðan trilljónir tonna af orkumiðlandi jökulvatni renna ótrufluð til sjávar þar til allir jöklarnir eru bráðnaðir. Kostulegt er að heyra hana tala um sátt, þar sem hún hefur kvenna mest valdið ósátt síðan Hallgerður gekk.

Nú er ein helsta afsökun Svandísar fyrir því að ekki megi virkja neðri hluta Þjórsár sú, að laxinn þar raskist. Helstu hagsmunir þar eru hjá netaveiðibændum, sem þiggja myndu frekar góðar bætur en að vesenast við ádráttinn. Laxinn hressist hvort eð er ef gengið er almennilega frá þessu. Aukin hlýindi og tærleiki ánna stækka gjarnan stofninn eins og í Blöndu. Flestir sjá að þetta hálmstrá Svandísar heldur ekki.

Umhverfisráðherrann samþykkir ekki að virkjanirnar á einhverju vænlegasta og skilvirkasta vatnsfalli í heimi til virkjunar verði nýtt okkur öllum til góðs. Frekar ætti kannski að setja upp fugladrepandi viftur upp um hæðir og hóla eða að þvera firði fyrir sjávarfallavirkjanir?

Niðurstaðan hjá Svandísi er alltaf sú sama: að drepa framkvæmdina með töfum. En Jóhanna Sig. setur málið í nefnd á meðan Steingrímur J. Reykás segir eitt í dag og annað á morgun, alltaf samkvæmur sjálfum sér.

Vinstri óstjórn á Íslandi er núna, Gaukshreiðrið II.


mbl.is Stærð málsins ástæða tafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyrði ekkert illt, eða hvað?

SeeNoEvilHearNoEvil Pigs

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, leiðtogi Samfylkingar við hrunið 2008, vildi ekkert illt sjá og heyra, hvað þá leyfa bankamálaráðherranum sínum að fylgjast með. Svo þegar Davíð seðlabankastjóri úthúðaði vinum hennar, bankamönnunum og sagði svo ekki varð um villst hver staðan væri í mesta hruni Íslands í nútíma, þá skellti hún skollaeyrum við því og vildi helst lána bönkunum yfir 1000 milljarða frá skattgreiðendum til þess að skellurinn lenti örugglega á okkur öllum. 

Sjálf hafði hún verið upptekin í Afríku að tvöfalda þróunaraðstoð við helstu skúrka álfunnar.

Ekki batnaði staðan þegar Jóhanna Sig tók við. Sú gerir sér ekki grein fyrir því að fjárfestar koma ekki nálægt landi þar sem forsætisráðherrann er með þá stefnu að rústa kvótakerfinu, stjórnarskránni, sjálfstæðinu, orkuöflun, gjaldeyrisviðskiptum... 

 


mbl.is „Tók hamskiptum á fundi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband