Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Áfangasigur, en þó...

ESB buid

Ánægjulegt er að heyra að vegferðin til ESB verði stöðvuð strax. Ráðuneytin frelsast þá til alvöru athafna til aðstoðar þjóðinni. En það er tvennt við þetta sem veldur samt trega: Að ferlið verður „stöðvað“ (annað orð yfir hlé, en því ekki slitið strax) og að „hins vegar“ verði útfærslan kynnt, sem bendir til þess að tilslakanir til ESB-sinna eigi sér stað. Annars væri hún ekki „hins vegar“.

Stefnt að... 

Útfærslan er þá líkast til á þá leið að „stefnt verði að“ þjóðaratkvæðagreiðslu innan tveggja ára um framhald viðræðna, í stað þess að slíta þessari illa studdu aðlögun strax og hefja hana ekki aftur nema að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu sem styddi viðræður með afgerandi hætti, þannig að íslenskir viðsemjendur hefðu nægilegt bakland. 

En, mjór er mikils vísir!


mbl.is Aðildarferlið verður stöðvað strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slippurinn þarf að fara

Skipahreinsun

Starfsemi Slippsinns passar engan veginn við mannvænt umhverfi hafnarinnar eins og það er orðið. Ótrúlega hávær háþrýstispúlun af baneitruðum málningarmenju- örveruúða getur t.d. aldrei samræmst hótelarekstri eða veitingasölu innan seilingar. Engin leið er að samræma þetta. Raunveruleikinn er í hróplegri andstöðu við þessa rómantísku ímynd. Léttir bátar og starfsemi í kring um þá hæfir raunveruleikanum, en slippurinn þarf að vera fjarri mannabyggðum til þess að geta stundað starfsemi sína eðlilega, án kvartana. Hljóðmengun, loftmengun og mengun hafnarinnar fylgir starfsemi slippsins og hann þarf að færa strax á viðeigandi stað. 

Aðgreining er nauðsynleg

Aðgreining svæða vegna mismunandi starfsemi er sjálfsögð vegna mismunandi eðlis starfseminnar. Óviturlegt er að valda vandræðum nær vísvitandi með lélegri skipulagshugsun, þar sem breytt er til þess að breyta, í stað þess að fylgja friðsamlegri þróun mannlífsins. 

Bílfjandsamleg skipulagsstefna borgarinnar heldur áfram, þar sem ógerningur verður að finna stæði fyrir bílinn í heimsókn á svæðið eða fyrir íbúana.  


mbl.is Blönduð byggð er málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raforkan skert, sæstrengur út í hött

No electricity

Skert orkuöflun okkar ágætu lóna sýnir fáránleika sæstrengs til Evrópu. Landsvirkjun selur ákveðið orkuöryggi, en neyðist til að skammta raforku til stórnotenda við þessar aðstæður. Sæstrengur krefðist stöðugt notkunar hans, þegar við megum ekki missa meira úr landi.

Kaffi til Brasilíu? 

Þá segði einhver að við gætum keypt orku hingað, en það yrði á uppskrúfuðu verði miðað við markaðinn hér og eflaust þyrfti Landsvirkjun að blæða, þar sem hún semur um ákveðið orkuöryggi til orkukaupenda eins og Alcoa.

Löng dauð tímabil 

Sæstrengur gengur ekki upp: hann býr til vandræði á Íslandi. Uppbygging hans og rekstur gætu aldrei byggt á sölu umframorku á einstaka tímabilum, enda væri nær að bjóða hana hér til vaxtar þeirra fáu sem geta nýtt hana. Dauður tími hjá sæstrengnum, sem getur verið á löngum tímabilum eins og nú, er hreinn kostnaður og afskriftir, sem enginn með viti vill taka þátt í. Ríkið ætti amk. aldrei að taka það í mál.

Sæstrengs- stjórnir úti? 

Vonandi svæfist þetta sæstrengs- mál með fráfarandi stjórn. Þó er skilgetið afkvæmi hennar núverandi stjórn Landsvirkjunar að langmestu leyti, þannig að sæstrengurinn kraumar áfram eins og miltisbrandur. 


mbl.is Verri staða en spár ráðgerðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá- mál sem hliðrast til?

Hvad er i pakkanum

Nú þegar Sigmundur Davíð heldur pönnukökunum og mjólkinni sín megin (á mynd mbl.is) en Bjarni vinnur á tölvunni og skuldsett heimili eru í deiglunni, þá er hætt við að ESB-umsókninni verði stungið undir stól á meðan, í stað þess að draga hana til baka strax og hefja ekki aðlögun aftur við þá stórbændur í Hruna nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. 

ESB í dvala? 

Þögnin um ESB- málið veldur manni trega, því að þá er enn ein miðjumoðslausnin látin yfir okkur ganga, að Össurar-hlé sé gert á aðlöguninni, sem heldur áfram á bak við Potemkin- tjöldin í 2-3 ár til þess að friða hægri Krata sem kusu annan hvern flokkinn í þeirri von um að þetta reddist allt að ESB-hætti með Lissabon- aðferðinni. Ef svo færi, þá segði Bjarni að annað hafi ekki verið hægt í þröngri stöðu en að gagna á bak Landsfundar- samþykktinni um slit strax. Sigmundur Davíð má allt núna og hefur alla góða með klóroform- púða á þetta mál þar til Evran er sprungin og slitin eru sjálfgefin. 

Kerfið mallar 

En á meðan heldur tjónið af ESB- aðlöguninni áfram. Svo vakna upp spurningar, t.d. hvort pólítíkusum, nærri því hvar sem þeir standa, líki ekki bara mætavel þessi miðlæga Rómar-Kremlar búrókratía sem færir öllu kerfinu völd og festir þau í sessi og fólkið sem þar vinnur. Ráðuneytin eru ekki endilega skilvirkust að hætti ESB, heldur allt eins hvernig þau þróuðust í gegn um tíðina hjá okkur með breyttum háttum. Núna efast maður um ráðherravaldið sjálft, þar sem allt úir og grúir af nefndum og ráðum en ótal ólíkir málaflokkar tilheyra hverju ráðuneyti. Arfleifð Jóhönnu verður erfitt að afmá, þar sem beinar upplýstar ákvarðanir með skýra ábyrgð ráðherrans eru torfundnar.

Kannski verða nýir ráðherrar með bein í nefinu.

 

  


mbl.is Ræða einföldun á skattkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband