Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

Nýr skattur!

Burokratar i hringFlokknum mínum fatast flugið núna. Leggur fram frumvarp um nýjan skatt, náttúrupassa, þegar draga átti úr ríkisumsvifum og skattlagningu! Bætum þessu við matarskatts- klúðrið og þá spyr maður sig hvort hressa þurfi ekki upp á minnið hjá flokksmönnum í ríkisstjórninni um Landsfundar- ályktun og til hvers þau voru kosin. Lækka skatta og draga ESB- umsókn til baka. Það tekur ekki árin. Það á að gerast strax.

Vinstra vesen

Skattlagning eins og náttúrupassinn býður upp á allan vinstri- vesen pakkann eins og hann leggur sig: höft á frelsi fólks, ósanngjarna skattlagningu, mismunun, útþenslu ríkisbattería, eftirlitsplágu, riflildi um skiptingu tekna, óþarfa kostnað og meiri völd til ríkisins. Það gefur auga leið að amk. helmingur upphæðarinnar fer í ofangreint, eflaust meira, enda vindur svona lagað upp á sig með tímanum.

Þurfa tiltal

Ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum þurfa augsýnilega tiltal frá flokksmönnum núna. Eins gott að Landsfundur er í nánd. Við skulum rétt vona að svona vitleysur verði leiðréttar fyrir þann tíma og náttúrulega að ESB- umsóknin muni hafa verið dregin til baka.

 

 

 


mbl.is Náttúrupassi samþykktur í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er í heiminum hverfult

1990s575Gígjökull og steinbrúin yfir Ófærufoss benda okkur á það, að allt er í raun hverfult, bara á mismunandi löngum tíma, einnig hjá mannfólkinu. Steinbrúin kannski í milljónir ára en Gígjökull í árhundrað, eftir gosum Eyjafjallajökuls. Landið rís og sígur, hafstraumar fara til hægri og vinstri og lífið allt fylgir þeim andardrætti. Litla- hérað í A- Skaftafellsýslu breyttist í Öræfi á örskotsstundu en gróðurinn kemur aftur á hlýskeiðum. 

Fólkið eða almættið?

En nú bregður svo við að fram stígur fólk sem fer mikinn og heldur því fram að hluti þess mannfólks sem jörðina byggir núna geti ekki aðeins breytt veðurfarinu í þá átt sem það kýs, heldur leiðrétt þær skyssur sem aðrar mannskepnur annars staðar í heiminum á öðrum tíma kunna að hafa gert frá iðnbyltingunni til vorra tíma. Áhrif þessara aðgerða taka að vísu fjölda áratuga eða nokkur hundruð ár að virka, en á þeim tíma hefur jörðin tekið margan andardráttinn, sem gjörbyltir öllum plönum þessa ágæta, framsýna fólks.

Ég held að ég njóti frekar bara dagsins.

Sigid i Gigjökul

 


mbl.is Breytingar á ásjónu landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinir fáu ákveða fyrir fjöldann

NarrowingÞrengingin á Grensásveg er nýjasta uppátæki Dags & Co., þar sem miðbæjargengið fámenna þröngvar lífssýn sinni upp á fjöldann. Um 7,6% íbúanna búa í miðbæ Reykjavíkur en tæp 50% í Breiðholti, Árbæ, Grafarholti og í Grafarvogi samanlagt (sjá súlurit). Sá helmingur borgarbúa býr víst í „úthverfum“ skv. skilgreiningu latte- liðsins og aðrir sem búa í aðliggjandi sveitarfélögum en t.d. vinna í Reykjavík eru ekki inni í byltingar- myndinni stóru sem Dagur & Co. hampar, með allri sinni reiðhjólapólitík og bílfjendastefnu.

Íbúar og notendur ekki spurðir

Raunverulegir notendur gatnanna eru aldrei spurðir neins og heldur ekki fólkið í hverfunum. Einhver fundur með tugi manns er ekki marktæk leið, heldur verður að nýta nýjustu tækni til þess að ná til hvers og eins innan hverfis og utan. Leyniorð í farsímann/ tölvuna er líklegast besta leiðin til þess að kjósa um þætti sem standa nær fólki og finna þarf leiðir til þess að láta slíkt gerast. Betri Borg hefur aftur á móti ekki komist rétt af stað og er ekki skilvirk leið, enda gjarnan tillöguhrúga um smærri atriði en aðal- ágreiningsefnum er ýtt til hliðar.

Verulega knýjandi ástæður á að þurfa til þess að breyta skipulagi sem vel hefur reynst og hefð hefur skapast um. Dyntir mistækra stjórnmálamanna eiga ekki að rugga þeim báti.


mbl.is Ákvörðun um þrengingu var frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verulega villandi umfjöllun

HvernigFerdastVegagerðin lét kanna ferðalög fólks ÚT FYRIR BÚSETUSVÆÐI ÞEIRRA sem fyrr, en fólk gæti misskilið umfjöllunina og haldið að bíllinn sé á verulegu undanhaldi innan Reykjavíkur, en svo er ekki, enda tók könnunin ekki á því. Hlutfall fólks sem hafði ferðast einhverntíma þarna á milli í sumar á vegum Strætó bs.var 8% heildarinnar. Vegagerðin spyr varla um reiðhjól enda fáir sem ferðast langar leiðir á þeim.

84% með bílum

Samvæmt könnun Reykjavíkurborgar í fyrra voru 84% ferða fólks innan höfuðborgar- svæðisins að jafnaði með bílum (sjá mynd) en 4% á reiðhjóli eða mótorhjóli og 8% með almenningsvögnum. 

Fólk sem ferðast til og frá Reykjavík treystir áfram á flugvöllinn í Vatnsmýri og samnýtir bílferðir betur en áður og er það vel. Gerum þeim enn auðveldara að nýta alla þá aðstöðu sem Reykjavík býður upp á.


mbl.is Fleiri vilja halda í flugvöllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Er nýja hverfið með bílastæðum?

Fróðlegt er að sjá hvar fjöldi bílastæða endaði í Vogabyggð, þegar íbúðafjöldinn margfaldaðist. Verða þau 1100 eða færri, allt að eitt bílastæði á íbúð, eins og 1% Reykvíkinga vilja skv. könnun í fyrra (sjá mynd). Eða verða þau kannski 2200- 3300, 2-3 á íbúð eins og 62% íbúanna vilja? Hjólastefnu Dags & Co. verður eflaust framfylgt svo að naumt verður skammtað undir stjórn Hollendinganna.

Bilastaedi oskirSvo er erfitt að láta vetrarsólina skína inn í svona margar íbúðir á þetta þröngu svæði. Helmingi færri íbúðir færu betur.

 


mbl.is 100 milljarðar í nýtt hverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loforð Dags: ekkert pukur!

Dagur Fjölbreytt uppbyggingDagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti aðgerðir þar sem byggð verða fjölbýlishús víða án samráðs við borgarana. Flugvöllurinn fer burt, enda vinna Dagur & Co eftir Aðalskipulagi og segja það löngu staðfest að þriðja flugbrautin fari núna. Unnið er að stækkun Skerjafjarðar og ekkert pukur með það, segir Dagur nú.

Flugvöllur burt

Nú er því talað skýrt, ekki eins og fyrir nokkrum dögum síðan þegar reynt var að slá ryki í augu fólks varðandi framkvæmdirnar á Hlíðarenda, en forsenda þeirra er að neyðarbraut Reykjavíkur- flugvallar fari. Stefnan er skýr, hún er Aðalskipulagið og þar fer allur Reykjavíkurflugvöllur, en þróunarás í staðinn með brú yfir í Kópavog.

Umferð ekkert mál

Umferðarmál bar lítið á góma, nema hvað útlistað var hve ódýrt væri að eiga og reka reiðhjól. Þúsundum íbúða er bætt við svæðin án tillits til þeirrar umferðar sem fyrir er og búast má við. Það virðist gleymast að sl. september var næst- umferðarmesti mánuður sögunnar á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Það er áður en uppbyggingin hefst og bílastæðin hverfa.

Spennandi

 

En aðalatriðið er náttúrulega að núverandi borgarstjórnar- meirihluti nær þarna fram stefnu sinni „að tryggja félagslegan jöfnuð“. Engin atkvæðagreiðsla fer fram á meðal borgaranna og engar spurningar voru leyfðar. Heilu hverfin verða bara að þola það að fá spennandi uppbyggingu samkvæmt Aðalskipulagi og uppljómun Dags Bergþórusonar Eggertssonar. Kynnið ykkur smáatriðin þar.

 

 


mbl.is 500 nýjar íbúðir við Hverfisgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband