Verulega villandi umfjöllun

HvernigFerdastVegagerðin lét kanna ferðalög fólks ÚT FYRIR BÚSETUSVÆÐI ÞEIRRA sem fyrr, en fólk gæti misskilið umfjöllunina og haldið að bíllinn sé á verulegu undanhaldi innan Reykjavíkur, en svo er ekki, enda tók könnunin ekki á því. Hlutfall fólks sem hafði ferðast einhverntíma þarna á milli í sumar á vegum Strætó bs.var 8% heildarinnar. Vegagerðin spyr varla um reiðhjól enda fáir sem ferðast langar leiðir á þeim.

84% með bílum

Samvæmt könnun Reykjavíkurborgar í fyrra voru 84% ferða fólks innan höfuðborgar- svæðisins að jafnaði með bílum (sjá mynd) en 4% á reiðhjóli eða mótorhjóli og 8% með almenningsvögnum. 

Fólk sem ferðast til og frá Reykjavík treystir áfram á flugvöllinn í Vatnsmýri og samnýtir bílferðir betur en áður og er það vel. Gerum þeim enn auðveldara að nýta alla þá aðstöðu sem Reykjavík býður upp á.


mbl.is Fleiri vilja halda í flugvöllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband