Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Lífræn orkuframleiðsla veldur byltingum

Ethanol

Nú er sýnt fram á skýra fylgni með háu matvælaverði og óeirðum víða um heim. Þar kemur framleiðsla lífræns eldsneytis sterk inn, en hún hækkaði svo matvælaverð að ESB varð að breyta stefnu sinni að hluta.

Ef við verðum pínd til þess að sulla matvælum út í bensínið okkar til þess að eyðileggja það fyrir loftslagsvísindin, þá aukum við enn á vandræði fólksins.  Lög nr. 40/2013 hefðu aldrei átt að verða til að þessu leyti.


mbl.is Sagði fyrir um byltingarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólkið valdi og er enn sannfært

MMR ESB fylgni 2014 02b

Fólkið vill ekki inngöngu í ESB. MMR- könnun sýnir skýrt (sjá mynd) að af þeim sem taka afstöðu, þá standa nær 90% kjósenda ríkisstjórnarflokkanna gegn aðild að ESB. En um 90% Samfylkingar fylgir aðild og fólkið kýs ekki þann flokk. Vinstri Græn standa 66% gegn ESB aðild líka, en hinir flokkarnir fylgja Samfylkingu að mestu.

Hví skyldi ríkisstjórnin ekki fylgja þeirri stefnu sem hún var kosin til? Reynt er að flækja þessu með orðhengilshætti og svikabrigslum, á meðan þetta er úðað á vegginn: Íslendingar vilja ekki aðild að ESB.

Smellið tvisvar á mynd til stækkunar. 

MMR ESB 2014 02 tafla

 


mbl.is ESB-stefnan var kosin burtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænland, Noregur og Ísland, nei við ESB

Arctic NAtl kort

Stjórnvöldum ber líklega núna gæfa til að vinda ofan af ESB- umsókn vinstriflokkanna. Þar með bætist Ísland í hóp þeirra norrænu auðlindaþjóða sem hafna ESB- aðild eða umsókn um hana. Grænlendingar tóku af skarið og njóta nú afraskturs stefnu sinnar. Noregur hafnaði aðildarsamningi í tvígang og stefnir í að verða ein ríkasta þjóð í heimi. Þessar þrjár þjóðir og sérstaklega fámennari vesturhlutinn njóta nú eigin auðlindastjórnar og vonandi um alla framtíð.

Mikil er gæfa okkar að losna undan fári þungu. 

 


mbl.is Ákveðið að slíta aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugið verði fyrir almenning aftur

Flugfelag Islands logo 1949

Ríkisvaldinu er í lófa lagið að gera flug aftur að almennings- samgöngum. Misskilin umhverfisstefna sendir flugið í spíral til hraps, þar sem alls kyns skattar og gjöld eru lögð á flugið að ófyrirsynju, ss. kolefnislosunargjöld, auk alls óþarfa álags á eldsneytið. Okkur væri nær að taka taka álögur af áætlanaflugi innanlands, sem dreifir ferðafólki betur og gerir nýtingu á dýrri þjónustu skilvirkari. 

Viðhald og stuðningur við flugvellina sjálfa er líka mikilvægur grunnur að líflegri starfsemi, sem skapar vöxt og viðskipti. Útflutningsstarf mitt í 30 ár hefði t.d. aldrei náð því flugi sem það gjarnan hefur gert ef ekki vegna almennilegs innanlandsflugs. Skömm er að því að áætlanaflug til Sauðárkróks sé ekki í gangi. 


mbl.is Innanlandsflugið orðinn munaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísvitandi bílastæðaskortur

Umferdin bidur

Borgaryfirvöld hafa hannað og fengið staðfest skipulag með bílastæðaskorti átölulítið, en til augljósra vandræða í náinni framtíð. Við Austurhöfn var hámarskfjöldi stæða nú lækkaður úr 414 í 286 stæði. Bílum landsmanna fækkaði ekki allt í einu um 30%, heldur ákvað 101 Lattehópurinn að vera enn „metnaðarfyllri“ en áður gegn borgurum og ferðafólki, sem eiga víst ekkert að vera að þvælast um á fjölskyldubílnum eða á bílaleigubíl, enda hitnar þá víst heimurinn hrikalega fyrir vikið.

Afleiðingarnar eru augljósar 

Niðurstaðan er því sú að ef einhverjir viðburðir eru á svæðinu, t.d. sá að almenning langi ennþá til að leggja það á sig að sækja þjónustu á svæðið ótilneyddur, þá fyllist svæðið fljótt, sem sendir bílana upp á graskanta þar sem rukka má 5000 kr. á bíl, eins og jafnan við Laugardalshöll, þar sem bílastæðum var fækkað fyrir trjáhríslur og skraut. Raunar þarf ekki nema venjulegan vinnudag til, eins og í Borgartúni sem fær æ fleiri byggingar en enn færri stæði og alltaf fleiri hindranir á umferðina.

Fær fólk aldrei nóg? 

Bílastæðum er fækkað til þess að kæla heiminn og hindrunarstefnan er réttlætt með því að verið sé að draga úr umferðarhraða. Sannarlega er hægt á umferðinni, þar sem einfalt ferðalag í vinnuna í skilvirkri umferð á ekki að taka hálftíma úr stærstu hverfum borgarinnar, heldur kortér. Tilgangsleysi þessa skipulags og aðgerða er algert, en fólk lætur þetta yfir sig ganga. Það kýs þessa borgarfulltrúa og blótar svo hressilega tvisvar á dag með ærlegu stressi og vinnutapi, en það nægir víst ekki til þess að það krefjist breytinga í kosningunum í vor, eða hvað?


mbl.is Áskilja sér rétt til bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2 af 3 gegn inngöngu í ESB

ESB ja nei 02 2014

Skoðanakönnun Vísis staðfestir enn hve ákveðnir Íslendingar eru í andstöðu sinni við inngöngu í ESB. 65,7% þeirra sem afstöðu tóku standa gegn inngöngu en 34,3% fylgja henni. Enginn heilvita pólitíkus reynir að smokra Íslandi inn í ESB með þetta bakland. 

Spurningin um kosningu um „framhald aðildarviðræðna“ (í stað þess að fara aftur í aðlögun að ESB) er síðan sett fram þannig að fólk vill vera diplómatískt og fara í þjóðaratkvæðagreiðslu núna, þrátt fyrir að hrein andstaða við inngöngu í Evrópusambandið sé öllum ljós.

Skýr vilji þjóðarinnar hefur legið fyrir í mörg ár: Íslendingar vilja ekki aðild að ESB, sama hvernig málinu er þvælt. 

Takið eftir að 88% Sjálfstæðisfólks standa gegn aðild að ESB skv. niðurstöðunum og 76% Framsóknarfólks. 

Island i ESB

 


Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband