Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015

Almenningur gerður að brotamönnum

10000-a-grasinuAlmenningur sem ferðast um á bílum er upp til hópa þvingaður til rándýrra stöðubrota í Reykjavík við meiriháttar atburði og raunar almennt. Hroki yfirmanna hjá borginni vegna þessa kemur æ betur fram. Kolbrún hjá Bílastæðasjóði segir að spá þurfi í hvort hækka þurfi sektina fyrir stöðubrot enn meira en 100% sem breytti nánast engu. Fólk hefði getað lagt í Borgartúninu! En ekki er boðið upp á einfalda lausn vandamálsins, að nota grasið. Á grasinu meðfram stæðinu hjá Háskóla Íslands var sektað á fullu þó að þetta sé ekki fyrir neinum.

„Ekki núna frekar en áður“ sagði Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, að ekki hafi verið rætt um að setja upp bílastæði á dögum eins og Menningarnótt. 

Borgaryfirvöld fara offari í aðför sinni að einkabílnum en eru rétt að byrja með miðbæjarsvæðið og teygja sig æ lengra, samt á þeim tíma sem nýjum bílaleigubílum fjölgar um tugi prósenta á einu ári og ferðamannafjöldi rýkur upp. Bílafjöldi og umferð eykst þrátt fyrir ídealismann í yfirstjórn borgarinnar, sem segir óbeint við 3/4 hluta borgaranna að þeir geti bara étið það sem úti frýs.

 

 


mbl.is Yfir þúsund bílar sektaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutabréf í Evrulöndum falla

EvropaFellurÍslenski markaðurinn fékk skell í dag, en Evrulöndin mun meiri, um 5-7% yfirleitt. Allt tal um stöðugleika þess svæðis hlýtur að þagna á degi sem þessum, enda er þýska DAX- vísitalan núna um 22% frá hátindi sínum og þó er framtíðarsýnin hvað björtust varðandi Þýskaland, sem hefur Evrulöndin á herðum sér.

Grikklandi lokið

Fall Grikklands fram af björgum í dag sýnir fáránleika þess að gera samninga um sölu síðustu ríkiseigna þeirra og að fá lán án þess að skera skuldir enn frekar niður. Upphæðirnar eru svimandi og landið er komið á vonarvöl.

Noregur sígur með olíunni

Nú man Noregur betri tíma. Hráolían hrapaði niður fyrir 40 USD, sem er langt undir kostnaðarverði og tapið eykst. Atvinnuleysi þar hafði aukist fyrir, svo að nú hlýtur margur Íslendingurinn að snúa heim aftur, enda hækkar olían vart þegar Íran kemur með sína framleiðslu inn á markaðinn.

Ál og hrávara

Álverð féll eins og annað, um 7% í dag svo að við munum finna fyrir því líka. En hér rignir og hlýnar aðeins, þannig að vonandi bætist aðeins í lónin, sem ég sá að eru ansi lág, ss. Blöndulón.

Nú eru breytingatímar.


mbl.is Rauður dagur í Kauphöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundað með röngum aðila

Hendur raud blaESB er jafn líklegt til þess að aðstoða Íslendinga við makrílsölu eins og Bandaríkjaforseti að liðka fyrir hvalkjöti okkar. Fundir Íslendinga ættu að vera með Rússum um það hvernig báðir aðilar geti haldið andliti í þessum hráskinnaleik stórveldapólitíkusa en látið vörur og þjónustu halda áfram að flæða á milli ríkjanna.

Tilgangsleysi viðræðna við ESB um þessi mál er algert. Beinir fundir á milli samningsaðila er það sem skilar árangri, Rússar og Íslendingar án truflunar stórveldanna.


mbl.is Fundað stíft næstu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ber ábyrgð á þessu klúðri

UtanrikismalanefndÉg, ásamt öðrum kjósendum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins til Alþingis, er samábyrgur fyrir því að hafa kosið flokk sem klúðraði gersamlega samskiptum við mikilvæga viðskiptaþjóð, Rússa og studdi viðskiptaþvinganir, sem ganga þvert á stefnu flokksins um viðskiptafrelsi og frjáls milliríkjaviðskipti.

Formenn flokkanna létu undir höfuð leggjast að mótmæla þvingunum ESB, sem skála núna í kampavíni yfir herkænsku sinni, að láta Íslendinga finna fyrir því að dirfast að veiða makrílinn "þeirra" og sitja svo uppi með hann, vegna efnahagsþvingana þeirra.

Vinstri vængurinn (og ESB-) hér kætist líka, því að þeim tókst að reka þennan ESB- fleyg í að kljúfa flokkana, sem áttu að hafa dregið ESB- umsóknina strax til baka.

Jóhanna furðar sig eflaust á árangri þeirra!


mbl.is „Það sem við óttuðumst mest“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk, Íslensk erfðagreining!

Kari Stefansson DecodeVerulega munar um jáeindaskannann, gjöf Íslenskrar efðagreiningar til þjóðarinnar. Nákvæm og skjót greining meina er lykilatriði til betri lækninga og rannsókna. Kvöl og angist krabbameinssjúklinga mun örugglega minnka, þar sem aðgegni að slíku tæki hlýtur að aukast. Þörf var á góðum fréttum í þessum málum núna.

Virðum það sem vel er gert. Kærar þakkir.


mbl.is Gefur þjóðinni jáeindaskanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvingum okkur sjálf úr viðskiptum

Russia tradeban StatistaStuðningur íslenskra stjórnvalda við viðskipta- þvinganir á Rússa var fyrirsjáanlegt stórslys. Við erum friðsöm smáþjóð sem lifir á viðskiptum, en ESB og Bandaríkin nota þessa kúgunartakta til þess að ná fram pólitískum markmiðum sínum. NATÓ er varnar- bandalag sem við styðjum réttilega, en ekki þegar það er misnotað í valdatafli stórveldanna í að fara út fyrir umboð sitt.

Hverjir þjást mest?

Viðskipti stuðla jafnan að friði en viðskipta- þvinganir auka ófrið og valda þeim sem minnst mega sín í viðtökulandinu mestu tjóni en síðan þeirri þjóð sem leggur bannið á eða styður það. Tjónið sem skammsýni íslenskra stjórnvalda veldur með þessari fylgispekt við ESB er ekki aðeins beint, heldur heilmikið óbeint tjón. T.d. fyllast allar frystigeymslur núna sem hrúgar upp kostnaði á öðrum sviðum en með makríl, þannig að arðbær rekstur rýkur í taprekstur.

Frið frá stjórnvöldum

Stjórnmálamenn deila út í eitt um milljónakostnað en vaða óhindrað í tekjuskerðingu upp á tugi milljarða króna í misskildum stuðningi við valdbeitingu á efnahagssviðinu. Höldum hlutleysi okkar og látum stórþjóðir um að skapa sér vandræði með refskák sinni. Drögum þennan stuðning við efnahagsaðgerðir gegn Rússum (eða raunar hverjum sem er) til baka strax.

 


mbl.is Erfitt setji Rússar bann á Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband