Bloggfærslur mánaðarins, október 2017

Nú reynir á hlutleysi forsetans

RauttVinstriBlattHaegriForseta Íslands er í sjálfsvald sett hvort hann réttir valdakeflið til vinstri eða til hægri í stöðunni í dag. Nú reynir á það hvort vinstri bakgrunnur hans sé ráðandi eða að hann hafi náð að tileinka sér hlutleysi í embætti eins og forveri hans náði að mestu. 

Tilfinningin er sú að Guðni forseti láti Katrínu Jakobsdóttur reyna fyrst. Þá gleðst góða fólkið yfir að hafa kosið hann.


mbl.is Tveir valkostir fyrir forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

XD vöfflurnar vinsælar

IMG 6867 (2)Valhöll iðaði af lífi í dag, þar sem kjósendur komu í kaffi og með því hjá Sjálfstæðisflokknum. Hér fylgja nokkrar myndir í mynda- albúmi hér til hliðar, en ég kvaddi snemma þegar húsið tók að fyllast um tvöleytið. Svo er um að gera að mæta á kosningavöku í kvöld laugardag á Grand Hotel Reykjavík (Gullteig) eftir kl. 21:00.

Kjósum!!!

Myndatengill: (hér). Smellið tvisvar á hverja mynd til þess að stækka hana.

 


mbl.is Kjörsókn fer betur af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helmingur VG-kjósenda étur ESB-hattinn

ESB hatturValkostirnir núna eru hægri miðjustjórn leidd af Sjálfstæðisflokki eða vinstri stjórn leidd af Vinstri grænum. En í þeirri vinstri er kötturinn í sekknum ekki aðeins Steingrímur J. Sigfússon, heldur umsókn um aðild að ESB.

Augljóst er að Samfylkingin krefst þeirrar umsóknar og VG samþykkir með því að koma fyrst með þjóðaratkvæðagreiðslu með leiðandi spurningunni: Vilt þú að viðræður um aðild að ESB hefjist að nýju? Ekki yrði spurt um viljann til þess að ganga í ESB, því að þjóðin vill ekki þangað inn.

Þar með er kjarninn í Vinstri grænum, helmingurinn, búinn að fórna prinsippunum fögru um sjálfstæði. Öll sagan endurtekur sig eins og árin 2009-2013, þegar innanbúðarvígin voru á fullu á bakvið tjöldin. Viðreisn gengur glöð inn í þennan pakka. Forðum þjóðinni frá öllum þessum illindum.


mbl.is Stefnir í spennandi kosningar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking og VG vilja völlinn burt

IMG_6824Fulltrúar Samfylkingar, VG og Pírata beruðu sig gersamlega í flugmálum á opnum fundi áðan, sérstaklega vegna Reykjavíkurflugvallar. Píratinn lýsti strax yfir að flokkurinn hefði ekki mótað neina stefnu í þessum málum og hún var þar með úr leik.

Engin sátt

Fulltrúi Samfylkingar stóð í hörðum bardaga við fundarmenn, þar sem hún ítrekaði að þau vildu flugvöllinn burt, aðallega til þess að ná í dýrar lóðir. Kaldhæðnin náði hámarki þegar hún sagðist vilja víðtæka sátt, þá var hlegið við. Varla verða þær dýru lóðir seldar ungu fólki, sem kysi Samfylkinguna einmitt til þess að ná í þær.

VG og kolefnislosun

Fulltrúi Vinstri Grænna vildi líka sátt, en völlinn burt! En aðaláhersla hennar var á það að flug veldur kolefnislosun og beri því að endurskoða með sjálfbærni í huga. Skilja mátti að flug eins og það er í dag er ekki hátt skrifað hjá VG. Líkt og Samfylkingarkonan minnast þær á dóm Hæstaréttar um neyðarbrautina og að Reykjavíkurvöllur verði lagður niður þegar annað flugvallarstæði finnst í staðinn. Afgerandi staða fékkst ekki úr Viðreisn um málið, nema þessi sama setning um annan flugvöll fyrst.

Fylgja fluginu

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins (Jón Gunnarsson samgönguráðherra), Miðflokksins og Framsóknarflokksins héldu allir skeleggar ræður um gildi flugsins fyrir Reykjavíkurborg. Því er engum vafa undirorpið að þessir aðilar vilja fluginu vel.

Tapar flugi

Vinstri vængur stjórnmálanna er brotinn í raun þegar kemur að flugi, það kom skýrt fram, þar sem enginn skilningur á mikilvægi þess er þar fyrir hendi. Reykjavíkurflugvöllur er gríðastór vinnustaður þegar allt er tiltekið og fórnin er mikil að láta hann fara annað, líka með tilliti til neyðarþjónustu og ekki síst í almannavörnum, þegar allt annað þrýtur.

En eftir tvo daga getur verið kominn meirihluti á þingi sem er staðráðinn í því að færa flugið út úr Reykjavík. Ekki hjálpa þeim til þess.


mbl.is Fundað með frambjóðendum um flugmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægri miðja fjarlæg, en sækir á

Rautt blattNýjustu niðurstöður gefa einhverja von um það að kjósendur til Alþingis afhendi ekki völdin í góðærinu til römmustu sósíalistanna. Stórn Sjálfstæðis- Mið og Framsóknarflokks næði ekki meirihluta svona og kjósendur þeirra þyrftu því að mæta vel eftir viku til þess að ná hægri miðjustjórn.

Viðreisn ekki með

 

Viðreisn er ekki stjórntæk eftir að Benedikt var bolað í burtu, enda var Þorgerður Katrín virk í að fella stjórnina sína með tilsvörum sínum, sem óma skæran vinstri tón í seinni tíð. ESB- þráhyggjunni linnir ekkert á þeim bænum og hlýtur Þorgerður Katrín því að kætast yfir gangi skoðanasystkina sinna í Samfylkingunni. Óráðlegt er með afbrigðum að hafa Viðreisn með í hægri miðstjórn, sem sést líka á aðförum Þorsteins Pálssonar, þegar hann einhenti sér í að slíta sáttanefnd um sjávarútveg.

Afgerandi niðurstaða

Píratar væru sannarlega ekki stjórntækir í hægri miðstjórn, hvað þá í oddaaðstöðu á þingi. Því liggur þetta alveg fyrir: Sjálfstæðis- flokkurinn þarf að fá umboð til stjórnarmyndunar, annars tekur vinstri óreiðustjórn við taumunum með fyrirsjáanlegum afleiðingum.

 


mbl.is Vinstri grænir lækka flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannsskaðaveður á Írlandi

2017-10-16_Irland-nullskoliStormurinn Ophelia skellur nú á Írland, en hægt er að fylgjast með framgangi hans hér á nullschool.net sem sýnir vind um heim allan. Benda þarf á Írland á heimskortinu og draga það að miðju myndar, en stækka svo t.d. með hjóli músarinnar.

Síðan má smella með bendlinum á einstök gráðuhnit og þá koma upplýsingar um vindhraða á þeim stað. Þannig náði vindhraðinn mest 99 km/klst en var um 120 km/klst. í gær þegar lægðin var sunnar í heitari sjó og hafði ekki náð landi. 

Þegar þessi vindakort eru skoðuð sést gjarnan hvernig landslag hægir á yfirborðsvindi. Mjög áhugavert.

Nullschool.net

 


mbl.is Kona lést í óveðrinu á Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleg vinstri slagsíða

Skip vinstri halli strandVinstri hallinn á þjóðinni er orðinn slíkur, að erfitt verður að sigla skipi þess skammlaust, nema fleiri kjósendur hugsi alvarlega sinn gang fyrir þessar kosningar 28. október 2017. Hvert atkvæði greitt vinstri vængnum núna er í raun greitt Vinstri grænum vegna sterkrar stöðu Katrínar Jakobsdóttur í skoðanakönnunum. Þar með yrði stefna þess flokks ríkjandi næstu fjögur ár og það er þegnskylda okkar að kynna sér stefnu þess flokks, nýlegrar sögu hans og aðallega afrek þöglu deildarinnar, Steingríms J. og Svandísar Svavarsdóttur, sem fengju að leika sér ærlega í dótakassanum.

Miðjan í vandræðum

Hægri kratar og miðjan öll á í vandræðum með sig þessa dagana. Gömlu ESB- draumarnir munu ekki rætast og hún fæst ekki opinberlega til þess að styðja Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur samt stýrt málum í rétta átt fyrir þá kjósendur og aðra. Hvort á að sveiflast með tilfinningunum í hverju Lúkasarmáli af öðru sem blásið er upp af fjölmiðlum eða að horfa á staðreyndirnar, hvernig staðan er? 

Skýrir valkostir

Hvort er Sjálfstæðisflokkurinn eða Vinstri græn líklegri til þess að viðhalda jákvæðri stöðu íslenska þjóðfélagsins? Flest vitum við svarið og kjósum XD í leynilegri kosningunni.

PS: Haldið þið að það sé tilviljun að hægri er stjórnborði og að vinstri er bakborði?

 


mbl.is X-S er hástökkvari vikunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætta stuðningi við viðskiptabann á Rússa

RusslandTiskaNú er gott tækifæri fyrir utanríkisráðherra og fráfarandi stjórn að hætta stuðningi við viðskiptabann á Rússa, svo að samband og viðskipti við þá komist í eðlilegt horf. Jákvæðir straumar á heimsmeistara- keppninni myndu hjálpa verulega til að snúa þeirri óheillaþróun við sem hófst með viðskiptabanninu, sem kemur okkur verst en ekki ESB sem kom því helst á.

Stjórnvöld geta vel mótmælt aðgerðum Rússa vegna ástandsins í Úkraínu, en ekki stutt við viðskiptabann, sem kallar á bann gagnvart Íslandi. Það er hagur beggja að halda öllu opnu.

Ef vinstri stjórn tekur við eftir 28. október er alveg skýrt að ESB- bannið á Rússa heldur áfram eins lengi og sú stjórn er við lýði.


mbl.is Bjóða upp á stuðningsmannaskírteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósa ólíkindatól til þess að velja ráðherra

PirataRadherraKjósendur sem velja Pírata til þess að stjórna landinu vita ekkert um það hvaða ráðherra ólíkindatólin myndu velja til þess að stjórna fyrir sig. Atkvæðin eru að því leyti greidd út í bláinn, en þó með þeirri vissu að óvissan er algjör.

Evrópusambandið notar þessa sömu aðferð að skipa sjálft þá sem ráða, svo að tengsl kjósenda við umboðsmenn sína verði hverfandi. Enda er árangurinn eftir því.


mbl.is Sækist ekki eftir ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kunnuglegt innihaldið birtist

InnriGerd-JuanGattiKatrín Jakobsdóttir hjá Vinstri Grænum opinberar smám saman hvernig álögu- og bannstefna þeirra á að virka með auknum sköttum „á þá auðugustu“. Eldra fólk hefur hingað til talist þar vegna eigna, enda vill vinstri vængurinn líka skattleggja þær.

Nú þegar eru efstu 20% að greiða nettó- tekjuskatta fyrir neðri 2/3 hlutann, sem hlýtur að teljast almenningur. Þetta gerir Ísland eitt sósíalískasta ríkið í veröldinni, en það er ekki nóg fyrir VG. Nú skal spýta í lófana og ná í meira! Við vitum flest hvað þetta þýðir, að álögur aukast á flest fólk með góðar tekjur og hvað þá ef þau álpast til þess að vera hjón. Svo hvetur þetta þá al- tekjuhæstu að forðast skattgreiðslur með ráðum og dáð og her af endurskoðendum.

Einföldun og jafnræði í hógværri tekjuskattprósentu skilar ríkinu mestum tekjum, það er sannað. Katrín og VG stefna okkur ekki þangað.


mbl.is Vill hækka skatta á þá auðugustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband