Lífið og freistingar símans

Throstur VisindavefurÍ blæjalogni, kyrrð og friði árla morguns við sumarbústað um daginn heyrðist mikill dynkur. Þröstur fullur af bláberjum misreiknaði sig eitt andartak, sá endurspeglun skógarins í rúðunni og flaug á glerið. Þarna lá hann á pallinum, hristist og engdist í dauðateyjunum, upp úr honum gekk og niðurúr, síðan kom lokaskjálfti og hann gaf upp andann. Þetta hafði nokkur áhrif á mig, þar sem ég hafði einmitt verið að dáðst að því á því augnabliki hve lífið getur verið yndislegt.

En sekúndurnar á flugi skipta máli og líka í bíl á ferð. Upp á síðkastið hefur það ítrekað gerst að síminn flotti reynist skeinuhættur þegar ökumenn nota hann í akstri. Þegar athyglin beinist að símanum leitar bíllinn út af akrein og ferðast í beinum línum sem eru leiðréttar af og til í stað þess að líða jafnt áfram í stöðugum bogum. Áður fyrr gerðist þetta ekki nema þá helst hjá konum á breytingaraldri og hjá bændum með derhatta, eða vegna slitinna stýrisenda bílsins. En nú er þetta hver sem er, ungi neminn sem freistast til þess að kíkja á nýja Snap-chattið eða t.d. stressaða viðskiptakonan að fá tölvupóstinn mikilvæga. Á mínum yngri mótorhjólaárum forðaðist maður flöktandi ökumenn eins og heitan eldinn, enda er ég á lífi og skrifa þessa grein.

Ekki reyna að senda SMS á ferð, takk!


Rétti tíminn til að lækka stýrivexti

GammarNúna gefst eina alvöru tækifærið til þess að lækka stýrivexti, einmitt þegar losa á um höftin. Hvatinn fyrir erlenda fjármagnseigendur til þess að geyma féð hér er alltof mikill, með margfalt hærri vexti og hagvöxt heldur en í stóru hagkerfunum, sem flest eru nálægt núllinu. Því meir sem stýrivextir verða lækkaðir hér, því minni sveifla verður í hagkerfinu við losun hafta.

Gammarnir sveima yfir

Lausafé í billjónum dollara leitar daglega að næturstað, sem er ekki of auðvelt, þar sem BRICS vaxtarlöndin eru í mismiklum vandræðum en þau stóru lifa í vaxtalausu umhverfi sem afleiðing af peningadælingu þeirra síðustu árin. Áhættan af því að taka við þessum "fjárfestum", sem skapast við svona vaxtastig er mun meiri heldur en þensluhætta af aðeins lækkuðum vöxtum hér á landi. 

Nú má ríkisstjórnin og Seðlabankinn ekki klikka á þessu eins og í aðdraganda Hrunsins, þegar hún jós bensíni á vaxtamunar- bálköstinn með alltof háum vöxtum. En ég held að þorið skorti í þessu máli.


mbl.is Aðstæður til losunar aldrei betri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðför að stjórnarskrá og lýðræðinu

Talad og talad ClipartSamfylkingunni tókst ekki að breyta stjórnarskránni (t.d. vegna ESB- aðildar), en nú leggja Píratar ofuráherslu á sama mál með öllum ráðum, eins og tveimur kosningum í flýti áður en flestir átta sig á því að stjórnkerfinu yrði umbylt eftir forskrift ídealista á húrrafundum. Þannig ætla Píratar að keyra í gegn þessa löglausu aðgerð, sem lögfræðingar áttu víst helst ekki að koma nærri, en Hæstiréttur síðan að dæma eftir þeirri endaleysu.

Vafasamur tilgangur

Aðferðirnar sem notaðar verða í þessari aðför gegn lýðræðinu, þar sem Píratar náðu ekki meirihluta á þingi, eru að beita málþófi, sem er helsta leið nútímans á þingi gegn lýðræðislegum ákvörðunum og niðurstöðum þingkosninga. Algerlega ástæðulaust er að elta ólar við stjórnarandstöðuna með þetta, enda lýsir hún yfir að hún vilji fyrst og fremst einungis alveg nýja stjórnarskrá, sem er einmitt plaggið sem farið er eftir við val á fulltrúum til þings.

Ræður blaður eða lög?

Klárum þjóðþrifamálin og kjósum síðan næsta vor eins og lög gera ráð fyrir, í stað þess að opna þessa ormadollu, sem verður aldrei lokað sómasamlega aftur. Nóg er um eftirlátssemina sem skóp tafirnar fyrstu tvö ár þessarar ríkisstjórnar, þar sem talað var út í eitt um ESB- þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar löngunin í ESB- aðild er ekki einu sinni fyrir hendi hjá þjóðinni.


mbl.is Stjórnarandstaðan fengi vopn í hendurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pírata- frambjóðendur með drjúgan vinstri halla

Frambjóðendur Pírata hafa svarað spurningum og svör þeirra eru síðan borin saman við svör fólks um ýmiss mál og sést þá t.d. hversu vinstrisinnaður hver frambjóðandi er, að mínu áliti. Ég svaraði spurningum Pírata- netsins eins og harðasti Samfylkingar (jafnvel VG-) kjósandi, með umbyltri stjórnarskrá og ESB- aðdáun og þá kom þessi listi í ljós. Efst væri þannig fólk sem samsinnir Samfylkingu og kannski vel vinstra megin við það. En allir nema sá neðsti á lista hljóta að teljast amk. Samfylkingarmenn.

Engin furða að Píratar útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, fyrst skoðanir þeirra eru á þennan veg.

Prófið þetta sjálf fyrir ykkur: Könnun Pírata um áherslumál (stefnumót við kjósendur).

Uppröðun sbr. textann að ofan. Smellið á frambjóðanda til þess að fá svör hans eða hennar:

FrambjóðandiHversu sammála
Grímur Friðgeirsson91%
Helgi Jóhann Hauksson90%
Róbert Gíslason89%
Kári Valur Sigurðsson86%
sollilja62@hotmail.com86%
Guðfinna Kristinsdóttir85%
Friðfinnur Finnbjörnsson84%
Hákon Helgi Leifsson84%
Ragnar Þór Jónsson84%
Mínerva Haraldsdóttir84%
olisigur@gmail.com Ólafur Sigurðsson84%
Helgi Már Friðgeirsson84%
Björn Leví Gunnarsson84%
Aðalsteinn Agnarsson84%
Kjartan Jónsson83%
Helena Stefánsdóttir83%
arnarae@simnet.is Arnar Ævarsson83%
Dóra Björt Guðjónsdóttir82%
agusta@lbhi.is Erlingsdóttir82%
Andrés Valgarðsson82%
Hákon Már Oddsson82%
Jón Þórisson82%
Viktor Orri Valgarðsson82%
sara@piratar.is Þórðardóttir Oskarsson82%
Álfur Manason82%
Björn Axel Jónsson82%
lydur@islandia.is81%
Brandur Karlsson81%
Birgitta Jónsdóttir81%
Larus Vilhjálmsson81%
Lilja Sif Þorsteinsdóttir81%
Snæbjörn Brynjarsson81%
Karl Brynjar Magnússon81%
Jón Jósef Bjarnason80%
8993105@gmail.com Thors Ingimarsson80%
Jón Gunnar Borgþórsson80%
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson80%
Ingibergur Sigurðsson80%
Birgir Þröstur Jóhannsson80%
Þór Saari80%
Ásmundur Guðjónsson80%
Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir79%
percystefansson@gmail.com Stefansson79%
Sigurður Erlendsson79%
Kristin Vala Ragnarsdottir79%
Guðjón Sigurbjartsson79%
Kristján Gunnarsson79%
Halldóra Mogensen78%
Benjamín Sigurgeirsson78%
Elsa Nore78%
Birgir Steinarsson78%
Arnaldur Sigurðarson78%
gudbrandur@drangey.is Jónsson78%
Gunnar Hrafn Jónsson78%
Kari Gunnarsson78%
Ásta Hafberg78%
Sigurður Haukdal Styrmisson78%
Árni Steingrímur Sigurðsson77%
Andri Sturluson77%
Jakob T. Arnarsson77%
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir77%
Nói Kristinsson77%
Jóhanna Sesselja Erludóttir77%
Hrannar Jónsson76%
Finnur Þ. Gunnþórsson76%
Þorsteinn Gestsson76%
Ásta Guðrún Helgadóttir76%
Lind Völundardóttir76%
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir76%
Heimir Örn Hólmarsson75%
Bergþór Þórðarson75%
Elsa Kristín Sigurðardóttir75%
Þorsteinn Barðason75%
Jón Þór Ólafsson75%
Svafar Helgason74%
Einar Sveinbjörn Guðmundsson74%
Hermundur Sigmundsson74%
Seth Sharp74%
jon@inecta.com guðmundsson74%
Olga Cilia74%
Dagbjört L. Kjartansdóttir74%
Árni Björn Guðjónsson73%
Friðrik Þór Gestsson73%
Guðmundur Ásgeirsson72%
Guðlaugur Ólafsson71%
María Hrönn Gunnarsdóttir70%
Kristján Óttar Klausen70%
jgj@hive.is69%
Hugi Hrafn Ásgeirsson69%
Unnar Már Sigurbjörnsson68%
Guðmundur Ragnar Guðmundsson65%
Erna Ýr Öldudóttir59%
Bjartur Thorlacius51%

mbl.is Opinn fundur Pírata á American Bar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

D+B+Viðreisn?

MMR 2016 07 25Ef niðurstaða MMR reynist rétt, þá myndu kannski Sjálfstæðis-flokkur (XD) og Framsókn bæta Viðreisn inn í hópinn eftir kosningar, en þó fengi XD aldrei leyfi til stjórnarmyndunar frá Guðna forseta nema sá flokkur væri með mesta fylgið. Því verður XD að ná eilítið hærra en Píratar til þess að geta myndað stjórn, munið það!

Viðreisn er sem betur fer orðin til, svo að aðild að Evrópusambandinu ætti ekki að trufla starf Sjálfstæðisflokksins lengur en þessi sl. 10 ár sem það tímabil stóð yfir. Birna Þórarinsdóttir er nú framkvæmdastjóri Viðreisnar, en stýrði áður Evrópustofu. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar er sá Evrópusinni sem flestum dettur fyrst í hug sem slíkur. Viðreisn vill "klára samningana" við ESB. Líklegt er að krafa þess flokks yrði að þjóðaratkvæði um endurupptöku aðlögunar að ESB færi fram á næsta kjörtímabili.

En kannski voru bara flest Vinstri græn úti í náttúrunni á þessum tíma könnunarinnar og tóku því ekki þátt! Sjáum til.


mbl.is Píratar með 26,8% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afríka til Evrópu

Flottamenn AfrikuEyðimörk Afríku færist hægt og bítandi um aldirnar norður til S-Evrópu en veldur stríðum og landflótta milljóna manna, sem halda m.a. út á Miðjarðarhaf með hjálp glæpaklíka.

Erfitt er að sjá hvernig Ísland ber hlutaábyrgð á þessari þróun, eins og fjöldi stjórnmálafólks hér heldur fram og býr jafnvel til lög á Alþingi sem veita fólkinu aukinn rétt hér á landi fyrir aðgerðir sínar. Kannski vegna þess að mörk Schengen- svæðisins, sem Ísland er enn hluti af, liggja einmitt í sjónum fyrir framan þessi þjáðu lönd, í stað þess að vera réttilega í Norður- Atlantshafi um Ísland með sínum eigin náttúruöfgum. 

Ábyrgðin er hér

Við berum ekki ábyrgð á stríðs- eða efnahagsástandinu í Erítreu, Suður- Súdan, Líbíu eða nokkurs staðar nema á Íslandi. Sextán milljón manns (af sjö þúsund milljónum) bíða á landamærum Evrópu eftir því að komast inn í það himnaríki, sem er ekki beinlínis í sjöunda himni sjálft. Við Íslendingar kjósum fulltrúa til þess að fara sameiginlega með ýmiss nauðþurftarmál eins og varnir landsins. Þeir fulltrúar ættu að draga landamærin að nýju við heimaslóðir og halda áfram að sinna hverjum og einum vel, sem á Íslandi býr.


mbl.is 3.200 bjargað af hafi í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestrænir ekki velkomnir

Ottoman map 1530Tíðar sprengiárásir á almenning í Tyrklandi og nú síðast niðurbælt valdarán þar sem dómstólar eru svo gott sem lagðir niður er tæpast staðurinn til þess að eyða fríinu sínu. Auk þess flæðir straumur óskráðra flóttamanna af stríðshrjáðum svæðum yfir landið og næstum-því einræðisherrann vill óheftur geta fært þessa þjóð 99,8% múslima frekar í átt til islamistanna, eins og nú þegar hann handtekur uppreisnarmenn og rekur 1500 háskólarektora og alls 15.200 manns af menntunarsviði í landinu. Dauðarefsing er innan seilingar hjá valdhafanum.

Friður vorra tíma

Evrópusambandið gerði einmitt samning við þenna sama þjóðhöfðingja í mars sl. þar sem Tyrkland tekur á móti flóttamönum og sendir aðra inn í ESB í staðinn, en það vill m.a. fá fullt ferðafrelsi Tyrkja um ESB og Schengen- svæðið allt fyrir vikið. Hrottalegt fjöldamorð Túnisans á strandgötunni í Nice kemur í hugann og blóðug árás 17 ára Afghanans í Þýskalandi, sem ESB- kerfin telja vera barn.

Úr Schengen

Afstaða ESB til Tyrklands, flóttamannavandans og öryggis í Evrópu er verulega þokukennd. Nú hrynja kerfin hvert af öðru, raunar með sama hraða og íslömsku öfgasamtökin náðu þeim svæðum í Írak sem barist var fyrir í 10 árin þar á undan. Sinnuleysi íslenskra stjórnvalda er verulegt. Þörf er á því að mæta nýjum ógnum með úrsögn úr Schengen strax og bæta í staðinn verulega öryggi eigin landamæravörslu. Auk þess þarf að draga umsókn Íslands að ESB formlega til baka, svo að staðan sé og verði skýr.


mbl.is Rothögg fyrir túrismann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn ábyrgur fyrir þessari eyðslufirru?

Rafmagn DreamstimeRafstrengurinn er „...mjög áhuga­verður kost­ur. Þó séu marg­ir óvissuþætt­ir til staðar. ...verk­efnið verður ekki að veru­leika án sér­staks stuðnings frá Bret­um.“ Hvernig getur eitthvað verið arðbært ef það verður að vera styrkt?

Sóun Landsvirkjunar

Landsvirkjun hefur eytt hundruðum milljóna króna í þetta Evrópska gæluverkefni, auk tímans, þótt hún ætli ekki að vera aðilinn sem sæi um þetta. Landsvirkjun eða ríkið mætti alls ekki gangast í ábyrgð fyrir þetta vafasama ævintýri. Strengurinn yrði einkaframkvæmd sem fengi styrki frá Bretum og ESB. Lagt yrði til Skotlands, sem er olíuhérað, nálgast sjálfstæði og hefur ekkert með þessa framkvæmd að gera.

Hækkanir eru forsendur

Forsenda einkaframkvæmdarinnar er að strengurinn fái einhverja trygga raforku, enda fengjust aldrei lán fyrir slíkri risaframkvæmd ef aðeins umframorka ætti að streyma um hann af og til.   Mikil eftirspurn er eftir tryggri raforku hér á landi og engin ástæða til að bæta í þann þrýsting. Skýrt kemur fram að heimilin og atvinnulífið á Íslandi verða fyrir verulegum hækkunum á rafmagni, gangi þetta eftir.

Umhverfismálin vegna þessa eru líka heil hörmung, með Sprengisandslínu sem nauðsyn og kallar á miklar framkvæmdir að óþörfu.

Hvaða fólk er þetta?

Hverra erinda gengur það fólk sem eyðir sameiginlegum sjóðum okkar í þessa firru? Finnst nokkur ábyrgur aðili fyrir því?

PS: Er rafstrengurinn sérstakt keppikefli Álfheiðar Ingadóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur í stjórn Landsvirkjunar? Ég efast um það...


mbl.is Áhugaverður kostur en óvissan mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ESB- sinni að leiða stærsta flokkinn?

Piratar ESBÁsta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata sækist eftir forystu þar. Birgitta sér sig ekki í ráðherraembætti og því yrði þessum vinsælasta stjórmálaflokki landsins stýrt af ESB- sinnanum Ástu Guðrúnu, sem vann gegn Brexit og hæðist að Nigel Farage.

En kannski er með hana eins og aðra sama sinnis, að flestir ESB-sinnar landsins gerast nú stakir EES- sinnar, þegar ljóst er að landinn ætlar ekki í ESB og Bretar ætla út. Nú á að taka EES- samninginn yfir í æðra veldi og samþykkja hvaða beinu agúrkutilskipun sem kemur úr æðstaráðinu. Svo á víst að þvæla Bretum í EES- samstarfið í stað þess að semja strax beint við Bretland um viðskiptafrelsi á fullu, sem tæki ekki nokkra stund og færði bæði löndin í átt til hagsældar sem fyrst.

Hvar verður fæsta ESB- sinna að finna í næstu þingkosningum?


mbl.is Ásta vill leiða Pírata í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvissa með forystu Pírata

Allar attir myndBrottfall helstu vonarstjörnu Pírata, Helga Hrafns Gunnarssonar af þingi hlýtur að auka enn á óvissuna um það hvað verið sé að kjósa ef sá flokkur er valinn. Helgi Hrafn er einmitt talinn vera sá líklegasti til þess að ná samtali við aðra flokka og að sætta þau mjög svo ólíku sjónarmið sem eru innan flokksins og utan hans. Hann lýsir því einmitt að stefnur Pírata séu of margar. 

Skipstjóralaus með allar stefnur

Nú virðist því skýrar að þingmannsefni flokksins verði óviss stærð, nema hvað Birgitta Jónsdóttir kemur helst í hugann. Píratar eru ekki hrifnir af því að hafa alvöru skipstjóra á fleyinu og því verður fróðlegt að sjá hvort kjósendur fylgi flokki sem er höfuðlaus floti með allar stefnur, en samt megináhersla til vinstri. En líkurnar á því að semja við aðra flokka nema Vinstri græn hafa snarminnkað.


mbl.is Helgi Hrafn ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áður en Birgitta verður forsætisráðherra

Herthota bandariskReynslan af Jóhönnu/Steingríms- tímanum er m.a. sú að niðurbrot nauðsynlegra kerfa við slíka stjórn gengur hratt fyrir sig. Nú sýna skoðanakannanir að Píratar yrðu líklegastir til að fá að mynda stjórn eftir næstu kosningar og þá líklega með VG og fleirum af vinstri vængnum. Varnir Íslands yrðu tæpast tryggðar á þann hátt.

Fagna ber yfirlýsingunni sem festir varnarsamstarf Bandaríkjanna og Íslands betur í sessi, sérstaklega í auknum óróa í vestrænum heimi. Vonandi þurfum við ekki að upplifa þá tíma að Birgitta Jónsdóttir Pírati verði forsætisráðherra, með hnút í maganum vegna utanaðkomandi áreitis og Guðni forseti þurfi að staðfesta aðgerðirnar sem þörf er á.


mbl.is Viðvera hersins fest í form
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni: VG 75% og Samfó 76%

Undirskrift signingEnginn þarf nú að velkjast í vafa um það hvar stuðningur við Guðna Th. liggur í forsetakosningunum, þegar 3/4 hlutar Samfylkingarfólks og Vinstri grænna segjast myndu kjósa hann. Rammpólitískt framboðið leynir sér ekki, þótt frambjóðandinn geri allt til þess að sverja það af sér.

Komi ný vinstri sinnuð ríkisstjórn með frumvarp um gagngerar breytingar á stjórnarskrá í átt til Alþýðulýðveldisins Íslands, þá yrði Guðni Th. forseti sannarlega engin fyrirstaða, spenntur með pennann til undirskriftar.


mbl.is Halla bætir við sig mestu fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næst á Dags- skránni

Reykjavikurflugvöllur MBLAðför meirihluta borgarstjórnar að Reykjavíkur- flugvelli fer núna á flug. Næsti þáttur virðist verða tvö- til þreföldun Skerjafjarðar með blokkarbyggð, þar sem ljóst er að neyðarbrautin fer vegna Hönnu Birnu- samningsins.

Uppfyllingar og blokkahverfi

Dagur borgarstjóri hefur marg- lýst því yfir á kynningarfundum og víðar að hann vinni eftir aðalskipulaginu (sínu) sem leggur flugvöllinn niður, lið fyrir lið á næstu árum. Nú tvíeflist niðurrifshópurinn. En í anda upplýsingarskorts og ógagnsæis þessa hóps verða áætlanir og grunnhönnun ekki gerðar opinberar fyrr en allt or orðið of seint. Núverandi plön gera m.a. ráð fyrir uppfyllingu fallegrar sandstrandar með fjölbreyttu fuglalífi sem hverfur. Álag á samgöngukerfi verður margaukið og búin verður til þörf á öllu því helsta sem stór þorp þurfa, ss. skóla og heilsugæslu. Fyrstu drög að þessari blokkahörmung gera ráð fyrir því að flugvöllurinn fari.

Við borgarbúar hljótum að krefjast þess að verða upplýst um raunverulega ætlun þessa borgarstjórnar- meirihluta varðandi Reykjavíkurflugvöll allan og umhverfi hans.


mbl.is Sorglegt að neyðarbrautin loki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynnumst Davíð

IMG_5620Davíð Oddsson bætir við sig fylgi eftir því sem fólk kynnist honum betur. Fjöldi fólks leit við á kosninga- skrifstofu Davíðs til forseta í gær, þar sem spjallað var saman yfir útigrilli. Davíð er maður orðsins og kímninnar. Sverrir Stormsker er það líka og þeir göntuðust hver við annan, sjá myndir hér. Guðni Ágústsson er einmitt einn slíkur, í fjörugum viðræðum í góðra manna hópi.


mbl.is Guðni missir fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frí á föstudaginn?

Vedurspa 2016-jun-03"Lokað vegna veðurs" var stundum sett á dyrnar hjá fyrirtækjum og jafnvel stofnunum á einstökum góðviðrisdögum sumars fyrir nokkrum áratugum. Einn slíkur dagur er í kortunum ef úr rætist, nk. föstudagur 3. júní (og raunar jafnvel fimmtudagurinn líka). Kannski sést miðinn aftur þá?

Við skulum vona að fólk "noti" ekki veikindadagana eins og hvatt var til og frægt varð í BT- auglýsingunni þegar nýr tölvuleikur kom út!


mbl.is 20 stiga hiti í kortunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV skrumskælir að vanda

Handtaka velliHlutlausa RÚV í sjónvarpsfréttum í kvöld fannst það ekki fréttnæmt eða athugunarvert að tvær konur hefðu hindrað gang réttvísinnar og verið með uppistand í flugvél sem þær bókuðu sig í einungis til þess að stöðva brottför vélarinnar til Stokkhólms með hrópum og hótunum, sem endaði með handtöku kvennanna, ásamt leiðindum, töfum og áreiti fyrir flugfarþegana. 

Nei, fréttin var hvað lögmanni þeirra fannst rangt við brottvísun flóttamanns og RÚV sagði einungis að þær hafi reynt að stöðva för vélarinnar með Nígeríumanninum og aðeins þeirra hlið sögð, ásamt setningu frá þeim í flugvélinni. Síðan sýndi RÚV myndband No Border hópsins um handtöku mannsins á vellinum og fréttin öll var síðan saga þessa flóttamanns ásamt viðtali við lögmann hans, þar sem reynt er að kasta rýrð á Útlendingastofnun og meðferð málsins, sem hefur kostað fjölda milljóna króna á þessum fjórum árum hans hér. Þessi "frétt" er forkastanleg í augljósum pólitískum vinstri halla sínum.

Næsta vitleysa

Í næstu frétt kastar svo tólfunum í "óhlutrægni" RÚV, þar sem sagt er frá vinnustöðvunum í Frakklandi. Þrír fjórðu hlutar rafmagns- framleiðslunnar lokaðir, hluti almannasamgangna og 40% bensínstöðva tómar. Rætt er við mótmælanda sem segir frá þeirra hlið. Síðan segir RÚV: "Frumvarp stjórnvalda gefur fyrirtækjum of frjálsar hendur til þess að ráða og reka starfsmenn, stytta vinnutímann eða lengja og lækka laun". Þetta er ekki tilvitnun í Frakkana, heldur gildishlaðið mat RÚV að vanda.

Dínasorar

Það er ekki hægt að horfa upp á þessar skrumskælingar sannleikans hjá RÚV lengur. Fjölskylda mín og ég borga um 150 þúsund á ári í þetta fornaldarbatterí sem ekki er hægt að forðast og treður pólitískri vinstri réttvísi sinni ofan í mann með kvöldmatnum. Þessu verður að linna. Byrjum á því að taka RÚV af auglýsingamarkaði strax.

 

 


mbl.is Handteknar í Icelandair-vél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband