Aðför að stjórnarskrá og lýðræðinu

Talad og talad ClipartSamfylkingunni tókst ekki að breyta stjórnarskránni (t.d. vegna ESB- aðildar), en nú leggja Píratar ofuráherslu á sama mál með öllum ráðum, eins og tveimur kosningum í flýti áður en flestir átta sig á því að stjórnkerfinu yrði umbylt eftir forskrift ídealista á húrrafundum. Þannig ætla Píratar að keyra í gegn þessa löglausu aðgerð, sem lögfræðingar áttu víst helst ekki að koma nærri, en Hæstiréttur síðan að dæma eftir þeirri endaleysu.

Vafasamur tilgangur

Aðferðirnar sem notaðar verða í þessari aðför gegn lýðræðinu, þar sem Píratar náðu ekki meirihluta á þingi, eru að beita málþófi, sem er helsta leið nútímans á þingi gegn lýðræðislegum ákvörðunum og niðurstöðum þingkosninga. Algerlega ástæðulaust er að elta ólar við stjórnarandstöðuna með þetta, enda lýsir hún yfir að hún vilji fyrst og fremst einungis alveg nýja stjórnarskrá, sem er einmitt plaggið sem farið er eftir við val á fulltrúum til þings.

Ræður blaður eða lög?

Klárum þjóðþrifamálin og kjósum síðan næsta vor eins og lög gera ráð fyrir, í stað þess að opna þessa ormadollu, sem verður aldrei lokað sómasamlega aftur. Nóg er um eftirlátssemina sem skóp tafirnar fyrstu tvö ár þessarar ríkisstjórnar, þar sem talað var út í eitt um ESB- þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar löngunin í ESB- aðild er ekki einu sinni fyrir hendi hjá þjóðinni.


mbl.is Stjórnarandstaðan fengi vopn í hendurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ílla ígrunduð yfirlýsing hjá Gunnari. Það er meiri hætta á töfum í þinginu ef kosningar eru ekki ákveðnar strax. Ef kosningar eiga að vera í Nóvember eins og talað er um verður að ákveða kjördaginn strax. Það þarf að vera þriggja mánaða fyrirvari til að allir standi jafnt að vígi. Ef kosningar verða ákveðnar ekki fyrr en eftir mánuð er útilokað að kjósa fyrir áramót. Þessar haustkoningar voru samkomulag milli stjórnarflokkanna um áframhaldandi samstarf og ef forsætisráðherrann ( Sigurður) stendur ekki við það er eins líklegt að sjálfstæðisflokkurinn slíti stjórnarsamstarfinu og málið yrði skaðlegt fyrir framsókn. Þessvegna er ólíklegt að kosið verði í vor.

Jósef Smári Ásmundsson, 10.8.2016 kl. 11:53

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Má bæta því við að ef einhver er að brjóta sjórnarskrá þá er það að sjálfsögðu stjórnarflokkarnir. Það voru þeir sem ákváðu að stytta kjörtímabilið.

Jósef Smári Ásmundsson, 10.8.2016 kl. 11:58

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Orðin "að umbylta stjórnkerfinu" eru alveg ógrunduð og eiga sér enga stoð. Samkvæmt tillögu stjórnlagaráðs yrðu allir núverandi valdþættir og stjórnkerfið í heild í sama horfi og nú er. 

Ómar Ragnarsson, 10.8.2016 kl. 12:02

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Ekkert stjórnarskrárbrot er framið nema ef kjörtímabilið er stytt.

En Ómar, vissulega er það umbylting á stjórnkerfinu eða amk. gagnvart veigamiklum þáttum kerfisins og þegnunum að fá "alveg nýja stjórnarskrá" eins og Píratar vilja. Það er þá rangt með farið hjá þeim ef um breytingar á stjórnarskrá Íslands er að ræða.

Ekki verður séð hvernig ólöglegt Stjórnlagaráðið getur samið grundvallarlög fyrir Ísland. Það minnir ansi mikið á ESB- aðferðina með Lissabon- sáttmálann, að breyta og kjósa aftur og aftur þar til stjórnarskrá er þröngvað í gegn.

Ívar Pálsson, 10.8.2016 kl. 14:36

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Ívar. Þakkir fyrir enn einn góðan pistilinn, svo sannan.

Jón Valur Jensson, 10.8.2016 kl. 20:35

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Svona byrjaði þetta í ársbyrjun 2009 og hefur síðan verið hinn duldi tilgangur Stjórnarskrármálsins og allt gert til að dylja þá staðreynd.

Auðvitað er engin áhersla á ESB núna, því forgangsatriinu var klúðrað. Það verður ekki gengið í ESB né er hægt að opna kafla er varða valdaframsal í viðræðum fyrr en búið er að breyta stjórnarskrá. Þessvegna öll þessi áhersla og lýðskrum um stjórnarskránna sem eitthvað öháð réttlætismál þegar í raun þessi mál eru sama málið. Hvenær ætlar fólk að koma þessu inn í hausinn á sér.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2016 kl. 21:37

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef aldrei heyrt þetta fólk taka sérstaklega hverju sé mikilvægt að breyta og hvers vegna. Rætt er jú um auðlindaákvæðið sem er í raun tryggt í öllum lögum um auðlindir og gerir í raun ekert annað en að tryggja alvald þingsins og ráðstöfunnarrétt sameignarinnar, sem er mjög hentugt með tilliti til umsoknarinnar. Höfuðatriðið er og hefur alltaf verið framsal ríkisvalds, sem enginn þorir að nefna einu orði.

Panikkið nú snýst um bráðabirgðarákvæði í stjórnarskrá sem leyfir þjóðaratkvæði um stjórnarskrá fram til 17. Apríl á næsta ári, í stað tveggja þinga ákvæðis sem er í stjórnarskránni. Semsagt það á að nýta sér þetta ákvæði til að fara á snið við stjórnarskrá. 

Þetta fólk talar svo af mikilli léttúð um að hægt sé að rjúfa þing eingöngu í þeim tilgangi að fara á snið við þetta atriði um tveggja þinga samþykkt. Þetta atriði var ekki sett þarna inn í þeim tilgangi að hægt væri að rjúfa þing eingöngu til að aflæsa stjörnarskránni, heldur til að tryggja lýðræði.

Rétt er að nefna að 2013 voru þessi drög borin undir Feneyjanefnd ESB til blessunnar og í áliti þeirrar nefndar var þessum drögum gefin alger falleinkun. Fyrst og fremst vegna þess að of margir fyrirvarar voru á framsali ríkisvalds (fullveldisframsal). Um leið og þetta álit var birt, féllu bæði málin um sig sjálf, þótt aðrar ástæður væru gefnar. Nýju drögin voru óbrúkleg í því markmiði sem uppphaflega var lagt upp með. Þ.e. að gera okkur kleyft að ganga í sambandið og raunar halda viðræðum er varða frasal áfram.

Hér er það merka plagg:

http://www.althingi.is/pdf/venice.coe.pdf

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2016 kl. 21:56

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Enn rétt að benda á að í lok árs 2008 var sent erindi til Feneyjanefndarinnar um ráð til þess að gera þessa öryggislæsingu um tveggja þinga samþykki fyrir stjórnarskrárbreytingum óvirka.

Nefndin gaf mat sitt út 2010 og er ekki annað að sjá að þeim ofbjóði óðagotið og hugmyndir um þau bolabrögð sem höfð voru í frammi, m.a. ætlun bráðabirgðarstjórnarinnar að senda sjálfa sig heim og láta kjósa aftur í miðju panikkinu til að sniðganga þetta mikilvæga atriði.

Ýmis ráð og fordæmi eru gefin fyrir svo stórtækum breytingum á stjórnarskrá og lýðræðislegri ferli undirstrikuð. Þ.á.m. Grasrótaruræða í skyldleika við stjórnlagaþing, sem var ekkert annað en sýndargrasrótarvinna því að í lögum um stjórnlagaþing eru talin upp sérstaklega þau 8 atriði sem ríkistjórnin vildi ræða og breyta. 7. Atriðið verandi ákvæði um framsal ríkisvalds. Þ.e. Meginatriðið og tilgangur sirkússins. Hentuglega var ekki imprað einu orði á því atriði í sex apurninga skoðanakönnun sem kallaðist þjöðaratkvæði.

Allt þetta ferli hefur markast af undirferli, leynd og óheiðarleika sem fyrst og fremst snerist um að kasta ryki í augu fólks og telja því trú um að um óskyld mál væri að ræða. Að stjórnarskrármalið væri eitthvað óháð réttlætismál og jafnvel að hrunið hafi orðið fyrir ágalla í stjórnarskrá.

Þeir sem ekki þekkja sögu þessa máls ættu að lesa sig til um það og hafa til öryggis fötu við rúmstokkinn á meðan.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2016 kl. 22:12

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er svar Feneyjanefndarinnar við spurnimgum um það hvernig best væri að brjótast inn í stjórnarskránna og gera tveggja þinga ákvæðið óvirkt.

http://www.venice.coe.int/webforms/documents/default.aspx?pdffile=CDL-AD(2010)001-e

Framsókn kom í veg fyrir landráðatilburði ríkistjórnarinnar með að leggja til Stjórnlagaþing í stað þeirra bolabragða sem til stóðu. Þeir settu það sem skilyrði fyrir stuðningi. Stjörnin hinsvegar breytti þessu í algeran farsa sem átti ekkert skylt við lýðræði. Fólki var safnað í íþróttahús um allt land til að gera lágkúrulegar hópeflisæfingar, sem leiddu af sér safn stikkorða á borð við heiðarleika og gagnsæi. Þannig hélt þjöðin að hún væri þáttakandi í einhverju göfugu réttlætismáli þegar í raun var verið að breiða yfir borderline landráð.

Svo vel tókst til með þetta plott að þjóðin veit ekki enn sitt rjúkandi ráð í þessu máli, né tengir ESB umsóknina við það. Meira að segja einfeldningarnir í Pírötum eru gersamlega clueless þótt þeir hafi haft stúkusæti í þessu leikriti frá upphafi.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2016 kl. 22:21

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Að lokum er rétt að minna á að í upphafi árs 2009 átti að ganga í ESB og taka upp evru á 6-8 mánuðum. Það var yfirlýst markmið. Samfélagsleg upplausn var meðalið. 

Fyrst átti að ganga frá stjórnarskrármálinu einn tveir og þrír, sem var frumskilyrði fyrir því að klára viðræður. Þar þvældist helst fyrir fullveldisákvæðið um framsal ríkisvalds. Það fór sem fór.

Píratar eru nytsamir sakleysingjar í því leikriti og áhersla þeirra á stjórnarskrármálið hingað til óskýrð með rökum. Þeir eru líkir samfylkingunni að því leyti að líf þeirra veltur á einu máli. Stjórnarskrármálinu. Án stjórnarskrármálsins, hafa þeir engin brennandi málefni sem halda þeim saman sem stjórnmálaafli. Stjórnarskrármálið er mantra án innihalds. Lyðskrum par exellance.  Þeir skilja það ekki einu sinni sjálfir.

Nú þegar esb sinnarnir skríða út úr tréverkinu og stilla sér á lista hjá þeim, er ljóst í hvert stefnir. Þeir verða teknir yfir af þeim þrýstihóp og verða pólitískur hýsill fyrir eitthvað sem þeim óraði sennilega ekki fyrir. 

ESB flokkur by proxy. Baráttuaðferðin er fengin að láni hjá VG. Persónuárásir og málefnasnauður undangröftur, móðursýkisleg upphlaup á samfélagsmiðlum og hótanir í von um að það safnist nægilegt óánægjufylgi til að fleyta þeim til valda. Almenn velferð og samfélagslegt jafnvægi skiptir þá engu í þessu markmiði. Ofbeldispólitíkin blífur.

Skrítin tík þessi pólitík.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2016 kl. 23:01

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert maðurinn, Jón Steinar, þekkir þetta allt út og inn, og snilldarinnlegg áttu hér. Tek undir hvert orð hjá þér.

Vil fá þig til liðs við Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland. Ræðum málið. Er í jvjensson@gmail.com

Jón Valur Jensson, 10.8.2016 kl. 23:22

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er ekki sammála þér um að það brjóti ekki gegn stjórnarskrá að rjúfa þing án þeirra forsenda sem stjórnarskráin kveður á um. Það verða,  að vera ástæður. Vantraust verði samþykkt eða þá að stjórnarsamstarfið sé komið í óleysanlegan hnút vegna innri ágreinings. Þá má forsætirráðherra rjúfa þing. Um þetta stöð einmitt ágreiningur forsætisráðherra og forseta þegar Sigmundur fór sína bjarmalandsför á Bessastaði. Forsætisráðherra má ekki og getur ekki leyst upp þingið að eigin fordæmi í trássi við ríkistjórn. Þar er annar varnagli, þar sem forsetinn hefur síðasta orðið.

Ef stjórnarandstaðan krefst kosninga og hótar ofbeldi þá eru þeir að brjóta landslög og þeir einstaklingar sem fyrir því standa brotlegir. Ennþá hef ég ekki séð neina lagaæega útskýringu á því hvers vegna rjúfa beri þing og enn hef ég ekki séð málið borið upp nema sem skoðun einstakra þingmanna, sem greinilega hafa enga þekkingu á lýðræðislegri stjórnskipan.

Þetta upphlaup allt saman er á lagalega gráu svæði. Enn hefur ekki verið samþykkt vantraust á þessa ríkistjórn, sem er frumskilyrði í þessu ferli.

"Af því bara" er ekki nóg. Forsætisráðherra hefur stigið til hliðar án þess að nokkuð saknæmt hafi á hann fundist, þessvegna er hann löglega sestur á þing aftur. Málið er eitt allsherjar móðursýkisupphlaup.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2016 kl. 23:23

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Margt hér aftur afar vel sagt, Jón Steinar.

En ertu að ávarpa Jósef Smára hér fremst í þessu innleggi þínu? (varla mig eða Ívar).

Jón Valur Jensson, 11.8.2016 kl. 04:16

14 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Ég er ekki sammála þér um að það brjóti ekki gegn stjórnarskrá að rjúfa þing án þeirra forsenda sem stjórnarskráin kveður á um. Það verða,  að vera ástæður. Vantraust verði samþykkt eða þá að stjórnarsamstarfið sé komið í óleysanlegan hnút vegna innri ágreinings" Varla verið að svara mér. eða hvað? Ég var einungis að benda á að það voru stjórnarflokkarnir sem höfðu frumkvæði að því að rjúfa þing í haust og efna til kosninga. Þessvegna er ekki hægt að saka stjórnarandstöðuna um stjórnarskrárbrot með því að krefja meirihlutann um kjördag. Í raun og veru kemur stjórnarandstöðunni ekki við hvort eða hvenær kosningar verða, en til að jafnræði verði á milli flokka er ekki sanngjarnt að kosningar fari fram fyrr en dágóður tími líði frá ákvörðun um kjördaginn liggur fyrir. Ég nefni 3 mánuði sem er hæfilegur tími fyrir prófkjör og raða upp á lista. Ég var ekki að tjá mig um ESB eða annað sem er hugðarefni einhverra flokka sem nú eru í stjórnarandstöðu og er enda ekki sammála þeirra sjónarmiðum að langmestu leiti. Og ég held mig við það að hunsa þessar kosningar eins og ég hef gert hingað til þar eð einstaklingum er gert ókleyft að bjóða sig fram vegna kosningaregla sem flokkarnir hafa sett á. Það er hið eiginlega stjórnarskrárbrot.

Jósef Smári Ásmundsson, 11.8.2016 kl. 08:17

15 Smámynd: Elle_

Yfirlýsing Gunnars Braga er vel ígrunduð.  Stjórnarandstaðan beitir öllum ráðum, nema beinu valdaráni, allavega ekki enn.  Það á líka ekkert að kjósa fyrr en 22. apríl.

Elle_, 11.8.2016 kl. 14:50

16 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir þessar mjög svo málefnalegu athugasemdir. Því betur sem málið er skoðað sést hve mikilvægt er að fara eftir stjórnarskránni og gildandi lögum og láta ekki bugast við það að vernda hana. Breytingar á orðalagi einstakra greina eiga að taka mörg ár hjá hæstlærðu fólki (sbr. í Þýskalandi).

Pólitísk upphlaup eru aðeins marktæk ef samþykkt er vantraust á ríkisstjórna með meirihluta á þingi. Þingkosninar í vor!

Ívar Pálsson, 11.8.2016 kl. 15:12

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað sem þingmenn eða ráðherrar hafa tjáð sig um að flýta kosningum, þá var það í miðri upplausn sem var þyrlað upp af þessum öflum sem hafa hagsmuni að í að komast að. Engin formleg samþykkt fyrir þessu er til heldur gert til að lægja móðursýkina til að fá vinnufrið. Þingmenn eða ráðherrar hafa enga heimild til að slíta þingi og boða til kosninga án þess að ástæður og réttar forsendur liggi fyrir. Menn skulu byrja á því að lýsa vantrausti (aftur) og fá það samþykkt, eða þá að stjórnarflokkarnir komi sér saman um að þeir geti ekki unnið saman og að stjórnarkreppa liggi fyrir dyrum.

Höfuð ástæða stjórnarandstöðunnar fyrir óðagotinu er að stjórnarskráin liggur nú óvarin fram til 17. Apríl næstkomandi og það á að nýta til þess að keyra í gegn stjórnarskrárdrög Þorvaldar Gylfa og co. Með (leiðbeinandi) þjöðaratkvæðum.

í mínum augum er þetta borderline tilraun til valdaráns af þröngum hagsmunahópi sem hefur allt s.l. ár stuðlað að upplausn og uppþotum í samfélaginu án nokkurra raka. Facebookfasisminn, persónuárásirog falsaðar mannfjöldatölur af austurvelli eru réttlætingin. Málefnagrunnurinn enginn, því hann má jú ekki nefna.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.8.2016 kl. 17:33

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi bráðairgðargrein var sett inn í óðagoti til að kaupa frið. Þeir sem keyrðu hana í gegn undir hötunum voru fulltrúar flokka sem nú má segja að séu ekki til, þ.e. Björt framtí og Samfylking. Góður leikur væri að rannsaka og ræða forsendur þessa fáheyrða inngrips í stjórnaskránna og leggja fram frumvarp um afnám þessa ákvæðis hið fyrsta. Það er engin skynsamleg réttlæting á þessu ákvæði.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.8.2016 kl. 17:40

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jon Valur. Ég var ekki að svara þér hvað varðar lögmæti stjórnarslita heldur svara þeim vangaveltum sem aðrir höfðu um þau og tjá mína sýn.

Varðandi sögu og eðli stjórnarskrármálsins, þá hef ég tíundað þetta áður eins og þú veist og gaman að rifja það upp að fyrir rúmu ári sagði ég þér að ESB málið yrði ekki kosningamál næst heldur stjórnarskrármálið af þeirri einföldu ástæðu að stórfelldar grundvallarbreytingar eru og voru forsenda þess að hægt væri að klára viðræður og ganga í sambandið. Það þurfti ekki spámannsgáfu til að sjá það. Þessi tvö mál eru sama malið en menn klúðruðu forganginum. Viðhengt mat Feneyjarnefndarinnar 2013 var það eina sem gekk af  báðum málum dauðum, því nýju drögin fullnægðu ekki forsendum ESB. 

Svo einfalt er það.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.8.2016 kl. 17:59

20 Smámynd: Elle_

Kæmi ekki á óvart að það væri ólögmætt að ráðast þannig að stjórnarskránni sem á að verja þjóðina, líka minnihlutann, gegn hættulegum stjórnmálamönnum, gegn einmitt þeim sömu og ætluðu og vilja enn skemma hana. 

Elle_, 11.8.2016 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband