Færsluflokkur: Vísindi og fræði

CO2 kvótinn er verri en hinn kvótinn

Nú birtist nýja kvótaskrímslið með öllu sínu óréttlæti. Áður var það hafið okkar, núna er það loftið. Ég varaði við þessum ófögnuði síðast í lok júní í grein minni hér , en Blaðið birti frétt í dag um ætlaða skiptingu CO2 kvóta Íslands til ársins 2012....

Grikklandsmyndir

Myndir og fleira vegna Grikklandsbrunanna er hér í fyrra bloggi mínu .

Fullt tungl í Fiskamerki

Tunglið er fullt og flott, færir sig í Fiskamerkið kl. þrjú í nótt 28/8. Ég tók þessa mynd kl. 22:40 í Skerjafirði með stafrænni vél í gegn um stjörnukíki. Það þurfti ekki að slökkva á bænum, þetta var skýrt. Best að fara út að spangóla. Klikkið tvisvar...

Greinasafn um banka og krónu

Greinarnar mínar um banka og krónu eru fullmargar, 22 talsins. En aðal- réttlætingin er sú að reynt er að benda á þá þætti sem bankafólk og fréttafólk vill ekki taka almennilega á. Margt hefur síðar reynst rétt sem þar er sagt, en enn hvet ég aðra til...

Upphaf afleiðinga

Nú stendur ekki steinn yfir steini lengur í vaxtamunarviðskiptum. Áhættuflótti, gríðarflökt gjaldmiðla og snarhækkaður kostnaður valda því að pappírar í ætt við krónubréf verða ekki endurnýjaðir. Nýja Sjáland, sem er með næsthæstu stýrivexti (8,25%) á...

Efnahagsmál af viti

Þau ykkar sem hafa áhuga á vitrænum samræðum um efnahagsmál ættu að fylgjast með þessu fólki á viðskiptasíðu malefnin.com , helst Jóhannesi Birni en einnig eru þar t.d. Salka, Gangleri, Vinni og Gordon Gekko. Gegnumgangandi umræðan um "Áhættusjóði á...

Staðfest hvað stýrir krónunni

Glitnir banki birtir grein í Morgunkorni Glitnis 17/8/2007 um gegni krónunnar og annarra hávaxtamynta, þar sem ljóst þykir að krónan fylgir hinum nokkuð náið. Þar með er staðfest að gengi krónu stýrist aðallega af vaxtamunarviðskiptum, en síður af...

Eru veð bankanna traust?

Krónan féll verulega, en fall annarra hávaxtagjaldmiðla jókst verulega þegar  bankar og sjóðir þar rembdust við að greiða af skammtíma- dollaralánum sem höfðu verið notuð til kaupa á áhættusömum veðbréfapökkum, líkt og í Bandaríkjunum. Veruleg vanhöld...

Jenið styrktist um 25%

Flóttinn frá krónu, ástralska dollarnum, nýsjálenska dollarnum og öðrum hávaxtamyntum í falskri stöðu er alger í dag. Fyrri lýsingar mínar eiga nú vel við. Japanska vaxtamunaverslun heimsins snarminnkar og hefur valdið 25% falli krónu nú þegar þetta er...

Áhættan jókst fjórfalt

Skuldatryggingarálag (CDS) Kaupþings banka á markaði hækkaði um 30% við fréttirnar um kaup þeirra á NIBC Holding NV bankanum . Markaðurinn telur því hættuna á greiðslufalli Kaupþings hafa aukist sem því nemur, en hafa ber í huga að verðlagning áhættu á...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband