Færsluflokkur: Bækur

Örsögur ofl.

Fleira er á bloggi mínu en tuðið mitt frá 2007-2012 um banka, ESB, Icesave og óstjórn. Hér er listi yfir nokkrar örsögur mínar, en ég heiti því oft að skapa fleiri. Sá tími minn mun koma! 4.10.2008 | 14:31 Örsaga: Barnæskan og Remingtoninn Sumarið með...

Örsaga: Barnæskan og Remingtoninn

Sumarið með Remingtoninn hefur verið með afbrigðum gott fyrir mig, 12 ára gamlan og til í allt. Þessi hálfsjálfvirki 22ja calibera, 18 skota riffill komst í mínar hendur eftir langan feril. Pabbi skaut rjúpur og hvaðeina með rifflinum síðan hann var...

Örsaga: Vagninn bíður ekki

Um nóg var að hugsa áður en haldið skyldi í heimsókn yfir í Austurbæinn. Eitt og annað þurfti að finna til fyrir ferðina með strætisvagninum. Þegar hún tyllti sér til þess að setja á sig stígvélin, varð Friðnýju hugsað til liðins tíma. Henni fannst þetta...

Örsaga í óveðrinu

Þessi litla saga um Suðurnesin og Skerjaförð varð til hjá mér í morgun: Allt er þegar þrennt er „Bölvuð læti eru í veðrinu!“ tuðaði Breki þegar hann reyndi að leggja sig aftur þennan sunnudagsmorgun í húsinu við ströndina í Skerjafirði, með...

Góði Gyllti áttavitinn

Kvikmyndin Gyllti áttavitinn kom skemmtilega á óvart, spennandi og full ævintýra. Við sáum hana í gær í ísköldum sal Háskólabíós. Myndin byggist vel upp á trúverðugan hátt, þannig að athyglinni er vel við haldið. Ekki spillti fyrir að heyra íslensku...

Byrjað í nunnuskóla

Nunnan brosti til mín í öllu sínu veldi í svörtum búningnum með hvítum vængjum út frá höfðinu. „Viltu fá brjóstsykur?“ spurði hún mig og rétti fram heilan bakka af sælgæti. Boðið upp á nammi fyrsta daginn í skólanum! Landakotsskóli var...

Hundarnir á Hæðum

Snati gamli var traustur hundur eins og þeir gerast bestir. Hann fylgdi jafnan Ragnari bónda, húsbónda sínum án þess að vera fyrir honum eða öðrum. Stundum sat Snati hjá mér og ég klappaði honum og ræddi við þennan lífsreynda vin minn. Hann var eldri en...

Sögur úr sveitinni: Kötturinn og nautið

Tveir kettir voru á Tindum. Annar var rólegur og gælinn en hinn, þessi bröndótti, var að mínu skapi. Hann fældist mannfólkið og var mér þannig uppspretta fjölda ævintýra þegar ég reyndi að ná honum, þó með þeim afleiðingum að hendurnar mínar voru...

Sögur úr sveitinni: Á leið í sveitina

Sex ára strákur kvaddi bljúgur móður sína á Bifreiðastöð Íslands á leið í sveitina í fyrsta skipti. Fatainnkaupum lauk daginn áður. Ómissandi svartir gúmmískór, gráir ullarleistar, hnausþykk dökkgræn regnkápa með hettu og regnbuxur í stíl, beislitar...

Sögur úr sveitinni: Skaftafellsboli

Ellefu ára stráki fannst spennandi þegar kýrin var leidd undir nautið. Bolinn sem hafði húkt einn og kyrr í myrkri torfkofans í gamla Selbænum svo mánuðum skipti, var leiddur út í köðlum og beint upp á beljuna. Tækist þetta? Færi skotið út í loftið?...

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband