Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Fall Evrópu

Nú féllu jaðarlönd Evrópu, Grikkland, Portúgal og Írland. Þeim verður ekki bjargað án skuldaafskrifta, sem þýðir það að bankarnir falla í verði, sem þýðir aftur að eignastaða landanna versnar. En bankar annarra landa falla líka, enda lánuðu þeir til...

Nei, en ekki „kannski, ætli það ekki?“

Þýskum bönkum, ásamt fleirum, tókst með hjálp ESB og AGS að koma skuld einkageirans á Grikklandi, Írlandi og líklega Portúgal yfir á almenning í þessum löndum með háum vöxtum án teljandi afskrifta. Þeim mistókst þetta á Íslandi þar sem afskrifaðar voru...

Afnám hafta: ekki með staðfestingu Icesave III

Seðlabankastjóri lætur eins og Icesave III-staðfesting muni stuðla að afnámi gjaldeyrishafta. Hvert mannsbarn með vasatölvu sér að því er þveröfugt farið: Icesave læsir höftin inni til framtíðar, því að hvert smá- fall gengisins snarhækkar greiðslurnar...

Réttur til afsals

Grein í MBL 2/3/2011: Nær 56% þeirra Íslendinga sem afstöðu tóku í Eurobarometer- könnun ESB telja að ESB- aðild yrði Íslandi ekki til hagsbóta. Könnunin var gerð í nóvember árið 2010. Síðan þá hefur skuldakrísa jaðarlanda Evrópu hlaðið verulega upp á...

Forseti þjóðarinnar

Forseti Íslands stóð aftur með þjóðinni. Formaður Sjálfstæðisflokksins hóf strax einkabaráttu sína með Icesave, gegn meirihluta flokksmanna sinna í stærsta stjórmálaflokki landsins. Bjarni Benediktsson nýtir stöðu sína til þess að mæla með samningi sem...

Loksins er sorfið til stáls

Loks svarf til stáls í þingflokki Sjálfstæðisflokksins varðandi ESB- umsóknina eftir Icesave- klúðrið. Þorgerður Katrín, fyrrverandi varaformaður flokksins og Ragnheiður Ríkharðsdóttir vörðu ESB- umsókn vinstri stjórnarinnar, en þær eru einmitt í...

Opið bréf til Forseta Íslands

Hæstvirtur Forseti, Ólafur Ragnar Grímsson! Gjáin milli þings og þjóðar varð að Stóragili í dag, 16. febrúar 2011 kl. 15:24 þegar Icesave III- samningurinn varð að lögum á Alþingi. Þetta gerðist þrátt fyrir það að 62% þjóðarinnar vildi þjóðaratkvæði um...

Ömurleg uppgjöf

Ég engdist undir málflutningi þingmanns flokks míns, Kristjáns Þórs Júlíussonar um Icesave- uppgjöfina beint frá Alþingi áðan. Nú leggja hinir mætustu menn niður vopnin, af því að verið gæti að við yrðum dæmd síðar til þess að greiða það sem þeir...

Gott hjá SUS

Fínt framtak hjá unga fólkinu í Sjálfstæðisflokknum að standa að ítarlegri kynningu og umræðufundi í Valhöll í gærkveldi. Þessi fundur hefði mátt vera fyrr, því að upplýsingar og umræður sem þarna komu fram hljóta að fá hverja íhugula manneskju til þess...

64% fleiri já heldur en nei

Viðhorfskönnun MMR sem birt er með fréttinni á mbl.is sýnir að 64% fleiri vilja þjóðaratkvæði vegna Icesave en þau sem vilja það ekki. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hlýtur að taka þessu sem skýrum skilaboðum þjóðarinnar í vönduðu 12.000 manna úrtaki um...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband