Umboðslausar flokksforystur

johanna_sigurdardottir_vf_is.pngÍ hvers umboði starfa þingflokksformenn nú? Andstaðan við Icesave lausnir er 60-75% í hverjum flokki nema hjá Samfylkingunni, sem er með þveröfugt hlutfall en um 22% kjörfylgi. Þjóðaratkvæðagreiðsla er framundan. Ef forystumenn flokkanna álpast til þess að veikja stöðu okkar gagnvart mótaðilum í Icesave- deilunni enn einu sinni með miðjumoðslausnum, smánarlækkun ofurvaxtanna eða með því að krukka í skilmálahræin í stað þess að byrja á núlli, þá er þeim ekki viðbjargandi.

Okkur er öllum ógreiði gerður með þessum málaleitunum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, loksins þegar hún virðist ætla að styrkja málefnalega stöðu Íslands. Á hverjum degi eftir höfnun staðfestingar forsetans þá kemur betur í ljós hvernig IMF-ESB maskínan reynir að valta yfir okkur þegar á bjátar, en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gefur jafnan eftir. Látum þetta allt koma fram í dagsljósið og þjóðaratkvæðagreiðsluna verða að veruleika, annað verður aldrei nema til ófagnaðar.


mbl.is Þverpólitísk nefnd um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þegar á hefur reynt hafa stjórnmálamenn flestra þjóða gert sig seka um að standa með bankakerfinu gegn þegnum sínum. 

Það er nokkuð ljóst að stjórnmálamenn landana þriggja munu með öllum ráðum reyna að koma í veg fyrir það að icesave löginn fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Með því að leyfa almenningi á Íslandi að að hafna því að axla fjárhagslega ábyrgð á gjaldþrota einkafyrirtæki, opinberaðist vanhæfi stjórnmálamann endanlega og ættu þeir varla um annað að velja en að axla þá ábyrgð sem þeir gáfu sig út fyrir.  Það gildir fyrir fleiri lönd en Ísland. 

En við verðum að vonast eftir þjóðaratkvæðagreiðslu svo möguleiki sé á að núll stilla ófögnuðinn.

Magnús Sigurðsson, 15.1.2010 kl. 16:52

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það komu vöflur á mig þegar þeir voru farnir að ræðast við,stjórn og stjórnarandstaða og langt komin með að ná saman. Um hvað?                          Við erum að vinna málstað okkar fylgi á hverjum degi  og nær allir fjölmiðlar erlendis opnir fyrir okkar röddu. Þannig var ég að hlusta á Birgittu í viðtali áðan,á bloggi Höllu Rutar.

Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2010 kl. 17:46

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu Bjarna Benediktssonar við Icesave- lögin og loforð hans um að fara ekki til baka til hrossaprangsins frá sl. hausti, þá má skilja að nokkur hundruð milljarða króna Icesave- "lausn" sé hugsanleg. Þessi veika afstaða grefur undan möguleikunum á alvöru samningi eða dómsúrlausn.

Ívar Pálsson, 15.1.2010 kl. 18:48

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Magnús setur fingurinn á þetta. "Fjárhagsleg ábyrð almennings á gjaldþroti einkafyrirtækja"  Skoðum þetta í því ljósi. Myndi þetta ekki eiga að gilda fyrir öll einkafyrirtæki? Flugfélög, lyfjafyrirtæki etc... Er það markmiðið?

Af hverju er þetta fólk ekki að ná þessu? Eru bankar einhverjar heilagar kýr hér í heimi?

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 12:14

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sjálfstæðisflokkur og framsókn eru ekkert síður vafasamir og með hulin markmið í þessu máli fyrir elítuumbjóðendur sína.  Ef þeir hefðu verið við stjórn, stæðum við í nákvæmlega sama stappi um að fá réttláta lausn á málinu. Það er sami rassinn undir öllu þessu liði. Það má sjá á leiðurum MBL að þeir eru haldnir þeirri ranghumynd að andstaða þeirra sé að vinna flokknum fylgi en sjá ekki að málið er algerlega ótháð flokkslínum. Hvað þarf andstaðan að vera sterk til að þeir sjái samhengið í því? 110%?

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 12:19

6 Smámynd: Ívar Pálsson

"Too big to fail"- hugsunin eitraði öll fjármálagerfi heimsins í hruninu og hingað til. Af hverju mega fyrirtæki eins og Húsasmiðjan eða Landsbankinn ekki mæta örlögum sínum? Því fyrr getur samkeppnin, stór eða lítil, blómstrað.

Jón Steinar, smám saman tekst að draga skýrari afstöðu fram í Sjálfstæðisflokknum og það kallar fram hinn venjulega kjósanda, sem vill að þessum eltingaleik við vinstri miðjuna (sem hófst 2006) ljúki sem fyrst. En biðin eftir almennilegri andstöðu er ótrúlega löng. Það er víst bara brjósk í nefjum.

Ívar Pálsson, 18.1.2010 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband