Vinstri- handar náðarhögg í lokin

Rækja Pandalus Borealis

Tjónið sem hlaust af fráfarandi vinstri stjórn á fjórum árum jókst í veldi sínu núna í lokin. Steingrími J. leist ekkert á það að byggðir landsins reyndu að bjarga sér með rækjuveiðum og fyrirskipaði á síðasta degi stöðvun úthafsrækjuveiða þann 1. júlí nk., um há- bjargræðistímann.

Vestur, norður og norðvestur 

Rækjuvinnslurnar á Grundarfirði, Ísafirði, Hólmavík, Hvammstanga, Sauðárkróki og á Siglufirði treysta helst á innlenda rækju núna þegar Norðmenn kaupa sína eigin og Kanadarækju með uppskrúfuðum olíugjaldeyri. Útgerðir á Íslandi reyna að láta það borga sig að veiða rækjuna og loksins þegar það gæti verið að ganga upp, þá kemur vinstri- handar náðarhöggið, áður en vitræn stjórn tekur við.

Spíral- fræði

Níðingsverkin eru auðvitað í nafni náttúruverndar að hætti (hrunda) hússins, líkt og á alræmdu skrifborði Svandísar Svavarsdóttur, þar sem samþykkt áætlun um virkjun neðri- Þjórsár beið til eilífðar.  Rækjukvóti upp á 5000 tonn er bara bleyttur fingur upp í loftið til þess að segja til um veðurfar, ekki nákvæm fræði. Rækjan er svo neðarlega í keðjunni að allt fyrir ofan hana hefur megináhrif á stofnstærð. Það ætti þá að veiða meira af þorski ef menn vilja bjarga rækju, sem raunar bjargar sér sjálf. Aðalástæða snarlækkaðs kvóta síðustu ára var efnahagslegs eðlis, þar sem annað borgaði sig betur. Þessi aðgerð hefur spíraláhrif, eins og svangur maður sveltir sig meir til þess að eiga nógan mat.

Meira latte

Það liggur við að maður fari með veggjum, verandi í hópi menntamanna í Reykjavík 101, þar sem „latte-lepjandi-vitringar“ hringsúast um tölvumódel sín um hagi náttúrunnar, koltvísýringslosun og hvaðeina og gefa síðan út ófrávíkjanlega ráðgjöf til stjórnvalda út frá uppljómun sinni um það hvernig loka megi aðgangi að þessari viðkvæmu náttúru út um land og sæ, sem afar okkar og ömmur nýttu til þess að skapa okkur góða tilveru.

Vonandi tekur stjórnarmyndunin sem fæsta daga. Við megum engan tíma missa í að bæta skaða síðustu vikna.


mbl.is Rækjuveiðum hætt 1. júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sýnir vel hve fyrrum og vonandi aldrei aftur "vel" upplýstur ráðherra allsherjar og og allt um kring" er, eða var. Annan eins Þistilfjarðarðarkúvending, hefur Þistilfjörður aldrei af sér alið, hvorki ofan sjávar né neðan.

Hreinræktaður hryðjuverkagjörningur, þetta með 1. júlí og rækjuna. "Svona gerir maður ekki"

Hvers mun jarðfræðin gjalda að þingsetu Þistilfjarðarkúvendsingsins lokinni?

Halldór Egill Guðnason, 1.5.2013 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband