EES ekki greypt í stein

Valtarinn

Daglega berast fréttir af því hvernig Íslandi farnast vegna ESB- tilskipana, sem Íslandi beri að taka upp vegna EES- samningsins. Sú leiða hefð komst á hjá Jóhönnu- stjórninni að skrifa undir hverja tilskipun nær óséða og er erfitt að vinda ofan af þeim óskunda. EES- samningurinn skuldbatt ekki Alþingi um alla framtíð til þess að afsala sér löggjafar- réttinum. Túlkun samningsins og útfærsla hér á landi á að miðast við að hámarka hagsmuni Íslendinga, enda væri undarlegt ef við rembdumst við að aðstoða erlend ríki við hagsmunarekstur sinn hér á landi.

ESB vill ráða 

Aðildarríki ESB og stórir hagsmunaaðilar innan þeirra sjá að Ísland verður ekki aðildarríki í bráð, en þá er Plan B að stjórna í gegn um þrönga túlkun EES- samningsins, sem áður var frjálsleg. Ef það dugir ekki til er ESA- dómstólnum beitt, enda deginum ljósara að ESB ræður á þeim bænum. Hann er núna hafinn til skýja sem yfirþjóðlegt vald, en honum var aldrei ætlað annað en að gera út um ágreining í EES- samningnum og niðurstöður jafnvel hundsaðar á báða bóga eftir því hvar hagsmunir hvers aðila lágu hverju sinni.

EES fyrir Ísland

Vinsamlegast bendið íslensku Samfylkingarfólki, sem berst fyrir ESB- tilskipunum, á það að samningafólki okkar ber jafnan að hámarka hag Íslands, annars er það ekki starfi sínu vaxið. Nógu erfitt er að eiga við ESB- valtarann þótt hann fái ekki íslenskt innanbúðarfólk hér líka í lið með sér.


mbl.is Fer líklega fyrir EFTA-dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er eins og aðildarsinnar liggi í því að egna þennan óskapnað gegn okkur. Hættir að reyna að lofsyngja þá og rjómablíðan runnin af þeim,ekkert eftir nema það sem við vissum alltaf,þeir herða bara á tilskipunum og breyta að vild. Takk fyrir þessa afbragðs grein Ívar.

Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2014 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband